Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 6

Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Hringhugar Sitthvað má Sanki þola hét páskaleikrit ríkisútvarpsins sem var endurtekið síðastliðið þriðju- dagskveld. Titlinum hefði eins mátt snúa uppá hlustendur, í það minnsta barðist undirritaður hetjulegri bar- áttu við nafna lokbrá þá þeir Erling- ur Gíslason í hlutverki Don Kíkóta og Róbert Amfínnsson í hlutverki skjaldsveinsins Sankó Pansa brugðu á leik uppí útvarpsleikhúsi. Ég held nú að rótsterkt leikhúskaffið hafi bjargað kveldinu en hvar var hinn bráðfyndni texti Miguels de Cervant- es Saavedra er kitlaði hláturtaugar undirritaðs hér á árum áður? í fyrsta lagi passaði Erlingur Gíslason hreint ekki í hlutverk Don Quixote riddar- ans hugumstóra er gekk nánast af riddarabókmenntunum dauðum. Erl- ingur Gíslason virðist sjálfkjörinn í aðalhlutverkin uppí útvarpsleikhúsi og vissulega hef ég oft borið lof á þennan ágæta leikara en það ætti að vera hvetjum manni ljóst að hann passar hreint ekki í herklæðin hans Don Quixote einsog sást á kynning- armyndinni hér í þriðjudagsblaðinu þar sem Erlingur stóð galvaskur með korða í hendi og brynjuna gyrta utanum jákkann, næstur stóð svo leikstjórinn Guðmundur Ólafsson og lamdi á hjálm kappans er hvíldi í höndum Róberts Amfinnssonar, hins trúa þjóns og skjaldsveins Sankó Pansa. Don Quixote var einsog allir læs- ir menn vita hinn dæmigerði kleyf- hugi, sennilega sá dæmigerðasti í gervöllum bókmenntunum. Og hvemig er þá hinum dæmigerðu kleyf- og hringhugum lýst af sál- fræðingunum, hér vísa ég til kenn- inga Kretschmers er birtust meðal annars í bókinni: Physique and character (N.Y.: Harcourt, Brace & World). En þær þróuðust frekar í verkum Sheldons: Atlas of men: a guide for somatotyping the adult mala at all ages (N.Y. Harper), og einnig í samvinnu Sheldons, Stevens og Tucker er sjá má stað í verkinu: The varieties of human physique (N.Y.: Harper). Almennt má segja að þessir vísindamenn lýsi kleyf- huganum þannig að hann hafi fíngerða húð, og hárið er sömuleiðis fíngert og taugakerfið viðkvæmt. Kleyfhuginn er gjaman hávaxinn, grannur og með innfallinn bijóst- kassa. Að slíkum mönnum þrengja ekki brynjur. Hvað varðar sálgerð kleyfhugans þá er hann talinn við- kvæmur, að jafnaði áhyggjufullur, óttast margmenni og þarfnast ein- vem. Ekki get ég troðið leikaranum Erlingi Gíslasyni í þetta mót. Nú og þá er ég kominn að hinum dæmi- gerða hringhuga er Cervantes persónugerir svo snilldarlega í skó- sveininum Sankó Pansa, en sam- kvæmt kenningunni em meltingar- færi hringhugans sérlega þroskuð og mikilvirk enda elskar hann góðan mat og sækist eftir mjúkum klæðum, notalegum híbýlum og félagsskap meðbræðranna. Róbert fellur ágæt- lega að þessari skilgreiningu sem leikari. En? En hvemig stendur á því að dóm- ur um útvarpsleikhúsverk snýst að mestu um sálfræðikenningar en ekki þetta hefðbundna formúlusnakk um leikstjórann, leikarana og verkið sjálft? Ástæðan hlýtur að liggja í augum uppi, ég var einfaldlega ósáttur við valið á aðalleikaranum og því fór sem fór að leikritið hans James Saunders: Sitthvað má Sanki þola, féll marflatt á hlustimar og var máski marflatt frá upphafs- punkti. Annars var þýðing Karls Guðmundssonar fagmannleg en þó fannst mér íslenskun viðumefna leikpersóna fremur tilgerðarleg. Ágætu leikstjórar og leikarar, næst er þið veljið i hlutverk kíkið þá út- fyrir múra leikhússins, til dæmis í sálfræðiskruddur eða önnur fræði, í leit að hinum eina sanna tón! Ólafur M. Jóhannesson Bylgjan: Spjallað við Harald Olafsson Gestur Jónínu 9H00 að þessu sinni "'i- er Haraldur Ól- afsson mannfræðingur og fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins. Hann mun væntanlega spjalla við Jónínu um mannfræði, stjórnmál og ýmislegt fleira og kynna hlustendum þá tónlist sem hann hefur dálæti á. Rás 2: Tónlistar- krossgátan ■■■ Tónlistarkross- -| pr 00 gáta nr. 77 er á ðdagskrá Rásar 2 kl. 15 sunnudagin 3. maí. Það er Jón Gröndal sem leggur gátuna fyrir hlust- endur. UTVARP © FIMMTUDAGUR 30. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin. Jón Bald- vin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Antonía og Morgun- stjarna'' eftir Ebbu Henze. Steinunn Bjarman þýddi. Þórunn Hjartardóttir les (9). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.06 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Guðjón S. Brjánsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (7). 14.30 Textasmiðjan. Lög við texta eftirTólfta september. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Um- sjón: Sverrir Gauti Diego. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. a. Ensk svíta í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Gísli Magnússon leikur á píanó. b. „Funérailles” og Konsert- etýða nr. 2 i f-moll eftir Franz Liszt. Halldór Haraldsson leikur á píanó. 17.40 Torgið — Menningar- straumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem GmA. mundur Sæmundsson flytur. 19.46 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar (slands í Háskólabíói 25. þ.m. Stjórn- andi: Arthur Weisberg. a. „Myrkraverk" eftir Oliver Kentish. b. „Karnival í Róm“ eftir Hector Berlioz. c. Sinfónía nr. 5 eftir Gustav Mahler. Kynnir Jón Múli Árnason. 21.40 „Hænan", smásaga eft- ir Mercé Rodoveda. Hólm- fríður Matthíasdóttir þýddi. Ari Matthfasson les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 „Þeir deyja ungir. ..“ Þáttur um þýska skáldið Karl Georg Buchner. Um- sjón: lllugi Jökulsson. 23.00 Kvöldtónleikar a. Píanósónata í B-dúr op. 106 eftir Felix Mend- elssohn. Rena Kyriakou leikur. b. Strengjakvartett nr. 1 í D-dúr eftir Pjotr Tsjaíkovskí. Borodin kvartettinn leikur. c. Divertimento í B-dúr K.317 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. SJÓNVARP FOSTUDAGUR 1. maí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. Fjórtándi þáttur. Sögumaö- ur örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir. Fyrsti þáttur. Nýr teikni- myndaflokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýöandi: Guðni Kolbeins- son. 19.15 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn. Umsjónar- menn: Guðmundur Bjarni Harðarson, Ragnar Hall- dórsson og Guðrún Gunn- arsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1987. Lögin í úrslitakeppninni. Kynnir: Kolbrún Halldórs- dóttir. 21.00 Göngum í reyklausa lið- ið. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 21.10 Landsmót íslenskra lúðrasveita 1986. Svip- myndir frá landsmóti i Reykjavík í fyrra. Sveitirnar flytja nokkur lög i Langholts- kirkju og Laugardalshöll. 21.30 Mike Hammer. Tólfti þáttur í bandarískum saka- málamyndaflokki. Þýöandi: Stefán Jökulsson. 22.25 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. 22.55 Seinni fréttir 23.05 María Skotadrottning (Mary Queen of Scots). Bresk bíómynd frá árinu 1971. Leikstjóri: Charles Jarrett. Aðalhlutverk: Van- essa Redgrave, Glenda Jackson, Trevor Howard, Patrick McGoohan og Nigel Davenport. Á sextándu öld kom upp sú staða í Eng- landi að tvær konur þóttust eiga tilkall til krúnunnar, þær Elisabet Túdor og María Stúart Skotlandsdrottning. Maria var kaþólsk og lenti i illdeilum við þegna sina og varð að flýja til Englands. Lýsir myndin siðan sam- skiptum þeirra drottning- anna og illdeilum stuðnings- manna þeirra. