Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 37

Morgunblaðið - 16.04.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 ^37 MorgunblaÖið/Árni Sæberg • Sigurborg Gunnarsdóttir og Sjólaug Bjarnadóttir verjast hér sókn Anniku Joensen í leiknum í gær. Tap gegn stjörnu- prýddu liði Ítalíu „VIÐ erum nú bara svekktir yfir því að tapa þessum leik,“ sagði Guðni Kjartansson aðstoðarþjálf- ari íslenska ólympíuliðsins í knattspyrnu eftir að liðið hafðt tapað 2:0 fyrir liði Ítalíu sem er, eins og við höfum sagt frá, skipað leikmönnum sem leika með 1. deildarfélögum þar í landi og geta Blak: ísland því varla kallast áhugamenn. Það voru tveir leikmenn frá AC Milan sem skoruðu mörkin. Virtis á 40. mínútu og síðan bætti Tassotti síðara markinu við á 87. mínútu. íslenska iiðið lék vel að sögn Guðna þó svo þeir væru meira í vörn en hinir. Besta marktækifæri okkar manna var í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Torfason átti hörku skot úr aukaspyrnu talsvert utan við vítateig en Tacconi mark- verði Juventus tókst að verja meistaralega í horn. Friðrik Friðriksson stóð í mark- inu allan tímann og stóð sig vel. Aðrir leikmenn voru Guðni Bergs- son, Loftur Ólafsson, Ágúst Már Jónsson, Ólafur Þórðarson, Njáll Eiðsson, Viðar Þorkelsson, Pétur Arnþórsson, Halldór Áskelsson, Guðmundur Torfason og Guð- mundur Steinsson. Ingvar Guðmundsson kom inná fyrir Halldór undir lok leiksins og Þorsteinn Þorsteinsson kom inná fyrir Loft á 30. mínútu er Loftur snéri sig lítillega. Ólafur Þórðarson fékk að líta gula spjaldið hjá slökum dómara sem var frá Möltu. vann ÍSLENSKA karlalandsliðið vann strákana frá Færeyjum í örðum landsleik þjóðanna í gærkvöldi 3:0. Lokatölur urðu 15:8, 15:8 og 15:13. Liðin leika í dag í Haga- skóla og hefst fyrri leikurinn klukkan 14. Islenskur sigur gegn ungu liði Færeyja ÍSLENSKA kvennalandsliðið í blaki átti ekki i' miklum erfileikum með að leggja það færeyska er liðin mættust í Hagaskólanum f gærkvöldi. ísland vann 3:0 án þess að sýna sitt rétta andlit. Fyrstu hrinuna unnu okkar stúlk- ur 15:4 og var mótstaða Færey- inga ekki mikil. Önnur hrinan byrjaði með því að íslenska liðinu var stillt vitlaust upp og varð því að framkvæma skiptingu. Þetta virtist hafa slæm áhrif á liðið þó svo breyting væri gerð fljótlega. Hrinan endaði 16:14 eftir að Fær- eyingar höfðu haft 13:14 yfir. Þriðju hrinuna unnum við svo 15:4 eins og þá fyrstu. Það var enginn í íslenska liðinu sem lék mjög vel. Allar voru þó þokkalegar, gerðu ekki mikið af mistökum en sýndu ekki það sem þær eiga aö geta. Lið Færeyinga er mjög ungt og England: Dautt jaf ntef li TOTTENHAM og Manchester City skildu jöfn í gærkvöldi. Bæði liðin skoruðu eitt mark. McNab skoraði úr vítaspyrnu fyrir City en Claessen jafnaði fyrir Tottenham. Bæði liðin þurftu að vinna leikinn til þess að bjarga sér, City frá falli en Tottenham til að komast nær Everton. Nú munar 9 stigum á þeim. Keilubanar urðu íslandsmeistarar KEILUBANAR urðu á dögunum íslandsmeistarar í keilu er þeir unnu 1. deildina með nokkrum yfirburðum. Feykjurnar urðu meistarar í kvennaflokki og í 2. deild karla vann Yfirliðið og J.P. kast vann í þriðju deild. Hæsta meðalskor einstaklings í vetur hefur Halldór R. Halldórsson náð, eða 179 stig, og hann á einn- ig hæsta skorið, 248 stig og er NM fatlaðra um páskana UM páskana fer fram f Færeyjum Norðurlandamót fatlaðra f sundi og munu 14 íselnskir keppendur taka þátt í mótinu. Góður árangur íslenska sund- fólksins á íslandsmótinu sem fram fór í Keflavík fyrir tveimur vikum gefur góðar vonir um að í mörgum greinum munu íslensku keppend- urnir berjast um verðlaunasæti. árangur hans ansi hreint góður. Höskuldur Höskuldsson átti hæstu seríuna í vetur 612 stig. Hæsta