Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Séð fyrir endann á um fjögurra ára „sorgarsögu“: Raðsmíðaskíp Stál- víkur í Garðabæ selt til Keflavíkur Kaupandi Jarlinn hf. og kaupverð rúmar 200 milljónir króna ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Jarlinn hf. í Keflavík hefur keypt raðsmíðaskip Stálvíkur hf. í Garðabæ. Aðaleigandi Jarlsins hf. er Páll Axelsson. Kaupverð skipsins er 206 milljónir og 586 þúsund krónur og er miðað við að skipið verði afhent í desember nk. Stálvik hefur átt i miklum fjárhagslegum vandræðum og hefur umrætt skip aukið á vand- ann, þar sem það hefur verið í smíðum í tæplega fjögur ár. Að sögn Jóns Sveinssonar, forstjóra Stálvíkur, er nú unnið að skuld- breytingu hjá fyrirtækinu. Þá mun sala raðsmíðaskipsins kalla á ráðningu um 50 starfsmanna til að ljúka smíði þess. Raðsmíðaskip þessi voru upphaf- lega fimm og smíði þeirra ákveðin af stjómvöldum í þeim tilgangi að útvega skipasmíðastöðvum verk- efni. Eitt var smíðað í Stálvík, tvö á Akranesi og tvö á Akureyri. Að sögn Jóns Sveinssonar, forstjóra Stálvíkur, hefur raðsmíðaskipið hjá þeim verið ein sorgarsaga, en með sölu þess og sérstökum aðgerðum rofar til með fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Smíði smábáta af stærð- inni 9,9 tonn hefur verið helsta verkefni Stálvíkur síðustu mánuði. Tveir bátar hafa þegar verið af- hentir en pantanir eru á annan tug talsins. Kaupsamningur Jarlsins og Stál- víkur var undirritaður 24. apríl sl. Skipið verður að sögn Jóns Sveins- sonar 42,5 metrar að lengd og á flórða hundrað tonn. Það mun fá leyfi til rækjuveiða. VEÐURHORFUR í DAG: YHRLIT á hádegi f gasr: Um 200 km vestur af Bjargtöngum er 1000 millibara djúp lægð sem þokast austur. SPÁ: Breytileg átt, gola eða kaldi (3-5 vindstig). Léttskýjað á aust- ur- og suðausturlandi en dálítil él á víð og dreif í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 3 til 8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Norðanátt og kalt i veðri. Él um noröanvert landiö en lóttskýjað sunnanlands. LAUGARDAGUR: Minnkandi norðanátt og áfram svalt í veðri. Él einkum á norðausturlandí en bjart veður í öðrum landshlutum. TAKN: ___/4 Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir — Þoka = Þokumóða * / # / * / * Slydda / * / # # # ## * * Snjókoma ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hhl 7 veöur úrkomaígr Reykjavlk 1 haglél Bergen 17 léttskýjað Helsinki 20 lóttskýjað Jan Mayen 0 úrkomafgr Kaupmannah. 17 léttskýjað Narssarssuaq -3 hélfskýjað Nuuk -8 snjókoma Osló 15 léttskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 6 rlgnlng Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 22 mistur Aþena Barcelona 18 vantar skýjað Berlfn 21 léttskýjað Chicago 14 helðskfrt Giasgow 19 léttskýjað Feneyjar 17 helðskfrt Frankfurt 23 skýjað Hamborg 23 lóttskýjað Las Palmas London 17 vantar rlgning LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 18 akýjað Madrfd 20 mlstur Malaga 20 mlstur Mallorca 19 alskýjað Miaml 20 lóttskýjað Montreal 3 skýjað NewYork 8 lóttskýjað Parfa 22 akýjað Róm 18 helðskfrt Vfn 19 lóttskýjað Washington 8 lóttskýjað Winnipeg 3 lóttskýjað Ágreiningur um dagskrár- stefnu Stöðvar 2 Jónas R. Jónsson dagskrárstjóri hættur og Goði Sveinsson tekinn við GOÐI Sveínsson hefur verið