Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 6

Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1987 ÚTVARP/SJÓNYARP Til sólarinnar Löngum hafa úrtölumenn ráðið ferð í hinu íslenska dvergsam- félagi þótt bjartsýnir kraftakarlar hafi oft lyft hér grettistaki mitt í svartnætti elítunnar. Síðastliðinn þriðjudag ritar Sigurður A. Magnús- son rithöfundur þarfa hugvekju hér í blaðið er ber yfirskriftina: Frelsi til formyrkvunar. Heldur er nú dimm- leit sú heimsmynd er blasir við í grein Sigurðar en hún fjallar að stór- um hluta um bölvaldinn mikla er nefnist hvunndags ... fijáls fjölmiðl- un. Virðist mér Sigurður helst vilja hverfa aftur til ríkiseinokunarinnar. Flestum þykir sinn fugl fagur þá hann flýgur úr hendi. Sá er hér ritar reyndi eitt sinn að lauma saklausri miðdegissögu inní dagskrá íslensks ríkisfjölmiðils. Eftir langa umhugsun komust æðstu menn hins víðsýna og ftjálslynda Ríkisútvarps að þeirri niðurstöðu að sagan skyldi lesin svo fremi sem nafni annarrar aðalsöguhetjunnar, Juri Andropovs, þáverandi flokks- brodds í Sovét, yrði breytt. Auðvit- að hefði mér aldrei dottið í hug, kæri Sigurður, að fara með sögukom þetta til hinna svokölluðu fijálsu út- varpsstöðva enda borga auglýsendur ekki fyrir sögulestur. En svona er nú frelsið, Sigurður minn, það veitist sumum og öðrum ekki. Við náum sennilega aldrei því marki að búa við fullkomið réttlæti og algert frelsi, en er þá ekki þrautalendingin að horfa til sólargeislans er brýst í gegn- um skýjabakkann og sætta sig við hina þungu elfu tímans er umbyltir stöðugt mannvistarumhverfínu? Ég hef löngu sætt mig við að sögu- komið mitt hljómaði ekki á rás 1 og enn ber Juri Andropov sitt skímar- nafn í hinu óbirta handriti. Ég sætti mig við orðinn hlut því ég sé æ ljós- ar að blessaður ljósvakinn er ekki ætlaður okkur menningarvitunum er teljum okkur vita betur, nei, hann er ætlaður okkur öllum, hvort sem við fáumst við svokallaða listsköpun eða önnur störf. Tími hinna útvöldu er liðinn og þá er ekki um annað að gera en brosa og reyna að halda sjálfsvirðingunni á markaðinum jafn- vel þótt það kosti að hugverkin „ódauðlegu" verði músunum að bráð. LeifsstöÖ Og þá lyftum við huganum frá hinni aðgangshörðu fjölmiðlaveröld er nartar þessa dagana í sálartötur okkar „menningarvitanna" og að hinni stórglæsilegu flugstöð Leifs Eiríkssonar er vígð var í fyrradag, en ríkissjónvarpið flutti okkur er heima sátum nánast á vettvang at- burðanna — hvílíkt töfratæki er ekki sjónvarpið. Og á Stöð 2 stiklaði Sig- urveig Jónsdóttir um flugstöðina og sagði meðal annars frá því að hún hefði rætt við bandaríska húsateikn- ara er lýstu því yfír að Leifsstöð væri fegurst bygginga og svo spurðu þeir: Hvar leynast þessir frábæru handverksmenn, okkur vantar slíka menn til starfa heima. En víkjum þá að vígsluhátíðinni. Hvílík stund er biskup vor hafði stráð kærleiksblessun yfir þögulan manngrúann og svo upphófst þjóð- söngurinn yfír stað og stund til hvítra fjallanna þar sem sál íslands býr. Augnablikið geymist og allar böl- bænimar gleymast og svo er bara að breyta þessu glæsihúsi — sem ég hef reyndar bara séð af mynd — í fijóa menningarmiðstöð þar sem íslensk menning og þjóðlíf er kynnt gestum íslensku þjóðarinnar. Þama gefst okkur kostur á að sýna umheiminum vort rétta andlit. Og svo ættu íslensk stjómvöld að taka sig til og endurgreiða bandarískum stjómvöldum þeirra framlag því Leifsstöð ætti að vera alislensk frá hinni smæstu músagildru í