Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 43 Ára- og tímamótakveðja; Aðalsteinn Sigurðs son fiskifræðingur „Það var títt í æsku minni, að menn birtu þakkarávörp í blöðum til manna er reynzt höfðu þeim vel í raun og vanda. Öldur nýrra tíða virðast að nokkru hafa skolað þess- um sið á braut." Þannig kemst Sigurður heitinn Guðmundsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, að orði í afmælisgrein um einn vina sinna. (Heiðnar hugvekjur og mannaminni. Akur- eyri, 1946. Bls. 204.) Fer mér sem mínum gamla læri- föður, að mig langar að taka upp gamla venju og þakka Aðalsteini Sigurðssyn fyrir nærfellt hálfrar aldar vináttu og drengskap við mig, þegar hann lætur af starfi sem deildarstjóri við Hafrannsókna- stofnun um þessi áramót og senda honum um leið síðbúna afmælis- kveðju, en Aðalsteinn varð sjötugur 13. júní síðastliðinn. Það mun hafa verið í öndverðum haustmánuði 1940, að nýr nemandi bættist í annan bekk Gagnfræða- skóla Akureyrar. Var hér kominn ungur maður úr inndölum Eyja- Qarðar, nokkru eldri en við hinir nemendumir, en slíkt var þá alsiða. Urðum við sessunautar og brátt hinir mestu mátar og höfum haldið kunningsskap okkar og vináttu síðan. Tel ég Aðalstein meðal mæt- ustu manna, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, þótt sjálfum sé honum lítt um það gefið að útbásúna eigið ágæti eða ota sínum tota, eins og nú virðist vera nokkuð í tísku með- al landa vorra. Hygg ég þó að þessi hæverski og dagfarsprúði öðlings- maður sé engan veginn án sjálfs- metnaðar, enda undir niðri skapmaður, sem ekki hefur látið „svæla sál sína undir annarra vilja né ráðríki“. Er ekki örgrannt um að forfrömun hans á veraldar vísu hefði orðið meiri og skjótari væru flaðurgimi og undirhyggja honum að skapi. Aðalsteinn lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942, og stúdentsprófi úr stærð- fræðideild sama skóla 1945. Vorum við skólabræður um fímm ára skeið og bekkjarbræður fyrstu tvö árin, eða fram að gagnfræðaprófí. Þegar Aðalsteinn kom í Gagn- fræðaskólann hafði hann áður hafíð smíðanám á Akureyri og verið einn vetur í Iðnskóla Akureyrar. Tak- markaðir atvinnumöguleikar í þeirri grein á þeim tíma munu hafa vald- ið því, að hann hvarf frá því ráði að gerast húsasmiður. Þó má segja að hann hafi ekki slitið tengslin við þessa atvinnugrein fyrr en hann fór utan til háskólanáms, því að hann vann fyrir sér á sumrin á mennta- skólaárunum við brúarsmíðar, undir handleiðslu valinkunns verkstjóra í þeirri grein, Jónasar Snæbjömsson- ar, föður núverandi vegamálastjóra, sem þá var teiknikennari við Menntaskólann á Akureyri. Mun hugur Aðalsteins raunar hafa stað- ið til háskólanáms í byggingaverk- fræði, en atvikin höguðu því svo til, að úr því varð ekki. Naumast hefír Aðalsteinn verið ýkja fjáður að loknu stúdentsprófi og mun því hafa tekið fegins hendi boði um að kenna vetrarlangt við gagnfræða- og iðnskólann á Siglu- firði, eflaust viljað láta á það reyna, hvort hann felldi sig við kennslu- störf. Má ætla að honum hafí ekki litist alls kostar fýsilegt að gera kennslu að aðalævistarfi, enda kjör kennara síst auðveldari í þá daga en nú. Reyndar hefir hann lítt feng- ist við kennslu síðan, ef frá eru skilin árin 1958—60, er hann var stundakennari í hjáverkum við Gagnfræðaskólann í Vonarstræti í Reykjavík. Síðla sumars 1946 hleypti Aðal- steinn heimdraganum og hélt til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf nám við Hafnarháskóla í nátt- úrufræði, með sjávardýralíffræði og fiskifræði sem sérsvið. Þótti námið þar til mag. scient.