Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 56

Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Hundruðum tonna landað daglega í Grindavík - ekið í frystingu um Suðvesturhornið Grindavfk. NÚ ER loðnufrysting fyrir Japansmarkað i hámarki og unnið allan sólarhringinn i flestum frystihúsum sunnanlands. Á hveijum degi er mörghundruð tonnum landað í Grindavík og ekið í frysti- húsin hinum megin á skaganum og inn á höfuðborgarsvæðið. Unnið við loðnuna. Morgunblaðið/KristinnBenediktsson Frystihúsin sameinast umbáta Venjulega er gangurinn sá að nokkur frystihús taka sig saman um 3 eða 4 báta til að geta unnið loðnuna sem ferskasta. Þannig hafa Kap II, Gísli Ámi RE og Gullberg VE komið daglega til Grindavíkur og er loðnunni ekið til Reykjavíkur og Hafnarijarðar í Granda, Kirkjusand, Hraðfrysti- stöðina í Reykjavík, Sjólastöðina og Hvaleyri. Harpa RE og Keflvíkingur KE landa í Miðnes hf. í Sandgerði og hafa hraðfrysti- hús Þorkötlustaða og Amarvík í Grindavík fengið loðnu úr þeim bátum en síðan koma einnig bátar og landa í sambandsfrystihúsin á svæðinu. Vertíðarstemmning Óhætt er að segja að við höfn- ina í Grindavík sé nú ys og þys allan sólarhringinn og nokkuð langt síðan að slík vertíðar- stemmning sveimar yfír. Sigurður R. Steingrímsson vigtarmaður var á næturvakt þeg- ar fréttaritari Morgunblaðsins leit inn á hafnarvigtina eina nóttina nú í vikunni til að fá aflafréttir. Nýlokið var að landa úr Víkur- berginu GK en starfsmenn Möskva vom að gera við nótina og verið var að landa úr Hörpu RE. „Tömin núna er að verða eins og í eina tíð þegar ekki var slökkt á vigt í tvær til þijár vik- ur,“ sagði Rúnar, eins og hann er alltaf kallaður, og brosti. Harm sagði að þessir sömu bátar væru búnir að vera daglegir gestir frá því um helgina en að auki hefði Grindvíkingur GK komið með 1.000 tonn í bræðslu og Víkur- bergið 700 tonn. „Allar þrær bræðslunnar em fullar og horfir til vandræða með þróarrými þegar kemur að hrognatöku. Hrogna- fyllingin er að komast á það stig að hægt verður að vinna hrognin í næstu viku enda með ólíkindum hvað loðnan þrútnar út þegar hún kemur í hlýja sjóinn." Japanskur eftirlitsmaður að taka sýni í Amarvík. Halldór Sigurðsson verkstjóri fylgist með. Japansmarkaður harður Undanfarin ár hefur ekki verið fryst loðna hér á íslandi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nú þegar norski loðnustofninn er hraninn snúa Japanir sér til íslendinga. Loðnan skal vera vel fersk og fryst strax eftir löndun. Hún má ekki vera pressuð úr veiðarfæmm eða vegna farms í lest. Ekki má nota loðnu sem er slegin eða skemmd vegna geymslu. Þá er einnig bannað að nota dælu við löndun. Hrogn í hrygnu skulu vera minnst 15% og verður hún að vera þvínæst átulaus. Ekki má frysta loðnu sem komin er að hrygningu eða er hrygnd. Hefst varla undan í Grindavík em þijú frystihús sem em að ftysta loðnu og taka þátt í bardaganum meðan hann gefst, eins og einn verkstjórinn orðaði það. í Amarvík var beðið eftir að frystitækin hefðu undan þessa nótt og því var hlé á vinnunni þegar fréttaritari kom þar. Hall- dór Sigurðsson verkstjóri sagði að það tæki tvo tíma að fylla fiystitækin, samtals 4 tonn. „Djöfullegt er að geta ekki fryst meira, því nóg er af fallegri og stórri loðnu enda gott að ná rúm- lega 30% nýtingu upp úr bát.“ í Amarvík vinna rúmlega 30 manns og búið var að ftysta 100 tonn en með sama áframhaldi stefnir í 500 tonn. „Loðnan hefur verið mjög stór og góð á þessari vertíð, allt niður í 43 stykki í kíló- inu, og hef ég ekki séð svona stóra loðnu í mörg ár,“ sagði Halldór. Hjá Hraðöystihúsi Þorkötlu- staða tók Hermann Guðmundsson verkstjóri í sama streng. „Hér vinna um 30 manns og er hópnum skipt í tvær vaktir. Þetta er annar sólarhringurinn og eftir nóttina ættu að vera komin 40 tonn í frystingu. Við emm seinir af stað, bátamir sem við skiptum við em rétt byijaðir þannig að sennilega verður stutt í að fyllist upp í samn- inginn hjá SH, Vestmanneyin- gamir em svo stórtækir." Sofið í bílnum í birtingu vom Gullbergið VE og Gísli Ámi RE komnir inn til löndunar en bátamir frá nóttinni famir. Von var á Keflvíking í hádeginu og síðan koll af kolli. Jón Guðmundsson vömbílsijóri í Hafnarfírði var aftastur í röðinni á bryggjunni þar sem verið var að landa úr Gullberginu VE. Hann kvaðst vera