Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 4

Morgunblaðið - 14.01.1987, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 ■t L 4_______________________ Synetustrandið: Lík Græn- höfðaeying- anna enn hér LÍK skipverjanna frá Græn- höfðaeyjum, sem fórust með skipinu Syneta við Skrúð á jóla- dag, eru enn hér á landi, og hafa engin fyrirmæli borist frá útgerð skipsins hvað eigi að gera við þau. Líkkistuvinnustofa Eyvindar Ámasonar var beðin um að kistu- leggja lík þeirra 7 skipverja sem fimdust af Syneta, eftir að þau höfðu verið krufin. Fjögur líkanna voru af breskum sjómönnum og hafa þau verið send til Bretlands og verða jarðsett þar í vikunni. Þijú líkanna voru af sjómönnum frá Grænhöfðaeyjum. Að sögn Davíðs Ósvaldssonar útfararstjóra hafa engin fyrirmæli borist frá út- gerðinni varðandi þau lík, og hafði honum skilist að erfíðlega gengi að hafa uppi á ættingjum mannanna. Davíð sagði að ef ekkert gerðist frekar í þeim málum innan viku myndu líkin sennilega verða jarð- sett hér á landi á kostnað útgerðar Syneta. Morgunblaðið/Júllus Ekið var á konu um áttrætt á Hringbraut í gær og var hún flutt á slysadeild. Ekiðákonu EKIÐ var á konu um áttrætt á Hringbrautina við enda Smára- Hringbraut skömmu fyrir kl. götu. Þar eru gönguljós á braut- 18 í gær. Konan mun vera nokk- inni, en að sögn sjónarvotta gekk uð slösuð, en ekki lífshættu- konan á móti rauðu Ijósi. Ökumað- lega. ur bíls sem ók vestur Hringbraut- Slysið varð með þeim hætti að ina sá konuna ekki fyrr en um konan, sem var að koma frá seinan. Hún fékk höfuðhögg og Umferðarmiðstöðinni, gekk yfír meiddist á öxl. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT 6 hádegi í gær: 500 kílómetra austsuðaustur af Dalatanga er heldur minnkandi 1039 millibara hæð, en 978 millibara lægð við noröausturströnd Grænlands þokast austur. Skammt norðaust- ur af Nýfundnalandi er hægfara víðáttumikil 963 millibara lægð. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. SPÁ: I dag má búast við sunnan- og suðvestanátt víðast hvar á iandinu. Gola eða kaldi um allt land. Skýjað og smá skúrir eða slydduél við suður- og vesturströndina en þurrt og bjart í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Áframhald verður á sunnan- áttinni meö 3ja til 7 stiga hita víðast hvar. Skúrir á suður- og vesturlandi, en þurrt og sumstaðar lóttskýjað norðaustanlands. TÁKN: Heiðskírt •á Léttskýjað A Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning / r r * / * / * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma HHI veður Akureyri 4 skýjað Reykjavfk 4 skýjaö Bergen —8 skýjaó Helsinki -22 skafrenn. Jan Mayen 2 skýjaft Kaupmannah. -11 skafrenn. Narssarssuaq 1 skafrenn. Nuuk -4 skýjaö 0816 -13 léttakýjaö Stokkhólmur -18 léttskýjað Þórshöfn 1 skýjað Algarve 16 skúr Amsterdam -7 komsnjór Aþena 16 skýjað Barcolona 12 léttskýjað Berifn -18 mlstur Chicago -4 léttskýjað Glasgow -4 snjóél Fenoyjar -6 snjókoma Frankfurt -11 þokumóða Hamborg -10 snjókoma Las Palmas 21 skýjað London -4 skýjað LosAngeles 11 skýjað Lúxemborg -11 léttskýjað Madrfd 8 skýjað Malaga vantar Mallorca 16 alskýjað Miaml 8 léttskýjað Montreal -2 alskýjað NewYork 3 skýjað Parfs -9 skýjað Róm 14 rignlng Vln -18 þokumóða Washington 3 léttskýjað Wlnnlpeg -3 alskýjað Ríkisútvarpið-Sjónvarp: Framkvæmdir stöðvast í ár við nýja útvarpshúsið Líkur á að svæðisútvarp Reykjavíkur verði lagt niður HÆTT verður framkvæmdum við nýja útvarpshúsið við Efsta- leiti í ár vegna fjármagnsleysis stofnunarinnar. Um 