Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 Til umhugsunar eftir Jóhannes S. Guðmundsson Að undanfömu hafa margir aðil- ar reynt að gera utanríkisstefnu Borgaraflokksins tortryggilega í augum væntanlegra kjósenda. I stefnuskrá Borgaraflokksins stend- ur: 1. „ísland er aðili að vamar- bandalagi vestrænna þjóða (NATO).“ 2. „Eðlilegt er að vamarsamn- ingurinn við Bandaríkin verði endurskoðaður reglulega." Auðvitað á að endurskoða alla milliríkjasamninga, hvort sem það em vamarsamningar eða aðrir. ís- lendingar eiga að standa með reisn að þessum málaflokki. Ég skil ekki þennan hugsunarhátt að ekki megi endurskoða þennan samning eins og aðra gerða samninga. 3. „Lögð verði ríkari áhersla á almannavamir og öryggismál ís- lendinga sjálfra í þessu samstarfi." Þetta er af hinu góða. 4. „Allt verði gert til þess að létt verði á íslandi sem átakasvæði á stríðs- og hættutímum, svo sem með því að koma upp öflugri eftir- litsstöð á Jan Mayen.“ Þannig er áhættu dreift. 5. „Stuðlað verði að eðlilegum viðskiptum vamarliðsins við íslend- inga, til dæmis með því að það kaupi framleiðsluvörur af íslend- ingum.“ Þetta er sjálfsagður hlutur. 6. „Sjálfsagt er að taka þátt í öllum umræðum um afvopnunarmál er leitt geti til varanlegs friðar og eyðingar kjamorkuvopna.“ Þetta vill allt hugsandi fólk. Frambjóðendur flokkanna hafa verið spurðir hvort þeir ætli að vinna með hinum eða þessum flokk- eftirJón Guðmunds- son og’Leó E. Löve íslendingar eru harðduglegt fólk og ósérhlífíð. íslendingar eru sann- gjamir í eðli sínu, fullir réttlætis- kenndar og góðir grannar. íslendingar eru stoltir, eiga erfitt með að þiggja og svo sjálfstæðir, bæði sem þjóð og einstaklingar, að aðrar þjóðir dást að og rithöfundar skrifa um þetta sjálfstæða fólk. Engan þarf að undra þótt íslend- ingar séu fullir af baráttuþreki og vissulega hlýtur sjálfsbjargarvið- leitnin, baráttan fyrir eigin lífskjör- um, að marka margan manninn. Stundum beijast menn hver fyrir sig, en stundum þjajppa sér nokkr- ir saman og mynda það sem kallað er þrýstihópur eða hagsmunasam- tök. Um þetta er ekkert nema gott að segja vegna þess að þjóðin hefur borið gæfu til að eiga landsfeður sem gleyma ekki þeim stóra hópi einstaklinga er utan þrýstihópanna standa. Þetta er gott og vekur öryggistil- finningu og tiltrú á þjóðfélagið, , þetta stóra sameignarfélag allrar | þjóðarinnar. Hagmunir fárra — kostnaður allra Að vera færður framar í biðröð er hagkvæmt, enda troðast margir. Það er ekki eins hugsað um að fyr- ir hvert áunnið sæti tapa þeir sem aftar eru samsvarandi. Það er ekki eðli íslendingsins að troða sér fram- ar ef það er á kostnað náungans. um eða jafnvel persónum að kosningum loknum. Það er lítils- virðing við kjósendur að spyija svona, hvað þá að því sé svarað. Ég held að með frambjóðendur gildi sama lögmál og hjá launþegum þessa lands. Launþegar með ólíkar skoðanir vinna hjá sama atvinnu- rekanda, en láta það ekki aftra sér frá að vinna verk sín vel, af kost- gæfni og án hleypidóma. Sama lögmál á að gilda um þingmenn. Við kjósendur erum vinnuveitendur þeirra. Þeir frambjóðendur sem eru með yfirlýsingar um að þeir muni ekki vinna með hvaða flokki sem er eiga ekkert með að gefa kost á sér í framboð. Hvort tveir eða fleiri flokkar eru í stjóm á ekki að skipta máli ef þeir menn sem gefa sig í að vinna fyrir almannaheill vinna að því með opnu hugarfari og gera það sem þjóðinni er fyrir bestu. Mikið er rætt um fyrirgreiðslupólitíkusa. Einn af þingmönnum okkar er það heiðarlegur að segja að hann sé fyrirgreiðslupólitíkus. Ekki veit ég betur, en að allir þessir menn á þingi séu að meira og minna leyti fyrirgreiðslupólitíkusar fyrir sín byggðarlög og flokka. Þeir ganga sumir svo langt að tala fyrst um að vinna fyrir flokkinn áður en þeir nefna kjósendur sem þó gáfu þeim atkvæðin sín. Hvað skyldu vera mörg ljóslif- andi dæmi um fyrirgreiðslupólitík- usa sem hafa veitt fé í fyrirtæki