Morgunblaðið - 31.01.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.01.1987, Qupperneq 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 25.tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Greiðslur til skæruliða í Nicaragua: Áttu Israelar hugmyndina? Washington. AP, Reuter. EMBÆTTISMENN og kaup- sýslumenn, sem lögðu á ráðin um. að gxeiðslumar fyrir vopnin til írans færu til skæruliða i Nic- aragua, töldu sér trú um, að þeir hefðu fundið til þess löglega leið. Kemur þetta fram f skýrslu frá leyniþjónustunefnd öldunga- deildarinnar en þar segir einnig, að ekkert bendi enn til, að Reag- an forseti hafi vitað um þessar fjárgreiðslur og að hlutur lsraela í málinu sé meiri en áður var talið. 1 skýrslunni segir, að hugmyndin um að láta andvirði vopnanna, sem írönum voru seld, renna til skæru- liða í Nicaragua hafi fyrst komið upp á fundi Olivers North, fyrrum starfsmanns öryggisráðsins, og Amiram Nir, ráðgjafa Shimonar Peres, þáverandi forsætisráðherra í ísrael. Skýrði North Edwin Meese, dómsmálaráðherra, svo frá, að Nir hefði lagt hana til. Kemur fram, að á þessum tíma hafí ísraelar líklega haft undir höndum greiðslur fyrir vopn, sem seld voru Irönum í nóvember 1985. Richard Secord, fyrrum hers- höfðingi í flughemum, og viðskipta- félagi hans, Albert Hakim, sáu um flárgreiðslumar til skæruliða auk Norths en lögfræðingur þeirra taldi þeim trú um, að þeir væru ekki að bijót nein lög að því er fram kemur í skýrslunni. Þá segir þar einnig, að enn bendi ekkert til, að Reagan forseti hafí vitað um þessa hlið á vopnasölunni til írana. Sjá „Áttu ísraelar megin- þátt...“ á bls. 24. Lögregluselur Selurinn Stanley færir kafara skrúflykil í köfunarstöð lög- reglunnar í New York. í stöðinni er verið að þjálfa seli svo þeir geti aðstoðað lög- regluna við ýms störf neðan- sjávar, s.s. leitarstörf. Terry Waite ígíslingu? Beirut. Reuter. TERRY Waite, sendimaður ensku biskupakirkjunnar, sem ekkert hefur frést af í tvær vik- ur, er i haldi mannræningja í Líbanon. Eru þessar fréttir hafð- ar eftir háttsettum manni í einni hreyfingu múhameðstrúar- maiuia í landinu. „Ég hef áreiðanlegar upplýsingar um, að Waite muni ekki snúa aft- ur. Hann er nú kominn í hóp annarra gísla í landinu," sagði mað- urinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Hann var gripinn strax og hann skildi drúsísku lífverðina eftir. Eftir því biðu mannræningjamir.“ Salah Khalaf, háttsettur maður í PLO, sagði í gær, að fyrir tveimur mánuðum hefðu tvær milljónir doll- ara verið greiddar í lausnargjald fyrir Bandaríkjamanninn David Jacobsen. Hefði Terry Waite afhent féð, sem komið hefði frá banda- rískum fyrirtækjum. Hryðjuverká Spáni AP. Tveir menn létust og 36 slösuðust í mikilli bUsprengingu, sem varð í gærmorgun í borginni Zaragoza á Spáni. Var sprengjan sprengd með fjarstýribúnaði þegar strætisvagn frá hernum átti leið hjá og var hún svo öflug, að 13 aðrar bifreiðar ónýttust og miklar skemmdir urðu á nálægum húsum. Þeir, sem létust, voru foringi í hernum og óbreyttur borgari, ökumaður strætisvagnsins. Bask- neskir hryðjuverkamenn eru grunaðir um verknaðinn. Bandaríkin: Er gengisfallið far- ið að bera árangur? Viðskiptahallinn verulega minni í desember Washington, London. AP, Reuter. HALLINN á viðskiptum Banda- rikjamanna við útlönd var 169,8 Bandaríkin: Verður alnæmisfaraldurinn verri