Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 65

Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 65 Rómo og Geiri. Myndin er tekin árið 1963. Lengst til vinstri er Sigurdór Sigurdórsson, sem skemmti með hljómsveitinni þetta kvöld. Við hlið hans er Gunnlaugur, bróðir Geira, þá Jón á Fosshóli og Geiri. mennimir, þeir hafa verið að koma og fara, eða farið og komið aftur öllu heldur. Inn á milli hafa svo fleiri strákar verið með mér um lengri eða skemmri tíma. I þeim hópi vora Jónas Bjömsson, sem var tónlistarkennari hér um skeið, Lár- us Sighvatsson, sem nú er skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akranesi, Stefán Gíslason skólastjóri Tónlist- arskóla Skagafjarðar og Rögnvald- ur Valbergsson, sem nú er kennari við Tónlistarskólann á Sauðárkróki og kirkjuorganisti þar. í dag era auk mín og Harðar í hljómsveitinni gamlir félagar sem byrjuðu með mér, þeir Jóhann Friðriksson á trommur og Hilmar Sverrisson á hljómborð. Auglýsingin skiptir miklu Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar er landskunn stuðhljómsveit og Geiri segir að það standi ekkert til að hætta í bransanum í bráð: „Þetta hefur gengið ágætlega og svo að við föram nú aftur inn á þessa söngvakeppni þá er það geysileg auglýsing að komast inn í þessa keppni. Þótt gefnar séu út plötur með hljómsveit er undir hæl- inn lagt hvort að platan selst eða kemur til með að heyrast. En þegar komið er í svona keppni fylgir því framflutningur lagsins í sjónvarpi, mikil spilun í útvarpi og slíkt er auðvitað ómetanleg auglýsing bæði fyrir höfundinn sjálfan og svo flytj- endur. Eg hef orðið mjög var við gildi þessarar auglýsingar í sam- bandi við mína hljómsveit og sem dæmi get ég nefnt að það var ekki fyrr en eftir keppnina í fyrra að við spiluðum í fyrsta skipti í Reykjavík. Við voram eina helgi á á Hotel Sögu í sumar og síðan tvær helgar á Broadway í haust og að- sókn og undirtektir vora mjög góðar. Eg er ekki í nokkram vafa um að þáttaka mín í söngvakeppn- inni og vinsældir lagsins, sem fylgdu í kjölfarið áttu mikinn þátt í því. Þannig leiðir þetta hvað af öðra og það er með þetta eins og annað, að auglýsingin skiptir mjög miklu máli enda samkeppnin mikil." Nú er það staðreynd að lagið þitt frá því í fyrra „Með vaxandi þrá“ hefur orðið einna lífseigast þeirra laga sem þá komu fram og er enn mikið spilað á böllum við góðar undirtektir. Menn hafa jafn- vel haft á orði að það lag hafí í rauninni unnið keppnina í fyrra í ljósi þessa. Áttu von á að Lífsdans- inn nái viðlíka vinsældum? „Mér fínnst sjálfum Lífsdansinn vera meira lag, en það er ekki þar með sagt að hann muni lifa eins lengi og fyrra lagið. Það var mun einfaldara lag og fljótlærðara, sem hefur mikið að segja sérstaklega í þessari almennu dansmúsík. Það er mikill munur á þeirri tónlist sem gengur á almennum dansleikjum og hinni sem krefst mikillar hlust- unar. Og þótt ég telji að „Lífsdans- inn“ sé meira lag en fyrra lagið er ég þar með ekki að segja að það sé þungmelt. Lagið er létt og grípandi og ég á frekar von á, að það eigi eftir að verða vinsælt, að minnsta kosti á almennum dan- sleikjum. Hins vegar þori ég ekki að fullyrða að „Lífsdansinn" verði eins langlífur og „Með vaxandi þrá“. Sjálfsagt kemur hann þó með að ganga dijúgt líka því það er í