Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 19 Tómatar Tómatjurtin er upprunnin í S-Ameríku, þaðan barst hún til Evrópu 1550—1560. Þar var hún fyrst ræktuð sem skrautblóm og ávöxturinn talinn eitraður. Það er ekki fyrr en fyrir liðlega 100 árum að algengt er orðið að nota hana til manneldis. Tómatjurtin er áreiðanleg vin- sælasta nytjajurtin í heimilis- gróðurhúsinu og þess eru dæmi að fólk hefur rælrtað tómata úti í gluggum með „góðum árangri". Tómatjurtin er ræktuð sem ei- nær og er fjölgað með sáningu. Gaman er að sá fyrir eigin tómöt- um og með því útilokar maður þá smithættu sem fylgir því að flytja jurtir milli gróðurhúsa. Tómötum má sá á tímabilinu desember—marz og ræðst tíminn af aðstæðum til sáningar, einkum lýsingu og hitastigi. Algengast er að sá jurtinni í janúar—febrúar og tekur u.þ.b. 8—10 vikur að ná jurtinni í hæfílega stærð til gróð- ursetningar. Fræin er hægt að kaupa í blómaverslunum en einnig er hægt að kaupa fræ í stykkja- tali í Sölufélagi garðyrkjumanna. Tegundin Virosa er gamalkunn en nú á síðari árum hafa komið á markaðinn stórir og matarmikl- ir tómatar sem eru kallaðir kjöt- tómatar; eru þeir mjög vinsælir og ágætir í ræktun. Tegundin Moneymaker þykir hentug ef hita- sveiflur eru miklar í gróðurhúsinu. Sjálfsagt er að rækta fleiri en eina tegund og til eru mjög smá afbrigði, dvergtómatar, t.d. Tumi þumall, sem má auðveldlega rækta í stofuglugganum stærðar- innar vegna. Best er að sá í mómold (spa- hagnum). ílátin geta verið jógurt- dósir með götum á botninum en best þykir mér að sá í 10 sm fer- kantaða plastpotta, setja 2 fræ í hvem pott og hylja fræin með 1 sm þykku moldarlagi. Moldin þarf að vera vel rök. Síðan breiði ég plast yfír og sný plastinu við dag- lega þar sem nokkur dögg safnast neðan á það og sé það óhreyft getur mjmdast mygla, sem skemmir spírumar. Æskilegt hitastig á spímnartímanum er um 22° . Spírunin tekur u.þ.b. 1 viku. Það er alltaf eins ánægjulegt að sjá fyrstu spírumar gægjast upp og þá er plastið tekið af. Eftir spímn em sterkustu jurtim- ar valdar úr og hinar slitnar upp. Nú ríður á að hafa lýsinguna góða. Best er að nota gróðurljósa- lampa en þeir fást í sumum blómaverslunum og raftækja- verslunum (eða flúorlampa). Hitinn á að vera um 18—20 °? á daginn en heldur lægri á nætum- ar og má helst ekki fara niður fyrir 16 °C. Ef lýsingin er ekki nógu góð en hiti mikill verða jurt- imar spímlegar. Reiknað er með að jurtir sem ræktaðar em á tíma- bilinu desember—janúar—febrúar þurfí 16 klst. lýsingu og 8 klst. myrkur á sólarhring. Hitastig hefur mikil áhrif á tómataræktun því blómmyndun fyrsta klasans byijar strax og kímblöðin era komin, en hann er að sjálfsögðu þá ósýnilegur. Ef ekki er jafnvægi milli ljóss og hita verður lengra milli blómklasa og uppskeran því minni en ætlast er til. Mikilvægt er að láta jurtimar ekki ofþoma en ekki má þó vökva það mikið að moldin sé stöðugt rennblaut. Moldin má gjaman þoma nokkuð á milli, þannig kemst súrefni betur að rótunum. Ungar tómatplöntur Þegar fleiri blöð hafa myndast er best að vökva alltaf með veiku áburðarvatni, t.d. má leysa upp Blákom eða Superba, 1 msk. í 101. Þegar jurtimarfara að breiða úr sér þarf að flytja þær í stærri potta og má þá setja þær nokkuð dýpra, þannig að moldin nái upp undir fyrsta blað, því á stofninum myndast auðveldlega nýjar rætur. Þess má geta að þeir sem reykja verða að vara sig á því, að meðan plönturnar em litlar em þær mjög næmar fyrir tóbaki og geta eyðilagst ef komið er við þær með fíngram sem hafa verið í snertingu við tóbak. Gróðursetningu tómatplantn- anna þarf að undirbúa vel. Okkur hefur. reynst best að skipta um jarðveg árlega í tómatbeðinu. Þá er gott að setja u.þ.b. skófl- ustungu af hrossataði og annað eins af mold ofan á beðin á vorin. Auðvelt er að rækta tómata með lífrænum áburði. Þá er leyst- ur upp búfjáráburður í vatni og vökvað með vatninu einu sinni í viku til skiptis við tilbúinn áburð. Nauðsynlegt er að moldin sé rök þegar vökvað er með áburðarlegi. Vökvun með kalksaltpétri nokkr- um sinnum á vaxtartímanum er til bóta. Eftir því sem plöntumar vaxa myndast svokölluð axlaskot á mótum blaðs og stönguls, sem em byrjandi hliðargreinar og á að bijóta þau af, helst áður en þau ná 10 sm lengd. Ef þessir sprotar fá að vaxa taka þeir næringu frá tómatvextinum. Það hafa allir orð á því hvað heimaræktaðir tómatar em bragðgóðir og þökkum við það ekki síst lífræna áburðinum. Þess má geta að mjög góðar leiðbeiningar um ræktun matjurta í gróðurhúsi er að fínna í bókinni „Drivhuset" eftir Helge Petersen, Politikens Forlag. Svala Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.