Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 25 Sovétríkin: íklakaböndum Ekkert lát er á kuldunum í Danmörku. Mynd þessi sýnir höfnina í Álaborg, þar sem ísinn hefur þegar valdið miklum truflunum á skipaumferð. Afvopnunarviðræðurnar í Genf: Sovétstgórnin skipar nýjan samningamann Washington, AP. YULI Vorontshov aðstoðarutanríkisráðherra mun verða helsti samn- ingamaður Sovétstjórnarinnar þegar afvopnunarviðræður risaveld- anna hefjast að nýju í Genf á fimmtudag, að því er tilkynnt var í Moskvu i gær. Vorontshov kemur í stað Viktors Karpov, sem hefur verið í fylkingarbijósti sovésku samninganefndarinnar undanfarin tvö ár. Bandarískir embættismenn sögðu að Bandaríkjastjórn hefði oftlega hvatt Sovétmenn til að skipa háttsettan embættismann í stöðu þessa. Sögðu þeir að Viktor Karpov hefði skort vald til þess að setja fram afvopnunartillögur og að það hefði tafip mjög fýrir viðræðunum í Genf. Á Reykjavíkurfundinum í október vakti það athygli manna að Sergei F. Akhromeyev, yfirmað- ur herafla Sovétríkjanna, virtist gegna lykilhlutverki í viðræðum sovéskra embættismanna og sér- fræðinga Bandaríkjastjómar. Bandarískir embættismenn lýstu í gær yfir ánægju sinni vegna þessar- ar ákvörðunar Sovétstjómarinnar en margir þeirra hafa sagt Viktor Karpov gegna hlutverki áróðurs- meistara en ekki samningamanns. Max Kampelman verður sem fyrr aðalsamnjngamaður Bandaríkja- stjómar. í gær var tilkynnt í Hvíta húsinu í Washington að Kampelman hefði einnig verið skipaður ráðgjafi utanríkisráðuneytisins. Að mati fréttaskýrenda var Kampelman hækkaður í tign til þess að mæta skipan Vorontsovs. Andrei Sakharov sagði á sunnu- dag að vestrænir blaðamenn hefðu misskilið ummæli hans um geim- varnaáætlun Bandaríkjastjómar. Kvaðst hann telja það rangt af Sovétstjóminni að krefjast þess að samið verði um áætlunina um leið og önnur afvopnunarmál. Sagðist hann telja óheppilegt að víðtækt samkomulag skyldi hafa strandað á þessum eina málaflokki. Yuri Maksimov, yfirmaður kjam- orkuherafla Sovétríkjanna, vísaði í fyrradag á bug ásökunum Banda- ríkjastjómar þess efnis að Sovét- menn hefðu hafíð tilraunir með nýja langdræga kjamorkueldflaug. Bandarískir embættismenn hafa sagt tilraunir þessar vera í andstöðu við SALT H samkomulag risaveld- anna. Maksimov sagði áskanir þessar vera tilhæfulausar með öllu og sagði að Bandaríkjamenn vildu með þessu réttlæta þá ákvörðun Reagans forseta að virða ekki ákvæði samningsins. Jiang, ekkja Maos, dauð- veik af krabbameini? Peking. Reuter. Hátíðarútgáfa Prövdu — 25.000 tölublöð komið út Moskvu, Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, hefur nú komið út 25.000 sinnum frá því Lenin stofnaði blaðið árið 1912. Tölublað nr. 25.000 kom út í gær og sagði þar að hlutverk blaðsins sem málgagns alþýðunnar væri mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr, þar sem verið væri að hrinda í framkvæmd sögulegum og byltingar- kenndum ákvörðunum, sem teknar hefðu verið undir forystu flokksleiðtogans, Mikhails Gorbachev. Birt var mynd af fyrsta tölublað- inu sem dagsett var 4. apríi 1912 og einnig mynd af fólki sem þyrpt- ist um blaðasala, sem var að selja blaðið árið 1917, sama ár og komm- únistar komust til valda í Sovétríkj- unum. Segist blaðið hafa reynt í öll þessi ár að fara eftir fyrirmælum Lenins um að beijast fyrir hags- munum hinna vinnandi stétta. „Saga blaðsins er samofin hinni hetjulegu sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna," segir blaðið. Nokkrar breytingar eru taldar hafa orðið á skrifum málgagnsins síðan Gorbachev varð aðalritari. í síðustu viku birtist t.d. á forsíðu viðurkenning yfirmanns leynilög- reglunnar, KGB, á því, að einn af yfirmönnum lögreglunnar hefði ver- ið rekinn úr starfi fyrir að fyrirskipa ólöglega handtökú. Slík viðurkenn- ing hefur ekki verið birt síðan í lok valdatíma Stalíns. Pravda heldur því reyndar fram, að yfirlýsing KGB-foringjans sé til komin vegna rannsóknarblaða- mennsku tveggja blaðamanna blaðsins er héldu til Úkraínu til þess að grennslast fyrir um afdrif blaðamanns er skrifað hafði um valdníðslu opinberra embættis- manna og lögreglu. Pravda, er merkir sannleikur á rússnesku, hefur