honum þessi sveifla, sem kveikir í fólki á böllum. Varð að velja á milli Geirmundur rak bú á Geirmund- arstöðum í Skagafírði þar til fyrir 10 áram er hann flutti til Sauðár- króks þar sem starfar nú sem fjármálafulltrúi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Það er þó auðheyrt þegar landbúnaðarmál ber á góma að bóndinn á enn sterk tök í honum. „Já, maður hefur nú ekki alveg getað slitið sig frá búskapnum. Við eigum jörðina ennþá bræðurnir og ég er með svolítið af skepnum þar, svona aðallega mér til skemmtunar enda hef ég mjög gaman af öllu varðandi sveitarstörf. En ég varð að velja á milli þess á sínum tíma, hvort ég ætlaði að snúa mér að tónlistinni eða ekki. Ég var kominn með 20 kýr og 200 rollur og það var of mikið með spilamennskunni. Það var útilokað að samræma þar bóndann og tónlistarmanninn, ein- faldlega vegna þess hvað búskapur- inn var orðinn viðamikill. Annars á það ekki illa saman, að njóta náttú- rannar í sveitinni og vera í tónlist, það hvílir hvað annað. í sveitinni er maður mikið úti við og umgengn- in við náttúrana hressir mann. En eins og landbúnaðarmálum er nú háttað í þessu landi verður maður að vera að helst allan sólarhringinn til að ná endum saman og þá þýðir lítið að taka sér frí um helgar til að spila út um allar trissur." Mér heyrist nú samt á þér að bóndinn blundi enn í þér og að þú munir aftur fara að búa á Geir- mundarstöðum þegar þú ert orðinn þreyttur á hljómsveitarstússinu? „Ég veit það svei mér ekki. Það er ekki björgulegt til búskapar í landinu, eins og ég nefndi áðan. Það hefur nú verið unnið að þvi öllum áram, sýnist mér, að koma landbúnaðinum fyrir kattamef og mér fínnst hörmulegt til þess að hugsa. Jónas vinur okkar Kristjáns- son Dagblaðsritstjóri hefur gert sitt til að fá fólkið í landinu til að trúa því að landbúnaðurinn sé helsti óvinur þjóðarinnar. Það er náttúra- lega fyrir neðan allar hellur, að maður í hans aðstöðu skuli láta svona lagað út úr sér, og nú virðist þetta vera hinn greindarlegasti maður að sjá. Það er alltaf hamrað á þessum útflutningsuppbótum, en ég veit ekki um neitt land í heiminum, sem ekki styrkir landbúnað að meira eða minna leyti. Og ég er hræddur um að mönnum brygði við, að aka um landið og sjá hvergi byggt ból nema í nokkram þéttbýliskjömum á víð og dreif. Það geta ekki allir komist fyrir á suð- vesturhominu þótt þeir gjaman vildu. Það má vel koma fram að ég er mikill landsbyggðar- maður, en þar fyrir er ég ekkert á móti suð-vesturhominu. Ég held bara að allir landshlutar verði að starfa saman, bæði landsbyggðin og Reykjavíkursvæðið enda geta þessir staðir ekki án hvors annars verið. En því miður hefur hallað á landsbyggðina nú á seinni áram og fólksflóttinn suður er að verða hættulega mikill." Þú ert sem sagt ekkert á leiðinni suður og myndir ekki láta glepjast, jafnvel þótt þér byðist fast starf í músíkinni hér fyrir sunnan? „Þama fórstu laglega með mig“, segir Geiri og glottir. „Ég get eigin- lega ekki svarað þessu. Ég hef heldur aldrei sagt að ég gæti ekki hugsað mér að búa fyrir sunnan. Tónlistin og þetta starf í kringum hljómsveitina hefur verið mér mjög mikils virði og númer eitt, tvö og þijú eins og stundum er sagt. Ég vil því alls ekkert fullyrða um, að ég gæti ekki hugsað mér að starfa við þetta á Reykjavíkursvæðinu, enda yrði það í alla staði mun þægi- legra og möguleikamir þar miklu Séra Hjálmar Jónsson, prófastur & Sauðárkróki, sem samdi textann við „Lífsdansinn“ og Geirmundur ræða við söngkonuna Ernu Gunnarsdóttur I sjónvarpssal, kvöldið sem söngvakeppnin fór fram. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í dag, frá vinstri: Geirmundur, Jóhann Friðriksson, Hörður Ólafsson og Hilmar Sverrisson. meiri en fyrir norðan. Maður getur ekki haft tónlistina fyrir aðalat- vinnu fyrir norðan, sem maður gæti trúlega gert í Reykjavík. Ann- ars skilst mér að það sé erfítt að halda úti dansleikjum á Reykjavík- ursvæðinu nema á föstudags- og laugardagskvöldum og við spilum flest þau kvöld fyrir norðan. En það kostar mikinn þvæling því við höf- um ekki það mikið að gera bara heima í Skagafirði að það nægi okkur allar helgar, bæði kvöldin. Við voram til dæmis á Blönduósi um síðustu helgi, voram þar áður tvær helgar á Akureyri og föram vestur í Búðardal um næstu helgi. Þannig gengur þetta með óhemju vinnu og maður kemur ekki heim til sín fyrr en undir morgunn. Þetta er auðvitað miklu meiri vinna miðað við að vera í föstu starfi á veitinga- húsi, sem væri hugsanlegur möguleiki ef maður starfaði við þetta í Reykjavík. Þá má einnig benda á að varðandi tónsmíðar og plötuútgáfu er öll aðstaða mun erf- iðari fyrir norðan og í því sambandi get ég nefnt, að ég varð að fara sjö ferðir suður í sambandi við söngvakeppnina núna, til að búa Lífsdansinn undir þáttökuna. Ég vil því ekki þvertaka fyrir að flytja suður, ef í því fælist tækifæri til að starfa eingöngu við tónlistina." Virtir höfundar hafa forskot Á leiðinni út frá Geira hef ég á orði við hann að mér hefði þótt það skemmtileg tilbreyting ef fyrram bóndi og þjónandi klerkur í einu nyrsta héraði heimsbyggðarinnar hefðu mætt til leiks fyrir íslands hönd í sönghöllinni í Brassel, en honum fínnst þetta greinilega ekki eins sniðugt og mér: „Ég held satt að segja að í þess- um bransa sé ekki vænlegt að vera að flíka sveitamennskunni um of. Það hefur meira að segja hvarflað að mér að tengsl okkar séra Hjálm- ars við dreifbýlið hafí frekar skemmt fyrir „Lífsdansinum" held- ur en hitt. Að vísu kom það ekki fram í afstöðu Reykvíkinga, sem gáfu okkur tíu stig, en mér er ekki granlaust um að sums staðar í dreif- býlinu kunni það að hafa haft einhver áhrif, - að landsbyggðin hafí hreinlega ekki þorað að greiða okkur atkvæði. Menn era nefnilega alltaf dálítið viðkvæmir fyrir því að vera álitnir sveitalegir. Reyndar kom það til tals meðal nokkurra þáttakenda eftir keppnina að ef til vill væri heppilegra fyrir- komulag að halda höfundarnöfnum leyndum þar til eftir að úrslit liggja fyrir. Það gefur auðvitað auga leið að þekktir höfundar, sem njóta virð- ingar, hafa ákveðið forskot fram yfír óþekkta menn og ekki fráleitt að ætla, að frægð þeirra og álit geti haft áhrif á dómnefndir. Með þessum hugleiðingum er ég þó alls ekki að fullyrða að þetta hafí haft einhver afgerandi áhrif á úrslitin nú. Eg varpa þessu nú bara fram til umhugsunar og í trausti þess að enginn taki þetta til sín og verði sár og svekktur. Og ég vil að það komi rækilega fram, að ég tel að sigurlagið nú hafí verið mjög vel að sigrinum komið. Viðtal: Sveinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.