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 01.15 Dagskrárlok. (í 0 STOD2 FIMMTUDAGUR 30. apríl i 17.00 Myndrokk i 18.00 Knattspyrna 19.06 Teiknimynd 19.30 Fréttir 20.05 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni línu í síma 673888. 20.25 Ljósbrot. Valgeröur ______^ Matthiasdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklar á helstu viöburöum menning- arlífsins. 21.05 Morðgáta (Murder She Wrote). Bandarískur sakamálaþáttur með Ang- ela Lansbury i aðalhlutverki. i 21.50 Af bæ í borg (Perfect Strangers). Bandarískur myndaflokkur. i 22.15 Tilgátan (Nosenko). Bandarísk sjónvarpsmynd með T ommy Lee Jones, Jos- ef Sommer, Ed Lauter og Oleg Rudnik í aðalhlutverk- um. Þrem mánuöum eftir morðið á John F. Kennedy er Warren-rannsóknar- netndin að kanna allar mögulegar tilgátur og sam- særiskenningar. Var Lee Harvey Oswald einn að verki eða voru þeir fleiri? KGB-maðurinn, Yuri Nos- enko, lekur upplýsingum sem nefndinni finnst ástæða til að kanna nánar. i 23.45 Charley Hannah (Charley Hannah). Bandarísk sjónvarpsmynd með Robert Conrad, Red West, Shane Conrad og Joan Leslie í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Peter Hunt. Þrautreyndur lögreglumað- ur veitir þrem afbrotaungl- ingum eftirför. Fyrir slysni verður hann einum þeirra að bana. Vinur drengsins er mikilvægt vitni í málinu og í Ijós kemur að hann er með glæpamenn á hælun- um. Hannah tekur að sér að leysa mál, drengsins. 01.15 Dagskrárlok. 1GB FIMMTUDAGUR 30. apríl 00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarsson stendur vakt- ina. 6.00 i bítið. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur I umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Siguröar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir timar á vinsældalistum, tónleikar um helgina, verðlaunaget- raun og Feröastundin með Sigmari B. Haukssyni. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika vinsælustu lögin. 20.30 i gestastofu. Sonja B. Jónsdóttir tekur á móti gest- um. 22.05 Nótur að Norðan frá Ingimar Eydal. (Frá Akur- eyri). 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Snorri Már Skúlason stendur vakt- ina til morguns. 02.00 Á frívaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi, þá á rás 1.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, ■ 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 M.a. er leitaö svara við spurningum hlustenda og efnt til markaöar á Markað- storgi svæðisútvarpsins. Umsjón: Þórir Jökull Þor- steinsson. FIMMTUDAGUR 30. apríl 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað fundiö, opin lína, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 12.00—12.10 Fréttir 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tón- list. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall- ar við hlustendur Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann esdóttir í Reykjavlk síðdeg- is. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Anna Björk, Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00—21.30 Jónína Leós dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- tengt efni og þægileg tónlist í umsjá Elínar Hirst frétta- manni. Fréttir kl. 23.00. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp lýsingar um veður og flug samgöngur. Fréttir kl. 03.00. Útrás FIMMTUDAGUR 30. apríl 17.00-18.00 MR kveikir á tækjunum. 18.00—19.00 MR tjáir sig í talstofu. 19.00—20.00 Tónlist. glens og rifrildi við símann? (FA). 20.00—21.00 Þáttur í umsjón umsjónarmanna (IR). 21.00—23.00 Frægð og frami. Umsjón Hlynur o.fl. (FB). 23.00—01.00 Bara viöl Hjördís Arnardóttir velur sér karlmenn í þáttinn og slær botninn í Útrás þetta fyrsta útsendingarár (MH).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.