Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 14

Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 GEFÐU ÞÉR TÍMA og lestu þetta! VÆIIií? tómatsósa er framleidd eingöngu úr ómenguðum efnum náttúrunnar. án gerviefna til litunar án gervihleypiefna án gervibragdefna án gervirotvarnarefna Heinz treystir betur gömlu og góðu náttúruetnunum, sem eru: sykur ★ edikt ★ salt Heinz ómengud úrvalsvara. \ Minningartónleikar um Jean-Pierre Jacquillat: Viljum sýna virðingu okkar og þakklæti Jean—Pierre Jacquillat -segir Guðný Guðmundsdótt- ir, fiðluleikari MINNINGARTÓNLEIKAR um Jean—Pierre Jacquillat verða haldnir í Bústaðakirkju i kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Schu- mann, Debussy; Messiaen og César Franck. Agóðinn af tón- leikunum mun renna til bygg- ingar tónlistarhúss hér í Reykjavík. Flytjendur á þessum minningartónleikum verða Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu- leikari, Gunnar Kvaran, selló- leikari, Einar Jóhannesson, klarinettleikari, Anna Málfríð- ur Sigurðardóttir, píanóleikari og Martin Berkovsky, píanó- leikari. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Guðnýju Guðmundsdóttur, fíðluleikara, hvort Jacquillat hefði átt einhvem þátt í því að ákveðið var að ráðast í byggingu tónlistar- húss á íslandi. „Hann sýndi þessu máli mjög mikinn áhuga," sagði Guðný, „og okkur fannst það vera mjög mikið í hans anda að láta ágóðann renna til þessa málefnis. Það er þó enn langt þangað til tónlistarhús verð- ur að veruleika hér, því okkur skortir svo mikið íjármagn. Jacquillat hafði mikil áhrif á íslenkt tónlistarlíf. Hann var aðal- stjómandi Sinfóníuhljómsveitar íslands í sex ár, eða frá 1980 til 1986. Áður hafði hann verið gestastjómandi frá árinu 1972. En hann ætlaði að halda áfram að koma til íslands þótt tímabil hans sem aðalhljómsveitarstjóra væri útrunnið. Á döfínni var áframhaldandi samstarf við hann og búið að leggja drög að því að hann kæmi til að vinna með okk- ur í vetur. Jacquillat hafði verið svo lengi í nánu samstarfí við okkur og þarna höfðu myndast sterk bönd og hann var mikill vinur okkar í hljómsveitinni. Við sem stöndum að þessum tónleikum emm bæði samstarfsfólk hans úr Sinfóníu- hljómsveit íslands og vinir hans. Með þessum tónleikum viljum við sýna honum virðingu okkar og þakklæti." Bygging tónlistarhúss: Eigum enn langt í land -seg’ir Ármann Örn Ármannsson „JACQUILLAT var einn af hvatamönnum þess að hér yrði byggt tólistarhús“ sagði Ár- mann Örn Ármannsson, einn af forsvarsmönnum um bygg- ingu hússins. „Hann átti mjög marga vini á íslandi og ég kynntist honum gegnum aðal- vini hans, hjónin Eddu Jóns- dóttur og Örn Jóhannsson. Hann var einnig aðalhvatamað- urinn að því að við legðum áherslu á að byggja upp tónlist- arlif i landinu og til þess þarf að byggja yfir tónlistarflutn- ing. Hann var því kveikjan að því að farið var að huga að þessum málum. Þetta er að vísu viðamikið verk- efni og við eigum langt eftir. Þó er nú búið að skrifa undir samn- ing við arkitektinn sem teiknar húsið og gert er ráð fyrir að aðal- teikningum verði lokið á þessu ári. Þessi samningur á eftir að hljóta staðfestingu fulltrúaráðs- fundar í næstu viku. Það tók mjög langan -tíma að ganga frá samn- ingnum, því arkitektinn er búsett- ur í Noregi. Við erum að reyna að reisa hús sem uppfyllir ströngustu kröfur. Það er gífurlega mikil vinna að teikna og hanna svona hús og ekki talið óeðlilegt að 15% af byggingakostnaði sé fyrir hönn- un. Við stórbyggingar af þessu tagi tekur sjálf hönnunin lengri tíma en byggingin. En eins og ég segi, við vitum að við eigum langt í land, en erum ákveðin í að láta dráuminn rætast," sagði Ármann. OPEL GM Þú ættir aö slást í hóp þeirra öruggu og vera viss um aö komast á leiöarenda. OPEL CORSA haö er ekki aö ástæöulausu aö OPEL CORSA er nú einn söluhæsti og vinsælasti bíll Evrópu jafnt meðal einstaklinga sem bílaleiga. Peir vita aö þaö má treysta á OPEL CORSA þótt hann vökni, þótt hann snjói, þótt hann frysti. ju^uímmri Vertu viss! Veldu CORSA! BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.