Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 45

Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 45 Minnisblað lesenda um páska MORGUNBLAÐIÐ veitír les- endum sínum að venju upplýs- ingar um heilsugæslu, sérleyf- isferðir, strætísvagna og aðra þjónustu um bænadaga og páska. Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítalans er opin allan sólar- hringinn. Sími þar er 696600. Læknaþj ónustua Helgarvakt lækna hófst kl. 17.00 í gær og lýkur kl. 8.00 á þriðjudagsmorgun. Sími vaktar- innar er 21230. Á Heilsuverndarstöðinni er hægt að panta viðtalstíma við heimilislækna á kvöldin og um helgar, eru nánari upplýsingar veittar í síma 21230. Sjálvirkur símsvari Læknafé- lags Reykjavíkur er í síma 18888. Tannlæknavakt Tannlæknavakt verður alla páskadagana kl. 10.00-11.00. Á skírdag og föstudaginn langa sér Friðrik Ólafsson um vaktina. Hann er til húsa á Barónsstíg 5 og er sími hans 22969. Laugardag og páskadag verður Hannes Ríkarðsson, Ármúla 26, með vaktina. Sími hans er 685865. Annan páskadag er hægt að leita til Þorsteins Scheving, Ein- holti 2, í síma 21430. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefur símann 11100, slökkviliðið í Hafn- arfirði símann 51100 og slökkvi- liðið á Akureyri 22222. Lögregla Lögreglan í Reykjavík hefur símann 10200. Neyðarsími er 11166 og upplýsingasími 11110. Lögreglan á Akureyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og í Hafnarfírði 51166. Sjúkrabílar Aðstoðar sjúkrabifreiða má leita í síma 11100 í Reykjavík. í Hafnarfírði er síminn 51100 og á Akureyri 22222. Lyfjavarsla í dag eru Laugavegs og Holts apótek opin, en það fyrrnefnda sér um næturvörsluna. Á föstu- daginn langa, páskadag og annan í páskum sjá Lyfjabúðin Iðunn og Garðs Apótek um þjónustuna, en það fyrmefnda verður með nætur- vörslu. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjónustur eru í C blaði á bls. 50 C og 51 C. Skrá yfír fermingarböm er að finna á bls. 38 C,39 C,40 C,41 C og 42 C. Utvarps og sjónvarps- stöðvar Dagskrá útvarpsstöðvanna og sjónvarpsstöðvanna ásamt efnis- úrdráttum nokkurra dagskrárliða er að fínna á bls. 6, 64, 65, 66 og 67. Hvað er að gerast um páskahelgina ? Upplýsingar um listir og menn- ingarviðburði helgarinnar eru birtar á bls. 64 C og 67 C. Bilanir Bilanir hitaveitu, vatnsveitu og gatnakerfís tilkynnist til Vélamið- stöðvar Reykjavíkur í síma 27311. Þar er vakt allan sólarhringinn. Símabilanir er hægt að tilkynna í síma 05 frá kl. 8-24 alla daga. Þá er Rafmagnsveita Reykjavíkur með bilanavakt allan sólarhring- inn í síma 686230. í neyðartilfell- um fara viðgerðir fram eins fljótt og auðið er. Opnunartími verslana og söluturna Verslanir eru lokaðar um pá- skana, en á laugardag er leyfílegt að hafa opið frá kl. 9.00-16.00. Sölutumar mega vera opnir á skírdag, laugardag og annan í páskum til kl. 23.30, en verða að venju lokaðir á föstudaginn langa og páskadag. Afgreiðslutímar bensínstöðva Á skírdag og annan í páskum verða bensínstöðvar opnar frá kl. 9.30-11.30 og 13.30-16.00. Á laugardag er opið frá 7.30-21.15. Föstudaginn langa og páskadag er lokað. Bensínafgreiðslan á Umferðar- miðstöðinni er opin frá kl. 21.00- 24.00 í kvöld, á laugardagskvöld er hún opin frá kl. 21.00-24.00 og á annan páskadag kl. 21.00- 01.00. Föstudaginn langa og páskadag er lokað. Utan afgreiðslutíma bensín- stöðva er bifreiðastjórum bent á að notfæra sér þjónustu sjálfsala sem staðsettir em á bensínstöðv- um víðsvegar um borgina og víða úti á landi. Athugið að í flestum tilvikum taka sjálfsalamir einung- is við 100 króna seðlum. Strætisvagnar Reykjavíkur í dag og annan páskadag aka strætisvagnamir eins og á sunnu- dögum. Föstudaginn langa og páskadag hefst akstur kl. 13.00, en síðan er fylgt tímatöflu sunnu- daga. Á laugardag hefst akstur- inn á venjulegum tíma og verður ekið eftir laugardagstímatöflu. Strætisvagnar Kópa- vogs Vagnar í Kópavogi fylgja sunnudagstímatöflu í dag og ann- an í páskum. Á föstudaginn langa og á páskadag hefst akstur kl. 14.00 en fylgir síðan tímatöflu sunnudaga. Á laugardag er venju- bundinn tímatafla í gildi. Mosfellsleið I dag og annan í páskum ekur Mosfellsleið samkvæmt sunnu- dagsáætlun. Föstudaginn langa og páskadag er engin ferð. Á laugardag em ferðir eins og aðra laugardaga. Nánari upplýsingar em gefnar í síma 667411. Langf erðabílar Búist er við miklum önnun á Umferðarmiðstöðinni um pá- skana, þó sérstaklega í dag. Ejöldi farþega hefur jafnan skipt þús- undum bænadagana. í dag era reglulegar ferðir frá Umferðamiðstöðinni til allra áfangastaða. Bflum verður bætt við þar sem þurfa þykir. Ein au- kaferð verður farin til Hólmavík- ur. Á föstudaginn langa verður ekki ekið á lengri leiðum, en fam- ar ferðir upp í Bláfyöll, ef skíða- svæðið verður opið, til staða á Suðumesjum og austur fyrir fjall. Um kvöldið er