Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 39 Akranes: Umsókn um byggingar- leyfi tekur tíma Akranesi. UM LANGAN tíma hefur verið á borði bæjaryfirvalda á Akranesi umsókn Stuðlastáls hf. um byggingu verkstæðishúss við Faxabraut á Akranesi. Nú þegar þetta er skrifað eru liðið rúmt ár frá því umsókn var send, en enn hefur fyrirtækið ekki getað hafi bygging- una. Við inntum Einar Guðleifsson hjá Stuðlastáli hf. eftir því hvar þessi byggingarmál þeirra stæðu í dag. Einar sagði að eftir ótrúlegan feril málsins væri það nú hjá skipulags- stjóra ríkisins. Hvemig hann afgreiddi það væri ekki gott að segja. Einar sagði að umsókn um byggingarleyfí hefði verið send bæjarstjórn haustið 1985. Málið fékk mikla umræðu í bæjarstjórn og hafnamefnd og sýndist sitt hverjum. „I vor þegar ný bæjarstjóm tók við völdum var málið tekið upp að nýju og þá eftir mikla umfjöllun var lóðaumsóknin loks afgreidd já- kvætt. Síðan látum við teikna húsnæðið og sú teikning fór fyrir byggingarnefnd sem sendi hana til skipulagsstjóra til umsagnar. Þar liggur hún nú,“ sagði Einar. Einar sagði þetta mál vera orðið hálf vandræðalegt og fátt um svör hjá yfirvöldum. „Þetta kemur okkur mjög illa, húsnæðið sem við emm í í dag eru á allan hátt ófullnægjandi sem gerir það að verkum að við verðum að taka verkefni á mun þrengri markaði en við vildum. Við höfum lent í því í einstaka tilfellum að okkur hefur verið hafnað sem Basinger og Shepard í Ástarfuna Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ástarfuni (Fool for Love). Sýnd í Austuræjarbíói. Stjörnugjöf: ☆ ☆ ☆. Bandarísk. Leikstjóri: Rob- ert Altman. Handrit: Sam Shepard, byggt á hans eigin leikriti. Framleiðendur: Mena- hem Golan og Yoram Globus. Kvikmyndataka: Pierre Mign- ot. Tónlist: George Burt. Helstu hlutverk: Sam Shepard, Kim Basinger, Harry Dean Stanton og Randy Quaid. Leikstjórinn Robert Altman (Nashville) hefur einbeitt sér að því að snúa sviðsleikritum yfir á filmu undanfarin ár og tekist bærilega a.m.k. ef marka má myndina Welcome Back to the 5 and Dime, Jimmy Dean Jimmy Dean, sem ríkissjónvarpið sýndi fyrir skemmstu. í henni sýndi hann m.a. skemmtilega leikni í því að skipta á milli fortíðar og nútíðar en myndin fj allaði um konur, sem allar dreymdi einu sinni um Jimmy Dean. Þessa sömu leikni er að finna í Ástarfuna (Fool for Love), sem sýnd er í Austurbæjarbíói, og er nýjasta Altman-myndin í leikrita- flokknum. Nú er það Sam Shepard sem sér um textann en myndin er gerð eftir samnefndu verki hans um upplausn fjölskyld- unnar, ást og hatur og uppgjör við fortíðina. Sjálfur fer Shepard með annað aðalhlutverkið í mynd- inni á móti Kim Basinger. Leikur þeirra er öflugur og rafmagnaður eins og samband þeirra í mynd- inni og saman með framkomu þeirra Harry Dean Stanton og Randy Quaid, sem fara með minni hlutverk, er óhætt að fullyrða að betri leiklist sjáist ekki í bíóhúsum borgarinnar jþessa dagana. Persónur Shepards úr ameríska vestrinu eru kannski ijarlægar okkur hér uppi á íslandi og Ástarfuni er sjálfsagt engin að- sóknarmynd. En fýrir utan frammistöðu leikaranna er hand- bragð Altmans bráðgott og vel viðeigandi og eins og í „5 and Sam Shepard i hlutverki Eddie i Ástarfuna. Dime“ sýnir hann hugmyndaflug og útsjónarsemi við að skipta á milli tvennra tíma leikritsins. Það gerist á einni nóttu á sóða- Iegu móteli í Nýju-Mexíkó. Þau Shepard og Basinger leika Eddie og May, sem hafa elskað hvort annað frá því þau voru unglingar. Eddie er bráðlátur, fautalegur og drykkfelldur kúreki, horaður og tekinn og óskaplega ástfanginn af May. Hún er drusluleg, skap- mikil og orðljót og hætt að elska hann eftir að hann hefur átt ástar- ævintýri með einhverri sem kölluð er „hertogaynjan" og kemur tvisv- ar á mótelið og skýtur allt í klessu. Eddie og May. May og Eddie. Þau elska og hata hvort annað. Áhorfandi að átökum þeirra er Gamlinginn, sem Harry Dean Stanton leikur. Hann er allstaðar nálægur, hlæjandi eða maldandi í móinn þegar fortíðin er rifjuð upp honum í óvil. Öll eiga þau sameiginlega foríð; Gamlinginn er pabbi þeirra Eddie og May en með sitthvorri konunni. Og það er fortíðin sem stíar þeim í sundur. Basinger, í útliti eins og gölluð Barbiedúkka, sýnir afbragðsleik sem May tilbúin í hvaða slag sem er við Eddie. Shepard er að sama skapi kröftugur og svipmikill sem Eddie. Randy Quaid er stórkost- legur í litlu hlutverki kærasta May og Harry Dean Stanton stelur senunni hvenær sem hann birtist. Morgunblaðið/JG Rúmt ár er liðið frá því Stuðlastál hf. sendi umsókn um byggingarleyfi til bæjaryfirvalda á Akranesi. lægstbjóðendum í verk sem að miklu leyti má rekja til húsnæðisað- stæðna okkar. Við höfum tekist á við margt, og sumt sem mörgum hefur þótt óframkvæmanlegt. Þetta hefur tekist hjá okkur vegna góðra og samhentra starfsmanna, en því er ekki að neita að ekki er enda- laust hægt að leggja þetta aðstöðu- leysi á mannskapinn." Einar sagði að lokum að vonandi rættist úr þessu máli þeirra á þessu ári og að árið yrði þeim jafn gott verkefnalega séð og síðasta ár. - JG HJÓLKOPPASALA Vorum að taka upp stóra sendingu af hvítum hjól- koppum og krómhringum. Nr. 4 13“ Nr. 5 13“ Nr. 6 13“ Nr. 7 12“ Úrval bifreiðavarahluta — góð og persónuleg þjón- usta fagmanna. VARAHLUTAVERSLUNIN 0 3 7 2 7 3 Póstsendum um allt land. Rýmingarsala á vönduðum og góðum kuldaskóm Puffins — Oswald — Ara — o.fl. gerðir msg Panzl 30—50% afsláttur Einnig ýmsar gerðir frá S!l Hælaskór úr leðri kr. 990,- áður kr. 2.124,- Götuskór frá Puffins kr. 1.495,- áður kr. 2.495,- stte-tni VELTUSUNCH 1 21212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.