Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 26

Morgunblaðið - 31.01.1987, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 Franskir kommún- istar í hár saman - Tveir segja sig úr miðstjórn flokksins París. Reuter. AP. UPP úr sauð milli harðlínumanna og- endurbótasinna innan franska kommúnistaflokksins á miðstjórn- arfundi er haldinn var á mánudag og þriðjudag, til að undirbúa bar- áttuna fyrir forsetakosningarnar sem fram eiga að fara árið 1988 og sögðu tveir af forystumönnum flokksins af sér störfum í mið- stjórninni í mótmælaskyni. Undanfarin ár hafa verið miklar deilur innan flokksins og hafa marg- ir deilt á fylgispekt forystunnar við stefnu sovéska kommúnistaflokks- Grænland: Sækja ráðstefnu um auðlindir norð- urskautssvæðanna Kaupmannahöfn. Frá Nilg Jörgen Bruun, fréttarítara Morgfunblaðsins. GRÆNLENDINGAR senda fulltrúa á ráðstefnu, sem haldin verður í Montreal í Kanada í næstu viku í boði þarlendra stjórnvalda. Á ráðstefnunni verður fjallað um auðlindir norðurskautssvæða Kanada. Verður þess m.a. freistað að móta reglur um veiðistjórnun, auk þess sem rætt verður um, hvemig unnt sé að bregðast við aðgerðum umhverfís- vemdarsamtaka, sem valdið hafa frumbyggjum norðurskautssvæðanna miklu efnahagstjóni. ins. Á 17 ára valdaferli Georges Marehais flokksformanns hefur fylgi kjósenda við flokkinn minnkað úr 25% í 10%. Forystumennimir tveir er sögðu af sér á fundi miðstjómar- innar, Marcel Rigout, fyrrum ráð- herra og andspymuhetja úr síðari heimstyijöld og Claude Poperen voru málsvarar þeirra flokksmanna er vilja opnari umræðu innan flokksins og minni fylgispekt við Moskvuvald- ið. Eftir miklar deilur á fundinum þar sem meirihluti stjómarinnar lýsti yfír stuðningi við gagnrýni flokks- formannsins á endurbótasinnum sögðu Rogout og Poperen að þeir vildu ekki sitja lengur í miðstjóminni og bauðst sá fyrmefndi einnig til að láta af störfum sem þingmaður flokksins. Pierre Juquin, einn af leiðtogum endurbótasinna sagði í franska sjón- varpinu í gær að núverandi flokks- forysta væri ekki aðeins úr tengslum við þjóðfélagið heldur einnig hinn almenna flokksmann, sem ekki myndi láta bjóða sér slíkt mikið leng- ur. Gætu árásir Marchais, flokks- formanns, á endurbótasinna leitt til þess að franski kommúnistaflokkur- inn klofnaði. Marchais hefur lýst því yfír að hann muni ekki verða forsetafram- bjóðandi kommúnistaflokksins árið 1988 og velta menn því fyrir sér hvort hann ætli að láta af formanns- embætti á næstunni. Reuter Skútustjórarnir Iain Murray (t.v.) og Dennis Conner (t.h.) takast í hendur í upphafi blaðamannafundar í gær. Þeir munu elda grátt silfur næstu daga er þeir keppa til úrslita um Ameríkubikarinn í siglingum. Úrslitakeppnin hefst í dag. Perth undirlögð vegna Ameríkubikarsins - segir íslenzk kona búsett 1 Ástralíu „ÞAÐ MÁ segja að hér snúist allt um Ameríkubikarinn í siglingum og stemmningin er gífurleg. Ástralska þjóðin stendur öll með sínum manni en ber hins vegar rnikla virðingu fyrir Bandaríkjamanninum, sem sýnt hefur að hann er ekkert lamb að leika við.