ekki verið jafn gagmýnt á neikvæða þætti í sov- ésku þjóðlífi og ýmis önnur blöð, nú þegar Gorbachev hefur hvatt einstaklinga og íjölmiðla til að segja það sem þeim býr í bijósti. Þó sá hugmyndafræðingur flokksins, Yegor Ligachev, ástæðu til þess, á síðasta flokksþingi kommúnista- flokksins, sem haldið var í febrúar sl., að átelja blaðið fyrir að fara út fyrir leyfíleg mörk, þegar það birti lesendabréf, þar sem gagmýnd voru harðlega forréttindi þau er valdastéttin sovéska nýtur. Útlendingar er fýlgjast með mál- um í Sovétríkjunum og eru vanir að lesa á milli línanna hvað er að gerast þar í landi, segja að miklar breytingar hafi átt sér stað á blað- inu og Sovétmenn, er vilja vera gagnrýnir á heimildir, segjast hlakka til að lesa málgagn komm- únistaflokksins þessa dagana. Pravda kemur að sögn út í 11 millj- ón eintökum daglega og hefur síðan í fýrra komið út öðru hvoru á ensku, í Bretlandi og Bandaríkjunum. OPINBERIR talsmenn í Peking létu hafa það eftir sér í dag, þriðjudag, að þeim væri ókunn- ugt um, hvort fréttir um veikindi Jiang Quing, ekkju Mao tse tung væru á rökum reistar. Fréttir þessa efnis höfðu birzt í kínverska blaðinu Vikuskráin og sagði þar, að Jiang væri í með- ferð á sjúkrahúsi í Peking, vegna krabbameins í hálsi. Látið var að því liggja, að Jiang ætti ekki langt eftir ólifað. Jiang varð mjög valdamikil í Kína, meðan Maó réði þar lögum og lofum, einkum og sér í lagi urðu áhrif hennar mikil eftir að eigin- maður hennar gerðist gamall og hafði ekki sömu tök og áður og fýrrum. Hún og þrír aðrir félagar hennar, sem hafa verið nefnd Fjór- menningaklíkan, voru leidd fyrir rétt í Peking 1981, sökuð um að bera ábyrgð á dauða þúsunda í menningarbyltingunni. Jiang var dæmd til dauða, en dómnum var síðan breytt í lífstíðarfangelsi. Að því er bezt er vitað mun hún hafa verið í fangelsi norður af Peking síðan, þar sem öryggisvarzla er mjöff strör.c. Júgóslavía: Stjórnvöld hvött til að þðla gagmýni Helgrad, AP. HÓPUR júgóslavneskra mennta- manna hvatti stjórnvöld i gær til að falla frá ákærum á hendur mönnum, sem gagnrýnt hafa stjórn kommúnistaflokksins, og afnema slík lagaákvæði. Átján manna nefnd sem stofnuð hefur verið til varnar andlegu frelsi í Júgóslavíu sendi bréf til stjórn- valda þar sem segir að ofsóknir á hendur mönnum, sem gagnrýnt hafa yfirvöld, fari stöðugt vaxandi. „Sífellt fleiri eru dæmdir til langrar fangelsisvistar vegna skoðana sinna á stöðu innanlandsmála," segir í einu bréfanna. Þá var hvatt til þess að lagaákvæði, sem heimila stjóm- völdum að draga andófsmenn fyrir dómstóla, verði felld úr gildi. Mál einstakra andófsmanna vom rakiu ítarlega í bréfur.Um. Nsíliá ’þessi hefur starfað í tvö ár. í henni sitja mikilsmetnir rithöf- undar, listamenn og háskólakenn- arar. Einn meðlima hennar er metsöluhöfundurinn Dobrica Cosic, sem í eina tíð sat í miðnefnd júgó- slavneska kommúnistaflokksins. JAIMUARTILBOÐ N ú eru hinar vinsælu helgsrfsíéir okkar innanlands kr.ftnar i fullan gang. Þetta eru óöýfarferðirsem innihalda flug til Reykjavik- ur frá tuttugu stöðum á landinu en einnig frá Reykjavik til Akureyrar; Egilsstaða, Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. Gisterá völdum hótelum og sumstaðar er morgunverður einnig innifalinn. Þessi skemmtilegi ferðamáti gefur einstakling- um, fjölskyldum og hópum möguleika á að HELGÁf Heykjavlk: Flug trá Akureyrl: Gisting á öllum áfangastööum Flug- Hótel KEA, Hótel Varðborg, leiða, Flugtélags Norðurlands Hótel Akureyri, Hótel og Flugfélags Austurlands. Stefaníu og Gistiheimilinu Glsting á Hótel Esju, Hótel Loftlelðum, Hótel Borg, Hótel Óðinsvéum og Hótel Sógu. Ási. gilsstaðir: Gisting í V estmannaeyjar: Gisting á Hótel Gestgjafan- Valaskjáltog Gistihúsinu EGS. tÍornafjörður: Gisting um. á Hótel Höfn. isafjörður: Gisting á Húsavtk: Gisting á Hótel Isafirði. Hótel Húsavik. breyta til, skipta um umhverfium stundarsakir. Áhyggjur og daglegt amstur er skilið eftir heima meðan notlð erhins besta sem býðst í ferðaþjónustu hér á landi - snætt á nýjum matsölustöðum, farið í leikhús eða kunningj- amir heimsóttir. Helgarferð er ómetanleg upplyfting. FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.