loftræsti- opi til hins mikilfenglega listaverks Leifs BreiðQörð er ber ekki sist vott um höfðingsskap og stórhug þeirra er reistu flugstöðina. ^ Ólafur M. Jóhannesson Rás 1: Einsöngur í útvarpssal ■^■M Bergþór Pálsson ■j rrOO barítónsöngvari • og Jónas Ingi- marsson píanóleikari flytja ljóðasöngskrá á Rás 1 síðdegis í dag, skírdag. A söngskránni eru lög eftir Schubert, Respighi og Ra- vel. Bergþór hefur verið í söngnámi og almennu tón- listamámi í tónlistardeild Indianaháskóla síðan 1982. Hann er um það bil að ljúka þaðan MM-prófi en jafn- hliða útskrifast hann úr viðskiptadeild háskólans með stjóm listastofnana sem aukagrein. í vetur fékk Bergþór viðurkenn- ingu háskólans sem örfáum nemendum er veitt árlega fyrir afburða tónlistar- flutning. Bylgjan; Halldór Hansen, barnalæknir ■■■■ Gestur Jónínu 00 Leósdóttur að þessu sinni er Halldór Hansen, bama- læknir. Halldór er mikill unnandi klassískrartónlist- ar og ætlar að leyfa hlust- endum Bylgjunnar að hlusta á nokkur falleg verk milli þess sem hann ræðir við Jónínu um líf sitt og ævistarf. UTVARP © FIMMTUDAGUR 16. apríl 8.00 Morgunbæn. Magnús Guðjónsson biskupsritari flytur. 8.10 Fréttir 8.16 Veðurfregnir. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Dagskrá. 8.30 Létt morgunlög 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Siggi og skipiö hans" Gunnvör Braga les sögu úr bókinni „Mamma, segðu mér sögu" sem Vilbergur Júlíusson tók saman. 9.16 „Kristur á Olíufjallinu" óratoría eftir Ludwig van Beethoven Elizabeth Hanwood, James King og Franz Crass syngja með Söngfélaginu og Fílharmóníusveitinni í Vínar- borg; Bernard Klee stjórnar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. 11.00 Messa á vegum Sam- starfsnefndar kristinna trúfélaga Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Hádegisfréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Strið og flóttamenn Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Guðjón S. Brjáns- son. 14.00 „Vill einhver hafál?", smásaga eftir Jeane Wilkin- son Gyða Ftagnarsdóttir les þýð- ingu sína. 14.30 Tangó frá Argentínu í útvarpssal Ernesto Rondo syngur, Olivier Manoury leikur á bandoneon, Enrique Pascu- al á píanó og Leonardo Sanchez á gítar. 16.10 Landpósturinn Umsjón: Sverrir Gauti Diego. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Einsöngur í útvarpssal Bergþór Pálsson syngur lög eftir Franz Schubert. Ottor- ino Respighi og Maurice Ravel. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. 17.40 Torgið — Menningar- straumar Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar 19.36 Bein lína til stjórnmála- flokkanna Áttundi þáttur: Fulltrúar Kvennalistans svara spurn- ingum hlustenda. 20.15 Leikrit: „Sendiherrann" eftir Slavomir Mrozek Jón Viöar Jónsson þýddi og samdi útvarpshandrit og er jafnframt leikstjóri. Leikend- ur: Róbert Arnfinnsson, Harald G. Haraldsson, Krist- björg Kjeld, Erlingur Gísla- son, Rúrik Haraldsson og Sigurjóna Sverrisdóttir. (Áð- ur útvarpað i febrúar 1985.) 21.60 Tvær rómönsur eftir Árna Björnsson Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu með Sinfóníu- hljómsveit (slands; Jean Pierre Jacquillat stjórnar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 „Haustregn" Gunnar Stefánsson les úr nýrri Ijóöabók séra Heimis Steinssonar. 