Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 22

Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 24 tíma útvarp Rásar 2 í bígerð FIMM manna nefnd, sem skipuð var til að vinna að endurskipu- lagningu Rásar 2, lagði tillögur sínar fyrir útvarpsráð í gær og samþykkti ráðið að fela nefnd- inni að vinna áfram að tillögun- um. í þeim er gert ráð fyrir 24 tíma útvarpi, þ.e. dagskrá allan sólarhringinn. Þorgeir Ástvaldsson, forstöðu- maður Rásar 2, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér virtist sem ráðið hefði tekið mjög vel í hug- Yfirlitssýning ámálmsuðu MÁLMSUÐUFÉLAG íslands stendur fyrir yfirlitssýningu á vörum tengdum málmsuðu og málmskurði dagana 8.-10. maí 1987, í anddyri Laugardalshall- arinnar. Þegar hafa 11 aðilar staðfest þátttöku. Sýnt verður m.a. það nýjasta á eftirtöldum sviðum: rafsuðuvélar, rafsuðuvírar, skurðarvélar, hreinsi- búnaður, öryggisbúnaður, fræðslu- mál og eftirlit. Gefið verður út sýningarblað, þar sem þátttakendur kynna vörur sínar. Flugleiðir munu bjóða hag- stæða helgarpakka í tengslum við sýninguna, fyrir þá sem búa úti á landi. myndina um 24 tíma útvarp, en næsta skref yrði að setja saman dagskrá og kostnaðaráætlun. Þor- geir sagði að á þessu stigi málsins væri ekki hægt að segja til um efni- sinnihald dagskrárinnar, en fyrst og fremst yrði lögð áhersla á að Rás 2 verði tónlistarútvarp. „Við þurfum að fara nákvæm- lega í saumana á þessu dæmi nú næstu daga, en við munum gæta ýtrustu hagræðingar. Samfara flutningi i nýtt hús, er verið að endurskipuleggja allan rekstur RUV. Lengd dagskrár hlýtur að kalla á meiri kostnað, en á móti koma fjölmargir þættir þar til spamaðar. Ljóst er að kostnaðar- auki verður ekki stórkostlegur. Rekstur beggja rása sameinast við það eitt að vera báðar á sama stað og við það eitt hlýst augljós hag- ræðing svo að á þessu stigi er mjög erfitt að segja til um nákvæm-an kostnað," sagði Þorgeir. Ásamt honum, sitja í nefndinni þeir Jón Öm Marinósson tónlistar- stjóri, Ingólfur Hannesson íþrótta- fréttamaður, Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri og Ólafur Þórðar- son dagskrárfulltrúi á tónlistar- deild. Þorgeir sagðist ekki vita hvenær 24 tíma útvarp kæmist til fram- kvæmda eða hvort að því yrði. Hinsvegar átti hann von á að rösk- lega yrði gengið til verks, sam- kvæmt viðbrögðum útvarpsráðs- manna í gær. MorgunDiaoio/Ami bæoerg Ari Garðar Georgsson yfirmatreiðslumaður Naustsins og Guðjón Egilsson yfirmatreiðslumaður bjóða gesti velkomna í Naustið. Naustið opið á ný NAUSTIÐ, veitingahúsið kunna við Vesturgötu, var opn- að á ný sl. fimmtudag eftir rúmlega fimm mánaða lokun. Nýir eigendur tóku við veit- ingahúsinu um síðustu helgi en þeir eru bræðumir Guðjón og Svavar Egilssynir. Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið að Naustið yrði með svipuðu yfirbragði og áður, með fyrsta flokks veitingar bæði í mat og drykk. Ekki yrði þó boðið upp á þorramat að sinni. Ari Garðar Georgsson hefur verið ráðinn yfír- matreiðslumaður Naustsins, en hann hefur meðal annars rekið veitingahús í Bandaríkjunum og sér nú um matreiðsluþætti á Stöð 2. Guðjón verður yfirþjónn og er hann menntaður sem slíkur. Hann hefur starfað sem þjónn á Hótel Borg, Hótel Sögu, Torfunni og á Inghóli á Selfossi. Bróðir hans, Svavar, er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann hefur dvalið sl. sjö ár við hagfræðinám. Hann mun sjá um íjármálahlið fyrirtækisins. „Kaupin höfðu tiltölulega stutt- an aðdraganda, en við höfum mikla trú á að Naustið beri sig. Naustið hefur verið rekið síðan 1954, en húsnæðið var byggt í kringum aldamót," sagði Guðjón. Matseðillinn, sem Ari Garðar hef- ur sett saman, mun samanstanda af físki og kjötréttum ýmiskonar auk forrétta og eftirrétta. Á þriðjudaginn auglýsti Naus- tið eftir starfsfólki, þjónum, kokkúm og ófaglærðu fólki og bárust hvorki fleiri né færri en milli 220 og 230 umsóknir. Af þeim voru 14 ráðnir til starfa. Naustið verður opið frá kl. 11.30 til 14.30 og kl. 18.30 til miðnætt- is dag hvem. Grindavík: Nýr sjúkrabíll húsnæðislaus Gríndavík. Rauðakrossdeild Grindavíkur hefur fest kaup á nýjum sjúkra- bU til endumýjunar á eldri bíl. Vandamálið er