Morgunblaðið - 31.01.1987, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987
©1967 Univvrul Preu Syndicele
„J&.JÓL, Komdu baro- 'i p'káfr eitthve/t
kv'öidib-Jpij getur fengið minn."
ást er...
y/5
. . . eins og laufblað í vindi.
TM Rag. U.S. Pat Off.—al riglits raarvad
e 1986 Los Angeias Tlmes Syndkate
I2S4 — -TARNJCWSKl
Þetta er gamalt fyrirtæki,
já, mjög gamalt.
HÖGNI HREKKVISI
Ef? KÖTTUfSINN I FVJÖLSKVi-PUNN/
HEIMA ?"
Athugasemd við bréf
foreldris á Tálknafirði
Asa Jónsdóttir, formaður
skólanefndar á Tálknafirði, hefur
haft samband við Velvakanda
vegna greinar sem hann birti á
fimmtudaginn 22.janúar frá „for-
eldri“ á Tálknafirði. Hún vill að
það komi fram að við grunnskól-
ann starfa aðeins réttindakennar-
ar. Þá vill hún lýsa þeirri skoðun
sinni að bréfritari hefði fyrst átt
að leita til kennara með misklíð-
arefni fremur en að hlaupa með
þau í blöðin.
Við þetta hefur Velvakandi því
að bæta að bréfið barst honum
öðru hvorum megin við mánaðar-
mótin nóvember/desember. Þessu
Vandi grunn-
skólaútiá
landi er mikill
Ér ætla aðcins að vekja athygli
á vanda grunnskólanna úti á landi
en beir eiga við m'kinn _a
kennurum að etja. Ég bý á Tálknaf-
irði ng á bam í yngri bekkjunum,
bað er í öðrum bekk og er oðrum
og þriðja bekk kennt saman. Það
er einn kennari sem kennir þcim
báðum og er hann ófaglærður.
er hnýtt hér við vegna orða „for-
eldris" um að ófaglærður maður
hefði séð um kennslu í öðrum og
þriðja bekk skólans. Það hefur
verið staðfest að um þetta leyti
var forfallakennari með þessa
bekki, að vísu próflaus en með
margra ára reynslu af kennslu.
Það er rétt að þessi mistök
Velvakanda, að bíða svo lengi
með birtingu umrædds bréfs, komi
fram í dagsljósið en vitaskuld má
engin skilja þessi orð svo að Vel-
vakandi taki nokkra afstöðu til
þessa máls, það er ekki hans.
„Eigiim við að stofna
á Islandi samtök í lík-
ingu við Sea Shepherd“
Ragnar Halldórsson skrifar:
Nemendur í Hamrahlíð og Versl-
unarskólanum kappræða nú um
spurninguna: „Eigum við að stofna
samtök í líkingu við Sea Shepherd-
samtökin á íslandi?" ,- eða önnur
útgáfa: „Eigum við að stofna sam-
tök hliðstæð Sea Shepherd-samtök-
unum á Islandi?“
Um þetta keisarans skegg ganga
klögumál og dómar svo sem að
líkum lætur. Og ágreiningsefnið er:
„í líkingu við“ eða „hliðstæð".
Annað ekki af því er virðist af heim-
ildum Helgarpóstsins að dæma.
Aldamótakynslóðin, sem gekk í
bamaskóla nokkra mánuði og naut
ekki annarrar menntunar, eins og
orðið menntun er nú skilgreint,
hefði sennilega skilið þetta svo að
þau samtök sem um ræðir væru
þegar til á íslandi og nefndir skóla-
menn ætluðu að stofna sín einka-
samtök í þeim anda. Aldamótakyn-
slóðin hefði því sennilega orðað
umræðuefnið svo: „Eigum við að
stofna á íslandi samtök i likingu
við Sea Shepherd?"
Að tvítaka orðið samtök er hor-
tittur. Skólanemar vita að Sea
Shepherd er erlendur félagsskapur
og því er hugsana- og málfars-
brengl að tala um Sea Shepherd
samtökin á Islandi eins og þau
væru þegar fyrir hendi og skilyrt
að innan skólans væri aðeins um
sérdeild innan þeirra'að ræða.
Yíkverji skrifar
Víkverja hefur borizt svo-
hljóðandi bréf frá Halidóri
Guðmundssyni, framkvæmda-
stjóra GBB Auglýsingaþjón-
ustunnar hf.:
„Við lestur á pistlum
Víkveija fer það varla framhjá
neinum að hann er ódeigur
baráttumaður fyrir vemdun
íslenskrar tungu og menning-
ar. Skeyti hans fljúga víða og
er það vel. Ekki veitir af að
halda mönnum við efnið.
En stundum hendir það i
pistlunum að kappið ber skyn-
semina ofurliði, Víkveiji leggst
í nöldur og smámunasemi og
þrengir svo sjóndeildarhring
sinn að hann takmarkast við
túngarðinn.
