Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Þorsteinn Pálsson um þá ákvörðun að kalla Alþingi
saman vegna sjómannadeilunnar án vitundar hans:
„Ef til vill hafa menn
gleymt að það er
beinn sími til Parísar44
„ÞAÐ er eðlilegt að aðilar að
kjaradeilu leysi sín mál í frjálsum
samningum og það er ekki rétt-
lætanlegt að grípa inn í kjara-
deilu fyrr en í óefni er komið.
Það liggur fyrir að það er áhugi
hjá báðum aðilum á því að halda
viðræðum áfram og það liggur í
augum uppi að það á ekki að
koma í veg fyrir það og keyra í
gegn frumvarp meðan þannig
horfir við,“ sagði Þorsteinn Páls-
son, fjármálaráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kveldi, aðspurður hvers vegna
hann teldi rétt að aðilar að sjó-
mannadeilunni reyndu frekar að
ná samkomulagi. Þorsteinn stytti
dvöl sína í Frakklandi og kom
til landsins í gær vegna þeirrar
stefnu sem sjómannadeilan hafði
tekið.
„Hitt er auðvitað alveg ljóst að
hér er verið að tefla um mjög mikla
hagsmuni og það eru miklu meiri
hagsmunir í húfi heldur en einung-
þeir sem snerta sjómenn og
ís
©
INNLENT
Margeir vann í
síðustu umferð
Fjórir skiptu fyrstu
verðlaununum
MARGEIR Pétursson vann
bandaríska stórmeistarann
Kudrin í 13. og síðustu umferð
skákmótsins í Hastings og „tefldi
loks eins og siðmenntaður mað-
ur,“ eins og Margeir sagði sjálfur
f samtali við Morgunblaðið.
Fjórir stórmeistarar urðu jafn-
ir í efsta sætinu, þeir Bent
Larsen frá Danmörku, Speelman
frá Englandi, Chandler frá Eng-
landi og Lputjan frá Sovétrílqun-
um, allir með 8 vinninga. Margeir
hlaut 5 vinninga og varð í
11.—12. sæti.
útvegsmenn. Þetta eru hagsmunir
allrar þjóðarinnar og ábyrgð þess-
ara aðila er því mikil. Eg tel að það
hafí ekki verið kominn sá tími að
það hafí verið nauðsynlegt að keyra
frumvarpið fram og þess vegna
rétt að gefa aðilum kost á því að
reyna að ná samningum, enda hafa
þeir lýst því í dag að þeir hafí vilja
til þess. Það kemur þá bara í ljós
á næstu dögum hvort það tekst eða
ekki,“ sagði Þorsteinn.
— Fékkst þú ekki að fylgjast
með meðferð málsins í ríkisstjórn-
inni?
„Ég fylgdist auðvitað með því frá
degi til dags hvernig þetta gekk
fyrir sig í síðustu viku og þeim
könnunum sem tveir ráðherrar
höfðu með höndum á gangi samn-
ingaviðræðnanna. Ég fór hins vegar
á fund til Parísar á sunnudaginn
og frétti fyrir tilviljun af þessum
ríkisstjómarfundi í gær og ákvað
þegar í stað að koma heim og beita
mér fyrir því að málið færi í þann
farveg að það yrði reynt að semja
um lausn á deilunni."
— Þú vissir sum sé ekki fyrr en
seinnipartinn á mánudag að ákveð-
ið hafði verið að kalla Alþingi saman?
„Nei.“
— Telur þú að það hafí ekki ver-
ið fullreynt á sunnudagskvöld hvort
samkomulag gæti tekist?
„Það er svo sem auðvelt að vera
vitur eftir á, en aðalatriðið í mínum
augum er þetta: Það átti að skapa
svigrúm til frekari viðræðna og það
hefur verið gert hér í dag. Nú verð-
ur bara að koma í ljós á næstu
örfáu sólarhringum hvort samn-
ingsaðilar geta náð saman."
