Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 62

Morgunblaðið - 16.04.1987, Page 62
pq* • 7«or TIWA ar 5?TTnArrTTMVnp»í OT(7líTV.HrvHOV 62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 COSMOLUX S m Þegar þú hefur reynt COSMOLUXS sólaríum peruna einu sinni þá skilur þú hvers vegna þúsundir sóldýrkenda um allan heim SJÁ EKKI SÓLINA FYRIR COSMOLUX S COSMOLUX S Er ný hátækniþróuð pera sem eykur vellíðan, auk þess sem hún gefur fallegri lit, Á STYTTRI TÍMA COSMOLUX LAMPARNIR ERU AÐ SJÁLFSÖGÐU VIÐURKENNDIR AF HEILBRIGÐISYFIRVÖLDUM. HÖFUM EINNIGÁ BOÐSTÓLUM COSMOLUX-R, COSMOLUX-RA OG COSMOLUX-RS SÓLARÍUM SPEGLAPERUR. PÁLL STEFÁNSSON Umboðs- & Heildverslun Ðllkahólum 12.111 Reykjavík, siml (91)72530 Styrkþegar ásamt formanni félagsins talið frá vinstri: Málfríður Konráðsdóttir, Þórey Guðmundsdóttir formaður og Steinunn Stef- ánsdóttir, sem veitti styrknum móttöku fyrir hönd móður sinnar, Helgu Ólafsdóttur. Námskeið í eflingu dulrænna hæfileika ÞRÍDRANGUR, sem starfað hef- ur frá 3. október 1986, sinnir nýstárlegu fræðslustarfi, félagið býður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra um heildrænar aðferðir. Meðal nýrra námskeiða er miðilsþjálfun og er námskeið- ið ætlað þeim, sem áhuga hafa á eflingu andlegra og dulrænna hæfileika. Tvö helgamámskeið í miðilsþjálf- un verða haldin tvær næstu helgar á Hótel Loftleiðum. Heíjast þau 18. og 19. apríl og 25. og 26. apríl og standa frá kl. 10.00 til 18.00. Leiðbeinandi er breski miðillinn Moich Abrahams. í um tíu ár hefur hann verið í þjálfun undir hand- leiðslu heimsþekktra miðla. Asamt miðilsþjálfuninni teiknar hann og málar vemdaranda fólks. Síðastlið- ið ár hefur hann verið í leiðbein- andaþjálfun á vegum fyrirtækisins „Kairos foundation" þar sem ný- stárlegar og áhrifaríkar aðferðir eru Moich Abrahams kenndar til að bæta gæði eigin lífs. Moich kom fyrst til Islands í maí 1986 og hélt þá tvö námskeið við mjög góðar undirtektir þátttak- enda. (Fréttatilkynning) Kvenstúdenta- félagið: Tveir styrk- ir veittir á aðalfundi AÐALFUNDUR Kvenstúd- entafélags íslands og Félags íslenskra háskólakvenna var haldinn í veitingahúsinu Við tjörnina í febrúar sl. Félagið verður 60 ára 7. apríl á næsta ári. A fundinum voru veittir tveir styrkir og þá hlutu Helga Ólafsdóttir, sem stund- ar nám í bókasafnsfræðum fyrir blinda og fatlaða, og Málfríður Konráðsdóttir til endurmenntunar i píanóleik. í haust gaf félagið út frétta- bréf og áskotnaðist því nokkurt fé vegna styrktarlína og auglýs- inga, en fé þetta rann í styrktar- sjóðinn. Árshátíð félagsins verður haldinn 8. maí nk. á Hótel Borg og munu stúdínur úr MR 1962 sjá um skemmtiatriði. Stjórn félagsins skipa: Þórey Guðmundsdóttir formaður, Ólöf Kj. Knudsen varaformaður, Þórhildur Sandholt gjaldkeri, Geirlaug Þorvaldsdóttir ritari, Sigríður H. Jónsdóttir ritari 2, Bergþóra Kristinsdóttir með- stjómandi, Ragnheiður Ágústs- dóttir meðstjómandi, Helga Brynjólfsdóttir varamaður og Guðrún M. Jónsdóttir varamað- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.