Morgunblaðið - 31.01.1987, Page 45

Morgunblaðið - 31.01.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987 45 Áratugum saman var Gísli kvaddur til þeirra verka að vera leitarstjóri og réttarstjóri í því um- dæmi er Garðahreppur náði til. Þá var hann og í hreppsnefnd í nær þrjá áratugi og góður liðsmaður þar sem annars staðar er hann kom til verka. Þá var hann og kallaður til fleiri starfa fyrir sitt sveitarfélag, enda þótti gott til hans að leita. Ég minnist þess frá æskuárum mínum hvað mér þótti mikið til koma hvað Gísli var sérstaklega vandvirkur við sín störf og ekki síst við allt sem hneig að búskapnum. Það var sama hvort um var að ræða að slá og hirða hey, leggja á ljáinn á handsnúnum hverfísteini, einungis það bezta var nógu gott. Talsverð hlunnindi fylgdu bú- skapnum, hrokkelsaveiði á vorin og framan af árum þorskveiði í net á vetrarvertíð. Skapaði þetta hvort tveggja gott búsílag. Gísli og Ragn- heiður eignuðust einn son, Kristinn, fæddan 5. nóvember 1917. Kona hans er Hólmfríður Sigurðardóttir, ættuð úr Húnaþingi. Þeirra böm eru: Sigurgísli, fæddur 8. júní 1955, og Ragnar, fæddur 9. nóvember 1956. Eftir að Ragnheiður lést árið 1966 bjó Gísli áfram í Hlíð með þeim Kristni og Hólmfríði og gekk til kinda sinna og annarra verka allt fram til síðustu stundar, þegar heilsan leyfði en hann átti við nokkra vanheilsu að búa hin síðari ár. Var það Gísla mikið lán að geta búið hjá sínum nánustu við góða umhyggju allt til hinstu stundar á nítugasta og sjötta aldursári. Gísli og Ragnheiður ólu upp tvær fósturdætur, frænkur þeirra hjóna: Guðlaugu Guðlaugsdóttur, bróður- dóttur Gísla, en það var ávallt kært með þeim bræðrum og þeirra §öl- skyldum. Guðlaug mun hafa alist upp hjá þeim hjónum allt frá 6 ára aldri til 15—16 ára aldurs. Hún giftist Finnboga Sigurðssyni. Hann lést fyrir mörgum árum. Þau eign- uðust 5 syni. Þau byggðu sér hús í túnjaðrinum í Hlíð og nefndu Holt en þar mun hafa verið tómt- hús með því nafni áður fyrr. Guðlaug býr þar enn. Hin uppeldis- dóttirin var Fjóla Sigurbjörnsdóttir, bróðurdóttir Ragnheiðar. Hún mun hafa komið til þeirra u.þ.b. tveggja ára og ólst upp hjá þeim til 15—16 ára aldurs. Hún er gift Gunnari Sveinssyni, kaupfélagsstjóra í Keflavík. Þau eignuðust fímm böm. Dvaldi Gísli oft hjá þeim hjónum tíma og tíma í senn sér til hressing- ar og tilbreytingar ekki hvað sízt hin síðari ár. Honum urðu þessar dvalarstundir hjá þeim hjónum og bömum þeirra ávallt til mikillar ánægju. Að síðustu er að geta um undir- ritaðann, Guðjón Guðmundsson. Það mun hafa verið síðla vetrar eða vorið 1917 að þau taka mig á þriðja aldursári í fóstur, komung og bam- laus hjónin. Móðir mín hafði verið flutt sársjúk á Vífilsstaðahæli og vart reiknað með að hún ætti þaðan afturkvæmt enda var það svo, þar sem hún lést þar nokkm síðar. Faðir minn stóð uppi með fímm böm í ómegð á einu kotbýlinu í Hraununum, Stóra Lambhaga, sem var næsti bær við Straum er þau ungu hjónin höfðu hafíð búskap á. Faðir minn varð að leysa upp heim- ilið að mestu leyti, koma bömunum fyrir, segja má hér og þar. Ég, Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. yngstur bamanna, var svo lánsam- ur að lenda hjá þessum ágætu hjónum. Ég fóstraðist svo upp hjá þeim fram til sjö ára aldurs, en þá kvæntist faðir minn aftur. Næstu árin var ég þó allmikið á sumrin í Hiíð hjá þeim Gísla og Ragnheiði. Ég segi frá þessu hér til þess að minna á, sérstaklega yngri kynslóð- ina, sem ekki hefur kynnst berkla- veikinni nema af afspum, hve hræðilegur vágestur hún var á sinni tíð. Þegar „Hvíti dauðinn", eins og . berklaveikin var kölluð, heijaði mest á landsmenn urðu afleiðing- amar svo hörmulegar meðal fyölda fólks