Morgunblaðið - 31.01.1987, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
Minning:
Snorri Stefáns-
son íHIíðarhúsi
Fæddur 6. ágúst 1895
Dáinn 23. janúar 1987
Föstudaginn 23. janúar sl. féll í
valinn mikill öðlingur, Snorri í
Hlíðarhúsi, eins og hann var nefnd-
ur í daglegu tali af Siglfirðingum,
eftir stutta legu í Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar á 92. aldursári.
Snorri var fæddur á Akureyri 6.
ágúst 1895. Foreldrar hans voru
Stefán Ólafsson sjómaður þar, síðan
á Siglufirði, og kona hans, Anna
Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Hann
fluttist með foreldrum sínum til
Siglufjarðar 1907 og settist að í
Hlíðarhúsi og bjó þar til dauðadags.
Snorri hóf að nema jámsmíði hjá
vélaverkfræðingnum Gústav Blom-
quist 1913, norskum manni, sem
kom hingað á vegum Sören Goos
til að byggja sfldarverksmiðju, svo-
nefnda Goos-verksmiðju eða öðru
nafni Rauðku. Hann stundaði það
nám í 4 ár, en eftir það vann hann
hjá fyrirtækinu sem jámsmiður og
vélagæslumaður til haustsins 1920,
að undanskildum vetrinum 1916,
en þá stundaði hann jámsmíðanám
í Stavanger í Noregi.
Haustið 1920 innritaðist Snorri
í Vélstjóraskóla íslands og lauk
þaðan prófi 1922. Hann stundaði
vélgæslu á skipum til 1924 en þá
réðst hann sem verksmiðjustjóri við
sfldarverksmiðjur Sören Goos á
Siglufirði til ársloka 1933, en þá
seldi Goos Siglufjarðarkaupstað
verksmiðjumar Rauðku og Gránu.
Hann tók á leigu 1934, ásamt
Sigurði Kristjánssyni sparisjóðs-
stjóra, sfldarverksmiðjuna Gránu til
10 ára og jafnframt síldarverk-
smiðjuna Rauðku í félagi við
Steindór Hjaltalín útgerðarmann til
3 ára. Og annaðist Snorri daglegan
rekstur þeirra.
Sumarið 1937 hóf Siglufjarðar-
kaupstaður rekstur verksmiðjunnar
Rauðku og var hann þá ráðinn
framkvæmdastjóri hennar og
gegndi því starfi til 1963. Hann
fékkst auk þess við útgerð fiski-
skipa í félagi við aðra um árabil.
Ríkisskoðunarmaður skipa á Siglu-
fírði var hann frá 1948—1963, hann
var skipaður í byggingarnefnd
Sfldarverksmiðju ríkisins 1945—47,
kosinn í sóknamefnd 1948—63.
Formaður Iðnaðarmannafélags
Siglufjarðar var hann um skeið,
kosinn í Iðnráð Siglufjarðar, félagi
í Búnaðarfélagi Siglufjarðar og
Rotaryklúbb Siglufjarðar frá 1938.
Heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi
Siglufjarðar 1961.
Eiginkona Snorra var Sigríður
Jónsdóttir frá Stóm-Brekku í Fljót-
um, síðar á Siglunesi, mikil
mannkostakona. Þau gengu í hjóna-
band 6. desember 1924. Einkadóttir
þeirra er Anna, gift Knúti Jónssyni
skrifstofustjóra, og eiga þau tvö
fósturböm, Fjólu og Óskar, og eitt
bamabam, Önnu Þóm, dóttur Fjólu
og unnusta hennar, Jóhanns Ragn-
arssonar.
Snorri var einn af þessum sér-
stæðu aldamótamönnum, sem gott
var að kynnast og margt mátti
læra af. Hann var fjölfróður um
allt er snerti síldveiðar og síldar-
verksmiðjur svo og vélar og búnað
er tilheyrði sjávarútveginum. Enda
var starfssvið hans meginhluta
ævinnar á þeim vettvangi og þar
fór maður er menn tóku mark á
og var þekktur fyrir samviskusemi
og áreiðanleika. Hann var mikill
atorkumaður f sér og allar nýjunar
á sviði véltækni og verksmiðju-
rekstrar var hann fljótur að tileinka
sér, ef þær vom til hagsbóta.