-prófs í þessari grein þá vera með því erfiðasta sem um gat við evrópska háskóla og þótt víðar hefði verið leitað, yfir- leitt ekki skemmra en sjö til átta ár, eða svipað og ætla má að þurfi til doktorsprófs við ýmsar mennta- stofnanir nú tii dags. Voru meðal kennara Aðalsteins ýmsir af fær- ustu sérfræðingum og vísinda- mönnum á þessu sviði og háar kröfur gerðar til lærisveinanna. Án efa hafa viljafesta og þraut- seigja Aðalsteins skilað honum dijúgum áleiðis við svo strangan og fjölþættan undirbúning undir framtíðarstarfið og nær er mér að halda, að hann hafi sjaldan látið lystisemdir heimsborgarinnar glepja sér sýn. Hins vegar hygg ég heilsu hans ekki ætíð hafa verið sem skyldi og varð hann raunar að leggj- ast á sjúkrahús um tíma. Þrátt fyrir þetta mótlæti veigraði hann sér ekki við því, á þessum árum, að taka upp á arma sína sjúkan bróður minn, sem þá leitaði sér lækninga í Kaupmannahöfn, hlynna að hon- um og telja í hann kjark. Er það drengskaparbragð, sem ég mun seint gleyma, en sýnir hvem hann hefir að geyma. Á háskólaárunum vann Aðal- steinn undir handaijaðri ýmissa þekktra fískifræðinga og ber þar Arna Thorlacius reistur minnisvarði Stykkishólmi. HREPPSNEFND Stykkishólms- hrepps hefir samþykkt að reisa Áma Thorlacius fyirum kaupmanni og athafnamanni í Stykkishólmi veglegan minnisvarða hér í kaup- túninu, en einmitt um þessar mundir er verið að ljúka endurbót- um á Norska húsinu sem Ámi lét reisa fyrir 150 árum og bjó í til dauðadags, en þetta hús þótti á sínni tíð eitthvert stærsta og feg- ursta hús á landinu, sannkölluð höll og var vitnað um það í blöðum þess tíma. Ámi Thorlacius fæddist á Bíldu- dal 12. maí 1802 og voru foreldrar hans þau hjónin Guðrún Oddsdóttir lögreglumanns Hjaltalín og Ólafur kaupm. Thorlaciusar. Hann lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn og setti síðan upp verslun í Stykkis- hólmi og hafði miklar framkvæmdir með höndum. Hann var lengi um- boðsmaður Amarstapa umboðs og þrívegis var hann settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Ámi var mikill fróðleiksmaður og lét sig mjög skipta ýmis þjóðfélagsmál. Hann fylgdist vel með öllum breytingum og eins mikill áhugamaður um verð- urfar og skráði fyrstur manna veður, eða talinn upphafsmaður veðurfregna í öllum heiminum og ritaði þær daglega niður. Þá varð hann frægur af ferð sinni til Noregs þegar hann sótti viðinn í hús sitt í Stykkishólmi og talið að á þeim tíma hafí ferðin verið á mettíma. Um þetta em skráðar sagnir. Eftir að húsið var fullbúið kallaði almenningur það aldrei ann- að en Norska húsið og festist nafnið við það og hefír haldist síðan. Ámi var kvæntur Önnu Magða- lenu dóttur Daniels Steenbachs í Önundarfirði. Fimm bama þeirra náðu fullorðinsaldri. Fer vel á því að Stykkishólmur minnist þessa