að því verður vart með orðum lýst. Enginn vissi hvar hana bæri niður. Fólk bókstaflega tærðist upp og heimili komust á vonarvöl. Én þá sem endranær urðu margir til þess að rétta hjálparhönd þegar vágestinn bar að garði enda þótt undir niðri leyndist ávallt kvíði fyr- ir smiti. Ungu hjónin í Straumi létu það ekki aftra sér frá því að taka að sér strákhnokkann frá Stóra Lambhaga og þökk sé þeim fyrir það. Nú að lokum svo þetta: Mér eru ákaflega minnisstæðir æskudagar mínir í Hlíð, allir möguleikamir til hinna fjölbreytilegustu leikja, skoð- unar og „rannsókna" á fjörum, tjömum, mýrum og holtum. Ferð- imar með Gísla inná „Mýrar" til mótelq'u, kvöldferðimar upp í brúsakofa þar sem karlamir mætt- ust á kvöldin með mjólkurbrúsana sína og dvöldu þar góða stund til þess að rabba saman um landsins gagn og nauðsynjar eins og enn gerist þótt í breyttu formi sé. Af þessum mannfundum hafði Gísli unun enda var hann mjög félags- lyndur maður. Garðahverfið er ein af þeim fáu landspildum á höfuð- borgarsvæðinu, sem fram til þessa hefur verið laus við hverskonar krana, ýtur, graftól og steinmúra. En hversu lengi varir friðurinn? Það yrðu hörmuleg örlög þessa á marg- an hátt sérkennilega landsvæðis, sem að stórum hluta liggur mót suðvestri með líðandi halla frá Garðaholti niður í sjó fram, ef það yrði enn eitt af fómarlömbum stein- steypu og graftóla, án þess að hugað væri að manneskjulegri með- ferð þess. Það væri samboðið minningunni um Gísla og marga aðra þá góðu Garðhverfinga, sem gengnir eru til feðra sinna eftir langa og starfsama ævi í þessu byggðarlagi, að hér yrði að öllu farið með gát. Blessuð sé minning Gísla Guð- jónssonar. Guðjón Guðmundsson t Fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar og ættingja vil óg þakka hjart- anlega auösýnda samúö, hlýhug og alla aöstoð við veikindi, andlát og útfarir elskulegra foreldra minna, BJARNVEIGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, d. 11. nóv. og HALLGRÍMS KRISTJÁNSSONAR, d. 23. des. Skipasundi 85. Guð blessi ykkur. Dísa Dóra Hallgrfmsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við andlát og útför, PÁLÍNU ÞORLEIFSDÓTTUR, saumakonu, Jökulgrunni 1b. Fyrir hönd vandamanna, Ragnar Veturliðason, Helga Þorlelfsdóttlr, Elfsabet Óskarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR D. KARLSDÓTTUR, . Þórsgötu 19, Reykjavfk. Karl H. Pótursson og aðrir vandamenn. + Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og jaröarför HÁKONAR SIGURÐSSONAR. Sigfrid Hákonardóttir, Guðmundur Jónsson, Sigurður Hákonarson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ERLENDAR SIGURÐSSONAR, bónda f Hrfsdal. María L. Eðvarðsdóttlr, Úrsúla Kristjánsdóttir, Unnur G. Kristjánsdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttlr, Sigurður Kristjánsson, Hjördfs Kristjánsdóttir. Þórður Sigurðsson, Jón Hannesson, Jón Björgvin Sigurðsson, Bjarni K. Þorsteinsson, Töfrar Hvað ungur nemur, gamall temur. Paul Newman og Tom Cruise í Peningalitnum. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Peningaliturinn — The Color of Money ★ ★ ★ ‘/2 Leikstjóri Martin Scorsese. Handrit Richard Price, byggt á skáldsögu Walter Tevis. Kvik- myndataka Michael Ballhaus. Framleiðendur Irving Axelrad og Barbara De Fina. Aðalhlut- verk Paul Newman, Tom Cruise, Mary E. Mastantonio, Helen Shaver, John Turtorro, Bill Cubs. Touchstone Films- Silver Screen Partners II. Buena Vista 1986. Að láta sér hugkvæmast að koma með framhald Hustler, hinnar sígildu myndar um hákarl- ana í kringum billjarðborðin, að aldarfjórðungi liðnum og tefla saman þeirri sívinsælu stórstjömu Paul Newman — sem fer hér aft- ur með hlutverk „Fast“ Eddie Felson — og Tom Cruise, sem