sem flestir vissu að væru óarðbær, má þar t.d. nefna graskögglaverk- smiðjur sem ríkið hefur verið að yfirtaka að undanfömu. Búið var að vera við þessum fjárfestingum, en samt var þrýst á og haldið áfram. Mýmörg dæmi eru til um slíkar fjár- festingar sem hafa kostað þjóðina (kjósendur) hundruð milljóna. Þeir Samt troðast margir eða vilja láta troða sér, greiða fyrir sér á ein- hvem hátt. Hér er komið að kjama þessa greinarkoms: Hvað er að í íslensku þjóðfélagi þegar prýstihópamir, 'hvort sem þeir eru kenndir við sveitamenn, kvenmenn eða hermenn, seilast til svo mikilla áhrifa að vilja ráðskast með málefni þjóðarinnar f heild? Líklega hefur réttlætiskennd þess- ara einstaklinga verið misboðið, líklega hefur þjóðfélagið brugðist vonum þeirra. Þeim finnst þeir sjálf- ir þurfa að gæta eigin hagsmuna, annars verði þeir undir í baráttunni. En málið er ekki svona einfalt. Hvað verður um almenning, þá sem ekki eru í innsta hring þeirra skömnga sem hugsa mest um eigin köku, en þykjast vera þjóðskörung- ar? Jú, þeir fá að borga brúsann. Þótt nú sé eitthvað að í íslensku þjóðfélagi verður ennþá meira að en þrýstihópamir, eiginhagsmuna- hópamir, ná tökum á sameiginleg- um málefnum allra íslendinga. Hvað verður ef flokkur iesblindra fær menntamálaráðherra úr sínum röðum? Eða ef flokkur gjaldþrota- manna fær dómsmálaráðherrann? Slæmt væri ef flokkur innflytjenda fengi iðnaðarráðherra, flokkur olíu- félaga fengi orkumálaráðherra eða flokkur skattsvikara fjármálaráð- herra. Viljum við þrýstihópa í stað landsfeðra? Þrýstihópamir eru góðir á sínum Jóhannes S. Guðmundsson „Hvað skyldu vera mörg ljóslifandi dæmi um fyrirgreiðslu- pólitíkusa sem hafa veitt fé í fyrirtæki sem flestir vissu að væru óarðbær, má þar t.d. nefna graskögglaverk- smiðjur sem ríkið hefur verið að yfirtaka að undanf örnu. Búið var að vara við þessum fjár- festingum, en samt var þrýst á og haldið áfram.“ „Þótt íslenskt þjóðfélag hafi orðið á eftir öðrum með að byggja upp op- ínbert siðferði þýðir það ekki að eina lausnin sé að kjósa yfir slg þrýstihópa eða auka glundroðann.“ stað, þegar skynsamleg yfirvegun hlutlausra landsfeðra fær að fjalla úm málefnin og taka tillit til heild- arinnar. Líklega hefur íslendingum ekki tekist nógu vel að fylgja þeirri stefnu nútímalýðræðisríkja, að allir borgarar séu jafnsettir og hætta á að mönnum sé ofboðið hverfandi. Á undanfömum áratugum hafa þó verið stigin skref í áttina. Bjami Benediktsson hefði ekki samþykkt að sami maður gegndi þingstörfum og framkvæmdastjóm í Fram- kvæmdastofnun og hafði reyndar mótað þá stefnu flokksins að sami maður gegndi ekki bankastjóra- störfum og þingmennsku samtímis. Þorsteinn Pálsson stígur enn eitt skref í rétta átt með því að hætta persónulegum lánaveitingum úr lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. En hillir undir árangur í rétta átt. Á síðasta Alþingi voru fyrir at- beina Steingríms Hermannssonar samþykkt lög um Umboðsmann Alþingis. Umboðsmaður á að verða mál- sem eru að dæma Albert Guð- mundsson ættu að hugsa um hvað þeir peningar sem hafa farið í svona fyrirgreiðslupólitík um allt land hafi kostað kjósendur. Sú fyrir- greiðsla sem Alberti Guðmundssyni er legið á hálsi fyrir er að hjálpa einstaklingum jafnt og t.d. íþrótta- félögum, bindindisfélögum og öðrum sem göfga mannlífið. Hvað ætli sé betri forvöm gegn vímuefna- neyslu, en stuðningur við þessa aðila. Einnig má minna á eitt af mörgum dæmum um gott málefni sem Albert hefur stutt. Það er þeg- ar hann gerði Slysavamafélagi íslands kleift að eignast varðskipið Þór sem nú hefur sannað ágæti sitt sem slysavamaskóli fyrir sjó- menn. Mig langar að minna á orð Guð- mundar G. Þórarinssonar í sjón- varpsviðtali fyrir nokkru. Þar var hann spurður hvemig stjómmála- maður Albert Guðmundsson væri. II?nn svaraði því til að hann ætlaði ekki að gefa yfírlýsingu um það hvers konar stjómmálamaður Al- bert væri, en sagðist vita