atorkumanns. Ami. sennilega hæst Áma heitinn Frið- riksson. Ætla ég að hann hafi átt sinn þátt í því að Aðalsteinn réðst, að loknu magistersprófí frá Hafnar- háskóla 1954, sem fiskifræðingur að Atvinnudeild Háskólans/fiski- deild (síðar Hafrannsóknastofnun). Hefir hann starfað þar nær óslitið síðan, enda þótt hann ynni um tíma við rannsóknir á botndýmm við Surtsey seint á sjöunda áratugnum, á vegum Surtseyjarfélagsins, og raunar eitthvað flest árin síðan. Þó gerði hann hlé á störfum sínum 1960—61 er hann var við fram- haldsnám í fræðigrein sinni í Bandaríkjunum, við University of Washington í Seattle; og 1965—66 starfaði hann við fiskirannsókna- stöðvar á Bretlandi, fyrst í Aberde- en og síðan í Lowestoft. Deildar- stjóri á sínu sviði við Hafrannsóknastofnun varð Aðal- steinn 1971. Þá hefir hann í tengslum við starf sitt sótt íjöldann allan af ráðstefnum um fískifræði- leg efni, svo og fundi með starfs- bræðmm sínum hérlendis og erlendis, sem ég kann ekki skil á eða upp að telja. Á Fiskideild og síðar Hafrann- sóknastofnun hefir sérsvið Aðal- steins verið rannsóknir á flatfisk- um, einkum skarkola og grálúðu, og hefir hann á ferli sínum stjómað fjölda rannsóknarleiðangra á sjó, einkum í Faxaflóa og hringinn í kringum land, á hinum sundurleit- ustu farkostum og oft við erfið skilyrði. Var í senn ánægjulegt og fróðlegt að fá að fara í tvær slíkar hringferðir, sem aðstoðarmaður hans, seint á sjötta áratugnum og hollt landkröbbum eins og mér að kynnast því, hvemig búið hefir ver- ið að rannsóknum á „rótum þjóða- rauðs okkar íslendinga", ef mér lejrfist að orða það svo. Hér verður enginn dómur lagður á rannsóknastörf Aðalsteins, enda undirritaður alls fákunnandi í þeim efnum. Sjálfur hefir hann fjallað þar um í rannsóknarskýrslum, greinum og ritgerðum, svo sem rakið er í útgefnum skrám um haf- rannsóknir á vegum Hafrannsókna- stofnunar. Auk þeirra ber að nefna Surtsey Research Progress Report, en Aðalsteinnn hefir verið meðrit- stjóri þess rits síðan 1974. Þótt Aðalsteinn vinur minn sé í eðli sínu hlédrægur er hann þó fé- lagslega sinnaður í þess orðs bestu merkingu. Á unga aldri gerðist hann einn af stofnendum Bindindis- félagsins „Dalbúans" í Saurbæjar- hreppi og var síðan gerður að heiðursfélaga þess. Hefir hann haldið bindindisheit sitt síðan. Hann var einn of stofnendum Bandalags háskólamanna og ritari þess 1958—60; var formaður Hags- munafélags náttúrafræðinga 1956—57 og 1958—60; hefir verið í stjóm Surtseyjarfélagsins frá 1965; og sat í náttúravemdamefnd Seltjamamess 1970—78. Þá var hann lengi í skólanefnd Seltjamar- ness og var formaður hennar í sex ár; og á sínum tíma var hann for- maður byggingamefndar Valhúsa- skóla. Einnig hefir hann verið virkur í Rotary-klúbbi Seltiminga og formaður hans um tíma. Hann er höfðingi heim að sækja, ræðinn vel og hinn besti félagi, glettilega hagmæltur að þjóðlegum sið og hefir yndi af því að fara með góða stöku, enda kann hann kynstur af alþýðulegum skáldskap og tæki- færisvfsum. Ætla ég, að fáir hafi kveðið hann í kútinn. Eins og fyrr segir er Aðalsteinn Sigurðsson Eyfirðingur að ætt, fæddur á Ánastöðum í Sölvadal. Ólst hann þar upp fram undir ferm- ingu, þegar