Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 9
«ur MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 9 Aðalfundur kvennadeildar Fáks verður haldinn í félags- heimilinu þriðjudaginn 3. febrúar kl. 21. Verum samtaka, mætum allar. Stjómin , EFI1A UT5ALA í heilum ströngum -bútar frá FATAVERKSMIÐJUhNI QEFJUN 5KO MARKftPUR s>H - húsið AUÐBREKKU-KOPAVOGI Opió: 10-19 virkadaga/10-lóá laugardögum T^íOamazleaðuZÍnn ^-laitityötú 12-18 cif*1 Nissan Patrol (stuttur) 1985 27 þ.km. Upphækkaöur, dieéel, 6 cyl. Mjög gott eintak. Brettakantar o.fl. Sem nýr. Verð 890 þús. M. Benz 280 SE 1982 (83) Grássns., ekinn aö eins 64 þ.km. ABS, sóll- úga o.fl. aukahlutir. Verö 1190 þús. Saab 900 Turbo 1982 40 þ.km. Grásans. Rafm. í rúðum, élfelgur, sóllúga o.m.fl. Verð 520 þús. Mazda 323 GLX 86 18 þ.km. krómfelgur o.m.fl. Nissan Patrol Turbo (langur) 86 Grásns. Hi-roof, diesel. V. 1050 þ. Mazda 626 5 dyra 85 Gullsans. vökvastýri. V. 430 þ. Blazer II S-10 1984 Svartur, álfelgur, splittað drif, 5 gíra, cruise control. Einn sá fallegasti. Verö 900 þús. Toyota Hilux Turbo diesel 85 16 þ.km. Yfirbyggöur. Steingrár. Mazda 929 Hardtop 83 Hvitur, 2 dyra, 2.0I. V. 400 þ. M. Benz 230 78 Grásans. Gott eintak. V. 380 þ. Subaru St. 4x4 85 34 þ.km. 5 gfra. V. 525 þ. Volvo 244 DL 82 42 þ.km. Toppbíll. V. 370 þ. M. Benz 309 (D) 84 sendib. Aöeins 39 þ.km. V. 1100 þ. V.W. Golf GTI (1.6) 79 Álfelgur o.fl. aukahl. V. 290 þ. Chevrolet Malibu Classic 79 8 cyl. Vandaöur bfll. V. 270 þ. Mazda 323 (1.3) 85 10 þ.km. 5 dyra. V. 310 þ. Toyota Camry (1.8) 85 22 þ.km. m/framdrifi. V. 530 þ. Citroen CX Athena 81 Nýinnfi., 5 gíra, sóllúga. V. 385 þ. Honda Civic 1500 86 7 þ.km. sóllúga o.fl. Citroen GSA Special 86 13 þ.km. Grásans. V. 330 þ. B.M.W. 323i 85 V. 780 þ. Skipti á nýl. jeppa U.S.A. Suzuki Pickup yfirb. 84 25 þ.km. Úrvalsbill (4x4). V. 530 þ. Ford Sierra 86 5 dyra. Skipti ódýrarí. aju Vinstri stefna Þegar kvennafram- boðin komu fyrst fram í sveitarsfjómarkosning- unum 1982 héldu tals- menn þeirra þvi fram, að hvorki væri unnt að kenna þau við hægri eða vinstri stefnu í stjóm- málum. Reynslan leiddi hins vegar snemma f ljós, að kvennaframboð í sveitarstjómum og Kvennalistinn á Alþingi er ekki aðeins til vinstri í stjómmálum, heldur er hér um að ræða hreyf- ingu, sem á mörgum sviðum er óvenju aftur- haldssöm og stjóm- hneigð. Nú er svo komið, að talsmenn Kvennalist- ans andmæla þvf ekki lengur að stefna þeirra sé réttnefnd vinstri stefna. Kvennalistakonur em jafnvel famar að gæla við þátttöku i vinstri stjóra með Al- þýðubandalagi og Al- þýðuflokki. Alþýðubandalags- menn em iqjög hrifnir af málflutningi Kvenna- listans. Frægt er, að á Alþingi gengur Hjörleif- ur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags- ins, undir nafninu „fjórði þingmaður Kvennalist- ans“, vegna þess, hve oft hann hrósar tiUögum og málatilbúnaði þing- manna Kvennalistans. Alþýðubandalagsmenn gera sér hins vegar grein fyrir þvi, að Kvennalist- inn sækir á sömu at- kvæðamið og þeir og af þvi hafa þeir vaxandi áhyggjur. Ádeilur á Kvennalistann hafa auk- ist mjög upp á síðkastið £ Þjóðviljanum en vert er að veita þvi athygli, að þar er ekki um pólitíska eða stefnulega gagnrýni að ræða, heldur skoðanamun um vinnu- brögð og nýtingu starfs- krafta. Fyrir