Þetta gerðist sl. þriðjudag
þegar Víkveiji sá ástæðu til
þess að beina skeytum sínum
að auglýsingu á Stöð 2 þar sem
taldir voru upp sjónvarpsþætt-
ir sem hlotið hafa viðurkenn-
ingu sem nefnist upp á
engilsaxneska vísu Golden
Globe og útleggst á íslensku
Gullhnötturinn.
0g hvert var tilefnið? Jú,
glæpur auglýsingastofunnar
var sá að birta bæði ensk og
ísiensk heiti þáttanna og
keppninnar í auglýsingunni.
Já, það er vandlifað. Vandlæt-
ing Víkveija hefði verið skilj-
anleg ef ensku heiti þáttanna
og keppninnar hefðu aðeins
verið birt.
En hér er rétt að staldra
aðeins við. Víkveiji veit ef til
vill ekki að allir þættir eru
kynntir með inngangi þegar
þeir em sýndir, þar sem fram
kemur hið uppmnalega heiti
þeirra, oftast í formi vöm-
merkis. Sama gildir um
keppnina sjálfa. Okkur sem að
auglýsingagerð vinnum ber að
sýna hugverkum annarra,
vömmerkjum og þeirri ímynd
sem sköpuð hefur verið hveiju
sinni fullan trúnað í meðferð
okkar á slíkum hlutum. í um-
ræddri auglýsingu töldum við
fullkomlega réttmætt og eðli-
legt að bæði íslensku og ensku
heitin kæmu fram.
Nú kann vel að vera að
Víkveiji telji þetta léttvæg rök,
og vera kann að hann vilji
ganga enn lengra í því að gera
útlend heiti útlæg úr fjölmiðl-
um.
En áður en hann gengur
lengra í þeim efnum væri hon-
um hollt að rifja upp tilraunir
ríkisútvarpsins fyrir nokkmm
ámm til þess að íslenska öll
þau heiti erlendra manna sem
hægt var — og hvaða viðbrögð
sú tilraun vakti. (Þannig hét
Juan Carlos Spánarkonunngur
um tíma hjá ríkisútvarpinu
Jóhann Karl.) Einnig væri rétt
af Víkveija að snúa dæminu
við og spyija sig hvernig okkur
íslendingum líkaði ef engil-
saxneskir Víkveijar tækju að
þýða yfir á enska tungu sam-
kvæmt strangtrúnaði ýmis þau
heiti íslensk sem ber fyrir augu
þeirra. Ætli Víkveija og okkur
flestum þætti ekki skrýtið að
sjá í erlendum fjölmiðlum
Höfða fundarstað Reagans og
Gorbachev nefndan Cape og
Reykjavík nefnda Smokes
Bay..Fleiri dæmi mætti nefna
hér en ég eftirlæt Víkveija að
týna þau til, en get þó ekki
stillt mig um að benda honum
á nafn nóbelskáldsins okkar
og hvað hugsanlega út úr því
kæmi þegar erlendir Víkveijár
væm búnir að fara um það
höndum. Annars skyldi það
aldrei vera að Víkveiji þyrfti
að taka til hendinni innanhúss!
Er ekki ástæðulaust af Morg-
unblaðinu að nota alltaf New
York þegar Nýja Jórvík er við
hendina, svo eitt dæmi af fjöl-
mörgum sé tekið. Þama hefur
Víkveiji verk að vinna, og þeg-
ar því er lokið getur hann snúið
sér að því að sannfæra Banda-
ríkjamenn um að okkar heiti
séu betri en þeirra.
xxx
Víkveiji fagnar þessu bréfi.
Það sýnir, að höfundar
þeirrar auglýsingar, sem gerð
var að umtalsefni í þessum
dálki, gera sér grein fyrir þeim
vanda, sem um er að tefla,
þótt Halldór grípi að vísu til
fáránlegra raka, þegar hann
ver hinn enska texta auglýs-
ingarinnar. Þá leggst hann í
„nöldur og smámunasemi"!
Kjami málsins er hins vegar
sá, að starfsmenn á auglýs-
ingastofum og aðrir þeir sem
vinna að auglýsingagerð, bera
mikla ábyrgð í baráttu þjóðar-
innar fyrir varðveizlu tungu
okkar og menningar. Ábyrgð
þeirra er t.d. ekki minni en
starfsmanna íjölmiðla vegna
þess, að þeir eiga ríkan þátt í
að móta bæði dagblöð, útvarp
og sjónvarp. Þess vegna skipt-
ir máli að þeir vakni til vitund-
ar um þessa ábyrgð og gæti
að sér í daglegum störfum.
Þeirra verkefni er að ná til
fólks fyrir hönd viðskiptavina
sinna. Er það ekki ennþá svo,
að bezt sé að ná til Islendinga
á íslenzku — eða hvað?!