18 mánaða vinna er eftir svo að húsið geti talist fullgert, að sögn Markúsar Arnars Antonssonar, útvarps- stjóra. Hljóðvarpsdeildin, sem nú er til húsa að Skúlagötu 4, flytur væntan- lega um miðjan næsta mánuð í nýja húsið. Starfsemi sjónvarpsins verður áfram að Laugavegi 176 þar til lokið hefur verið við vistarverur þess í hinu nýja útvarpshúsi. Búist er við að framkvæmdir við húsið geti hafíst að nýju snemma á næsta ári og því ólíklegt að sjón- varpið geti flutt fyrr en þá að 18 mánuðum liðnum, eða um mitt ár 1989. Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stefnt væri að umtals- verðri breytingu á dagskrárupp- byggingu beggja rása hljóðvarps og að hún muni koma til fram- kvæmda um það leyti er flutt verður í nýja húsið. „Framtíð svæðisút- varps Reykjavíkur og nágrennis er mjög svo óráðin og þykir ekki ástæða til að vera með þessa klukk- utíma dagskrá öllu lengur. Hinsveg- ar þykir dagskrá svæðisútvarpsins á Akureyri eiga meira erindi við íbúa á því svæði. Tillögur um framtíð svæðisútvarpsins verða væntanlega lagðar fram með tillög- um, sem dagskrárstjóm RUV gerir til Útvarpsráðs á næstunni," sagði Markús Öm. Svipuð sala hjá HHÍ „SALA á happdrættismiðum er ekki minni en í fyrra, sagði Jó- hannes L.L. Helgason fram- kvæmdasijóri Happdrættis Háskóla Islands í samtali við Morgunblaðið. Einhver samdráttur varð á sölu miða hjá Happdrætti SÍBS og er samkeppni frá hinu nýja Lottói fyrst og fremst kennt um. „Þegar tveir dagar em eftir af sölunni hjá okkur er útkoman svipuð og í fyrra. Það er ekki hægt segja endanlega til um útkomuna fyrr en búið er að draga en ég er ekki svartsýnn", sagði Jóhannes. Dregið verður í Happdrætti HI á morgun og er hæsti vinningur ein milljón króna. Hægt er að vinna mest níu milljónir ef sami maður á fjórar raðir og trompmiða. Morgunblaðið/Þorkell Hlýindi áfram Á MEÐAN miklar frosthörkur hafa ráðið ríkjum á meginlandi Evrópu hefur veðurfar hér á landi verið óvenju milt, og er útlit fyrir að veður haldist svo allt fram á næstu helgi. Að sögn Markúsar A. Einars- sonar á Veðurstofunni stafa kuldamir á meginlandinu af mik- illi hæð yfír Skandinavíu, og í gær þurfti að leita allt suður til Spán- ar til að finna hitastig yfir frost- marki. Mild suðlæg átt hefur verið ríkjandi á hér á landi. Markús sagði að veðurblíðan hér undan- fama daga væri ekkert einsdæmi þó miðað væri við árstíma. Sagðist Markús ekki sjá fram á breytingar í veðri í Evrópu. Hæðin yfír Skandinavíu væri mik- il og sterk og því væri ekki mikilla breytinga þar að vænta. Jóhann enn efst- ur eftir jafntefli JÓHANN Hjartarson gerði jafntefli við norska stórmeistarann Sim- en Agdestein í 5. umferð svæðamótsins í Gausdal í gær, og er enn einn efstur á mótinu með 4 vinninga. Jón L. Árnason vann Kristian- sen frá Noregfi, Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli við finnska stórmeistarann Rantanen en Sævar Bjarnason tapaði fyrir Ostenstad frá Noregi. í samtali við Morgunblaðið sagði Jóhann að Agdestein hefði sloppið með skrekkinn í skákinni í gær. Jóhann fékk snemma mun betra tafl en missti skákina niður í jafn- tefli í lokin. Jóhann er efstur á mótinu, eins og áður sagði, með 4 vinninga, en í 2. til 5. sæti koma Agdestein, Karlson, Emst og Morthensen, allir með 3,5 vinninga. Guðmundur og Jón eru með 2,5 vinninga en Sævar er rneð 1 vinning. í 6. umferðinni í dag .teflir Jó- hann við Karlson, Jón við Östenstad og Guðmundur við Hellers.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.