að nýi bíllinn er húsnæðislaus. Að sögn Gunnlaugs Dan Ólafs- sonar formanns Rauðakrossdeildar- innar var skipuð nefnd vegna kaupa á nýjum bíl. í nefndinni eiga sæti Ólafur Guðbjartsson, Hafsteinn Hannesson og Matthías Guðmunds- son og gerðu þeir tillögu um hvaða tegund af bíl skyldi kaupa og hvem- ig hann yrði innréttaður. „Fyrir valinu varð bíll af Merce- des Benz gerð 2090, 5 cyl, 88 hö DIN. Bíllinn verður útbúinn líkt og sjúkrabílamir í Reykjavík nema að ekki verður í honum hjartastuðtæki. Hins vegar verða í honum full- komin súrefnis- og sogtæki tengd öndunarvél og hægt verður að flytja tvo sjúklinga í einu liggjandi á bör- um. Bíllinn er nú í innréttingu hjá Miesen í Þýskalandi sem er sérhæft fyrirtæki á þessu sviði og er innrétt- að eftir hugmyndum nefndarinnar í samráði við nýja heilsugæslulækn- inn. Fullbúinn mun bíllinn kosta 2 milljónir króna," sagði Gunnlaugur og bætti við að aðalhöfuðverkurinn vegna kaupanna væri húsnæðis- leysi. „Við stöndum nú frammi fyrir því að húsnæði sem okkur bauðst Nýtt veitingahús við Austurvöll: Lennon tekur við af Kreml NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri skemmtistaðarins þar sem áður var Kreml við Austur- völl. Nýi staðurinn, sem opnar nú um helgina, ber heitið Lennon og eru eigendur hans Birgir Við- ar HaUdórsson og Örn Karlsson. áhersla lögð á að breyta ímynd hans frá því sem áður var. áður en farið var af stað brást fyr- ir stuttu, svo við emm húsnæðis- lausir og í mestu vandræðum. Nýi bíllinn er mun hærri en sá gamli og kemst því ekki inn í sömu bílgeymslu," sagði Gunnlaugur að endingu. Kr. Ben. Birgir Viðar HaUdórsson veitingamaður í Lennon. MorgunbIaðiö/Junu8. Reykjanesbraut: Ný umferðarljós á þremur gatnamótum NÝ umferðarljós verða tekin í notkun í dag, laugardag, á þremur gatnamótum Reykja- nesbrautar, við Bústaðaveg, Smiðjuveg og Stekkjarbakka. Jafnframt verður miðeyju Reykjanesbrautai- við Álfabakka lokað þannig að ekki verður unnt að taka vinstri beygju á mótum Reykjanesbrautar og Álfabakka. Þess í stað er vísað á Stekkjar- bakka eða Breiðholtsbraut. Miðeyja við Smiðjuveg verður opnuð þannig að unnt verður að taka vinstri beygju af Smiðjuvegi norður Reykjanesbraut. Vinstri beygja af Reykjanesbraut inn á Smiðjuveg verður ekki leyfð. Birgir Viðar sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að breyta veruiega til með rekstur hins nýja staðar. Að undanfömu hefur verið unnið við að mála húsnæðið og gera það bjartara en áður var. Opið verður á hvetju kvöldi frá klukkan 18.00 Austlurstrætismegin, þar sem hægt verður að fá inat og síðan opnað upp á, aðrar hæðir er líða tekur 'á kvöldið. í marsmánuði er ætlupfn að opna í hádeginu fyrir matargésti. I tónlistarflutningi verður einkum stuðst við diskótek, en jafnframt er ætlunin að fá skemmtikrafta, erlenda og inn- lenda, er fram líða stundir. Birgir Viðar sagði að þótt staður- inn bæri nafn Lennons þýddi það ekki að staðurinn myndi einskorða sig við tónlist eða andrúmsloft 7. áratugsins enda tengdist nafn Lennons einnig hinni yngri kynslóð þar sem sonur hans, Julian væri. „Það er hins vegar friður og birta yfír nafni Lennons og þess vegna fannst okkur tilvalið að nefna stað- inn { minningu hans,“ sagði Birgir Viðar. Hann sagði að nýtt starfs- fólk yrði ráðið að staðnum og Leiðrétting: Þolir íslenska þjóðin o.s.frv. í grein hér í blaðinu í gær eftir undirritaðan, um málefni Útvegs- bankans, féll niður hluti úr tveimur máisgreinum og þær gerðar að einni. Áttu greinamar að vera sem hér segir: „Sú saga er ekki seld dýrari en hún var keypt, að Al- bert Guðmundssyni hafi tekist i bankaráðsformennsku sinni að fá þessa lánsfjárbindingu lækk- aða eða endurgreidda að ein- hveiju leyti, og nýju bankalögin hafi verið eitt megin tækið til þess að draga úr þessu. - En þetta atriði hefur verið megin ásteytingarsteinn á milli Útvegs- bankans og Seðlabankans. Nafn skipakóngsins hefur og misritast, hann heitir Reksten, en ekki Refsten, þó það hefði betur átt við. Loks varðandi refsivextina átti að standa: „Ef þá fé vantar á til endurreisnar íjárhag bankans ætti ríkissjóður að leggja það fram.“ Gunnlaugur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.