ferð til Borgamess. Á páskadag er fylgt sömu áætl- un og á föstudaginn langa, en annan í páskum verður sunnu- dagsáætlun í gildi. Engin breyting verður á áætlun á laugardag. Allar nánari upplýsingar um sérleyfisbifreiðir em veittar í síma 91-22300. Vegaeftirlit Upplýsingasímar Vegaeftirlits- ins em 91-21000 og 91-21001. SigríðurH. Guðjóns- dóttir - Minning Tómas Sigurgeirs■ son — Kveðjuorð Fædd 18. júlí 1921 Báin 7. apríl 1987 Sigríður var fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Mál- hildar Þórðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Hún var yngst níu systk- ina. Sigríður missti móður sína þegar hún var 15 ára gömul og tók þá við húsmóðurstarfínu á meðan faðir hennar og eldri systkini, sem vom ennþá í föðurhúsum, stunduðu vinnu sína. 7. febrúar 1942 gekk Sigríður að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Kristján R. Þorvarðarson bmnavörð í Reykjavík. Þau hjón eignuðust þijár dætur, Þórhildi, f. 26. apríl ’42, Sigríði, f. 11. janúar ’42, og Guðjón, f. 5. apríl ’55, sem dó að- eins nokkurra vikna gömul. Þór- hildur og Sigríður eiga þijú börn hvor. Þórhildur búsett í Mosfells- sveit, gift Eggert Bogasyni, en Sigríður á Sauðárkróki, gift Viðari Vilhjálmssyni. Bamabamabömin em orðin tvö. Þegar sest er niðiir til að skrifa fáeinar línur um ömmu sína fer hugurinn að reika um allar þær góðu minningar, sem við eigum um þessa konu, sem hefur svo margt kennt okkur og gert fyrir okkur bamabömin. Efnið mundi nægja í heila bók. Alltaf var gott að koma heim til ömmu og afa í Hólmgarðinn, þar naut maður hlýju og öryggis. Gam- an var að hlusta á ömmu segja frá uppvaxtaráram sínum og eitt er víst að sú kynslóð fólks mundi og man tímana tvenna. Það vom viss atriði sem amma lagði ríka áherslu á að við framfylgdum, það er. trú- mennsku, heiðarleika, háttvísi og snyrtimennsku og því fylgdi hún ávallt sjálf. Það var ömggt að ef amma iofaði einhveiju þá stóð hún við það. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur bamabömin að þakka samfylgdina við þessa fómfúsu og elskulegu konu og við biðjum guð um að styrkja afa okkar við fráfall hennar. Fyrir hönd bamabamanna, Kristín G. Friðbjörnsdóttír Útför hennar fór fram 15. apríl. Fæddur 18. april 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Vegna þess að hann afí, Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum, hefði orðið 85 ára núna 18. aprfl langar mig að skrifa örfá orð, enn afa hef ég kailað hann síðan ég kom inn í þessa fjölskyldu. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 17. febrúar eftir tveggja mánaða legu og var jarðsunginn frá Reykhólum laugardaginn 21. febrú- ar. Það var fremur tómlegt að koma í Reykhóla núna, enginn afí á hom- inu við eldhúsborðið og enginn á neðsta pallinum til að kveðja þegar við fómm. Það vom mikið dýrmæt- ar stundir að fá að sitja hjá honum þessar síðustu vikur og fá að halda í höndina á þessum yndislega manni sem gaf mér svo mikið af sjálfum sér. Hans er sárt saknað. Hrædd er ég um að drengimir hans, sem stunduðu grásleppu á vorin, eigi eftir að sakna að hafa ekki afa til að tala við um veiði eða veiðileysu. Litlu iangafastúlkumar á Máva- túni, þær Dísa og Dídí, sendu afa sínum bréf i sjúkrahúsið og í því var mynd af sól og mikið var hann ánægður að fá bréfíð og bað um annað sem átti að sýna fífla og sóleyjar, það lýsir bezt hve mikið náttúrabam hann var. Það var gott að koma til afa og ömmu á vorin og mikið reyndust þau okkur og bömunum okkar vel. _______BrSds________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var margt um manninn, spilað í tveimur 14 para riðlum. Þessi leikur verður endurtekinn í Breiðholti á þriðju- daginn kemur en annan þriðjudag hefst vortvímenningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridsdeild Skag-firðing-a Þriðjudaginn 14. apríl var spilað- ur eins kvölds tvímenningur í tveimur riðlum. Efst urðu þessi pör A-riðill: Sigmar Jónsson — Óskar Karlsson 123»- Amar Ingólfsson — Magnús Einarsson 117 Muret Serdas — Þorbergur Ólafsson 113 B-riðill: Eyþór Hauksson — Friðrik Wdowiak 102 Rögnvaldur Möller — Kristján Ólafsson 96 Ármann J. Lámsson — Helgi Viborg 92 Þriðjudaginn eftir páska, 21. apríl, verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Þriðjudaginn 28. apríl verður spiluð sveitakeppni við Bridsdeild Húnvetninga, skráning er hjá Sig- mari Jónssyni í síma 35271 eða 687070. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Með dóttur minni og afa mynduð- ust náin tengsl þegar hún var nokkur sumur hjá þeim meðan þau stunduðu enn búskap og á hún eft- ir að njóta þess um ókomna framtíð að hafa fengið að vera hjá þessum blíðu og góðu hjónum. Ég vil ljúka þessu með að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. Alda María Magnúsdóttír Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.