Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
15
Myndlist
Valtýr Pétursson
Tveir ungir myndlistarmenn
sýna verk sín þessa dagana í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg og
kalla sýningu sína Sjá. Þeir eru í
fyrsta sinn á ferð hér í borg, en
hafa haldið sýningar norður á
Akureyri og munu norðanmenn,
ef ég hef rétt skilið sýningar-
skrána. Ungu mennimir bera
nöfnin Aðalsteinn Svanur Sig-
fusson og Hlynur Helgason.
Þessir ungu menn nálgast við-
fangsefni sín á nokkuð ólíkan
hátt. Annar þeirra hallast nokkuð
að hinu abstrakta málverki og
færir hugmyndir sínar í þann bún-
ing, að úr verða form og litir,
frekar en þekkjanlegar fyrir-
myndir. Það er Hlynur Helgason,
sem þannig vinnur og sýnir okkur
nokkur tök á litameðferð, en það
fer ekki milli mála, að hér er byij-
andi á ferð. Enginn dómur skal
lagður á, hvert framhaldið verður,
en fátt er eins eðlilegt og að vaði
nokkuð á súðum hjá byijendum í
faginu, en nú til dags eru menn
að flýta sér og sumir um of. Hlyn-
ur nær ekki alltaf sem beztum
tökum á því, sem hann ætlar sér
í málverkinu, en hann á skemmti-
lega spretti.
Aðalsteinn Svanur byggir
myndgerð sína meir á manneskj-
unni. Hann fæst við að túlka
samband manns og konu, en
HAMSUN
Myndlist
Valtýr Pétursson
í anddyri Norræna hússins
stendur nú yfír sýning á teikning-
um við ritverk Hamsuns. Þar eru
grafísk verk, gerð við eftirtalin
verk Hamsuns: Norðurland,
Pan, Benoni, Gróður jarðar,
Villikórinn og Björger, alls eru
þetta 60 myndir. Það er samlandi
Hamsuns, Karl Erik Harr, sem
gert hefur þessi verk og er nú
hingað kominn til að lofa okkur
að njóta starfs síns. Hamsun er
óþarft að kynna fyrir þeim, er á
annað borð eru læsir á íslenzka
tungu. Hann hefur allt frá fyrstu
tíð verið mikið lesinn hér á landi
stundum er það konan ein, sem í
hlut á. Nokkuð á Aðalsteinn í
vandræðum með litameðferð í
þeim verkum, sem eru einna
fíguratívust, ef svo vafasamt
orðalag má láta frá sér fara, en
uppi á lofti í Nýlistasafninu eru
nokkrar smámyndir, sem sýna
landslag og kirkjur, og fundust
mér þær bera einna bezt merki
um litasjón Aðalsteins Svans.
Auðvitað eru þetta byijendaverk
eins og hjá félaga hans, en það
er viss spenna í verkum þeirra
beggja, sem er af hinu góða og
því eftirtektarverð.
Það er svo margt, sem boðið
er upp á í myndlist nú um stund-
ir, að vart gefst tóm til að fylgjast
með öllu því, sem fram kemur.
Margir eru vart tilbúnir í slaginn,
ef svo má segja, og héldur fljótir
á sér með að haída sýningar. Hér
á árum áður luku menn námi og
sýndu síðan, þegar nokkurri leikni
og þroska hafði verið náð, nú eru
menn hins vegar uppteknir af
ýmsu því, sem þeir flokka undir
frelsi og önnur fögur hugtök, en
því miður ber afraksturinn iðulega
ekki svip annars en meðal-
mennsku.
og dáður, enda til snilldarþýðingar
á verkum hans á okkar máli. Fáir
eða engir höfundar á Norðurlönd-
um hafa veitt þeim, sem þetta
ritar aðra eins ánægju og Hams-
un, að Halldóri Laxness einum
undanskildum. Það er langt síðan
Sultur barst á fjörur mínar, en
síðan hefur mér ætíð verið mikil
veizla í að rýna í verk þessa ein-
staka snillings.
Innviðir bókmenntaverka
Hamsuns eru margir úr kunnug-
legu umhverfí fyrir íslending, og
það eru myndir Karls Eriks Harr
einnig. Það er lífíð í Norður-
Noregi, sjósókn og smábærinn,
sumarið og ástin, mannlegur
breyskleiki og baráttan við nátt-
úruöflin. Allt er þetta í lesmáli
Hamsuns og einnig í myndmáli
Harrs. Hann færir yfir í grafísk
verk sín svipmyndir, sem hann
hefur valið úr verkum rithöfund-
arins og gerir þær tæknilega mjög
vel úr garði. En mér fínnst eins
og vanti það átak í myndir þess-
ar, sem svó einkennir snilld
Hamsuns. Það er eins og sum
þessara veka séu ofunnin og missi
við það nokkum myndrænan
kraft, sem maður hlýtur að sakna
í samanburðinum við ritverk eins
og Pan. Myndimar frá sjónum og
af fískimiðunum fundust mér gefa
meira af lífínu í Norðurlandi en
annað af þessum myndum. þar
fer Harr á kostum við og við, og
allt er þetta afskaplega fágað.
