Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
39
Vinnuferðir
til Nicaragua?
eftir Kristiinu
Björklund
í Morgunblaðinu hinn 13! janúar
síðastliðinn var þeirri spurningu
varpað fram, hvenær vinnuferðir til
Nicaragua hæfust. Var í því sam-
bandi vísað til þeirra vinnuferða
sem Vináttufélag íslands og Kúbu
(VIK) hefur skipulagt í samvinnu
við systrasamtök á hinum Norður-
löndunum.
Við höfum orðið vör við talsverð-
an áhuga hér á íslandi fyrir slíkum
vinnuferðum til Nicaragua. En því
miður hefur E1 Salvador-nefndin
enn ekki getað tekið að sér slíka
skipulagningu hingað til vegna
vinnu að öðrum verkefnum. Við
höfum hins vegar reynt að koma á
framfæri upplýsingum um ferðir á
vegum norrænna samtaka, og höf-
um hvatt fólk til þess að hafa
samband við t.d. Nicaragua-nefnd-
ina eða Mellemfolkelig Samvirke í
Danmörku.
Danska samstöðunefndin með
Nicaragua hefur sent fólk til Nic-
aragua síðustu 6 ár. Vinnusveitir
þessar hafa byggt skóla úti á lands-
byggðinni, a.m.k. tvo á ári. Þessar
ferðir eru afar vinsælar og hafa
færri komist að en vildu. Bygging-
arefni og annar kostnaður er að
miklu leyti greiddur af DANIDA,
dönsku þróunarstöfnuninni, en það
sem á vantar er greitt af söfnun-
arfé. Þátttakendur borga sjálfir
ferðimar. Það eru því dönsk stjóm-
völd, sem sjá Nicaragua-mönnum
fyrir þessum skólum.
„Við höfum orðið vör
við talsverðan áhuga
hér á Islandi fyrir
slíkum vinnuferðum til
Nicaragua.“
Samtökin „Mellemfolkelig Sam-
virke“ em með ýmiss konar land-
búnaðarverkefni í Nicaragua. I
sambandi við þau er fyrst og fremst
leitast við að fá fólk með menntun
á landbúnaðarsviðinu til starfa.
Aftur á móti er þess t.d. ekki kraf-
ist að allir þátttakendur í skóla-
byggingarsveitunum séu iðnaðar-
menn. Verkefni þau sem MS
stendur fyrir em einnig að hluta
til fjármögnuð af DANIDA.
Enn ein samtök fá ríkisstyrk til
verkefna í Nicaragua, en það em
WUS (World University Service),
sem starfa einkum á heilbrigðissvið-
inu.
Finnland, Svíþjóð og Noregur em
einnig með fjölda verkefna í gangi
í Nicaragua, með þátttöku sjálf-
boðaliða, og stjómvöld taka einnig
virkan þátt í mörgum slíkum verk-
efnum.
Þótt enn séu ekki hafnar vinnu-
ferðir til Nicaragua er ekki að vita
nema spuming Staksteinahöfundar
verði að áhrínisorðum. Frekari upp-
lýsingar em gefnar hjá E1 Salvador-
-nefndinni, Mjölnisbolti 14 eða
undirritaðri.
F.h. E1 Salvador-nefndarinnar á
íslandi.
VINNUVÉLASÝNING
NÝJUNGAR FRÁ JCB
VERKSMIÐJUNUM
Sýnum í dag, laugardag frá kl. 1 —6 hinn fjölhæfa diesel-
lyftara frá JCB verksmiðjunum í Englandi. Einnig nýjustu
útfærslu af hinni vinsælu JCB 3DX4 Turbo traktorsgröfu.
Bæði tækin verða á útisvæði svo mönnum gefst kostur
á að prófa tækin.
Kaffiveitningar
Gfobus?
Lágmúla 5.
v - -1
Ný þattaröö
„ISLENDINGAR ERLENDIS“
STÖÐ 2- SUNNUDAG KL. 20:40
5 ára Eyjapeyi
heillast hann
á baHettsýningu
20 árum seinna
er hann orðinn
heimsfrægur.
Saga Helga Tómassonar er ótrúleg. 5 ára sá hann fyrst
ballettsýningu í Vestmannaeyjum. Þar með voru
örlög hans ráðin. Með ódrepandi áhuga, jámvilja og
þrotlausum æfingum lætur Helgi bemskudrauminn
rætast. Hann nær heimsfrægð sem ballettdansari.
Sjáið þáttinn um Helga Tómasson
„ÍSLENDINGAR ERLENDIS“ á Stöð 2,
sunnudaginn 1. febrúar kl. 20:40.
Framleiðsla þessa þáttar er kostuð af
VERZLUNARBANKA ÍSLANDS.