Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
9
LÍFEYRIS
BREF
ÁRLEGA
1.008.000 kr.
SKATTFRJÁLSAR
TEKJUR
----------\
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 30. apríl 1987
iy.............
| Einingabréf
verö á einingu
Einingabréf 1
Einingabréf 2
Einingabréf 3
Lifeyrisbréf verö á einingu
Lifeyrisbréf
Skuldabréfautboð
Verðtryggð veðskuldabréf 2 gjaldd. á ári
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar ■ sími 68 69 88
Nafnvextir
11% áv. umfr. verötr.
13% áv. umfr. verótr.
A sis 1985 1. fl. 15.611,- pr. 10.000,- kr. \.
A ss 1985 1. fl. 9.244,- pr. 10.000,- kr. tj
I Kópav. 1985 1. fl. 8.955,- pr. 10.000,- kr. Í
\ Lind hf. 1986 1. fl. 8.805,- pr. 10.000,- kr. I!
Lánstimi
Sölustaður Lífeyrisbréfanna er hjá Kaupþing hf.
iFiumhteiiph]áJo™
ir, Kvennah
veitt um
r
mwMA
\ Baldvin
ádurenforsetihefur \
óformlegar stjómarmyndunanriðrœður:
konurnar viua ákveðna
OPPHÆÐ TIL RÁÐSTÖFUNAR
—^zZnZir" ‘ ’mum °°
Kw—»«rr- ____
Stjórnarmyndun:
óformlegar könnunarviðræður
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur lagt lausnar-
beiðni sína fyrir forseta lýðveldisins. Forystumenn stjórnmála-
flokka standa í óformlegum könnunarviðræðum, varðandi
stjórnarmyndunarmöguleika.
Forseti íslands hefur enn ekki falið neinu forsætisráðherra-
efni að leiða formlegar viðræður um stjórnarmyndun. Fréttir um
þetta efni tróna engu að síður á útsíðum dagblaða. Staksteinar
staldra lítillega við þetta efni í dag.
Konur í ráð-
herraembætti
Fréttir og fréttaskýr-
ingar um stjómarmynd-
unarmöguleika staldra
allar við Samtök um
kvennalista, sem nú eiga
sex þingmenn. Jón Bald-
vin Hannibalsson, form-
aður Alþýðuflokksins,
hefur óformlega rœtt við
þingmenn Kvennalista
um möguleika á stjómar-
myndun Sjálfstæðis-
flokks, Kvennalista og
Alþýðuflokks. Alþýðu-
blaðið greinir frá þvi í
forsíðufrétt í gær að
Kvennalistanum hafi
„einig borist óformleg
tilmæli frá Steingrimi
Hermannssyni um að
ganga inn í núverandi
stjóm“.
Fyrsta konan sem
gegndi ráðlierraembætti
á Islandi var Auður Auð-
uns, Sjálfstæðisflokki,
sem varð dómsmálaráð-
herra 1970, fyrir 17
árum. Ragnhildur Helga-
dóttir, Sjálfstæðisflokki,
hefur bæði gegnt emb-
ætti menntamálaráð-
herra og heilbrigðis- og
tryggingaráðherra. Eng-
inn vafi er á þvi að
þingmenn Kvennalista
eiga góðar likur á aðild
að rildsstjóm nú, ef þær
halda rétt á málum.
Já- eða nei-
skilyrði
Kvennalista?
Vilji og viðleitni til að
kanna stjómarsamstarf
við Samtök um kvenna-
lista er til staðar hjá
öðrum þingflokkum.
Áhugi og/eða skilyrði
Kvennalista fyrir stjóm-
arsamstarfi em óljós,
enn sem komið er. í frétt
Morgunblaðsins í gær af
könnunarviðræðum seg-
ir orðrétt:
„Meðal stjómmála-
manna er talið, að erfitt
geti orðið að ná samning-
um við Kvennalistann um
stjómarmyndun...".
Kvennalistinn þingar
þessa dagana um skilyrði
fyrir aðild að ríkisstjóm.