en plágur fyrri alda? Washington, AP. ALNÆMIÐ getur orðið að svo alvarlegri farsótt, að plágur fyrri alda, svo sem svarta- dauði, kúabóla og taugaveiki, komist þar í engan samjöfnuð við. Kom þetta fram i ræðu, sem Otis R. Bowen, heilbrigðis- málaráðherra Bandarikjanna, flutti á fimmtudag hjá banda- riska blaðamannafélaginu. „Ef okkur tekst ekki að smíða þau vopn, sem duga gegn þessum vágesti, má búast við, að innan áratugar hafí hann lagt að velli tugi milljóna manna,“ sagði Bow- en og bætti því við, að plágumar á fyrri öldum gætu bliknað í sam- anburði við alnæmið. Bowen kvaðst þó vongóður um, að bólu- efni ætti eftir að fínnast gegn sjúkdóminum, en einnig vera jafn viss um, að það myndi ekki ger- ast nógu tímanlega til að afstýra farsótt, sem yrði alvarlegri en fólk gæti enn skilið. Bowen benti á, að ekki væri til nein lækning við sjúkdóminum, sem vitað væri um, og að 50 - 100 millj. manna um allan heim kynnu að smitast á næstu tveimur áratugum. í Bandaríkjunum ein- um saman væri búist við, að 270.000 manns að minnsta kosti ættu eftir að veikjast á næstu fímm árum. í máli Bowens kom fram, að ekki væri vitað hve lengi alnæmis- veiran gæti búið í blóði manna án þess að einkenna yrði vart. Þó hefði komið fram við rann- sóknir, að þessi tími gæti verið allt að 10 ár. „Við skulum því hafa það í huga, að þegar fólk hefur kynmök, er það ekki aðeins að hafa mök við félaga sinn þá stundina, heldur kannski alla rekkjunauta hans í 10 ár,“ sagði Bowen. milljarðar dollara á síðasta ári og hefur aldrei verið svo mikill, rúmum 20 milþ’örðum dollara meiri en 1985. í desember minnk- aði hann hins vegar verulega, var 10,5 milljarðar dollara á móti 15,4 í nóvember. Hefur það kynt undir vonum manna um að geng- isfall dollarans sé loksins farið að bera tilætlaðan árangur. Gengi dollarans hækkaði all- nokkuð í gær vegna fréttanna um minni viðskiptahalla í desember og einnig vegna þess, að vestur-þýski seðlabankinn gerði í gær ráðstafnir til að almennir vextir lækkuðu úr 3,6% í 3%. Um miðjan dag í gær fengust 1,83 mörk fyrir dollarann en 1,78 á fimmtudag. Viðskiptahallinn f nóvember hafði fyrst verið áætlaður 19,2 milljarðar dollara en nú er ljóst, að hann var 15,4 millj. og 10,5 í des- ember. Ef hallinn heldur áfram að minnka á þessu ári mun það verða mikill búhnykkur fyrir Reagan- stjómina og styrkja stöðu hennar gagnvart þeim þingmönnum demó- krata, sem vilja grípa til sérstakra vemdaraðgerða. Talið er líklegt, að brátt verði haldinn skyndifundur fulltrúa fímm helstu iðnríkjanna, Bandarfkjanna, Bretlands, Vestur-Þýskalands, Frakklands og Japans, og að þar muni Bandaríkjastjóm krefjast þess enn sem fyrr, að Vestur-Þjóðveijar og Japanir hafí forystu um efna- hagslega viðreisn í heiminum með því að draga úr þeim mun, sem er á hagnaði þeirra af utanríkisvið- skiptunum og viðskiptahallanum í Bandaríkjunum. 1986 var afgangur Vestur-Þjóðveija af utanríkisvið- skiptunum 62,9 milljarðar dollara og Japana 92,7 milljarðar. Hvorug þjóðin hefur viljað ljá máls á þessum kröfum Bandaríkjamanna og þess vegna hafa þeir látið dollarann falla með þeim afleiðingum, að hálfgert neyðarástand hefur ríkt á gjaldeyr- ismörkuðum að undanfömu. Þess má geta, að 1986 voru viðskipti Bandaríkjamanna og Japana óhag- stæð þeim fyrmefndu um 58,6 milljarða dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.