— Greip ríkisstjórnin of snemma
í taumana?
„Það má kannski segja það.“
— Hvemig stendur á því að þú
varst ekki látinn fylgjast með þróun
þessa máls?
„Það eru sjálfsagt einhver mis-
tök. Ef til vill hafa menn gleymt
því að það er beinn sími til París-
ar,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Morgunblaðið/RAX
Sjómenn frá Grindavík fylktu liði fyrir utan Alþingishúsið í gær.
Ákveðin afstaða ríkis-
sljórnarinnar hefur ýtt
við samningsaðilum
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„ÉG TEL það alls ekki frum-
hlaup hjá rikisstjórninni að kalla
þing saman vegna þessarar deilu.
Það var full samstaða um þetta
og engar efasemdir, og ég held
raunar að þessi ákveðna afstaða
ríkisstjórnarinnar hafi ýtt við
samningsaðilum. Það hefur orðið
smávegis hreyfing í dag,“ sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra þegar hann var
spurður hvort ríkisstjórnin hefði
brugðist of fljótt við með því að
kalla saman þing vegna sjó-
mannadeilunnar og leggja fram
frumvarp um kjaradóm í deil-
unni, í Ijósi þess að Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra lagði
það til á þingfundinum að gefinn
yrði lengri frestur til samninga.
ígulker:
Jákvæð svör
frá Japönum
Keflavfk.
JÁKVÆÐ svör bárust frá Japan
varðandi tilraunasendingu á
hrognum úr ígulkerjum sem
þangað var send í desember.
Hafa Japanir óskað eftir að fá
allt það magn sem hægt er að
vinna hér á landi. Tveir Sand-
gerðingar stóðu að þessari til-
raun og þeir eru líka að undirbúa
sendingu á lifandi ígulkeijum til
Frakklands.
„Spumingin er hvað Japanir vilja
greiða fyrir hrognin," sagði Birgir
Kristinsson sem ásamt Steinþóri
Gunnarssyni standa að þessu fyrir-
tæki. Birgir sagði að menn frá
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna
væru nú í Japan að semja um sölu
á loðnu og ætluðu þeir í leiðinni að
kanna hvað Japanir væm tilbúnir
að greiða hátt verð fyrir hrognin.
- BB
Holtavörðuheiði:
Morgunblaðið/Magnúa
Fastur undir bíl
í um klukkustund
Stað, Hrútafirði.
BÍLL valt á veginum á norðan-
verðri Holtavörðuheiði í
gærmorgun. Jeppinn fór
nokkrar veltur á veginum og
stöðvaðist á vinstri hliðinni.
Tveir menn voru í bílnum og
festist ökumaðurinn undir hon-
um. Þar þurfti hann að bíða
eftir hjálp í um klukkustund.
Bfllinn, sem er Bronco-jeppi,
var á suðurleið er óhappið varð.
Skafrenningur var og leiðindaveð-
ur. Líklega hefur bfllinn mnnið
til á hálkubletti með þessum af-
leiðingum.
Eftir um það bil klukkustund
kom fólk þama að og tókst að
lyfta jeppanum og ná ökumannin-
um undan bflnum. Ók fólkið síðan
með mennina á sjúkrahúsið á
Hvammstanga. Farþeginn fékk
að fara af sjúkrahúsinu eftir
læknisskoðun en ökumaðurinn er
þar enn undir eftirliti lækna. Hann
var orðinn nokkuð kaldur þegar
að var komið en er ekki talinn í
lífshættu.
mg
Steingrímur sagðist hafa, ásamt
sjávarútvegsráðherra og utanríkis-
ráðherra, fundað tvívegis með
deiluaðilum á mánudag og þriðju-
dag og þá hefðu engar vísbendingar
komið fram sem bentu til að hreyf-
ing væri að komast á samningavið-
ræður. „Við lögðum mikla áherslu
á það við þá, að við litum ekki svo
á að samningum væri lokið og ég
er sannfærður um að þetta var rétt
og það var líka rétt að vera ekki
að þrýsta málinu í gegn, enda sagði
ég það bæði í framsögu og annarri
ræðu minni að við myndum veita
svigrúm ef það sýndi sig að það
væri einhver samkomulagsvilji,"
sagði Steingrímur.