En Snorri kom víða við. Hann
lagði mörgum góðum málum lið,
sem vom óskyld hans sérsviði.
Óhætt er að segja að framkvæmda-
stjórastarfið við Rauðku hafi verið
honum hugleiknast.
Hann lagði allan sinn metnað og
kunnáttu í að hafa verksmiðjuna
sem hagkvæmasta. Hann breytti
og byggði við, svo að hún var af
kunnáttumönnum talin mjög til fyr-
irmyndar. Þá var og öll afgreiðsla
og viðskipti við sjómenn og útgerð-
armenn mjög til eftirbreytni en þeir
gátu oft verið óþolinmóðir varðandi
löndun og fleira. Mikill afli oft á
miðum og erfitt að bíða. Þetta
þekkja allir er unnið hafa við sfldar-
iðnaðinn. Snorra tókst að komast
framhjá öllum slíkum árekstmm,
sem oft hentu hjá öðmm verksmiðj-
um við sjómenn og útgerðarmenn,
með sinni einstöku lipurð, réttsýni
og stakri ljúfmennsku. Aldrei hall-
aði hann réttu máli, hver svo sem
í hlut átti og reyndi alltaf að miðla
málum ef ágreiningur var uppi.
Slíkir hæfileikar em mikill kostur
en það orð fór af Snorra að munn-
leg loforð hans væm sama og
skrifleg — gulltryggð. Aldrei heyrði
ég hann hallmæla mönnum. Þó var
hann oft í erfiðri aðstöðu vegna
starfs síns þar sem ólík sjónarmið
komu oft fram.
Það er trúlega sjaldgæft að for-
stjóri fyrirtækis, sem aðrir eiga,
leggi nótt við dag þegar vinnsla var
í gangi um sumarmánuðina eins og
Snorri gerði um langt árabil, þó
hann væri þess fullmeðvitaður að
þar væri hann að tefla á tæpasta
vaðið heilsunnar vegna, en Snorri
hafði kennt augnsjúkdóms, sem
virtist ágerast og vom næturvökur
hættulegar manni með slíkan sjúk-
dóm.
Svo kom að því, sem hann hafði
sjálfsagt lengi óttast, að skyndilega
hvarf honum nær öll sjón, þrátt
fyrir viðleitni lækna að hefta sjúk-
dóminn. Getur hver maður ímyndað
sér hvflík ógnarreynsla það hefir
verið fyrir mann í umsvifamiklu
starfí með óskerta líkams- og sálar-
krafta að verða allt í einu umluktur
myrkri þau ár sem hann átti eftir
ólifuð, sem urðu 26. Að vera nær
bjargarlaus og mikið upp á aðra
kominn, var mikil reynsla fyrir
mann sem sjálfsbjargarviðleitnin
var í blóð borin.
En Snorri átti fágætan trúar-
styrk, sem hjálpaði honum að halda
sálarró sinni og sætta sig við orðinn
hlut, þó þungbært væri að hverfa
frá starfí sínu og öðm, sem sjáandi
maður nýtur daglega. En Snorri
háði ekki einn þessa baráttu, við
hlið hans stóð hans elskulega eigin-
kona, Sigríður, sem hughreysti og
talaði kjark í hann og stóð með
honum eins og klettur. Reyndi eftir
bestu getu að stytta honum stund-
imar. Hún fann af eðlisávísun sinni
hve gífurleg vonbrigði og viðbrigði
það hlytu að vera fyrir maka sinn
að koma úr iðandi athafnalífínu og
þurfa að setjast að um kyrrt í húsi
sínu það sem eftir væri ævinnar.
Sigríður var stillt kona og ræddi
lítt um sínar áhyggjur og vandamál
varðandi heilsu bónda síns, hvað
þá sína eigin. Og árin liðu. Snorri
aðlagaðist smám saman umhverfí
sínu og var nú orðinn sæmilega
sjálfbjarga innanhúss, enda þekkti
hann þar hvem krók og kima. Hann
hafði það fyrir venju að fara í
göngutúr meðfram húsi sínu tvisvar
á dag. Handrið var fest á húsið svo
hann gat haldið sér í það. Hann
hafði mikla ánægju af þessum
göngum og þær efldu þrótt hans
og bjartsýni.
