Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 7
MEÐAL EFNIS
í KVÖLD
■ Mimmrm
22:55
AMERÍKA
Bandarikin árið 1990, tíuárum
eftir valdatöku Sovétmanna.
Splunkunýþáttaröð sem vakti
miklar deilur þegar hún var
sýnd þar fyrr á þessu ári.
ÁNÆSTUNNI
mimiiiixL
nmimnrp
22:20
Fðstudagur
BRAQDAREFURINN
(The Hustler). Þetta snilldarverk
segir á áhrifarikan hátt sögu
ungs manns sem dregur fram
lifið sem ballskákarleikari. Með
aðalhlutverk fer Pául Newman.
1 1 j ÆI&J ifW
Mgardagur 1ÍTAÁ ÍKÓLABEKK
i 22:35 \
(Educating Rita). Þessi mynd
teflirfram tveim andstæðum;
annars vegar Ritu, hressilegri
hárgreiðsludömu, sem ákveður
að leggja út á menntabrautina,
A uglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lyklllnn færð
þúhjá
Helmllistaakjum
<8>
Heimilistæki hf
S:62 12 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
7
Ný ljóða-
bók eftir
Jón Dan
JÓN Dan hefur sent frá sér ljóða-
bók sem nefnist Ekki fjasar
jörðin. Þetta er önnur ljóðabókin
sem Jón Dan sendir frá sér en
hann hefur skrifað um tug skáld-
sagna.
A bókarkápu segir að bókin Ekki
fjasar jörðin, sé rökrétt framhald
kvæðanna í Berfættum orðum frá
1967, fyrri ljóðbók Jóns. Munur
bókanna tveggja sé helst sá að hér
gerist skáldið djarfmæltara í list-
rænum boðskap sínum og túlki
hann á dýrri hátt og áhrifaríkari.
„Jón Dan yrkir um lífíð og dauðann
en oft í táknum sem hann sækir í
furðuveröld íslenskrar náttúru og
dulvísa hringrás árstíðanna. Stund-
um virðist honum dimmt fyrir
augum en í hug skáldsins vakir eigi
að síður vonin um framtíð lífsins á
jörðinni og skylda mannsins við
umhverfí og samfélag," segir enn-
fremur á bókarkápu.
Bókin er 96 blaðsíður að stærð
og skiptist í þrjá aðalkafla. Skák-
prent gefur bókina út en Bókaút-
gáfan Keilir annast dreifíngu.
Nánast ekkert atvinnuleysi í mars:
Atvinnuleysi er
0,5% af mannafla
SKRAÐIR atvinnuleysisdagar í
marsmánuði voru 12.400 og fækk-
aði um 1800 frá mánuðnum á
undan. Þetta jafngildir að 570
manns að meðaltali hafi verið at-
vinnulausir í mánuðnum eða 0,5%
af áætluðum mannafla á vinnu-
markaði og hafa ekki færri verið
atvinnulausir þennan mánuð
síðustu fimm ár, samkvæmt upp-
lýsingum félagsmálaráðuneytis-
ins.
Til samanburðar má geta þess að
árið 1983 voru atvinnuleysisdagar í
mars 30.478 talsins sem jafngilti að
meðaltali 1406 atvinnulausum.
Samskonar tölur fyrir árið 1984 voru
38.510 og 1777, fyrir 1985 voru þess-
ar tölur 45.597 og 2104, og fyrir
árið 1986 17.844 og 823.
Flestir eru atvinnulausir á höfuð-
borgarsvæðinu eða 158 en næst
kemur Norðurland eystra með 119
og Suðurland með 97. Minnsta at-
vinnuleysið er á Suðumesjum eða 16
atvinnulausir í mars.
Fystu þrjá mánuði þessa árs hafa
verið skráðir 77.500 atvinnuleysis-
dagar á landinu sem jafngildir því
að 1200 manns hafa verið á atvinnu-
leysisskrá að meðaltali á því tímabili.
A sama tímabili í fyrra voru skráðir
93.000 dagar og meðalfjöldi atvinnu-
lausra var 1430 manns. Um er að
ræða lækkun milli ára um 17% og
sem hlutfall af mannafla er lækkunin
úr 1,2% í 1,0% milli ára. Ef miðað
er við fyrsta ársfjórðung 1985 hefur
hlutfallið lækkað úr 1,7% í 1,0%.
MALLORKA
VIÐ BJÓÐIJM YKKUR
klVSHl ikVhil"
y*
SEM GERA FERÐINA ANÆGJELEGRI
RoyalMagaluf Royal Tormiova RoyalPlaya
de Palma
Ro>al Jaixiin
del Mar
Óhætt er að fullyrða að Atlantik býður upp á bestu gisti-
og dvalaraðstöðu á MALLORKA sem völ er á.
Það eru Ibúðarhótelin góðkunnu í Royal hótelhringnum.
Tvö þeirraeru í Magaluf og annað þeirra, Royal Magaluf,
býðst íslendingum nú aftur eftir nokkurra ára hlé. Eitt
er ( Santa Ponsa og eitt á Playa de Palma.
Reynslan hefur sýnt okkur að fólk vill aðeins það besta.
Við viljum að farþegum Atlantik llði vel i frlinu.
LÁTTUPÉR LÍÐA VEL
BROTTFARARDAGAR:
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október
15 23 1 4 3 5 5
29 13 13 15 14
> 22 25 24 26
YTCfXVTK
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580
ÖRKIN/SÍA