Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
Frábær hugmynd
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Hinn góðkunni málari Jóhannes
Geir fékk þá hugmynd eigi alls
fyrir löngu að safna liði meðal
starfsbræðra sinna til stuðnings
íslenzku óperunni. Hann er mikill
aðdáandi tónlistar svo sem fleiri
málarar og honum er mjög í mun
að hér á landi megi þrífast óperu-
hús.
Hugmynd hans var sú, að valin-
kunnir íslenzkir myndlistarmenn
gæfu eitt eða fleiri listaverk og þau
yrðu síðan seld til stuðnings óper-
unni. Svo góðan hljómgrunn fékk
hugmyndin, að nú hafa verkin verið
hengd upp í forsal og hliðargangi
óperunnar og eru þau almenningi
til sýnis (og sölu) á milli 15 og 18
daglega.
Það eru yfir 40 myndlistarmenn
sem þegar hafa sinnt kallinu og
sífellt fleiri eru að bætast við og
til eru þeir, sem hyggjast gefa
mynd árlega og er hér frumkvöðull-
inn Jóhannes Geir fremstur í flokki.
Á sýningunni sjálfri eru 50
myndir gerðar í hinu margvísleg-
asta efni.
Það sem öðru frekar vakti at-
hygli mína við skoðun sýningarinn-
ar var að listamenn hafa yfirleitt
vandað val mynda sinna og að hér
Eitt listaverkanna.
er þannig einlægni og metnaður í
fyrirrúmi. Má því sjá margt ágætra
listaverka í Gamla bíói um þessar
mundir, vefjist það fyrir einhverjum
hvar íslenzka óperan er til húsa.
Sá ég ekki betur en heilmikið
væri selt er mig bar að á dögunum
svo að hverri meiri meiriháttar list-
sýningu væri sómi að. Mun því
drjúgur skildingur hafa runnið til
óperunnar fyrir þessa snjöllu hug-
mynd og þetta ágæta framtak
Jóhannesar Geirs.
Oft hef ég dáðst að stórhug og
þori forsvarsmanna Islensku óper-
unnar og það er einmitt slík brjál-
æðisleg bjartsýni sem árangri skilar
hér á útnáranum einstaka.
Vil ég hvetja sem flesta til að
skoða þessa sýningu, því hún er
full boðleg sem samsýning þótt
húsakynnin séu ekki beinlínis sér-
hönnuð fyrir listsýningar.
Svo vil ég hvetja enn fleiri mynd-
listarmenn til að róta í leynihirzlum
eftir góðum myndum.
Og megi Islenzka óperan
blómstra.
Opið í dag kl. 1-3
Glæsileg raðhús
við Fannafold
Vorum að fá til sölu einstaklega glæsileg og skemmti-
lega skipulögð ca 170 fm raðhús með innb. bílskúr á
góðum stað við Fannafold. Húsin skilast fullfrág. að
utan en fokheld að innan. Afh. maí-júlí 1987. Seljandi
bíður eftir Húsnæðismálaláni. Teikn. liggja fyrir á skrifst.
okkar í dag. Verð 3,4 og 3,5 millj.
Kjarrhólmi
Falleg 90 fm íbúð á 3. hæð. Sérþvherb. Nýleg teppi.
Stórglæsilegt útsýni. Ákv. sala. Verð 2,6 millj.
Seljandi góður!
í þessum mánuði höfum við selt um 40 eignir.
Hafir þú áhuga á að reyna viðskiptin hafðu þá sam-
band strax í dag. Við erum til þjónustu reiðubúnir.
• Skoðum og verðmetum samdægurs •
■S? 25099
Ámi Stefáns. viðskfr.
Bárður Tryggvason
Elfar Ólason
Haukur Sigurðarson
VITASTÍG 13
26020-26065
Opið kl. 1-3
LAUGARNESVEGUR. Einstakl-
ingsíb. 35 fm. Verð 850 þús.
FRAKKASTÍGUR. 2ja herb. 50
fm. Sérinng. Verð 1550 þús.
ROFABÆR. 2ja herb. góð íb.
65 fm. Suðursv. Verð 1950 þús.
MOSGERÐI. 3ja herb. íb. í kj.
80 fm. Verð 1600-1650 þús.
FLÚÐASEL. 2ja-3ja herb. íb. á
jarðhæð 95 fm. Verð 2,5 millj.
SPORÐAGRUNNUR. 3ja herb.
íb. 100 fm á 1. hæð. Maka-
skipti æskil. á góðu raðhús.
JÖRFABAKKI. 4ra herb. íb. 110
fm. Suðursv. Auk herb. í kj.
Verð 2,9 millj.
VESTURBERG. 4ra herb. íb.
100 fm á 3. hæð. Frábært út-
sýni. Verð 2650 þús.
HRÍSATEIGUR. 4ra herb. 85 fm
í kj. Þarfn. lagf. Verð: tilboð.
LINDARGATA. 4ra herb. 100
fm auk 50 fm bílsk. Verð 2,5
millj.
KRUMMAHÓLAR. 4ra herb.
100 fm á tveim hæðum. Fallegt
útsýni. Parket. Verð 2,8 millj.
SÓLVALLAGATA. 4ra herb.
góð íb. 120 fm á 2. hæð. Verð
3,3 millj.
VEFNAÐARVÖRUVERSLUN
Góð vefnaðarvöruverslun í
Hafnarfirði til sölu. Uppl. á
skrifst.