Á heimili þeirra hjóna bjuggu
tengdaforeldrar mínir frá 1924,
ásamt dætmm sínum, Guðbjörgu
og Margréti, sem ólust upp með
Önnu dóttur þeirra. Þetta sambýli
var til mikillar fyrirmyndar. Þar
ríkti einstök reglusemi og verka-
skipting systranna Sigríðar og
Ólafar var aðdáunarverð. Hér skulu
færðar þakkir konu minnar og
mágkonu fyrir öll þessi ár, þar sem
þessar tvær fjölskyldur vom sem
ein og þar sem hjálpsemi og eining
ríkti.
Þann 27. desember 1972 dró ský
fyrir sólu. Þá andaðist Sigríður
kona Snorra eftir stutta legu í
Sjúkrahúsi SigluJjarðar. Var það
mikill og sár missir fyrir hann eftir
48 ára sambúð. En Snorri stóð af
sér þessa raun með trúna á Guð
að leiðarljósi. Eftir lát Sigríðar tók
Ólöf að sér að annast heimilið með
hjálp Önnu dóttur hans. Var reynt
að halda heimilinu í því horfi sem
það hafði verið. Eftir lát Ólafar 15.
október 1980 önnuðust dóttir hans
og tengdasonur hann af mikilli alúð
og ræktarsemi.
Við hjónin og bömin okkar áttum
margar ógleymaniegar stundir í
Hlíðarhúsi. Þegar Qölskyldumar
báðar vom þar samankomnar var
oft glatt á hjalla. Húsið hlýlegt og
einhver sérstök stemmning í því
sem orkaði á mann og manni leið
vel.
Snorri var með afbrigðum bam-
góður og það var stundum broslegt
að sjá bömin okkar kjaga upp
stíginn að Hlíðarhúsi til að hitta
ömmu sína, frænku Sigríði og
Snorra, misjaftilega fljót í fömm
en með vissu um það þegar áfanga
væri náð að eitthvað góðgæti stæði
til boða og að Snorri lét ekki standa
á sér, seilst var í sælgætið og því
útbýtt. Þegar svo bömin uxu úr
grasi varð sælgætið ekki aðalatrið-
ið, heldur væntumþykjan.
Hann kærði sig ekki um vegtyll-
ur pólitískar sem stóðu honum
vissulega til boða. Hann var reglu-
maður í hvívetna og eignaðist fjölda
vina gegnum starf sitt. Enginn
hávaðamaður, frekar hlédrægur en
fastur fyrir.
Góðir vinir hans heimsóttu hann
reglulega í áraraðir og var hann
þeim mjög þakklátur.
Nú er þessi elskulegi maður horf-
inn á vit feðra sinna í ömggri vissu
um endurfundi við ástvini sína.
Hann kveið ekki dauðanum, til þess
var trú hans of sterk, það hefír trú-
lega verið honum fagnaðarefni að
endalokin voru í aðsigi þegar árin
vom orðin þetta mörg. Við hjónin,
börn okkar og fjölskyldur þeirra
þökkum óijúfanlega vináttu gegn-
um árin.
Guð blessi minningu hans.
Óli J. Blöndal
Góður vinur á Siglufirði er lát-
inn, Snorri Stefánsson í Hlíðarhúsi.
Margar minningar koma í hugann
nú þegar Snorri hefur kvatt. Við
höfum þekkst í liðlega þijátíu ár.