að keyra fyrir Sjóla- stöðina í Hafnarfírði og væm orðin mörg ár síðan svona upp- grip hefðu komið. „Ég sef í bflnum eða kaffistofunni enda er stundum löng biðin þegar 20 til 30 bflar em á undan manni á bryggjunni." Hafsteinn Hafsteinsson úr Starfsstúlkur í hraðfrystihúsi Þórkötlustaða að týna frá skemmda loðnu. Keflavík var að stjóma krananum og sagði að þeir væm tveir sem skiptust á og hefðu sendiferðabfl til þess að sofa í. Nýtingin allt að 45% í brúnni á Gullberginu VE vom þrír skipveijar sem áttu næstu löndunartöm. Þeir sögðust hafa verið tæpa tvo sólarhringa í túm- um en loðnan væri nú út af Vík í Mýrdal og færi 15 mflur á sólar- hring. Hún hefði þó hægt á sér undanfarið en einhver skilyrði í sjónum yrðu þess valdandi. „Við vonumst til að vinnslan á loðn- unni komi til með að lyfta hlutnum því hann hefur ekki verið svo mikill á þessari vertíð,“ sögðu þeir félagar. I því kom skipstjór- inn, Guðjón Pálsson, inn í brúnna og tók undir orð þeirra. Hann kvaðst hafa heyrt að nýtingin hjá Granda hf. væri 45% en farið nið- ur í 35% hjá Hraðfrystistöðinni úr síðasta túr. Hann sagði að jafn stóra loðnu hefði hann ekki séð síðan 1973 og hlutfaliið milli kynj- anna gott. Guðjón er einn elsti loðnuveiðisjómaður á íslandi því hann byijaði 14 áragamall, 1952, til sjós að veiða loðnu til beitu. Nú hefur hann verið 29 ár skip- stjóri. Þeir á Gullberginu sögðu að vinnslutíminn áður en að hrognatöku kæmi gæti lengst um einhveija daga því nú væri ný Ioðnuganga á ferðinni austur við Papey og enn önnur vestur af Látrabjargi á leið suður með. Þegar fréttaritari kvaddi og hélt heim á leið eftir langa nótt var verið að gera klárt á Gísla Áma til að leggja af stað í næsta túr. Skipveijar vom að skipta um dælu og töldu að gamla dælan væri orsökin fyrir lélegri nýtingu á loðnunni hjá þeim. Þeir ætluðu að vera komnir aftur daginn eftir með meiri loðnu. Kr.Ben. Starfsmenn Möskva að gera við nótina. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Hundahald í Reykjavík Gjalddagi leyfisgjalds fellur ígjald- daga 1. mars nk. Gjaldið, sem er kr. 5.400 fyrir hvern hund greiðist fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið eigi síðar en á eindaga, 1. apríl 1987. Verði það eigi greitt á tilskildum tíma fellur leyfið úr gildi. Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa: 1. Leyfisskírteini. 2. Hundahreinsunarvottorði, eigi eldra en frá 1. september 1986. Gjaldið greiðist hjá heilbrigðiseftirlitinu, Drápuhlíð 14. Skrifstofan er opin kl. 8.20-16.15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis. Auglýsing um atkvæðagreiðslu um samein- ingu allra sveitarfélaga í Austur- Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag Atkvæðagreiðsla um sameiningu allra sveit- arfélaga í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag mun fara fram 14. og 15. mars nk. Kosið verður á þingstöðum allra hrepp- anna. Kjörfundir hefjast þar ofangreinda daga kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram hjá hreppstjórum viðkomandi hreppa og hjá sýslumanni Barðastrandarsýslu á venjulegum skrifstofutíma frá 9. mars til og með 13. mars. Kjörskrár munu liggja frammi á venjulegum stöðum frá 23. febrúar til og með 28. febrú- ar. Kærur vegna kjörskrár skulu berast til oddvita viðkomandi hreppa eigi síðar en viku fyrir fyrri kjördag. Atkvæðagreiðslan verður að öðru leyti nánar auglýst í viðkomandi sveitarfélögum. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Barðastrandarsýslu. Lífeyrisréttur — lánaréttur Stjórn Lífeyrissjóðs bænda vill af gefnu til- efni vekja athygli ungs fólks, sem á heimili í sveitum á því að það á bæði rétt og skyldu til að vera félagar í sjóðnum hafi það tekjur af vinnu við landbúnað. Stjórninni þykir sérstök ástæða til að vekja athygli á þessu nú vegna þess réttar, sem aðild að sjóðnum veitir til lána vegna kaupa á húsnæði eða til húsbygginga skv. nýjum lögum um húsnæðislán. Stjórn sjóðsins skorar bæði á unga fólkið sjálft og vinnuveitendur þess, ekki síst séu það foreldrar þess, að sjá til þess að iðgjöld séu greidd reglulega til sjóðsins af öllum vinnulaunum og fríðindum, sem eru hluti launa. Þar er átt við laun, sem greidd eru með búvörum, fæði og húsnæði svo og skólakostnaður. Stjórn Lifeyrissjóðs bænda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.