Skilyrði kvennalistans
geta orðið já-skilyrði, það
er skilyrði, sem byggja
samstarfsbrú, eða nei-
skilyrði, sem fela í sér
höfnun á stjómaraðild,
neitun á að axla ábyrgð.
Tíminn einn getur leitt
það í ljós, hvora kostinn
þingmenn Kvennalistans
velja.
Möguleíkar á
stjóraarmynd-
un
Þegar gluggað er í
fréttir og fréttaskýring-
ar fjölmiðla um líkur á
stj ómarmyndun blasa
við margs konar hug-
myndir og hugdettur: 1)
Samstjóm núverandi
stjómarflokka með
þriðja aðila: Alþýðu-
flokki, Kvennalista eða
Alþýðubandalagi, 2)
Samstjóm Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og
Kvennalista, 3) Einhvers-
konar minnihlutastjóm
t.d. tveggja flokka, sem
varin yrði falli með hlut-
leysi þriðja þingflokks-
ins, 4) Fjögra eða fimm
flokka Stjóm, án aðildar
Sjáifstæðisflokks.
Forystugrein Þjóðvilj-
ans í gær tíundar sér-
stæðan möguleika á
stjómarmyndun, sem
Staksteinar vekja athygli
lesenda sinna á. Orðrétt
segir í forystugreininni:
„Það er hinsvegar vert
að undirstirka, að nú er
upp komin sú staða, að
það er möguleiki á mynd-
un stjómar, þar sem
sjónarmið félagshyggju
yrðu sett í öndvegi. Sam-
anlagður þingstyrkur
Framsóknarflokks, Al-
þýðuflokks, Kvennalista
og Alþýðubandalags,
fjögurra flokka sem allir
byggja á jöfnuði og fé-
lagshyggju með einum
eða öðrum hætti, er 37
þingsæti".
Þjóðviljinn telur hins-
vegar „lítt hyggilegt“
fyrir Alþýðubandalagið
að fara í ríkisstjóm, en
bætir við:
„Sú leið er samt sem
áður fyrir hendi að Al-
þýðubandalgið fallist á
að veita hlutleysi og
veija falli rikisstjóm
hinna þriggja flokkanna
sem til vóm nefndir,
Framsóknar, Kvenna-
lista og Alþýðuflokks"
Þessi er sum sé óska-
stjóm Þjóðviljans: „fé-
lagshyggjustjóm“
þriggja flokka, sem ætti
líf í hendi Alþýðubanda-
lagsins! Og þá yrði
skammt að bíða nýs
„83-vors“ í verðlags-
efnahags- og atvinnu-
málum.
Ingerhillur
oq rekkar
Eigum á lager og útvegum meö
stuttum fyrirvara allar gerðir af
vörurekkum og lagerkerfum.
Veitum fúslega allar nánari
upplýsingar. -r
BÍLDSHÖFDA 16 SIMI:6724 44
Innilegar þakkir fceri ég öllum, sem heiÖruÖu
mig á 80 ára afmœli mínu 24. apríl sl. meÖ
heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum.
GuÖ blessi ykkur öll.
Óðinn S. Geirdal.
TALSKÓLINN
Framsögn — Taltækni — Öryggi í framkomu —
Ræðumennska — Upplestur — Öndun — Slökun
— Einbeiting — Sjálfsöryggi.
Ath. sérnámskeið fyrir fólk með stamörðugleika og útlendinga.
VORNÁMSKEIÐ
REYKJAVÍK:
Mánudaga - Miðvikudaga - Föstudaga
ki. 16:15-18:00 og kl. 17:15-19:00
3 vikur — 20 tímar
KEFLAVÍK:
Þriðjudaga - Fimmtudaga
kl. 20:30-23:00
Laugardaga kl. 14:00-16:00
Innritun daglega fré kl. 16:00 — 19:00 í síma 91-17505.
ATH.: Síðustu námskeið vetrarins.
Talskólinn,
Skúlagötu 61, sími 91-17505.
Gunnar Eyjólfsson.