Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 40

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 40
MORGUNBLÁÐIÐ, SÚNNUDÁGÚR 12. APRÍL 1987 LC ■ ■ l»f rVirMyNDANNA Isabella Rossellini Fólk hneykslast á myndinni „Blue Velvet“ Isabella Rossellini er umtalað- asta leikkonan í heiminum um þessar mundir. Hún lék í fjórum bíómyndum á síðasta ári, þar á meðal Blue Velvet eftir David Lynch og virðist sú mynd fara fyrir brjóstið á mörgum. Ástæð- an virðist helst vera sú að Isabella er dóttir Ingrid Bergman (og ítalska kvikmyndaskáldsins Roberto Rossellini) og hinir hneykslunargjörnu þola ekki að sjá dóttur þeirrar fraegu konu striplast og gangast undir kyn- ferðislega niðurlægingu heila bíómynd á enda. Þeir, sem þekkja til kvikmynda David Lynch (Fílamaðurinn er vafalaust mesta listaverkið hans), vita að hann gerir ekki myndir eins og aðrir. Isabella er þvi hjartanlega sammála, og það sem meira er, hún er reiðubúin að taka þátt í gerð slíkra mynda. Hún trúir á David Lynch og reng- ir aldrei orð hans. Sagan segir að þau hafi fyrst hist á veitingastað og Lynch á að hafa sagt við félaga sinn: Þessi kona gæti verið dóttir Ingrid Bergman. Þá hnippti félag- inn í Lynch og sagði: Bjáni geturðu verið, hún er dóttir henn- ar. Isabella hristir bara höfuðið þegar hún er spurð álits á sterk- um viðbrögðum almennings, sérstaklega i Evrópu, þar sem móðir hennar var alla tíð mikils metin. „Myndin hneykslanleg? Ég hneykslanleg í myndinni? Ertu frá þér? Ég hefði aldrei leikið í henni ef hún væri gerð til þess eins að hneyksla fólk. Myndin er allt annað og meira. Það eru ókannaðar víddir í heimssýn Davids Lynch. Ég hef vitanlega aldrei stundað kynferðislegan sadisma, hvað þá masókískan, en það þýðir ekki að hann sé ekki til." Isabella, sem hóf feri! sinn sem Ijósmyndafyrirsæta 28 ára gömul, þegar flestar aðrar eru að hætta og varð brátt sú allra launahæsta, lék í tveimur mynd- um til viðbótar á síðasta ári, en engin þeirra hefur enn verið Richard Gere og Kim Basinger á kafi í vondum málum f myndinni Engin miskunn. Stjörnubíó sýnd. Þær eru eins ólíkar og hægt er að hugsa sér: Siesta, með Grace Jones, barnaævintýr- ið Little Red Riding Hood, og sakamálasagan Tough Guys Don’t Dance, sam Norman Mail- er gerði eftir eigin bók. Teiknimyndin Valhöll með íslensku tali Stjörnubíó frumsýnir innan skamms spennumyndina Engin miskunn (No Mercy) með Rich- ard Gere og Kim Basinger í aðalhlutverkum. Leikstjóri henn- ar er Richard Pearce, frægur fyrir heimildamyndir og hin seinni ár fyrir að leikstýra þeim Jessica Lange og Sam Shepard í sveita- baslmyndinni Country. Engin miskunn er gerð á tals- vert öðrum nótum. Richard Gere leikur lögreglumanninn Eddie Jil- lette frá Chicago, sem leitar hefnda þegar glæpaforinginn Losado (Jeroen Krabbe) myrðir félaga hans í löggunni. Hann rek- ur slóð Losado til New Orleans og kynnist þar og verður ást- Isabella Rossellini leikur söng- konu í kvikmyndinni „Blue Velvet“ og gengur um nakin mestan part. Blue Velvet var tekin til sýn- inga í Bandaríkjunum fyrst landa í nóvember síðastliðnum. Mynd- in kallaði strax á sterk viðbrögð, neikvæð skrif og jákvæð eins og gengur. En eigum við ekki að láta Matthías Johannessen, rit- stjóra Morgunblaðsins, eiga síðasta orðið, en hann sá þessa umtöluðu mynd þarvestra. Hann skrifaði í blað sitt 6. marz sl.: „Það var myrt og klæmzt og framin hin ótrúlegustu kynmök eins og mér skilst að séu sjálf- sögð hjá náttúrulausu fólki og allt auðvitað innan einhvers óáþreifanlegs eiturlyfjahrings sem var drepleiðinlegur í þokka- bót.