Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 43

Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 43 Þráinn Haralds- son - Kveðjuorð Fæddur 22. febrúar 1940 Dáinn 2. nóvember 1986 Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfír hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg, svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (Gr. Th.) Þráinn Haraldsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1940. Sonur Haraldar Haraldssonar og Vigdísar Hannesdóttur. Kynni okkar Þráins hófust á vor- dögum 1961. Heimili héldum við saman í fimm ár. Á þeim árum lauk hann námi í Stýrimannaskólanum og stundaði atvinnu sem háseti á togara og síðar stýrimaður á fiski- bátum. Hrókur alls fagnaðar var hann á góðum stundum, en gat verið harð- ur í hom að taka ef því var að skipta. Dulur í skapi og fámáll hversdags. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og næmt auga fyrir fögrum hlutum. Með honum minnist ég flestra stunda góðra og harma sárt að honum varð ekki lengra lífs auðið. En einn er sá sem ræður og vegir hans órannsakanlegir. Kveðja vil ég hann Þráin með línum úr síðustu bókinni sem hann gaf mér. „Nú brast gott hjarta, hvíl vært, kæri prins, og engla-sveimur syngi þig til náða.“ (W. Shakespeare) María Bergmann Kveðjuorð: Walther Sigmjóns- son bif- vélavirki Kveðja: Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjömunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Söderberg. Þýð. Þór Guðm.) Með þessum fáu línum langar okkur systkinunum að minnast og kveðja ástkæran bróður okkar og vin, Walther eða Wolla, eins og hann var alltaf kallaður. Sú óhagg- anlega staðreynd blasir við að bróðir okkar er dáinn og stórt skarð hefur verið höggvið í systkinahóp- inn. Það er sárara og erfiðara en nokkur orð fá lýst að kveðja bróður sinn í blóma lífsins, en minningin um góðan dreng, dreng, sem var of góður fyrir þennan heim, mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnst, margs er að sakna, guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Hrönn, Sigurjón og Guð- rún, Guð gefí ykkur styrk í þessari miklu sorg. Einnig biðjum við algóð- an Guð að styrkja pabba og mömmu. Guð gefi okkur öllum æðruleysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Blessuð sé minning hans. Systkinin MEÐEINU SÍMTALI er hægt að breyta innheimtu- aðferðinni. Eftir það verða tta’n{.TT7nwr:ifín!iTip[f3^£j viðkomandi greiðslukorta reikning mánaðarlega. E SÍMINN ER 691140 691141 KÓÐU GUTRA HEFUR MEIRI GLHÁA EN HEFÐBUNDUM INNIMÁLNING Nýja Kópal innlmálningin, KÓPAL GUTRA, hefur sérlega fallega ogsterka áferð. KÓPAL GLITRA glansar hæfilega mikið til að þú getir notið þess að sjá samspil Ijóss og skugga glitra í umhverfinu. KÓPAL GLITRA glansar mátulega og hentar því velá öll herbergi hússins. Þegar þú notar KÓPAL OLITRU þarf hvorkl herðl né gljáefnl. Kópal Innimálningln fæst nú í 4 gljástlgum; KÓPAL DYROTON með gljástlg 4, KÓPAL GLITRU með gljástlg 10, KÓPAL FLOS með gljástlg 30 og KÓPAL GEISLA með gljástlg 85. KÓmL GUTRA MuáMngfn gerír | mátnmgarvtnnuna eintaktari og skemmtMegri. I ö málninghlf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.