Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÚN HELGADÓTTIR, Unufelli 46, lést sunnudaginn 18. janúar á Kvennadeild Landspítalans. Jaröar- förin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar lótnu. Hugheilar þakkir tii lækna og hjúkrunarfólks á deild 21 a Kvenna- deild Landspítala fyrir frábæra hjúkrun, hlýhug og góövild. Sæmundur Ingi Sveinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Gauksstöðum, Garði, sem lést af slysförum 23. janúar sl., veröur jarðsunginn frá Út- skálakirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14. Gunnþórunn Þorsteinsdóttir og börn. S, t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, VÍGLUNDUR J. GUÐMUNDSSON, bflstjóri, sem lést 15. janúar sl. verður jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Margrét Grfmsdóttir, Bergþóra Vfglundsdóttir, Sigrún Vfglundsdóttir, Ásgeir Eyjólfsson, Bryndfs Vfglundsdóttir, Jón Vfglundsson, Steinunn Jónsdóttir, Björgvin Vfglundsson, Guörún Guömundsdóttir. t Móöir mín og amma, AÐALHEIÐUR EÐVARÐSDÓTTIR frá Helgavatni, Vatnsdal, sem lést þann 23. janúar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju 2. febrúar kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Hjálparstofnun kirkjunnar njóta þess. Signý Amilfa Hackert, Kristfn Heiöa Anderson, Rubin Karl Hackert, Eðvarð Þór Hackert. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐBJARTUR GUÐBJARTSSON, Bjarmalandi, Grindavfk, verður jarösunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á byggingu heimilis aldraöra í Grindavík. Danheiður Danfelsdóttir, Sólveig Guöbjartsdóttir, Agnar Guðmundsson, Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúð vegna fráfalls sonar míns og fööur okkar, HAFSTEINS BÖÐVARSSONAR, matsveins, og öllum þeim er heiörað hafa minningu hans. Sigrún Þorláksdóttir, Hafstelnn Hafsteinsson, Guðmundur L. Hafsteinsson, Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Margrét R. Hafsteinsdóttir, Rúnar Hafsteinsson, Aldfs Hafsteinsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og út- för eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, ELÍASAR KRISTINS HARALDSSONAR, vörubifreiðarstjóra frá Rifi, Snæfellsnesi. Ester Frlöþjófsdóttir, Baldur Freyr Kristinsson, Elvar Guövin Kristinsson, Dóra Sólrún Kristinsdóttir, Jóhann Rúnar Kristinsson, Hafalda Elfn Kristlnsdóttir, Helena Sólbrá Kristlnsdóttir, Jófrfður Sofffa Kristinsdóttir, Snædfs Elfsa Kristinsdóttir, Guðbjörg Huldfs Kristinsdóttir Guörún Elfsabet Jensdóttir, Þórdfs Bergmundsdóttir, GuðbrandurJónsson, Katrfn Gfsladóttir, Gústaf Geir Egilsson, og barnabörn. Gísli Guðjóns- son, Hlíð - Minning Fæddur 10. júlí 1891 Dáinn 31. desember 1986 Gísli fæddist að Setbergi í Garða- hreppi. Nú tilheyrir Setberg Hafnarfírði og Garðahreppur eins og hann áður hét og náði yfír æði mikið landsvæði alit frá svonefnd- um Kópavogslæk að norðan og suður að Vatnsleysustrandarhreppi heitir nú Garðabær. Þó er það land- svæði er Garðabær nær yfír miklum mun minna en landsvæði Garða- hrepps var fyrrmeir. Stór hluti svæðisins m.a. lagður undir Hafnar- §örð. Foreldrar Gísla voru Stefanía Gísladóttir og Guðjón Jónsson. Þegar Gísli var 5 ára að aldri flutti hann með foreldrum sínum til Krísuvíkur að býli er þá hét Suðurkot. Eftir 5 ára dvöl þar flutt- ist ljölskyldan að Gerði, sem var einn af Hraunabæjunum svonefndu, sunnan HafnarQarðar og þar ólst hann upp í foreldrahúsum. Ungur að árum réðst hann svo í vinnumennsku til hjónanna Guð- jóns Sigurðssonar hreppstjóra og konu hans, Jósepínu Jósepsdóttur, er þá bjuggu á Óttarstöðum í Hraunum, skammt frá heimili for- eldra Gísla. Þar innti hann af höndum ýmiss konar störf, sem til féllu á býlinu, s.s. fjárgæslu, smala- mennsku o.