er hvað fremstur í hópi þeirra sem líklegastir eru að erfa kóngsríkið þegar jöfrar á borð við Newman fara að fækka seglum, er ein snjallasta hugmynd framhalds- myndar sem fram hefur komið í Hollywood. Og á reyndar sárafátt sameiginlegt með þeim. Felson varð, eftir samskipti sín við Jackie — Minnesota Fat- Gleason og George C. Scott í The Hustler að leggja billjarðinn mik- ið til á hilluna og hefur komist vel af síðan sem viskýsölumaður og billjarðveðmangari. Og einn góðan veðurdag blossar áhuginn upp að nýju, þegar lann sér til Tom Cruise, ungs og stórefnilegs billjarðleikara. Fyrr en varir er hann búinn að taka Cruise og kærustu hans upp á arma sína og byijaður að kenna þeim yngri bellibrögðin á og utan borðsins. Smám saman verður Cruise ofjarl meistara síns á flestum svið- um og því kann Newman ekki að svara á annan hátt en að fara í endurhæfingu og ná sér niðri á stráksa á græna borðinu. Manni verður kannski fyrst hugsað til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á flestum sviðum síðan maður sá The Hustler í Nýja bíói á táningsaldri. Þá voru menn gjaman léttkenndir við borðið, en eins og Newman segir í The Color of Money þá hressa menn sig í dag á kóki eða „hraða", þau efni þekkir gamli refurinn ekki og vill ekkert með þau hafa. Þá stóð Paul Newman fyrir sjón- um sem ímynd æskublóma, — lii.i ij.i.i.i ■ i hæfíleika og glæsimennsku. Nú er þetta lífseiga tákn eilífrar bemsku orðinn silfurgrár fyrir hæram (og maður strýkur hvirfíl- inn ósjálfrátt í örvæntingu og lítur raunamæddur niður á vaxandi mittismálið). En elli kerling hefur farið mjúkum höndum um þennan stórmerka karakter í lífí manns og enn bregður fyrir gamalkunn- um stráksskap í þessum ótrúlega bláu augum. Og Tom Craise hefur Sýnt það og sannað að hann getur verið sinni kynslóð hátt í það sem Newman var minni. Strákurinn er sterkur karakter, þranginn lífskrafti og hreysti. Að auki er hann prýðilegur billjarðleikari, hafði þó tæpast snert kjuða örf- áum mánuðum áður en mynda- takan hófst. En hann tók þvílíkum framföram á nokkram vikum und- ir handleiðslu kennara, að hann á öll sín skot, utan eitt, í myndinni! The Color of Money fjallar því allnokkuð um kynslóðabilið — æskuhrokann og viðkvæmni þeirra eldri fyrir hinum eftirsókn- arverðari yfírburðum æskunnar. Og uppgjör myndarinnar er einkar jákvætt: Newman segir um leið og hann sprengir kúlumar af fítonskrafti að það skipti ekki máli hvort hann sigri Craise hér og nú, eða í Ðallas eða Houston, heldur það að hann sé byijaður aftur! Og síðan lýkur myndinni á frystri nærmynd af Newman — með sigurbros á vör. Scorsese leiðsegir okkur af kunnri snilld um bakstræti slömmhverfa, inn á hveija billjarð- búluna á fætur annarri og fangar andrúmsloft mettað spennu, svita, reyk og nærvera þeirra misjöfnu sauða sem slíka staði stunda í von um skjótfenginn gróða. Frið á að fínna á sjúskuðum hótelherbergj- um. Kvikmyndatakan er afbragð og mörg skotin af kúlnarennslinu á borðunum það besta sem sést hefur af slíku. Hitt er annað mál að sá billjarðleikur sem Banda- ríkjamenn stunda mest og allt snýst um í myndinni er ekkert yfírmáta spennandi né erfiður í augum allra þeirra sem spila snó- ker. En þrátt fyrir allt listfengið, góða tónlist, klippingu og yfír höfuð vandaða tæknivinnu er það orðfátt, hnitmiðað handritið, en fyrst og fremst samleikur New- man og Craise sem gerir The Color of Money svo heillandi sem raun ber vitni. Þeim tekst að skapa hið hrífandi „buddy“-and- rúmsloft sem við höfum notið í myndum eins og Butch Cassidy and the Sundance Kid, The Sting, Midnight Cowboy svo nokkrar séu nefndar. Það era eins konar töfrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.