Ég var oft á sumrin hjá Önnu
dóttur hans og frænda mínum
Knúti, kynntist ég þá þeim sæmdar-
Minning:
Guðmundur Gísla
*
son, Arbæjarhelli
Fæddur 20. október 1903
Dáinn 10. janúar 1987
Guðmundur í Árbæjarhelli er lát-
inn. Nú að nýloknum hátíðisdögum
virtist hann á yfirborðinu vera það
hress að það kom mér á óvart
hversu „stóra kallið" kom skyndi-
lega. Að morgni þriðjudags var
hann fluttur — veikur maður —
með sjúkrabfl í Borgarspítalann og
þar hresstist hann fljótt. Um kaffí-
leytið á Iaugardag var hann glaður
og hress en tveimur stundum síðar
var hann látinn. Guðmundur hafði
lokið sínu lífsstarfí og mun að öllu
leyti hafa verið tilbúinn að hverfa
héðan úr heimi. Jafn falslaus, heið-
arlegur og hreinskiptinn maður sem
hann, hlýtur að geta staðið upprétt-
ur frammi fyrir dómara allra tíma.
Sá er þetta ritar átti Guðmund
og systkini hans — Hellissystkinin
— sem nágranna. Á skilnaðar-
stundu leita því fram geislar ljúfra
minninga. Einhver notalegheitatil-
fínning fylgdi því að koma inn í
gamla bæinn í Árbæjarhelli. Gilti
þá einu hvort sest var á kistuna
innan við eldhúsborðið eða á rúmið
hans Guðmundar inni í baðstofu.
Móttökumar voru hjartahlýjar.
Þegar rætt er um fólk lífs eða
liðið var það gömul íslensk venja
að segja frá ætt þess og skal því
uppruna Hellissystkina lítillega get-
ið: Harða vorið 1882 fór jörðin
Steinkross á Rangárvöllum í eyði.
Þar varð þá ekki lengur líft sakir
sandbylja. Hjónin þar, Valtýr Sig-
urðsson og Guðrún Eiríksdóttir,
fluttu þá út í Holt þar sem grasið
— undirstaða lífsbjargarinnar — var
nóg, á víðlendum mýrum. Átta
árum síðar kaupa þau jörðina Ár-
bæjarhelli og flytja þangað. Valtýr
var frá Kotmúla í Fljótshlíð en
Eiríkur faðir Guðrúnar var bóndi í
Tungu á Rangárvöllum (sem nú er
í eyði) sonur Jóns á Rauðnefsstöð-
um, Þorgilssonar á Reynifelli.
Margir góðir búhöldar í utanverðri
Rangárvallasýslu uppúr miðri
síðustu öld voru frændur Guðrúnar
og af gömlu Reynifellsættinni.
Með Valtý og Guðrúnu bjuggu í
Árbæjarhelli einkabam þeirra Ey-
rún og tengdasonurinn Gísli Gísla-
son, ættaður úr Vetleifsholtshverfi
og Þykkvabæ. Gísli lést 1918 og
Eyrún 1942. Þau hjón eignuðust
fimm böm og skulu þau nú upptal-
in: Guðrún f. 13.12. 1889 — d. 6.9.
1935. Gift var hún Guðmundi Ólafs-
syni og bjuggu þau í Króki í Holtum.
Þau eignuðust fjórtán böm og er
mikil ætt af þeim komin. Valdís,
f. 23.6. 1896 - d. 30.5. 1979.
Gísli, f. 3.10 1889 - d. 3.5. 1974.
Guðmundur, f. 20.10. 1903. Hann
lést 10. janúar sl. og er grein þessi
skrifuð í hans minningu. Guðbjörg,
f. 9.10 1912 og lifir hún ein þeirra
systkina.
Guðrún frá Árbæjarhelli fór ung
að heiman en hin systkinin íjögur
ólu, lengst af, aldur sinn í Árbæjar-
helli og vom í daglegu tali okkar
nefnd Hellissystkin. Vinnusemi var
þeim í blóð borin og ósérhlífni enda
nutu aðrir stundum hjálpsemi
þeirra. Þau systkin voru samhent
til allra verka og heimilisandanum
var ekki spillt með deilum eða tog-
streitu. Þetta munu gestir glöggt
hafa fundið. Þau voru eftirtektar-
söm og athugul, en jafnframt svo
traust og orðvör að öruggari trún-
aðarvini gátu menn vart valið sér.