rúmri viku helg- aði Þjóðviljinn Kvenna- listanum heilan leiðara. Boðskapur blaðsins er, að framboð Kvennalist- ans geti leitt til þess „að Hver er munurinn? Alþýðubandalagsmenn hafa miklar áhyggjur af því, að Kvennalistinn taki frá þeim kjós- endur. Þess vegna hafa ádeilurá Kvennalist- ann aukist í Þjóðviljanum að undanförnu, jafnframt því sem kvenframbjóðendum Al- þýðubandalagsins er hampað mjög. Þjóðvilj- inn dregur í efa, að stefnumál Kvennalistans réttlæti sjálfstætt framboð, sem tekur at- kvæði frá Alþýðubandalaginu. Að þessu er hugað í Staksteinum í dag. þingleiðir lokist dugmikl- um og einörðum jafnrétt- iskonum á öðrum listum." Blaðið segir, að sennilega takist Kvenna- listanum að halda sér á þingi í næstu kosningum með 5-10% fylgi á lands- vísu. Hann geti hins vegar ekki gert kröfu til þess með slíkt fylgi, að teljast sérstakur fulltrúi kvenna. Síðan segir í leiðara Þjóðvifjans og það er kjarai málsins: „Þegar svo er komið verður Kvennalistinn að réttlæta sjálfstæða til- vem sína með pólitískri stefnu sem geri hann ólíkan öðrum flokkum og væntanlega betri i aug- um stuðningsmanna og kjósenda. 1 þeirri kosn- ingabaráttu sem nú er að hefjast verður Kvennalistinn spurður til dæmis um hvað greini stefnu hans í félagsmál- um frá stefnu Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins, um ágreiningsmál við aðra flokka i utanrikismálum, um lausnir hans í efna- hagsmálum og kjaramál- um, um tillögur hans um endurskoðun stjómkerf- isins og nýsköpun í landbúnaði.“ Og leiðar- anum lýkur síðan með áminningu: „Ætli kon- umar á Kvennalistanum sér að vera trúverðugur kostur við hlið kvenna á öðrum framboðslistum þegar kemur að kjör- borðinu verða þær að svara þessum spuming- um mjög vel.“ - Hver er munurinn? Spuming Þjóðviljans er i einfaldari mynd þessi: Hvaða munur er á okkur og ykkur, sem réttlætir sjálfstætt fram- boð ykkar? í spuming- unni felst, að Alþýðu- bandalagsmenn telja þennan mun eklti vera fyrir hendi. Þetta er raunar eklti í fyrsta sinn, sem alþýðu- bandalagsmenn varpa spumingu af þessu tagi til Kvennalistans. Það er athygiisvert, að talsmenn Kvennalistans hafa átt í miklum vandræðum vegna þessa og aldrei gefíð fullnægjandi svör. Astæðan er væntanlega sú, að munurínn, sem spurt er um, er ekki fyr- ir hendi. Kvennalistinn getur kannski réttlætt framboð sitt í þingkosn- ingum 1983, sem sér- staka aðgerð til að vekja athygli á baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En þau rök duga ekki lengur og allra síst nú þegar Kvennalistinn er að taka á sig svip hefðbundins stjómmálaflokks. Liklega er því samt svo farið, að margir kjósend- ur Kveimalistans hafa ekki áttað sig á því að hér er um hreinræktaðan vinstrí fíokk að ræða. Þeir hafa ef til viU einblínt á ákveðna þætti í stefnu listans, er varða jafnrétti kynjanna, en ekki veitt að sama skapi athygU hinni ábyrgðar- lausu slagorðastefnu í utanríkismálum og hafta- og miðstýringar- stefnu i efnahags- og atvinnumálum. Þessir kjósendur ættu að fylgj- ast vandlega með þvi, hveraig leiðtogar Kvennalistans bregðast við spumingunum frá Þjóðviljanum. RYMINGAR 15-50% AFSLÁTTUR OPIÐ LAUGARDAG tli TIL KL. 4 VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚU 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.