Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
5
Dr. Lúðvík Kristjánsson
heiðursfélagi sagnfræðinga
Á FUNDI í Sagnfræðing-afélagi
íslands 20. janúar sl. var skýrt
frá að stjórn félagsins hefði kjör-
ið dr. Lúðvík Kristjánsson
heiðursfélaga þess. Að þessu
sinni flutti Gunnar Karlsson pró-
fessor erindi um fræðistörf dr.
Lúðviks.
Otelló frumsýnd
í Háskólabíói
Á fundinum afhenti síðan for-
maður félagsins hinum nýkjörna
heiðursfélaga skjal með svofelldri
áletrun: „Sagnfræðingafélag Is-
lands hefur kjörið dr. Lúðvík
Kristjánsson heiðursfélaga fyrir
framlag hans til íslenskrar sagn-
fræði og þó einkum rit hans Is-
lenska sjávarhætti."
Dr. Lúðvík Kristjánsson er fyrsti
heiðursfélagi Sagnfræðingafélags-
ins, segir í frétt frá Sagnfræðinga-
félagi Islands.
Loftur Guttormsson, formaður Sagnfræðingafélagsins, afhendir dr.
Lúðvik Kristjánssyni heiðursskjalið.
Starf smannaf élag Sinfóníunnar
fær ágóða af frumsýningu
Samkoma til heiðurs a
dr. Gylfa Þ. Gíslasyni
SJÖTUGSAFMÆLI dr. Gylfa Þ. Gíslasonar er Iaugardaginn 7. febrú-
ar nk. Af því tilefni efna Norræna húsið og Norræna félagið til
hátíðarsamkomu í Norræna húsinu.
HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir í dag
Ótelló eftir Verdi í kvikmynda-
gerð ítalska leikstjórans Francos
Zeffirellis. Frumsýningin hefst
kl. 17.00 og mun ágóði af henni
renna til starfsmannafélags Sin-
fóníuhljómsveitar Islands.
Starfsmannafélagið hyggst veija
ágóðanum af sýningunni til þess
að bæta lýsingu á sviði, bæði í þeim
tilgangi að bæta vinnubirtu hljóð-
færaleikaranna og eins til að gera
tónlistargestum til hæfis, en þeir
hafa löngum kvartað yfir því hversu
hljóðfæraleikaramir em „illa upp-
lýstir" á sviðinu, samkvæmt upplýs-
ingum frá stjómarmanni starfs-
mannafélagsins.
Vönir em bundnar við að hægt
verði að safna um 250.000 krónum
á fmmsýningunni og myndu þá
frumsýningargestir greiða svokall-
að styrktargjald, sem er 300 krónur
fyrir bíómiðann. Hljóðfæraleikarar
úr Sinfóníuhljómsveitinni ætla að
leika fyrir kvikmyndagesti í
hálftíma áður en sýning á Otelló
hefst.
Tilgangurinn með hátíðarsam-
komu þessari er að vinir og velunn-
arar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar komi
saman og flytji honum árnaðar-
óskir og em þeir boðnir velkomnir
í Norræna húsið á meðan húsrúm
leyfir. Þau hjón, dr. Gylfi Þ. Gísla-
son og Guðrún Vilmundardóttir, em
sérstaklega boðin til samkomunnar.
Samkoman til heiðurs dr. Gylfa
hefst kl. 15.30 í sal Norræna húss-
ins en salurinn verður opnaður kl.
15.15.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis-
sáttasemjari, formaður stjómar
Norræna hússins og formaður
Reykjavíkurdeildar Norræna fé-
lagsins setur samkomuna. Ávörp
flytja Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra, Helge Seip,
fyrrverandi ráðherra og formaður
Sambands norrænu félaganna, dr.
Sigmundur Guðbjamason rektor
Háskóla íslands og dr. Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri. Því næst
syngja ópemsöngvararnir Sigríður
Ella Magnúsdóttir og Garðar Cortes
lög eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason við
undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
Að lokum ávarpar dr. Gylfi Þ. Gísla-
son samkomugesti.
Hjónin dr. Gylfí Þ. Gíslason og
Guðrún Vilmundardóttir hafa beðið
um að þess yrði getið, að þau taka
á móti gestum í Norræna húsinu
eftir að samkomunni lýkur.
(Frétt frá Norræna húsinu
og Norræna félaginu)
fttwgtmHiifeife
______Gódan daginn!_
íma
MINNSTUR!
LÉTTASTUR! (3,1 kg)
VINNUÞJARKUR!
SPARNEYTINN! (I,6A)
HRAÐVIRKT RÁSAV AI.
GEFUR STR^pÁMBAND!
SA EIN*fe4TNSÞETTI!
SÁ EINI RYKÞÉTTI! ,
2JA ÁRA ÁBA%GÐ!
KAUPLÉIGUSAMNfNGAR!
'4