þ.h. störf sem honum mun hafa fallið einkar vel strax frá unga aldri. Á vorin og fram á sum- ur voru stundaðar hrokkelsa- og aðrar fiskveiðar á róðrabátum á næstu miðum. Á þessum árum tíðkaðist það að velmegandi húsbændur sem héldu vinnumenn réðu þá í skipsrúm á vetrarvertíð. Vinnumaðurinn hafði aðeins sitt vinnumannskaup en hús- bóndinn fékk snöggtum meira greitt fyrir hann frá útgerðinni. Þetta urðu hinir fátækari að búa við í þá daga. Á Óttarstöðum kynnt- ist hann Ragnheiði Jósepsdóttur, fæddri 15. apríl 1889, sem starfaði þar sem vinnukona hjá frændfólki sínu. Þau Ragnheiður felldu hugi saman og gengu í hjónaband 8. desember 1916. Ragnheiður var ættuð úr Húnavatnssýslu, vestri. Hún lést 8. apríl 1966. Gísli og Ragnheiður hófu búskap að Straumi í Hraunum, sem þá var talin ein af betri jörðum á þeim slóð- um. í Straumi munu þau hafa búið til vorsins 1918. Þá flytja þau bú- ferlum til Krísuvíkur ásamt fyrr- nefndu frændfólki Ragnheiðar frá Óttarstöðum. Þar bjuggu á þessu ári, sem framundan var í Krísuvík, íjórar Qölskyldur, að heita mátti í sama túni. Þrjár í Krísuvíkurbæn- um og ein bammörg fjölskylda í Nýjabæ, skammt undan. Þess er vert að geta að Nýjabæj- ar-hjónin, Kristín og Guðmundur, eignuðust 17 böm og ólu upp þenn- an stóra bamahóp í Nýjabæ en þar bjuggu þau frá því á árinu 1893 til ársins 1938 að þau fluttu alfarið ti! Hafnarfjarðar, síðasta fjölskyld- an frá Krísuvíkurtorfunni. Veturinn 1918—1919 heijaði „spánska veikin", sem svo var köll- uð, og barst hún til þessa afskipta staðar með ferðamanni, sem þar átti leið um og gisti á bænum. Þessi veiki kom illa við þessar Qölskyldur þar sem flest ailir veiktust af henni og um langan og torsóttan veg að fara til þess að ná til læknis og meðala eða alla leið til Hafnarfjarð- ar. Um vorið 1919 á fardögum fluttust svo tvær af Krísuvíkurfjöl- skyldunum í burt; ^öskyldur Gísla og Guðjóns. Þessar Qölskyldur voru einstaklega samrýmdar alla tíð og höfðu ætíð mikil og góð samskipti sín á milli. Gísli og Qölskylda hans fluttu þá að Hlíð í Garðahverfí en Guðjón og Qölskylda hans að Pálshúsum í sama hverfí. Hér urðu þáttaskil á lífsferli Gísla. Hér haslaði hann sér völl í nýju umhverfi. Jörðin Hlíð var að vísu ekki mikil að vöxtum, fyrst í stað. Á jörðinni var tvíbýli og á hinum partinum bjó Sigurður Jónsson með fjölskyldu sinni, faðir Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar, en í fyrstu bamabók sinni, Við Álfta- vatn, segir hann frá ævintýrum sínum á bemskuárunum í Hlíð. Húsakjmnin vora heldur léleg. Efniviður húsanna var sambland af torfí, grjóti og timbri. í þá tíð var algengt að íbúðarhúsið skiptist í baðstofu og eldhús. Til hliðar vora svokallaðar bæjardyr og innaf þeim hlóðareldhús, notað til meiriháttar matargerðar. Gísli hafði mikinn hug á að auka við sig jarðarrými og bæta húsakostinn. Sigurður flutti af hinum parti jarðarinnar 1923 og fékk þá Gísli þann part jarðarinnar til afnota. Gísli réðst svo skömmu síðar í að byggja nýtt íbúðarhús á jörð- inni, myndarlegt og reisulegt hús, sem var kjallari, íbúðarhæð