22.30 Cecil B. deMille og Bibli- an Þáttur í umsjá llluga Jökuls- sonar. SJÓNVARP ■O. VF FÖSTUDAGUR 17. apríl föstudagurinn langi 16.30 Jesús frá Nasaret — Annar hluti. Bresk-itölsk sjónvarpsmynd í fjórum hlutum. Leikstjóri Franco Zeffirelli. Aðalhlutverk: Ro- bert Powell ásamt Michael York, Olivia Hussey, Peter Ustinov, Anne Bancroft, Claudia Cardinale, Ralph Richardson, Ernest Borgn- ine, James Mason, Christ- opher Plummer, Rod Steiger, Anthony Quinn, Stacy Keach og Laurence Olivier og fleirum. Myndin er um fæðingu Jesú, lif hans og boöskap, pínu, dauða og upprisu eins og lýst er i guöspjöllunum. Myndin vr tekin í Norður-Afríku og var áður sýnd í sjónvarpinu um páskana 1986. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 18.00 Nilli Hólmgeirsson. Tólfti þáttur. Sögumaöur Öm Árnason. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 18.30 Stundin okkar — Endur- sýning. Endursýndur þáttur frá 12. april. 19.00 Klefi Caligaris. Þýsk kvikmynd frá árinu 1919 sem þótti tímamótaverk. Leikstjóri: Robert Wiene. Aðahlutverk: Werner Kruass og Conrad Veidt. Dávaldur fjölleikahúss nokkurs nær svefngengli á sitt vald og hyggur á illvirki. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.26 Unglingarnir í frumskóg- inum. Þáttur um ungt fólk og trúmál með tónlistarívafi. Umsjón: Gunnbjörg Óla- dóttir. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.00 Silas Marner. Ný, bresk sjónvarpsmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir George Eliot. Aðalhlutverk: Ben Kingsley (Ghandi) og Jenny Agutter. Sagan gerist á öldinni sem leið. Vefarinn Silas Marner er borinn rangri sök og svikinn i tryggðum. Hann snýr þá baki við heimabyggð sinni og samneyti við annað fólk. Eina ánægja hans verður að nurla saman fé. Enn veröur Silas fyrir skakkafalli en þegar öll sund viröast lokuð berst óvæntur sólar- geisli í líf hans. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.30 í minningu Maríu Call- as. Sjónvarpsþáttur frá tónleikum sem haldnir voru i Frankfurt til minningar um hina dáöu söngkonu Mariu Callas. James Levine stjórn; ar Óperuhljómsveitinni í Frankfurt. Einsöngvarar: Paata Burchuladze, Anne Sofie von Otter, Thomas Hampson og Aprile Milo. Þá eru söngvararnir kynntir og brugðið upp gömlum upptökum með Mariu Call- as. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Þulur Þorsteinn Helgason. 00.20 Dagskrárlok. £ 0 STOD2 FIMMTUDAGUR 16. apríl Skírdagur i 15.00 Leifturdans (Flash- dance). Jennifer Beals skaust upp á stjörnuhimin- inn eftir leik sinn í þessari mynd. Hún leikur unga stúlku, sem dreymir um aö verða dansari og vinnur höröum höndum til að láta drauma sína rætast. Leik- stjóri er Adrian Lyne. § 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. Umsjón- armaður er Heimir Karlsson. 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lina. Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni línu í síma 673888. 20.25 Ljósbrot. Valgeröur Matthíasdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklar á helstu viðburðum helgarinn- ar. §21.00 Moskva við Hudson- fljót (Moscow On The Hudson). Bandarísk gaman- mynd með Robin Williams, Cleavant Derricks, Maria C. Alonso og Alejandro Rey. Ungum sovéskum hljóð- færaleikara fer að leiöast stöðugar biöraðir eftir nauð- þurftum í Moskvu. Þegar hann ferðaðist til Banda- rikjanna og sér stórmarkað- inn Bloomingdale's, gerist hann landflótta. Leikstjóri er Paul Mazursky. § 22.55 Amérika (Amerika). Bandaríkin árið 1990, tíu árum eftir valdatöku Sovét- manna. Splunkuný þáttaröð sem vakti miklar deilur þeg- ar hún var sýnd í Bandarikj- unum fyrr á þessu ári. Aöalhlutverk: Kris Kristofer- son, Robert Urich, Christine Lahti, Cindy Pickett, Muriel Hemingway og Sam Neil. Leikstjóri Donald Wrye. § 00.55 Drottinn minn dýril (Wholly Moses). Bandarísk gamanmynd frá árinu 1980 með Dudley Moore, Ric- hard Pryor, Madelein Kahn o.fl. Leikstjóri er Gary Weis. í rútuferð um landið helga, finna Harvey (Dudley Mo- ore) óg Zoey (Loraine Newman) gamlar skræður I helli. Þegar þau fara að lesa skræðurnar birtast biblíu- sögurnar þeim i nýju Ijósi. 