Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 16.04.1987, Qupperneq 62
pq* • 7«or TIWA ar 5?TTnArrTTMVnp»í OT(7líTV.HrvHOV 62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1987 COSMOLUX S m Þegar þú hefur reynt COSMOLUXS sólaríum peruna einu sinni þá skilur þú hvers vegna þúsundir sóldýrkenda um allan heim SJÁ EKKI SÓLINA FYRIR COSMOLUX S COSMOLUX S Er ný hátækniþróuð pera sem eykur vellíðan, auk þess sem hún gefur fallegri lit, Á STYTTRI TÍMA COSMOLUX LAMPARNIR ERU AÐ SJÁLFSÖGÐU VIÐURKENNDIR AF HEILBRIGÐISYFIRVÖLDUM. HÖFUM EINNIGÁ BOÐSTÓLUM COSMOLUX-R, COSMOLUX-RA OG COSMOLUX-RS SÓLARÍUM SPEGLAPERUR. PÁLL STEFÁNSSON Umboðs- & Heildverslun Ðllkahólum 12.111 Reykjavík, siml (91)72530 Styrkþegar ásamt formanni félagsins talið frá vinstri: Málfríður Konráðsdóttir, Þórey Guðmundsdóttir formaður og Steinunn Stef- ánsdóttir, sem veitti styrknum móttöku fyrir hönd móður sinnar, Helgu Ólafsdóttur. Námskeið í eflingu dulrænna hæfileika ÞRÍDRANGUR, sem starfað hef- ur frá 3. október 1986, sinnir nýstárlegu fræðslustarfi, félagið býður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra um heildrænar aðferðir. Meðal nýrra námskeiða er miðilsþjálfun og er námskeið- ið ætlað þeim, sem áhuga hafa á eflingu andlegra og dulrænna hæfileika. Tvö helgamámskeið í miðilsþjálf- un verða haldin tvær næstu helgar á Hótel Loftleiðum. Heíjast þau 18. og 19. apríl og 25. og 26. apríl og standa frá kl. 10.00 til 18.00. Leiðbeinandi er breski miðillinn Moich Abrahams. í um tíu ár hefur hann verið í þjálfun undir hand- leiðslu heimsþekktra miðla. Asamt miðilsþjálfuninni teiknar hann og málar vemdaranda fólks. Síðastlið- ið ár hefur hann verið í leiðbein- andaþjálfun á vegum fyrirtækisins „Kairos foundation" þar sem ný- stárlegar og áhrifaríkar aðferðir eru Moich Abrahams kenndar til að bæta gæði eigin lífs. Moich kom fyrst til Islands í maí 1986 og hélt þá tvö námskeið við mjög góðar undirtektir þátttak- enda. (Fréttatilkynning) Kvenstúdenta- félagið: Tveir styrk- ir veittir á aðalfundi AÐALFUNDUR Kvenstúd- entafélags íslands og Félags íslenskra háskólakvenna var haldinn í veitingahúsinu Við tjörnina í febrúar sl. Félagið verður 60 ára 7. apríl á næsta ári. A fundinum voru veittir tveir styrkir og þá hlutu Helga Ólafsdóttir, sem stund- ar nám í bókasafnsfræðum fyrir blinda og fatlaða, og Málfríður Konráðsdóttir til endurmenntunar i píanóleik. í haust gaf félagið út frétta- bréf og áskotnaðist því nokkurt fé vegna styrktarlína og auglýs- inga, en fé þetta rann í styrktar- sjóðinn. Árshátíð félagsins verður haldinn 8. maí nk. á Hótel Borg og munu stúdínur úr MR 1962 sjá um skemmtiatriði. Stjórn félagsins skipa: Þórey Guðmundsdóttir formaður, Ólöf Kj. Knudsen varaformaður, Þórhildur Sandholt gjaldkeri, Geirlaug Þorvaldsdóttir ritari, Sigríður H. Jónsdóttir ritari 2, Bergþóra Kristinsdóttir með- stjómandi, Ragnheiður Ágústs- dóttir meðstjómandi, Helga Brynjólfsdóttir varamaður og Guðrún M. Jónsdóttir varamað- ur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.