foreldrar hans, Sigurð- ur Sigurðsson, bóndi, og kona hans, Sigrún Jóhannsdóttir, fluttust það- an að Vatnsenda í Saurbæjarhreppi með böm sín fímm, og Ánastaðir fóra í eyði. Af systkinum Aðalsteins er Jóhann nú einn á lífi, búsettur á Akureyri. Aðalsteinn er tvíkvæntur. Var fyrri kona hans dönsk, Carla Marie, dóttir Laurids Rasmussens, verka- manns í Hasselo á Falstri. Þau skildu. Dóttir þeirra, Guðný, er gift Bimi Bjömssyni, hagfræðingi Al- þýðusambands íslands. Síðari kona hans er Guðný Ástrún Valdimars- dóttir, bónda á Hömram í Hraun- hreppi á Mýram, Davíðssonar og konu hans, Helgu Ingibjargar Halldórsdóttur. Var Ástrún lengi handavinnukennari viðGagnfræða- skóla Vesturbæjar, Ármúlaskóla, og nú síðast Hagaskóla. Er hún hin mesta ágætis- og mannkostakona og þykir mér sómi að því að hafa að vissu leyti óbeint stuðlað að nán- ari kynnum þeirra Aðalsteins, þótt ég efist um að þau muni nú tildrög þess. Sonur þeirra, Magnús, lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík sl. vor og vinnur nú í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á Seltjamamesi. Þótt Aðalsteinn Sigurðsson láti nú af embætti fyrir aldurs sakir er hann síður en svo setur í helgan stein, enda mun hann verða áfram í hálfu starfí hjá Hafrannsókna- stofnun. Mun honum jafnframt gefast meira tóm til að sinna öðram hugðarefnum sínum. Við Anna sendum honum, Ást- rúnu og Magnúsi, hugheilar ámað- aróskir í tilefni þessara tímamóta í lífí húsbóndans á Vallarbraut 8 á Seltjarnamesi, og vonumst til að mega enn lengi njóta vináttu þeirrai’ og samverastunda við þau, bæði á hinu fagra og hlýlega heimili þeirra sem og annars staðar. Heimir Áskelsson Tölvunámskeið á Macintosh Pagemaker Umbrotsforritið Pagemaker er sennilega öflug- asta umbrotsforrit sem til er á einkatölvur í dag. Kennari á námskeiðinu er Guðmundur Gíslason, ritstjóri Skinfaxa, blaðs Ungmennafélags íslands. Guðmundur hefur sennilega mesta reynslu allra íslendinga í notkun forritsins og Skinfaxi er skrifað- ur í Macwrite, síðurnar eru formaður á Pagemaker og síðan prentaðar út á laserprent- ara. Dagskrá: ★ Kynning á Pagemaker. ★ Hvernig Pagemaker og Macwrite vinna saman. ★ Hvernig náð er í texta úr Macwrite. ★ Kynntir helstu möguleikar Pagemaker og sýnd nokk- ur dæmi um uppsetningu síðna. ★ Hvernig má setja myndir úr teikniforriti á síðu. ★ Farið í uppsetningu og útlitshönnun fréttabréfs. ★ Samið og sett upp fréttabréf. ★ Umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi: Guðmundur Gíslason, ritstjóri Skinfaxa. Tími: 19.—22. janúar kl. 17-20. Works Fjölnotakerfið Works frá Microsoft er nú að verða mest notaða forritið á Macintosh. Á nám- skeiðinu er farið rækilega í þá möguleika sem forritið býður uppá. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun Macintosh. ★ Ritvinnsla, æfingar. ★ Gagnagrunnur, æfingar. ★ Tölvureiknir, æfingar. ★ Flutningur gagna milli þátta forritsins. ★ Umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi: Guðmundur Karl Guðmundsson, sölumaður hjá Radióbúðinni. Tími: 17.—18. janúar kl. 10—17 Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslaní Borgartúni 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.