“ Þannig mælti Claudia Hoeltje, íslenzkur rikisborgari, sem er í háskólanámi í borg- inni Perth í Astralíu en í dag hefst úrslitakeppni Ameríkubikarins skammt fyrir utan borgina. í úrslitakeppninni eigast við ástr- alska skútan Kookaburra III og bandaríska skútan Stars & Stripes. Skipstjóri þeirrar bandarísku er Dennis Conner, sem tvisvar hefur unnið hinn eftirsótta siglingabikar, en er þó ef til vill frægari fyrir að hafa lotið í lægra haldi síðast, árið 1983, en það var í fyrsta sinn sem bandarísk skúta tapaði bikamum frá því keppnin um hann hófst fyr- ir 136 árum (1851). „Það er ekki um annað talað hér hvar sem komið er. Fjölmiðlarnir, blöðin, útvarp og sjónvarp, eru sneisafullir af fregnum og frásögn- um. Keppnishringurinn er nokkrar sjómílur undan ströndinni en héðan sér maður bátana samt vel. Það er hægt að fara með sérstökum skip- um og bátum út að hringnum og kostar dagsferðin 100 dollara. Þá svífur loftskip yfír keppnissvæðinu og flugvélar og þyrlur sveima einn- ig ynr þeim,“ sagði Claudia í samtali við Morgunblaðið. Búizt er við að dómnefnd keppn- innar muni hafa meir en nóg að gera í úrslitakeppninni. Iain Murray, skipstjóri og hönnuður Kookaburra III, er frægur fyrir kærur og mótmæli og lagði hann t.d. fram 27 kærur af 43, sem fram voru lagðar í undanúrslitunum. í fyrradag kærði hann notkun sér- stakrar grópaðrar plastfilmu, sem nýlega var sett á skrokk Stars & Stripes. Filma af þessu tagi er not- uð á eldflaugar og flugskeyti til að draga úr viðnámsmótstöðu. Ekki er búizt við að kæran verði tekin til greina þar sem ekkert var amað að notkun hennar í undanúrslitun- um. Rétt fyrir undanúrslitakeppn- ina skýrði Conner frá því að hann hefði sett fílmuna á bát sinn. Reuter Frá mótmælagöngu kommúnista í gær. Á spjaldinu, sem konurnar eru með, stendur: „Þeir semja við uppreisnarhermenn, en þeir skjóta á brauðstritandi fjöldann og myrða.“ Filippseyjar: Fjórir herforingj- ar settir í fangelsi Kommúnistar hætta fridarviðræðum Manila, Honolulu, AP. FIDEL V. Ramos, yfirmaður hersins á Filippseyjum, hefur fyrirskipað að hershöfðingi og þrir herforingjar verði hand- teknir fyrir meinta þátttöku í valdaránstilraun, sem gerð var á þriðjudag. Uppreisnarmenn kommúnista tilkynntu í gær að þeir ætluðu að hætta friðarvið- ræðum við stjórn Corazon Aquino forseta og sögðu að stjórnin reyndi ekki af heilindum að binda enda á átök við upp- reisnarmenn, sem staðið hafa í átján ár. Helsti samningamaður Aquino sagði að þessi ákvörðun skæruliða kommúnista myndi reynast afdrifa- rík. Lýðræðislega þjóðfylkingin sagði í yfirlýsingu að sveitir skæru- liða myndu virða sextíu daga vopnahlé, sem gert var, þar til það rennur út 8. febrúar. í yfirlýsingunni sagði: „Vonir okkar §öruðu út í Mendiola." Þar skutu öryggissveitir tólf mótmæl- endur til bana í síðustu viku. í gær var haldin minningarathöfn um mennina tólf. Ramos tilkynnti einnig í gær að skipuð hefði verið nefnd yfirmanna í hernum. Hlutverk hennar verður að koma í veg fyrir tilraunir innan BREZKA flugmálastjórnin hefur fyrirskipað British Airways að láta fara fram skoðu á öllum Boeing-747 þotum félagsins eftir að hárfín sprunga fannst í væng einnar þotu félagsins af þessu tagi. Fjögurra sentimetra löng sprunga fannst í vængbita Boeing- 747 þotu British Airways í síðustu viku, rétt eftir lendingu í Kuwait. hersins til að grafa undan stjóm Aquino. 