Meira að segja spjátmngurinn
Benoni verður fínn karakter í
þessum umbúðum. Hann á það
ef til vill skilið, ég unni honum
þess ágætlega.
Þetta em skemmtileg verk og
það er óvenjulegt að tvær sýning-
ar á teikningum skuli vera í gangi
hér í borg á sama tíma. Hin er í
Gallerí Borg og er allt annars
eðlis. Þar sem ég er óforbetran-
legur aðdáandi meistara Hamsuns
þakka ég sérlega fyrir þessa
snotm sýningu, sem er skemmti-
leg í alla staði.
Borg, Mikla-
holtshreppi:
Alhvítjörð
flesta
morgna
Borg, Miklaholtshreppi.
Þótt almanakið segi okkur að
bráðum sé komin vika af sumri,
er lítill sumarsvipur á umhverf-
inu ennþá. Flesta morgna er
alhvít jörð, því vestlæg átt hefur
verið ríkjandi undanfarið með
snjó- og slydduéljum. Sólin hefur
þó brætt þetta snjóföl að degin-
um. Hitastig er fremur lágt. Jörð
er klakalítil. Ef hlýnaði, væri
gróður fljótur að taka við sér.
Ástand vega er afar bágborið
hér. Þungatakmarkanir hafa nú
verið hertar, sem þýðir margvísleg
óþægindi. Mikið er eftir að flytja
hingað af áburði, sem nú tefst
vegna þessa átands. Bóndi hér í
sveitinni, sem verið hefur á vertíð
í Ólafsvík síðan í byijun þessa árs,
kom heim af vertíðinni síðastliðinn
sunnudag. Svo slæmir vom vegirnir
á Fróðárheiði og Kerlingaskarði,
að hann varð að fara um Heydal
til að komast heim. Er það æði
rnikill krókur. Vegir hér þurfa
skjótra endurbóta við. Aukið fjár-
magn til vega í héraðið er sú krafa,
sem við óskum eftir og það allvem-
lega.
Páll
A
EFLUM STUÐNING VIÐ ALDRAÐA.
MIDIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRAÐAN.
Umboð í Reykjavík
* * og nágrenni:
A0ALUMB0Ð: Tjarnargötu 10, símar: 17757 og 24530.1
Sparisjódur Reykjavíkur og nágrennis.
Austurströnd 3, Seitjarnarnesi, sími: 625966.
Bókaverslunin Hugföng, Eiðistorgi, sími: 611535.
Verslunin Neskjör, Ægissíðu 123, símar: 19832 og 19292.0
Bókaverslunin Ulfarsfell, Hagamel 67, sími: 24960.
Sjóbúðin Grandagarði 7, sími: 16814.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis,
Skólavörðustíg 11, sími: 27766.
Passamyndirhf., Hlemmtorgi, sími: 11315.
Sparisjóðurinn Pundið, Hátun 2 B, sími: 622522.
Bókaverslunin Griffill, Síðumúla 35, sími: 36811.
Hreyfill, bensínafgreiðsla, Fellsmúla 24, sími: 685521.
Paul Heide Glæsibæ, Álfheimum 74, sími: 83665.
Hrafnista, skrifstofan, símar: 38440 og 32066.
Bókabúð Fossvogs, Efstalandi 26, sími: 686145.
Landsbanki Islands, Rofabæ 7, sími: 671400.
Bókabúð Breiðholts, Arnarbakka 2, sími: 71360.
Straumnes, Vesturberg 76, sfmar: 72800 og 72813.
KÓPAVOGUR: Bóka- og ritfangaverslunin Veda, Hamraborg 5, sími: 40877.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími: 40180.
GARDABÆR: Bókaverslunin Gríma, Garðatorg 3, sími: 656020.
HAFNARFJÖRÐUR: Kári- og Sjómannafélagið, Strandgötu 11-13, sími: 50248.
Hrafnista Hafnarfirði, sími: 53811.
MOSFELLSSVEIT: Bóka- og ritfangaverslunin Ásfell, Háholt 14, sími: 666620.
Þökkum okkar traustu viðskiptavinum
og bjóðum nýja veikomna.
Happdrætti
Dvalarheirrúlis Aldrnöm Sjómanna