— Telur þú að ekki hafí verið
reynt til þrautar að ná samningum
á fundum með sáttasemjara?
„Ég vil alls ekki segja það því
ég veit að sáttasemjari hefur geng-
ið kröftuglega fram í þessu máli frá
því verkfallið hófst og ég minni þar
á langan fund um síðustu helgi.
Hann kannaði mjög í einkaviðræð-
um hveijar horfur væru og ég get
ekki vefengt hans mat. Mitt mat
var það sama á fundunum með
deiluaðilum í morgun og á mánu-
dag.“
— Telur þú semsagt að þing-
fundurinn hafí höggvið óbeint á
hnútinn sem málið var komið í ?
„Hann hefur áreiðanlega komið
hreyfingu á málin sem betur fer.“
— Heldur þú að einhver eftirmál
verði í ríkisstjóminni?
„Það vona ég ekki. Það er slæmt
að símasambandið skuli vera svona
slæmt milli sjálfstæðismanna hér
heima og erlendis en þeirra fulltrúi
í þessu máli var Matthías Bjamason
og hann og Halldór Ásgrímsson
gerðu sameiginlega tillögu til ríkis-
stjómarinnar. Mér datt ekki einu
sinni I hug að spyija að því hvort
samband hefði verið haft við for-
mann flokksins og eins og Albert
Guðmundsson lýsti yfir áðan á þing-
fundinum kom engin athugasemd
fram á fundi ríkisstjómarinnar á
mánudagsmorguninn. “
— Ætlar ríkisstjómin að veita
deiluaðilum einhvem ákveðinn frest
til að leysa málið?
„Það er ekkert tímasett. Það er
hreyfing núna og við skulum sjá
hvað gerist í nótt," sagði Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
að lokum.
Sáttasemjari í deilu
S VFI og Gæslunnar
ÓLAFI W. Stefánssyni skrif- áherslu að viðræður þessara að-
stofustjóra í dómsmálaráðuneyt-
inu hefur verið falið að vera
fulltrúi ráðuneytisins í fyrir-
huguðum viðræðum við Land-
helgisgæsluna og Slysavamafé-
lagið um hver eigi að hafa
umsjón með björgunarstjórnstöð
við leit og björgun á hafinu um-
hverfis ísland. Eins og kom fram
i Morgunblaðinu í gær, hefur
dómsmálaráðherra lagt á það
ila haldi áfram. Upp úr þeim
viðræðum slitnaði haustið 1985.
í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Ólafur búast við að þessar
viðræður myndu hefjast nú á næst-
unni þar sem bæði Landhelgis-
gæslan og Slysavamafélagið hefðu
lýst yfír vilja sínum til að reyna að
leysa þessi mál en ekki væri búið
að fastsetja daga.
Sjá einnig forystugrein.
Myndasaga um Garp
og hetjur geimsins
GARPUR og hetjur geimsins
heitir nýr teiknimyndaflokkur,
sem hóf göngu sína í Morgun-
blaðinu í síðustu viku. Birtist
teiknimyndasagan daglega í
svart-hvítu og einnig á þriðju-
dögum í Ut.
Sagan um Garp og hetjur geims-
ins hefur notið mikilla vinsælda frá
því hún varð til árið 1983. Hún
heitir á frummálinu „He-Man and
the Masters of the Universe". Seg-
ir hún af baráttu hins góða og hins
illa og eru persónur sögunnar 24.
Búa þær úti í geimnum á plánet-
unni Etemiu, þar sem er heimur
jafnvægis milli vísinda og töfra.