það að Albert Guðmundsson hefði hjartað á réttum stað. Þetta fannst mér drengilega mælt og lýsir það báðum þessum mönnum. Ég ætla ekki að dæma um sið- ferði eða siðleysi stjómmálamanna eða annarra. Óll gerum við einhvem tíma mistök og viljum þá gjaman láta dæma okkur eftir því hvemig við höfum breytt á lífsleiðinni. Ég er þess fullviss að Albert gæti bor- ið höfuðið hátt ef hans lífshlaup og hans mistök um ævina væru lögð á vogarskálamar. Sumir segja að stuðningsmenn Borgaraflokksins séu að launa Al- bert greiða með því að lqósa S-listann. Hið rétta er að fólk kýs svari þéirra sem telja að hið opinbera „kerfi" hafí brotið á þeim eða mismunað. Taki íslenskir emb- ættismenn jafn mikið tillit til umboðsmanns og gert er annars staðar í heiminum er þetta stærsta réttarbót í stjómsýslu sem hugsast getur. Sem dæmi má nefna, að umboðs- maður lætur embættismann ekki komast upp með að banna einum það sem öðrum hefur verið leyft. Hvergi getur almenningur fengið betri skjöld. Hvergi er hlustað af jafn míkilli athygli á rödd litla mannsins — sama hvað hann kýs og sama hvar hann býr. Auknar siðferðiskröfur — engar siðferðiskröfur Hvað vill þjóðin? Þótt íslenskt þjóðfélag hafi orðið á eftir öðrum að byggja upp opin- bert siðferði þýðir það ekki að eina lausnin sé að kjósa yfír sig þrýsti- hópa eða auka glundroðann. Nú hillir undir auknar siðferð- iskröfur til stjómmálamanna. Til þess að svo verði þarf að styðja við bakið á þeim stjómmálamönnum sem stefna í rétta átt, styðja þá sem vilja réttlæti fyrir alla — ekki bara sinn þrýstihóp. Stígum næsta skref með þeim, ekki móti. Höfundar eru athafnamenn í Reykjavík. Leó á að bakiárs starfsnám hjá Ombudsmand í Kaupmannahöfn. Borgaraflokkinn vegna málefnanna og vegna þess að mörgum finnst að hinir flokkamir hafí fjarlægst fólkið í landinu og séu búnir að gleyma því að þeir eiga að vinna í þágu allra landsmanna, en ekki fárra útvaldra. Kjósendur „ráða“ þingmenn til þess að sinna ákveðnum verkefnum á þingi en ekki til þess að draga hvern annan ofan í skítinn. Það em kjósendur sem endurnýja, eða segja upp ráðningarsamningum þegar í kjörklefann kemur. Þeir vita sínu viti og finna hvað að þeim snýr. Frambjóðendur ættu að sýna kjós- endum meiri virðingu, bæði fyrir og eftir kosningar. Mér finnst skömm að því að bjóða væntanleg- um kjósendum ekki upp á betri og drengilegri kosningabaráttu, en það að vera sífellt að sverta persónu Alberts Guðmundssonar. Það virð- ist gleymast að þessi skrif koma við alla þá sem tengjast honum og þá sem ætla að kjósa Borgaraflokk- inn og gerir þá bara enn staðfastari í því að fylkja sér saman og mót- mæla svona aðferðum hressilega í kjörklefanum á kosningadaginn. Við ættum öll að minnast orða forsetans okkar, Vigdísar Finn- bogadóttur, við síðustu þingslit: „Að láta ekki þau orð falla í hita leiksins sem ekki verða tekin til baka.“ Mig langar að lokum að minnast á Hjálparstofnun kirkjunnar í fram- haldi af þeim orðum sem ég hef sett hér fram. Mistök voru gerð. Nú rétta hjálp- arstofnunarmenn fram sáttahönd til þjóðarinnar með því að fara af stað með söfnun handa bágstöddum nú fyrir páskahátíðina. Við íslend- ingar skulum nú sýna það í verki að við viljum fyrirgefa, rétt eins og við viljum að okkur sé fyrirgefið. Það er von mín að íslenska þjóð- in eigi bjarta framtíð og gleymi því ekki að við búum í einu besta landi heims, þegar á allt er litið. Höfundur er varðstjóri íflug- þjónustudeild Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar. sínum en sýningu hennar fer senn að ljúka. Kjarvalsstaðir: Skúlptúr- sýningn að ljúka SÝNINGU Sóleyjar Eiríksdóttur á gangi Kjarvalsstaða lýkur 20. apríl nk. Sóley sýnir þar skúlpt- úra úr leir og eru fiestir unnir á þessu ári. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar og er sýningin opin kl. 14.00-22.00. Þjóðfélagið og kjósandinn - kjósandinn og þjóðfélagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.