skor liös voru 782 stig og þar voru Þrestirnir fremstir, meðaltalið er 195 stig á mann. Fellibylur átti hæstu seríuna eða 2160 stig sem eru 540 stig að meðaltali á mann í liðinu. Þrestir hafa hæsta meðaltalið yfir veturinn, 166 stig og þeir eru einnig stjörnuliðið því þeir unnu sér inn 121 stjörnu í vetur. Prost vann ALLAN Prost hóf tiltilvörn sína í Formula I kappakstrinum með sigri í brasilíska kappakstrinum um síðustu helgi. Hann ók McLaren, en Nelson Piquet á Williams varð annar. Þriðji f röð- inni varð Stefan Johansson á Ferrari. léku fimm stúlkur sinn fyrsta lands- leik. Bestar voru nýliðarnir Annika Joensen og Susanna Mcbirnie og Finngerð Sólbjarg átti einnig ágæt- an leik. -sus • Þorgils Óttar og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum á næstu Ólympfuleikum. ísland í erfið- ari riðlinum ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik getur varla talist öfundsvert af riðlinum sem það lenti í er dregið var í riðla fyrir handknatt- leikskeppnina á Ólympíuleikun- um í Seoul á næsta ári. Dregið var í gær og það er ekki laust við að nokkurrar svartsýni gætti meðal manna fyrst eftir dráttinn þvf riðillinn er geysilega erfiður. Með okkur í riðli eru heims- og ólympíumeistararnir frá Júgó- slavíu, Svíar, Sovétmenn og lið frá Ameríku, líklega Bandaríkin eða Kúba, og lið frá Afríku, líklega Alsír eða Túnis. í hinum riðlinum eru Ungverjar, Austu-Þjóðverjar, Spánverjar, Suður-Kórea, Tékkóslóvakía og lið frá Asíu, líklega Kína eða Japan. Drátturinn fór þannig fram að fyrst var eitt land, af þeim sex sem komust beint úr HM í Sviss, dreg- ið og sett í A-riðil. Upp kom nafn heimsmeistarana, Næsta nafn var Ungverjaland og fóru þeir í B-riðil, Sviar í A-riðil, A-Þjóðverjar í B- riðil, ísland í A-riðil og Spánverjar í B-riöil. Þar með voru bestu liðin frá Sviss komin í riðla. Næst á dag- skrá var að og gestgjafarnir, S-Kórea, máttu velja sér riðil og þeir voru ekki lengi að því, völdu B-riðilinn, enda er hann mun árennilegri. ✓ Sovétmenn lenntu síðan í A- riðlinum með okkur en Tékkar í hinum. Það má svo sem gera að því skóna að okkar riðiil sé skárri kost- urinn. Líklega verða strákarnir fegnari því að leika við Svía, þó svo alltaf hafi gengið illa á móti þeim, en gegn Kóreu með 20.000 áhorfendur á móti sér. Sovétmenn á að vera hægt að vinna svo og Júgóslava eins og við höfum séð á undanförnum misser- um. Ekki ættum við að þurfa að óttast liö Afríku né Ameríku þó svo allt sé mögulegt í íþróttum. Þrjár efstu þjóðirnar í hvorum riðli leika síðan um sex efstu sæt- in sem veita þátttökurétt á HM í Tékkóslóvakíu árið 1990. Raun- hæft markmið virðist að ná því. Allt fyrir ofan það er frábært og þó svo ekki tækist að komast þangað þá þarf enginn að skamma sín fyrir að vera í 8. sæti í keppni sem þessari. Þýskaland: Stórsigur hjá Stuttgart Frá Jóhanni Inga Gunnarsuyni f Vestur-Þýskalandi. STUTTGART vann stórsigur á Köln í gærkvöldi. Leikmenn liðs- ins skoruðu fimm mörk gegn einu marki Kölnar og er Stuttgart nú í þriðja sæti. Mannheim vann Kaiserslautern 4:3 í hörkuleik þar sem Walter skoraði öll fjögur mörk Mannheim. Liðið fékk dæmdar þrjár vítaspyrn- ur og skoraði Walter úr tveimur þeirra. Hann er nú markahæstur í deildinni með 18 mörk. Ekkert lát virðist á velgengni Bayern Miinchen. Liðið vann Werder Bremen 3:2 og eru þeir nú fjórum stigum á undan HSV sem varð að láta sér lynda 1:1 jafntefli gegn Homburg. Uerdingen tapaði óvænt á heimavelli fyrir Nurnberg 3:4 og Frankfurt og Bochum gerðu 1:1 jafntefli. í fyrrakvöld voru þrír leikir. Glad- bach vann þá Leverkusen 2:0 og Schalke vann Dusseldorf 4:2 en Berlin og Dortmund skildu jöfn, hvoru liði tókst að gera eitt mark.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.