Morgunblaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987
Nýr vinstri flokk-
ur á Grikklandi
Sólstólinn á myndinni hér fyrir ofan er að finna við
hraðbraut í Mendrisio í Sviss. Gripurinn, sem er 13
metrar á hæð og vegur sex tonn, var settur upp á
mánudaginn og staðhæfðu smiðimir, að hann væri
stærsti sólstóll í heimi. Því miður fékk hann ekki
að standa lengi, því að lögreglan reif hann niður
strax næsta dag. Sagði hún gripinn vera hættuleg-
an, þar sem hann drægi að sér athygli ökumanna,
sem ættu leið þama um. Markmið smiðanna var að
komast á blað hjá Heimsmetabók Guiness.
Aþenu, Reuter.
LEONIDAS Kyrkos, leiðtogi Evrópu-kommúnista á Grikkl-
andi, lýsti yfir því í gær að í næstu viku ætlaði hann opin-
berlega að stofna nýjan flokk. Kvaðst Kyrkos vonast til þess
að flokknum tækist að blása nýju lífi í vinstri hreyfinguna á
Grikklandi.
Nýi flokkurinn verður formlega
stofnaður 22. apríl, en starfsmenn
hans segja að þegar hafí tíu þús-
und félagar gengið í flokkinn.
Persaflói:
Ráðist á
gripa flutn-
ingaskip
Bahrain, Reuter.
KINDA-flutningaskipið Corri-
edale Express sendi út
neyðarkall á Persaflóa í gær
og sagðist hafa orðið fyrir
árás óþekktra herskipa. Talið
var að skipið stæði í ljósum
logum. Iranir hafa gert árásir
á skip á þeim slóðum, þar sem
kindaskipið var statt.
Samkvæmt neyðarkallinu var
sauðfjárflutningaskipið statt á
miðjum Persaflóanum undan
strönd Qatar þegar það varð fyrir
árás. Var það á leið frá Kuwait
til Ástralíu og var talið að það
væri tómt. Skipið er í ferðum
milli Ástralíu og Kuwait og flytur
um 40 þúsund kindur í hverri ferð.
Er það 8.186 lestir að stærð.
íranir sögðu í gær að hersveitir
þeirra og skæmliðar kúrda hefðu
gert leifturárás á stöðvar Iraka
austur af Kirkuk-olíuvinnslusvæð-
inu og fellt eða sært á sjöunda
hundrað hermenn. íranir sögðust
hafa tekið 98 íraska hermenn til
fanga.
Stærsti sólstóll í heimi
Kyrkos, sem er leiðtogi grískra
kommúnista, sagði að flokkurinn
ætti að höfða til þeirra, sem hafa
orðið fyrir vonbrigðum með sósía-
listaflokkinn PASOK, sem nú er
við völd, og Kommúnistaflokkur
Grikklands (KKE), sem fylgir
Moskvu-línunni.
„Flokkur okkar verður nefndur
Nýi vinstri flokkurinn," sagði
Kyrkos á blaðamannafundi. Nú-
verandi flokkur Kyrkosar gagn-
rýnir bæði ráðamenn í Washing-
ton og Moskvu og er hlynntur
aðild að Evrópubandalaginu. KKE
hafnar aðild að Evrópubandalag-
inu og vill draga Grikkland út úr
Atlantshafsbandalaginu.
Aukin geislun í andrúmsloftinu:
Kemur ekki frá Sovétríkjunum
- segir kjarnorkumálaráðherra Sovétríkjanna
Tókýó, Reuter.
NIKOLAI Lukonin, kjarnorkumálaráðherra Sovétríkjanna,
fullyrti í gær að ekkert kjarnorkuslys hefði orðið í Sovétríkjun-
um nýlega, en víða í Vestur-Evrópu hefur mælst aukin geislun
í andrúmsloftinu.
til baka. Hluti fólksins bjó í þorp-
um í 10-30 kílómetra fjarlægð frá
Chernobyl. Hann sagði að hægt
yrði að leyfa fólki að snúa til 28
þorpa á þessu svæði eftir leysing-
ar í vor.
Lukonin sagði á alþjóðafundi
um kjamorkunotkun í Tókýó að
engin óvenjuleg geislun hefði
mælst í geislamælistöðvum Sov-
étríkjanna, sem væru 14 talsins
og dreyfðar um landið. Hann sagði
að mælingar hefðu ekki gefið til
kynna að geislun hefði aukist eft-
ir að Sovétmenn hófu aftur
kjamorkusprengingar í tilrauna-
skyni.
Wolfgang Weiss, forstöðumað-
ur opinberrar stofnunar í Frei-
burg, sem fylgist með geislun í
andrúmsloftinu, sagði rannsóknir
benda til að mikil geislun, sem
mælst hefði að undanförnu, hefði
borizt frá kjamorkuveri í miðhluta
Sovétríkjanna.
Lukonin sagði. að 135.000
manns, sem fluttir hefðu verið
brott af svæði umhverfis kjarn-
orkuverið í Chernobyl, hefðu snúið
Bretland:
Atvinnulausum fækkar
London, Reuter.
Atvinnuleysingjum fækkaði í Bretlandi í marz-mánuði og hafa þeir
ekki verið færri í hálft þriðja ár. Haldi sama þróun áfram fer tala
atvinnulausra undir þrjár milljónir í júni nk.
Samkvæmt upplýsingum hins op-
inbera voru 3,14 milljónir manna
skráðir atvinnulausir í marz eða
82.439 færri en í febrúar og 180.406
færri en í sama mánuði í fyrra.
Þegar fjöldinn hefur verið veginn
með tilliti til árstíðar nemur fyöldi
atvinnulausra 3,04 milljónum manna,
eða 11,1% vinnufærra. Hið vegna
atvinnuleysi er talið gefa bezt til
kynna hvert stefnir á vinnumarkaðin-
um og undanfama sex mánuði hefur
þessi árstíðabundna viðmiðun lækkað
um 25 þúsund á mánuði.
HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD REAL TIME
Bylting í gerð aldrifsbíla
Velursjálfvirkt hvenær
þörf er á framhjóla-
.afturhjóla- eðaaldrifi.
Kynnist þessum frá-
bæru eiginleikum.
Honda, merki
hinnavandlátu.
Verð 2. apríl
kr. 576.000,-
HONDA Á ÍSLANDl, VATNAGÖRÐUM 24 S. 689900