Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 39 Vinnuferðir til Nicaragua? eftir Kristiinu Björklund í Morgunblaðinu hinn 13! janúar síðastliðinn var þeirri spurningu varpað fram, hvenær vinnuferðir til Nicaragua hæfust. Var í því sam- bandi vísað til þeirra vinnuferða sem Vináttufélag íslands og Kúbu (VIK) hefur skipulagt í samvinnu við systrasamtök á hinum Norður- löndunum. Við höfum orðið vör við talsverð- an áhuga hér á íslandi fyrir slíkum vinnuferðum til Nicaragua. En því miður hefur E1 Salvador-nefndin enn ekki getað tekið að sér slíka skipulagningu hingað til vegna vinnu að öðrum verkefnum. Við höfum hins vegar reynt að koma á framfæri upplýsingum um ferðir á vegum norrænna samtaka, og höf- um hvatt fólk til þess að hafa samband við t.d. Nicaragua-nefnd- ina eða Mellemfolkelig Samvirke í Danmörku. Danska samstöðunefndin með Nicaragua hefur sent fólk til Nic- aragua síðustu 6 ár. Vinnusveitir þessar hafa byggt skóla úti á lands- byggðinni, a.m.k. tvo á ári. Þessar ferðir eru afar vinsælar og hafa færri komist að en vildu. Bygging- arefni og annar kostnaður er að miklu leyti greiddur af DANIDA, dönsku þróunarstöfnuninni, en það sem á vantar er greitt af söfnun- arfé. Þátttakendur borga sjálfir ferðimar. Það eru því dönsk stjóm- völd, sem sjá Nicaragua-mönnum fyrir þessum skólum. „Við höfum orðið vör við talsverðan áhuga hér á Islandi fyrir slíkum vinnuferðum til Nicaragua.“ Samtökin „Mellemfolkelig Sam- virke“ em með ýmiss konar land- búnaðarverkefni í Nicaragua. I sambandi við þau er fyrst og fremst leitast við að fá fólk með menntun á landbúnaðarsviðinu til starfa. Aftur á móti er þess t.d. ekki kraf- ist að allir þátttakendur í skóla- byggingarsveitunum séu iðnaðar- menn. Verkefni þau sem MS stendur fyrir em einnig að hluta til fjármögnuð af DANIDA. Enn ein samtök fá ríkisstyrk til verkefna í Nicaragua, en það em WUS (World University Service), sem starfa einkum á heilbrigðissvið- inu. Finnland, Svíþjóð og Noregur em einnig með fjölda verkefna í gangi í Nicaragua, með þátttöku sjálf- boðaliða, og stjómvöld taka einnig virkan þátt í mörgum slíkum verk- efnum. Þótt enn séu ekki hafnar vinnu- ferðir til Nicaragua er ekki að vita nema spuming Staksteinahöfundar verði að áhrínisorðum. Frekari upp- lýsingar em gefnar hjá E1 Salvador- -nefndinni, Mjölnisbolti 14 eða undirritaðri. F.h. E1 Salvador-nefndarinnar á íslandi. VINNUVÉLASÝNING NÝJUNGAR FRÁ JCB VERKSMIÐJUNUM Sýnum í dag, laugardag frá kl. 1 —6 hinn fjölhæfa diesel- lyftara frá JCB verksmiðjunum í Englandi. Einnig nýjustu útfærslu af hinni vinsælu JCB 3DX4 Turbo traktorsgröfu. Bæði tækin verða á útisvæði svo mönnum gefst kostur á að prófa tækin. Kaffiveitningar Gfobus? Lágmúla 5. v - -1 Ný þattaröö „ISLENDINGAR ERLENDIS“ STÖÐ 2- SUNNUDAG KL. 20:40 5 ára Eyjapeyi heillast hann á baHettsýningu 20 árum seinna er hann orðinn heimsfrægur. Saga Helga Tómassonar er ótrúleg. 5 ára sá hann fyrst ballettsýningu í Vestmannaeyjum. Þar með voru örlög hans ráðin. Með ódrepandi áhuga, jámvilja og þrotlausum æfingum lætur Helgi bemskudrauminn rætast. Hann nær heimsfrægð sem ballettdansari. Sjáið þáttinn um Helga Tómasson „ÍSLENDINGAR ERLENDIS“ á Stöð 2, sunnudaginn 1. febrúar kl. 20:40. Framleiðsla þessa þáttar er kostuð af VERZLUNARBANKA ÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.