og ris. En Gísli lét ekki hér staðar num- ið. Nokkram áram síðar losnaði um býlið Móakot, næstu jörð vestan við Hlíð. Gísli fékk helminginn af land- nytjum þessarar jarðar. Síðar vora svo hafnar framkvæmdir til rækt- unar í sameignarmýram Garðhverf- inga, Dysjamýri, norðaustan í hverfínu og „inn á Mýram" eins og það var kallað, nánar tiltekið það svæði sem kjami Garðabæjar stend- ur nú á. Með viðbótar heyöflun, sem bændur í Garðahverfí öðluðust á þessum mýrarskákum, gátu þeir því aukið nokkuð við bústofn sinn. Gísli var alla tíð mikill flármaður og ijárglöggur með afbrigðum. Hann hafði einstaklega glöggt auga fyrir að greina svipmót sauðkindar- innar, hvort sem um var að ræða ær hrúta eða lömb, eigið fé eða annarra. Svipmótið sagði honum til um ættemið. Ég held að þessi mikli áhugi Gísla fyrir sauðkindinni og umgengni við hana allt frá bam- æsku og til hinstu stundar hafí veitt honum þann lífsþrótt sem gerði honum kleift að vera á ferli og njóta útivistar í þeim mæli sem raun bar vitni. Manni hefur orðið hugsað til þess hvers vegna urðu fjárhirðarnir f Austurlöndum svo langlífír, sem kunnugt er? Vora það kannski hin nánu tengsl við búfén- aðinn og móður náttura allt frá bamæsku til endaloka sem áttu sinn stóra þátt í þvf? Sigrún Helga- dóttir - Minning Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og alit er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Mágkona mín, Sigrún Helgadótt- ir, er nú búin að fá hvfldina og hana langþráða að ég held, því hún vissi að hveiju stefndi og þrautimar vora búnar að vera bæði langar og miklar. Ég vakti hjá henni síðustu stundir hennar hér, ásamt bróður mínum og bömum þeirra. Það var henni erfíð nótt en samt kvartaði hún ekki, enda var það ekki hennar vani, hún reyndi ávallt að gera hlut- ina hjálparlaust ef hún mögulega gat. Sigrún fæddist 11. júlí 1937 og hefði því orðið fímmtug á þessu ári, hún var yngst bama Sigríðar Sigurðardóttur og Helga Hjálmars- sonar sem bæði era látin. Sigrún giftist bróðir mínum, Sæmundi Inga Sveinssyni, þann 16. maí 1959, böm þeirra era Sigurður, Unnar og Guðríður, öll búin að fínna sér maka, og tvo ömmudrengi átti hún, Jón Helga og Grétar Inga. Þeir vora sólargeislar í lífi hennar og þegar hún fór aftur á spítalann milli jóla og nýárs bað hún um að teknar væra af þeim myndir með stjömuljós í hendinni á gamlárs- kvöld. Bróðir minn hefur verið sjúklingur til nokkurra ára og þurfti að fara utan til aðgerðar, en því hagaði svo til að Sigrún gat ekki farið með honum, en hún fylgdi okkur að flugvélinni og er ég hringdi heim að aðgerð lokinni sat hún við símann og ég heyrði hvað henni létti er hún vissi að allt hafði heppnast vel. Sigrún var frekar dul en vinur vina sinna og betri lífsföra- naut hefði bróðir minn ekki getað fengið, enda var mjög kært með þeim. Vakandi og sofandi hugsaði Sigrún um velferð hans og bama þeirra, einnig Lísu dóttur Sæmund- ar er hann átti fyrir. Var hún henni og bömum hennar mjög góð. Ég og fjölskylda mín þökkum Sigrúnu samverana og biðjum al- góðan Guð að vaka yfir eiginmanni hennar og bömum þeirra, styrkja þau og vemda. Ég vil þakka lækn- um og hjúkranarliði á deild 21 A kvennadeildar Landspítala fyrir góða og einlæga umönnun. Einnig Jóhanni Þorvaldssyni vini þeirra fyrir alla aðstoð og vináttu. Mágkona Blómabúðin Hótel Sögu sími12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.