“ HJÓ Það hefur sem betur fer ekki verið mikið gert af því setja íslenskt tal inná erlendar myndir í kvik- myndahúsunum hér. Íslenskí textinn undir myndinni er miklu ódýrari og miklu betri leið heldur en sú sem farin er í sumum löndum þar sem innlendir leikarar eru sett- ir í að tala inná myndir fyrir Jack Nicholson eða Meryl Streep eða hvern sem er og gera þær þar með að hryllilegu skrípi. Það er þó einn hópur kvik- myndahúsagesta, sem lítið er hugsað um yfirleitt, er hefur hag og skemmtun af íslenska talinu en það eru yngstu börnin. Fyrir þau er íslenskt tal bráðnauðsynlegt ef þau eiga að njóta barnamyndar almennilega rétt eins og íslenskur texti er líklega nauðsynlegur flest- um öðrum kvikmyndahúsagestum. Talið hjálpar börnunum að fylgjast glöggt með atburðarásinni og lifa sig betur inn i söguna og persónur hennar. Þess vegna var það gott og þarft framtak hjá Hinu leikhúsinu þegar það stóð fyrir því að íslenskt tal var sett á barnamyndina Ronja ræningjadóttir fyrir eins og ári síðan. Það heppnaðist líka ágæt- lega. Og nú ætlar Laugarásbíó að gera það sama við dönsku teikni- myndina Valhöll, sem líklega verður sýnd næstkomandi haust. Teiknimyndasagan, sem mynd- in byggist á, hefur komið út á íslensku hjá bókaútgáfunni Iðunni. Hún gerist í Valhöll eins og nafnið bendir til, aðsetri hinna fornu goða, og segir frá ævintýrum krakkanna Þjálfa og Röskvu á meðal þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Laugarásbíói mun Jóhann Sigurð- arson tala fyrir þrumuguðinn Þór, Þórhallur Sigurðson fyrir Loka, Kristinn Sigmundsson fyrir Út- garðs-Loka og Nanna Jóha.nns- dóttir og Páll Úlfar Júlíusson fyrir þau Röskvu og Þjálfa. Sögumaður verður Flosi Ólafsson. Richard Gere. Hann skortir ekki sjálfstraustið. voru tveir menn handteknir eitt kvöldið" segir Gere, sem ásamt öðru er frægur úr myndinni Am- erican Gigolo, „og þeir rifust fram og aftur; þetta er Gigolóinn - nei, þetta er ekki hann — jú, víst er þetta hann.“ Það er athyglisverður Hollend- ingur í Engin miskunn sem er að hasla sér völl í engilsaxneskum myndum líkt og landi hans Rut- ger Hauer. Hann heitir Jeroen Krabbe og leikur illmennið Losado í myndinni. Hann fæddist árið 1944 og mun vera einn fræg- asti leikari Hollands. Hann hefur unnið með mönnum eins og Paul Verhoeven (Fjórði maðurinn) og leikið með Rock Hudson í smá- þáttaröð NBC-sjónvarpsstöðvar- innar, Þriðja heimsstyrjöldin, einnig í Dagbók skjaldböku með Glendu Jackson og Ben Kingsley, nýlega sáum við hann í smáhlut- verki í Jumpin' Jack Flash með Whoopi Goldberg og núna er hann að leika í næstu James Bond-mynd, The Living Day- lights, en í henni leikur hann hið sígilda illmenni Bond-myndanna á móti hinum nýja 007, Timothy Dalton (sem er eiginlega 004). eteveNtvR M€P P€ NORPISKe <5UPeE BASCRCT PÁ fanginn af Michel Duval (Basin- ger), ástkonu Losados og um leið eina vitni Eddie í málinu. Hvað sem segja má um Ric- hard Gere þá skortir hanri ekki sjálfstraustið og vissuna um að hann geti leikið hvað sem er. Að vísu sannaðist í Davið konungi að hann getur það ekki en ekki vantaði viljann til verksins. Lög- regluhlutverkið á t.d. mun betur við Gere. Hann mun hafa tekið talsverðan þátt í gerð þessarar myndar fyrir utan að fara með annað aðalhlutverkið. „Gere vann stöðugt með okkur frá þeirri stundu sem við ákváðum að gera myndina," segir Pearce. Þegar leikstjórinn fór til Chicago í leit að tökustöðum fylgdi Gere hon- um til að kynnast betur þeim heimi sem Eddi Jillette kemur úr og eyddi löngum tíma með leyni- lögreglu borgarinnar. Stundum leist honum ekkert á blikuna og var feginn þeim fáu skemmtilegu andartökum sem léttu lífið. „Það Engin miskunn með Gere og Basinger

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.