ráð- inn sem dagskrárstjóri á Stöð 2 í stað Jónasar R. Jónssonar, sem hætti störfum sfðastliðinn mánu- dag vegna ágreinings við sjón- varpsstjóra Stöðvar 2 um þá dagskrárstef nu, sem f mótun var. Nýi dagskrárstjórinn hefur starfað hjá Stöð 2 síðan um áramót, meðal annars við gerð erlendra samninga. Áður starfaði Goði hjá Amarflugi. Sighvatur Blöndal, markaðsstjóri Stöðvar 2, sagði í samtali við Morg- unblaðið að megindrættimir í dagskrárstefnu sjónvarpsstöðvarinn- ar væri að auka efni frá öðrum þjóðlöndum en Bandaríkjunum. „Þegar við vomm að byija sem ný sjónvarpsstöð, þurftum við vissulega Ottó Watne seldi í Hull OTTÓ Wathne NS seldi 129 lestir, mest þorsk, í Hull á miðvikudag. Heildarverð var 7,5 milljónir króna, meðalverð 57,89. Þetta er heldur lægra verð en að undanf- örnu hefur fengizt fyrir þorsk i Bretlandi. Það hefur verið í kring um 70 krónur sfðustu daga Talsvert af grálúðu er nú á leið á markaðinn í Þýzkalandi og óttast menn verðfall á henni. Eftirspum hefur verið umfram framboð að und- anfömu og verð því hátt, eða allt að 60 krónum á kíló. Hins vegar berast þær fréttir nú að utan, að Þjóðveijar bjóði grálúðu til sölu í Englandi á 42 krónur kílóið. Ein- hveijir hér heima hafa hætt við sölu á grálúðu af þessum sökum. að gera samninga við stóra aðila, sem helst var að fínna í Bandaríkjunum. Smærri aðilamir vildu hinsvegar sjá okkur komast á fætur áður en til samninga kæmi.“ Jónas sagðist ekki geta keyrt áfram með bílstjóra í aftursætinu sem vissi allt betur en hann sjálfur. „Ég fékk mig fullsaddann sl. mánu- dag og gekk út. Þetta er fyrst og fremst persónulegur ágreiningur milli mín og Jóns Óttars sem því miður þurfti að Ijúka svona. Við höf- um haldið með okkur marga spennu- fundina og sprengingar hafa átt sér stað með reglubundnu millibili frá því stöðin fór fyrst í loftið. Lengi vel gerði ég mér vonir um að sættir tækjust með okkur, en ég get ekki unnið ef ég hef ekki vinnufrið. Jón Óttar er með fínguma í öllu og rek- ur stöðina með miklum ærslagangi. Haldnir em þriggja tíma fram- kvæmdastjómarfundir tvisvar í viku þar sem hann einn hefur framsögu. Þess á milli tekur hann upp þætti með sjálfum sér og þegar ég er í útlöndum heldur hann blaðamanna- fundi um dagskrárdeild eða situr fyrir svörum á „Opinni línu“ um dagskrána." Jónas sagðist álíta að fólk vildi heldur sjá gott bandarískt sjónvarps- efni heldur en lélegt efni annars staðar frá. Bandaríkjamenn gætu nánast selt hvað sem er, en Evrópu- menn væm bundnir af strangari samningum. Til dæmis væm leikara- samningar í Bretlandi þannig úr garði gerðir að ekki væri leyfilegt að selja vandað sjónvarpsefhi til áskriftarsjónvarps. Jón Óttar Ragnarsson er erlendis og náðist ekki í hann í gær. Skartgripum stolið BROTIST var inn í gullsmíða- stofu og verslun Þorgríms Jónssonar í Reykjavík aðfaranótt gærdagsins og þaðan stolið miklu magni skartgripa. Fyrirtækið er til húsa að Lauga- vegi 20b og er gengið inn í verslun- ina Klapparstígsmegin. Þjófurinn, eða þjófamir, spörkuðu upp hurð verslunarinnar og höfðu á brott með sér mikið magn skartgripa. Að sögn rannsóknarlögreglu er enn ekki ljóst hveijir vom þama að verki eða hversu mikils virði skart- gripimir em. Ekkert þjófavamar- kerfi er í versluninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.