Blaður um menn og málefni var
eins fjarri þeim og frekast mátti
verða. Þó fylgdust þau vel með öllu,
jafnt innlendum fréttum sem er-
lendum viðburðum. Þá var til þess
tekið hversu öll húsdýr Hellissystk-
iuS. V'örti SSl'iég cg hssna að
húsbændum sínum. Má vera að það
eitt segi meira um innræti fólksins
en margt annað.
Nokkum stigsmun mátti greina
milli systkinanna: Gísli var fremur
fáskiptinn út á við, myndarlegur í
sjón og — að því er ég ætla — líkam-
legur atgervismaður á fyrri árum.
Guðmundur gat verið eftirminnileg-
ur í tilsvörum, „snöggur" og „fastur
fyrir" ef hann taldi þess þurfa með.
Hún Dísa (Valdís) var vel verki
farin, t.d. varðandi saumaskap en
gekk þó oft til útistarfa. Það kom
því meira í hlut hennar Böggu (Guð-
bjargar) að annast inniverkin.
Bakkelsið með kaffínu lagði hún á
borð á sinn sérstaka hátt, enda var
hún eftirsóttur starfskraftur við
veitingahúsið á Hellu hér á áratug-
um fyrr. Þegar elli og lasleiki sótti
að systkinum hennar annaðist hún
þau af nærgætni og umhyggju. Nú
er hún ein eftir þeirra systkina og
við lát Guðmundar hefur hún mik-
ils misst. Hún stendur þó ekki ein,
því hún á góða að, þar sem eru
hennar nánustu ættingjar, systkinin
frá Króki.
Guðmundur í Helli var maður
hins gamla tíma. Allt prjál og gling-
ur var utan hans lífsmynsturs. Hans
kynslóð fæðist inn í heim hinna
fomu dygða hófsemi og daglegrar
fyrirhyggju. Guðmundur bjó þann-
ig, að alltaf hafði hann nóg fyrir
sig og sitt fólk að leggja og skorti
aldrei neitt til framfærslu daglegs
lífs. Að mörgu leyti er saga Guð-
mundar saga hins íslenska bónda,
eins og hún gerðist öld eftir öld.
Hann fæðist inn í sveitasamfélagið
þar sem foreldramir bjuggu í sam-
vinnu með afa hans og ömmu.
Hann er alinn udp við öll algep.g
sveitastorf' og kunni skil á öllu er
að búskap laut. Lítillega stundaði
hann sem yngri maður vinnu utan
heimilis, m.a. við vegagerð. Tvo eða
þijá vetur vann hann við hafnar-
mannvirki í Reykjavík og einn vetur
var hann á vertíð í Vestmannaeyj-
um. En í Árbæjarhelli lágu hans
/rætur. Þar naut hann sinnar ham-
ingju sem fólst í daglegum störfum,
umgengni við sínar skepnur og
samveru með sínu fólki. Sú „ham-
ingja“ sem menn leita eftir í dag,
í Iífsgæðakapphlaupinu, er orðin
nokkuð fjarlæg gildismati Guð-
mundar.
í huga minn leitar nú minning
frá síðasta haustinu sem Guðmund-
ur var í Árbæjarhelli. Sögusviðið
er stéttin framan við Hellisbæinn.
Rétt er byijað að bregða birtu, en
þó sér til allra kennileita. Það er
stillilogn og milt, fagurt haustveður
eins og þau gerast best. Niðurinn
frá fossinum lét óvenjuvel í eyrum.
Og þar sem við Guðmundur stönd-
um þama tveir einir skynjaði ég
og skildi að þessum stað hlaut hann
að vera bundinn óslítandi böndum.
Það vakti því undrun mína þegar
Guðmundur fór að segja mér —
nokkru eftir að þau fluttu að Hellu
— hversu húsið væri á skjólsælum
stað, hve hitinn í því væri notalegur
og að lokum fór hann að tala um
trén í garðinum. Þetta sýndist mér
vera mikil aðlögunarhæfni hjá
manni á hans aldri, en þó trúi ég
ekki öðru en hugur Guðmundar
hafí haldið áfram að vera í Árbæjar-
helli. Hann vil ég kveðja að lokum
með þökk fyrir liðna tíð.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.