Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 31 „Vinaminni“ Helgu Ingólfsdótt- ur í Kristskirkju HELGA Ingólfsdóttir sembal- leikari mun leika á vegum Tónlistarfélags Kristskirkju, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir verða í Krists- kirkju, sem um nokkurt skeið hefur verið lokuð almenningi vegna viðgerða, innan og utan. Nú hefur kirkjan verið opnuð á ný og er messað þar á hverjum degi einsog áður, en viðeigandi tónleikar verða haldnir þar á vegum félagsins nokkuð reglu- lega í vor og sumar. Á þessum tónleikum á miðviku- dagskvöldið, sem eru opnir öllum almenningi, mun Helga leika verk frá 17. og 18. öld. Þau eru eftir Purcell, Froberger, Forquery, Cou- perin og Bach, og eiga það sameig- inlegt að vera samin til minningar um vini tónskáldanna. Nefnir Helga því tónleikana „Vinaminni". Flest verkanna hafa ekki verið flutt á opinberum tónleikum í Reykjavík áður og eru sum þessara gömlu tónskálda, svo sem Froberger og Forquery, lítið sem ekkert þekkt hér á landi. Á sínum tíma voru þeir þó í hópi mestu meistara í sem- balleik og tónsmíðum og sama má segja um Louis Couperin, sem var ættingi Francois Couperin „hins mikla“. Það verk á efnisskránni sem helst er þekkt hér, og er reyndar með vinsælustu sembalverkum allra tíma, er Krómatíska fantasían í d-moll eftir Bach, en hana samdi Bach eftir skyndilegt fráfall fyrri konu sinnar Maríu Barböru. „Vina- minni“, sembaltónleikar Helgu Ingólfsdóttur, eru þriðju tónleikar Tónlistarfélags Kristskirkiu á þessu ári, 1987. Þann 26. apríl gengst félagið fyrir Skáldavöku, í samvinnu við Mál og menningu. Munu sex íslensk ljóðskáld lesa þar úr verkum sínum Helga Ingólfsdóttir semballeikari. og einnig munu hljóðfæraleikarar flytja íslensk tónverk og franska barrokkmúsík. Skáldavakan verður haldin í minningu Kristínar Önnu Þórarinsdóttur, sem lést á sl. ári, en hún var tvímælalaust meðal bestu ljóðaflytjenda landsins. (Frá Tónlistarfélagi Kristskirkju) #Ull&é>tlfUt Fægiklútur og hreinsilögur sem fagmenn nota - loksins á almennum markaöi! Tvöfaldi skartgripafægiklúturinn • Innri klúturinn hreinsar. • Með ytri klútnum færðu hágljáa á alla skartgripina, jafnt gull sem silfur. • Slípiefni í algjöru lágmarki, engin óþægileg lykt, ekkert ryk. Skartgripahreinsilögur fyrir demantsskartgripi og alla skartgripi með steini, svo og gull og platínu, festar,hálsmeno.þ.h. I.eysir upp fitu og óhreinindi og gefur skartgripunum sterkan gljáa. Sem fagmenn mælum við eindregið með þessum vömm sem við höfum margreynt og notað með einstaklega góðum árangri. Fyrsta flokks vara og hjónusta i #ull&g>tlfur m Laugavegi 35, sími 20620 Verð 300 KOSTNAÐAR- ÁÆTLUN OG TEIKNING af íbúö í smíðum veröa að berast Húsnæðistofnun áður en tii lánveitingar kemur. Hyggist umsækjandi byggja íbúð eða kaupa íbúð í smíðum, verður hann að skila eftirfarandi áður en til lánveitingar getur komið: a) Teikningu af íbúð, sam- þykktri af byggingarnefnd. b) Sundurliðaðri kostnaðar- áætlun, sem unnin er og undirrituð af höfundi teikningarinnar. Þetta eru grundvallaratriði svo að væntanlegum byggjanda sé fyllilega Ijóst út í hvað hann er að fara, jafnframt því sem það auðveldar Húsnæðisstofnun að taka afstöðu til lánsumsóknarinnar. Munið, að í upphafi skyldi endirinn skoða. og fáðu áskriftargjöld- in skuldfaerð á________ greiftslukortareikning þinn mánadarlega. SÍMINN ER 691140 691141 c§3 Húsnæðisstofnun ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.