SÖLUTURN. Til sölu á góðum
stað í miðb. Góð velta. Uppl. á
skrifst.
Skoðum og verðmetum
samdægurs
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson,
HEIMASÍMI: 77410.
Yfirlitsmynd af sýningunni.
Konur sýna
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
I tilefni af áttatíu ára afmæli
Kvenréttindafélags íslands hefur
verið opnuð myndlistarsýning í
samkomusalnum á Hallveigarstöð-
um, Túngötu 10.
Þetta er fjölbreytt sýning því að
á staðnum getur að líta málverk,
grafík, vatnslitamyndir, teikningar,
höggmyndir, textíla og glerlista-
verk.
Mynlistarsýningin hefur hlotið
yfirskriftina „Konur í list kvenna",
sem er nokkuð óþjált nafn og
misvísandi fyrir sýninguna enda er
þetta gefna þema ekki gegnum-
gangandi í myndum allra þátttak-
endanna og setur sumum
óæskilegar skorður.
Þegar listamenn fá slík viðfangs-
efni upp í hendumar vilja sumir
setja sig í stellingar, sem svo aftur
kemur fram í myndum þeirra, svo
að þær fá svip af einhverju tilbúnu,
sem er einmitt andstæða allra skap-
andi lista.
Þá hafa sumar listakonurnar
gripið til einhverra fyrri verka, sem
gætu fallið undir þetta þema, en
þó eru flestar myndimar nýjar af
nálinni þótt þær séu ekki gerðar
beinlínis með þátttöku í þessari
sýningu í huga.
Eftir skoðun sýningarinnar hefur
maður það á tilfinningunni að leit
sýningarnefndarinnar, sem var
skipuð þeim Hrafnhildi Schram,
Björgu Þorsteinsdóttur og Jóhönnu
Bogadóttur, eftir myndverkum er
féllu að nefndu þema hafi veikt
sýninguna óþarflega mikið.
í tilefni þessa merkisafmælis
hefði einmitt verið þörf á sterki og
metnaðarfullri sýningu þar sem
vægi myndanna sjálfra hefði ráðið
ferðinni en ekki ákveðið þema og
að hafa sem flesta með. Það er
satt að segja ákaflega fátt bita-
stætt á þessari sýningu og hún
afhjúpar frekar veikleika samtaka
kvenna en styrk í þessu formi. Það
er einmitt til nóg af ágætum mynd-
listarmönnum í röðum kvenna og
ýmsar þeirra taka í raun þátt í
þessari sýningu en fæstar með hin
veigameiri verk. Eru einfaldlega
með.
Þá er sýningarskráin saga út af
fyrir sig og vona ég að ég fái aldr-
ei slíka upp í hendumar á þessum
stað í framtíðinni né annars staðar
í tilefni jafn merks afmælis og virð-
ingarverðs framtaks. Hún minnir
öllu fremur á ómerkilega blaða-
snepla, sem maður fær á lélegum
vörusýningum en einhverju, sem
tengist skapandi listum.
Slíkur frumbýlingsbragur og
vaxtarverkir samrýmast engan veg-
inn jafn merkum félagsskap og
miklum tímamótum.
SÍMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
L0GIVI J0H Þ0RÐARS0N HDL
Til sýnis og sölu m. annarra eigna:
Nýtt glæsilegt steinhús
á útsýnisstað ofarlega í Seljahverfi. 102 + 75 fm auk kj./jarðh. um 84
fm. Húsið er íbhæft, ekki fullgert. Góður bílsk. Nánari uppl. aðeins á
skrifst. Eignaskipti mögul. Arkitekt Vifill Magnússon.
Glæsileg íbúð við Hraunbæ
4ra herb. á 1. hæð, tæpir 100 fm nettó. Nýtt gler, innr. og tæki, alh
1. flokks. Geymsla í kj. Ágæt sameign. Ákv. sala.
Skammt frá Sundhöllinni
3ja herb. ekki stór íb. á 2. hæð í reisul. steinhúsi. 76 fm nettó. Sér-
hitaveita. Laus fljótl. Sanngjarnt verð.
Við Stigahlíð — allt sér
5 herb. neösta hæð í þrfbhúsi 122,5 fm nettó. Allt sér (inngangur,
hiti, þvottah. og geymsla). Skuldlaus. Ákv. sala.
Ný einstaklingsíbúð
2ja herb. í kj. við Vifilsgötu, 41,5 fm nettó. Öll eins og ný. Danfoss
kerfi. Sérinngangur.
Hagkvæm skipti m.a.:
Einbýlishús helst í Vesturborginni óskast til kaups. Gott raðhús kemur
til greina. Má vera í Fossvogi eða á Seltjarnarnesi. Skipti mögul. á 5
herb. nýrri úrvalsib. I Vesturborginni. 132 fm m. sérinng.
GóA fbúð 100-120 fm óskast til kaups helst á Högunum. Skipti mögul.
á stærri eign á Högunum m. öllu sér.
Lftið einbýlishús eða góö sérhæö óskast i Kópavogi. Ýmiskonar eigna-
skipti mögul.
í Vesturborginni óskast 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íb, hæðir og einbhús.
Fjölbreyttir mögul. í makaskiptum.
Opið í dag laugardag
kl. 10.00 til kl. 12.00 á hádegi
og f rá kl. 13.00 til kl. 16.00.
MMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370