Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Enric Majó íhlutverki Goya ogLaura Morante íhlutverkihertoga- ynjunnar af Alba íspænska myndaflokknum um líf og list málarans fræga. Molar um spænska listmálarann Francisco Goya, en sýnir n ú myn daflokk frá sjónvarpinu um æfihans. í kvöld hefst þriðji þátturinn í spænska myndaflokkn- um um einn frægasta málara Spánverja, Francisco Goya með Katalónska leikaranum Enric Majó í titil- hlutverkinu. Líf hins fræga málara hefur verið tilefni sjónvarpsþátta og bíómynda í gegnum árin en líklega er þessi framleiðsla spænska sjónvarpsins með þeim viðameiri og vandaðri. Myndaflokkunnn var frumsýndur á Spáni vor- ið 1985. Hvorki fleiri né færri en sex handrits- höfundar gerðu handritið en leik- stjóri er Ricardo Bonilla Diaz. Goya lifði langa æfi og mikla umbrotatíma í sögu Spánar og Evr- ópu. Hann var ekki sérlega bráð- þroska listamaður, ekki einn þeirra sem eins og Rafael eða Mozart mörk- uðu spor í samtíðina þótt þeir hefðu látist ungir. Hefði Goya látist um fertugt hefði hans verið minnst sem annars flokks málara. Að baki verka hans bjó mikil og djúpstæð lífsreynsla. Þegar hann fæddist árið 1746 var tekið að halla undan fæti miðað við hátind veldis Spánar en landið var þó enn glæst heimsveldi með nýlend- ur í Ameríku og Asíu, öflugan flota og fjölskyldutengsl við valdamestu konungsættir Evrópu. Um það leyti sem Goya lést árið 1828 í útlegð í Bordeaux í Frakklandi hafði Spánn misst nær allar nýlendur sínar í Ameríku, ríkissjóður var uppurinn og framundan voru dimm og drungaleg ár innanlandsófriðar. og æfiferil er mjög í brotum, litlar heimildir eru varðveittar um mótun- arár hans, fyrsti aldarfjórðungurinn í lífi hans er sem auð síða. Þó vill svo vel til að örugg heimild er varð- veitt um fæðingu hans 30. mars árið 1746 í sveitaþorpinu Fúendetót- os í Aragóníuhéraði á Norður-Spáni. Goya hlaut undirstöðumenntun sína hjá kirkjumálaranum José Martinez og enda þótt einkenni hans sem lista- manns birtust þegar á bernskustöðv- unum var það ekki fyrr en í Madrid, sem þau náðu fullum þroska. Hann reyndi tvívegis að komast í Listahá- skólann þar í borg, 1763 og 1766 en var synjað í bæði skiptin. Hann var því í reynd sjálfmenntaður lista- maður að mestu leyti og sagt er að hann hafi haldið því fram að einu raunverulegu lærimeistarar hans hafi verið landi hans Velaskves, Rembrandt og Móðir náttúra. Tveir málarar, sem nutu mikils álits við hirðina, áttu eftir að hafa áhrif á Goya; Þjpðveijinn Anton Raphael Mengs og Italinn Giambatt- ista Tiepolo. Goya hafði meira dálæti á þeim síðamefnda, nýklassismi Mengs var honum síður að skapi. Goya var lærlingur hirðmálarans Franciseo Bayeu og kvæntist systur hans árið 1773 eftir námsferðalag til Italíu. Samdráttur hans og Jósefu Bayeu og æfilöng sambúð þeirra bar aldrei Mynd Goya af konungsfjölskyldu Karls IV.: Hann málaðihráka sinn íhvert andlit, sagði Hemingway. I ---------------------------------—■ Francisco Goya: Sjálfsmynd. gal r.m ! Vio iom Goya við vinnu sína. merki ástríðna heldur hentugleika- sambands. Eftir brúðkaupið hvarf Jósefa eins og því hefur verið lýst „inn í skuggann við hlið eiginmanns síns“. Hjónaband þeirra stóð í 39 ár eða þar til Jósefa lést árið 1812 og þau eignuðust afar mörg böm, nálægt tuttugu. Aðeins eitt bam- anna komst upp, Xavier, sem sagt er að hafi verið lítilsnýtur letingi sem lifði mestanpart æfinnar í iðjuleysi á opinberum greiðslum, erfðagreiðsl- um og hinum miklu eignum sem faðir hans hafði safnað. Annars er bókstaflega ekkert vit- að um fjölskyldulíf Goya eða tilveru eiginkonu hans. Jósefa stóð við hlið hans í gegnum súrt og sætt og ann- aðist húshald hans þögul og kyrrlát. A I gegnum mág sinn Bayeu fékk Goya það verkefni í Madrid ásamt i öðmm að gera uppköst að mynd- vefnaði fyrir konungshallimar ■{) stjórnartíð Karls III. og Karls IV. í Madrid blésu vindar upplýsingarinn- ar um stræti og torg og Goya hreifst , með hugsjóninni um bjartari framtíð.i og verður seint fullmetið hvaða áhrif það hafði á tilfinningar hans og list- feril. Hann lifði og hrærðist á meðal forystumanná upplýsingarinnar á , Spáni, þeir voru stuðningsmenn. hans, vinir og uppfræðarar. Og þótt, Goya hefði ekki hlotið mikla mennt- un öðlaðist hann smámsaman óskipulega sjálfsmenntun, sem skap- aði list hans hugsjónagmndvöll. Tæknilega var hann velþjálfaður og nú var komið að því að hann mótaði innri hugsjón listar sinnar. Forn fag-i urhöfgi ný-klassíkurinnar nægði ekki skynsemiskröfu nútímans. Goya taldi það hlutverk listarinnar að kanna náttúmna af nýrri skarp- skyggni. Hann gerðist lærisveinn nýrra trúarbragða skynsemishyggj- unnar og ferðaðist til ystu endi- marka mannlegs hugar, dró myrkustu hluta hans upp með pensli sínum og blýanti og fylltist örvænt- ■ ingu þegar þessi heimur skynsem- innar, sem hann trúði á, tók að ummyndast og breytast í heim blóðugrar byltingar. Þegar Karl IV. settist í konungs- stól var Goya skipaður konunglegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.