02.35 Dagskrárlok. 23.10 Sálumessa, „Requiem", í d-moll K626 eftir Wolfgang Amadeus Mozart Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, kammer- sveit og einsöngvararnir Sigríður Gröndal, Sigriður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sig- mundsson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. (Hljóðrit- að á tónleikum í Hallgríms- kirkju 23. nóvember sl.) 24.15 Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morg- uns. wa FIMMTUDAGUR 16. apríl 00.10 Næturútvarp. Snorri Már Skúlason stendur vakt- 6.00 ( bitiö. Rósa Guðný Þórsdóttir léttir mönnum morgunverkin, segir frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist i morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir timar á vinsældalistum, tónleikar um helgina, verðlaunaget- raun og Feröastundin með Sigmari B. Haukssyni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældálisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika vinsælustu lögin. 20.30 ( gestastofu. Sigurður Valgeirsson ræðir við Tóm- as R. Einarsson kontra- bassaleikara og Einar Kárason rithöfund. 22.05 Nótur að noröan frá Ingimar Eydal. (Frá Akur- eyri.) 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn með tali og tónum. 24.00 Næturútvarp. Óskar Páll Sveinsson stendur vakt- ina til morguns. 02.00 Á frivaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi, þá á rás 1.) Fréttir sagðar kl. 8.10, 9.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.15. SVÆÐISUTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Fréttamenn svæðisútvarps- ins fjalla um sveitarstjórnar- mál og önnur stjórnmál. 989 BYLGJA EI FIMMTUDAGUR 16. apríl 07.00—09.00 Á fætur -með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað fundiö, opin lína, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með þvi sem helst er i fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tón- list. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegspoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavik síðdeg- is. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónina tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir getraun um popptón- list. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta- tengt efni og þægileg tónlist i umsjá Karls Garöarssonar fréttamanns. Fréttir kl. 23.00. 24.00—07.00 Næturdagskrá ■ Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur og flug- samgöngur. Fréttir kl. 03.00. ALFA Guðs FM 102,9 FIMMTUDAGUR 16. april 8.00 Morgunstund. orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 20.00 Bibliulestur í umsjá Gunnars Þorsteinssonar. 21.00 Logos. Stjórnandi Þröstur Steinþórsson. 22.00 Fagnaðarerindið flutt í tali og tónum. Flytjandi: Jimmy Swaggart. Þáttur sérstaklega ætlaður ensku- mælandi fólki. Stjórnandi: Eiríkur Sigurbjörnsson. 24.00 Dagskrárlok. Alfa FM 102,9 er kristileg útvarpsstöð og er styrkt af kristnu fólki á íslandi og færum við öllum stuönings- aðilum okkar bestu þakkir og óskir um gæfuríkt ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.