500 uppreisnarmenn úr hemum reyndu á þriðjudag að sölsa undir sig stóran herflugvöll skammt fyrir utan Manila og sjónvarpsstöð í höfuðborginni. Hermennimir höfðu sjónvarpsstöðina á sínu valdi 61 klukkustund. Ekki er vitað hvort herforingj- amir flórir hafi þegar verið hand- teknir. Ramos sagði að tilkynnt yrði um fleiri handtökur síðar. Hann sagði einnig að 13 yfirmenn, 359 óbreyttir hermenn og 137 almennir borgarar sætu í gæsluvarðhaldi fyr- ir aðild að valdaránstilrauninni. Aquino hefur verið sökuð um lin- kind við uppreisnarmenn. Hún hefur nú heitið að stefna uppreisn- armönnunum og ákæra borgarana fyrir byltingartilraun. Aquino bætti því við að tilraunir til að steypa stjóm hennar úr stóli yrðu ekki liðn- ar. Tveir herforingjanna flögurra, sem Ramos fyrirskipaði að yrðu handteknir, voru flæktir í valda- ránstilraun í hóteli í Manila í júlí. Þeir voru kvaddir til starfa á nýjan leik og vom ekki dregnir fyrir rétt. Hvatamennimir vom látnir sverja hollustueið og gera þrjátíu arm- beygjur í refsingarskyni. Flugfélagið hefur nú lagt þessari þotu um skeið, en hún er með elztu flugvélum þess, orðin 15 áragömul. Brezka flugmálastjómin sagði ástæðulaust að kyrrsetja þotur fé- lagsins af gerðinni B-747, nóg væri að rannsókn á því hovrt spmngur leyndust í væng fleiri flugvéla sömu tegundar þegar þær fæm í næstu reglubundnu skoðun. Á mánudag fer fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um nýja stjómar- skrá, sem er bæði löng og flókin. 25 milljónir manna hafa kosninga- rétt á Filippseyjum. Embættismenn stjómarinnar hafa viðurkennt að fáir hafí lesið hana og færri myndu skilja hana til hlítar. Aquino hefur lofað þvi að stjómarskráin muni tryggja stöðugleika á eyjunum og sagt að hún væri sniðin til þess að koma í veg fyrir að einhveijum nóta Ferdinands Marcosar, fyrmrn einræðisherra, takist að tryggja sig í sessi. Marcos er nú staddur á Hawaii og hefur grátbænt Bandaríkjastjóm um að sjá sig um hönd og leyfa sér að fara til Filippseyja. Hann heldur því fram að þar sé hans þörf og einnig hafi sveit morðingja verið sett til höfuðs honum. „Ég vil snúa aftur til þess að aflétta okinu af þjóð minni og afstýra harðstjóm kommúnista,“ sagði Marcos við blaðamenn á heimili sínu á Hawaii. Gengi gjaldmiðla London, AP. Bandaríkjadollari styrktist í gær gagnvart helstu gjald- miðlum og verð á gulli lækkaði. í London kostaði dollarinrí 153,85 japönsk jen og sterl- ingspundið kostaði 1,5082 dollara (1,5370) síðdegis i gær. Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg háttað að dollarinn kostaði: 1,8280 vestur-þýsk mörk (1,7905), 1,5450 svissneska franka (1,5035), 6,1150 franska franka (5,9555), 2,0695 hol- lensk gyllini (2,0150), 1.305,25 ítalskar límr (1.272,50) og 1,34275 kanadíska dollara (1,3395). í London kostaði trójuúnsa af gulli 397 dollara (412). British Airways: Sprunguleit í júmbóþotum London, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.