Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 fclk í fréttum Björgvin og Bubbi saman á sviði. Sögnlegar sættir? Aáramótaballi Ríkissjónvarps- ins var margt til gamans gert og komu þar fram margir bestu listamenn þjóðarinnar í söngi og hljóðfæraslætti. Sérstaka athygli vakti atburður, sem sumir vildu kalla „sögulegar sættir". Það var þegar Asbjöm Kristinsson, sem flestir þekkja eflaust sem Bubba Morthens, skor- aði á Björgvin Halldórsson að koma upp á svið og taka léttan blús með sér. Björgvin tók hann á orðinu, snaraðist upp á svið með munn- hörpuna og saman léku þeir blús af fingrum og vörum fram, við mikla hrifningu viðstaddra. Bubbi og Bjöggi hafa til þessa þótt vera á sitt hvem skaut'í popp- tón!:star,r.ár; tiubbi í hópi uppreisn- arseggja, en Björgvin hins vegar rólegur og fágaður. Þama um kvöldið kom þó fram að hvorugur er klafabundinn við sína megin- stefnu, enda var þeim óspart klappað lof í lófa. Seinna um kvöldið komu nokkrir Sungið við raust: Jakob Magnússon, Ragnhildur Gísladóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Bubbi Mothens, Jónas R. Jónsson, Kristján Jóhannson og Björgvin Halldórsson. söngvarar saman fram og leiddu mótalög, sem og önnur vinsæl fjöldasöng. Vom sungin sígild ára- hópsönglög. Enn aukast skyldur Friðriks Friðrik, krónprins Danmerkur, er nú 18 ára gamall og sífellt aukast skyldur hans í réttu hlut- falli við aldurinn, því enda þótt Margrét Þórhildur Danadrottning sé enn á besta aldri, er aldrei að vita hvenær pilturinn þarf að taka konungtign. Að undanfömu hefur Friðrik ver- ið við herþjálfun, en hann sest bráðlega í liðsforingjaskóla Dana- hers. Um jól og nýár fékk hann þó að dvelja með fjölskyldu sinni og þá fór hann m.a. í fyrsta skipti með móður sinni í vagnferð frá Amalíen- borg til Kristjánsborgarhallar. Konungsvagninn, sem er svartur og logagylltur, er frá 1840, en hon- um fylgdu 42 riddarar úr Hússara- lífverðinum, mjög skrautlegir eins og sjá má. Friðrik krónprins ásamt móður sinni í vagninum. Riddaraliðið var ekki af verri endanum. Mats ásamt hinni suður-afrísku brúður sinni. Mats Wilander kvænist í S-Afríku Settur á svartan lista fyrir vikið! Fyrir skömmu kvæntist sænska tennisstjarnan Mats Wilander. Hin heppna er tvítug suður-afrísk stúlka, Sonya Mulholland að nafni, og fór athöfnin fram á búgarði fjöl- skyldu hennar nálægt Durban í Suður-Afríku. Ekki gekk athöfni'! þó vandræða- laust fyrir sig, því að hinn kaþólski fjölskylduprestur ungfrúrinnar neit- aði að gefa þau saman undir berum himni. „Eigi þau að giftast að kaþ- ólskum sið, giftast þau í kirkju", sagði presturinn. Parið lét sig þó ekki og fann á síðustu stundu afrík- anskan prest (búa), sem var fús til þess að gefa þau saman utandyra. Vandræðum hjónanna hefði, ef allt væri með felldu, átt að vera lok- ið, en svo er ekki. Mat; hc-fur nefnilega YeFið SGtcur á svartan lista, Végna þess að hann dvelst nú í Suð- ur-Afríku. Hann hefur andmælt þessum ráðstöfunum og segir þær út í hött. „Ég er hér sem hver ann- ar maður. Ég hef aldrei leikið tennis í Suður-Afríku, svo að ég reikna með að vera tekinn af þessari nafna- skrá jafnskjótt. g ég var færður inn á hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.