Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 1
144 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 86. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Koryagin fær brott- fararleyfi Haag, Reuter. Andófsmanninum þekkta Ana- toly Koryagin og fjölskyldu hans hefur verið veitt leyfi til að flytj- ast frá Sovétríkjunum. Robert van Voren, sem starfar við Bukovsky-stofnunina í Amster- dam, sagði að þær fréttir hefðu borist frá Kharkov að Koryagin og fjölskyldu hans hefði verið veitt vegabréfsáritun til Sviss. Anatoly Koryagin er einn þekkt- asti andófsmaður Sovétríkjanna. í febrúarmánuði var honum sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað sex ára dóm vegna afskipta sinna af mannréttindamálum í Sovétríkj- unum. Japan: Viðskipta- stríð í uppsiglingu Tókýó, Washington, Reúter. JAPANIR hafa hótað hefndarað- gerðum ef Bandaríkjastjórn fylgir eftir þeim áformum að leggja 100 prósent toll á tilteknar útflutningsvörur þeirra. Banda- ríkjamenn saka Japani um að virða ekki samkomulag um jöfn- uð i viðskiptum ríkjanna. Shinji Fukukawa, aðstoðarráð- herra utanríkisverslunar Japana, sagði í gær að Japanir myndu íhuga gagnaðgerðir en bætti við að þeir væru fúsir til áframhaldandi við- ræðna. Harmaði hann að fulltrúar ríkjanna hefðu ekki náð samkomu- lagi á tveggja daga neyðarfundi í Washington. Bandarískir embættis- menn sögðu að ekkert hefði komið fram á fundi fulltrúa ríkjanna sem benti til þess að Japanir væru reiðu- búnir til auka innflutning á banda- rískum iðnvarningi eða draga úr sölu á ódýrum tölvukubbum á al- þjóðamarkaði. Akvörðun forsetans stæði því óbreytt. Flugstöðin vígð á þriðjudag Morgunblaðið/Rax Nýja flugstöðin i Keflavik, sem ber nafn Leifs Eirikssonar, verð- I skemmstu og ber uppljómaða bygginguna við Bvarbiáan himin. ur vigð á þriðjudag. Þessi mynd var tekin af flugstöðinni fyrir | C-blað Morgunblaðsins er að þessu sinni helgað hinni nýju flugstöð. Sovétríkin: Afvopnunarmál: Bandaríkj aforseti fagn- ar tillögum Gorbachevs Los Angeles, Washington, Bratislava, Reuter. RONALD Reagan Bandarikja- forseti hefur fagnað tillögum Mikhails Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, um takmörkun vígbúnaðar. Reag- an sagði að aukinnar alvöru gætti nú í viðhorfi sovésku stjórnarinnar til afvopnunar- mála, en þar hefði orðið brestur á eftir leiðtogafundinn í Reykjavík í október. þær deilur, sem spunnist hafa vegna njósnahneykslisins við bandaríska sendiráðið í Moskvu. Þrír landgönguliðar úr banda- ríska sjóhernum, sem gættu sendi- ráðsins, og einn landgönguliði, sem gæti ræðismannsskrifstofunnar í Leningrad, hafa verið handteknir. Öldungadeild Bandaríkjaþings skoraði á Shultz að fara hvergi vegna njósnamálsins, en Reagan krafðist þess að ráðherrann frestaði ekki för sinhi. Auk þess sem Shultz ræðir við sovéska embættismenn ætlar hann að hitta Andrei Sakharov, andófs- menn úr röðum gyðinga og mannréttindahópa. Minnisvarði um Wallen- Kalla her- lið frá Mongólíu Moskvu, Reuter. SOVÉTMENN lýstu yfir því í gær að hafist hefði verið handa við að kveðja hluta af herliði sínu brott frá Mongólíu í samráði við yfirvöld þar. Erlendir . fréttaskýrendur í Moskvu sögðu að þetta væri ný til- raun Sovétmanna til að leita sátta við Kínveija, sem kveðast lítt hrifn- ir af veru sovéska herliðsins í Mongólíu. Reagan sagði að það væri nú „greinilegur möguleiki" á að ná árangri í viðræðum um meðaldræg- ar kjarnorkuflaugar. Gorbachev, sem er í opinberri heimsókn í Tékkoslóvakíu, hélt í gær til Bratislava ásamt Gustav Husak, leiðtoga Tékka. Gorbachev gi-eindi frá nýrri tillögu Sovétmanna um að heQa sérstakar viðræður um skammdrægar flaugar í Evrópu, á útifundi í Prag á föstudag. Tillaga leiðtogans verður rædd á fundi með George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Sovétríkjanna á mánudag. Shultz lagði i gær af stað til Sovétríkjanna og hefur hann við- komu í Helsinki í Finnlandi. Bandarískir embættismenn vona að Shultz nái árangri í viðræðum um takmörkun vígbúnaðar þrátt fyrir berg reistur í Búdapest Búdapcst, Reuter. MINNISVARÐI um Roul Wal- lenberg verður afhjúpaður í höfuðborg Ungverjalands í maí, að því er sagði í dagblaði sem kemur út á ensku í Búda- pest. Wallenberg var sænskur stjórnarerindreki og hvarf hann í Ungveijálandi eftir að hafa bjargað mörg þúsund ung- verskum gyðingum undan nasistum í heimsstyrjöldinni síðari. I dagblaðinu Daily News sagði að borgarstjórn Búdapest hefði ákveðið að reisa minnivarðann. Wallenberg var ritari í sænska sendiráðinu í Ungveijalandi eftir að nasistar hertóku landið og gaf hann út vegabréf handa þúsund- um gyðinga, sem senda átti í útrýmingarbúðir. Sovéskir her- menn handtóku Wallenberg í janúar 1945, þegar þeir náðu Ungveijalandi úr klóm Þjóðvetja. Hann var grunaður um njósnir og sást ekki á almannafæri eftir það. Árum saman kváðust Sovét- menn ekkert vita um afdrif Wallenbergs, en árið 1957 gáfu þeir út yfirlýsingu um að sænski stjórnarerindrekinn hefði látið lífið í Lubyanka-fangelsinu í Moskvu árið 1947. Enn berast þó fregnir um að Wallenberg sé á lífi í fángelsi í Sovétríkjunum. í mars 1986 var greint frá því í kristilegu frétta- bréfi, sem gefið er út í Sviss, að rómversk-katólskur prestur í Úkraínu hefði smyglað bréfl út úr sovéskum fangabúðum, þar sem fram kom að Wallenberg væri enn á lffí. Ungveijar ætluðu að reisa styttu af Wallenberg árið 1948, en hættu við til að styggja ekki Sovétmenn. Nú virðast Sovét- menn ekki jafn viðkvæmir vegna Wallenberg-málsins og áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.