Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
Ljósm. Jónas Valdemarsson.
SÖNGUR INNI OG ÚTI - Hvar sem farið var reyndust kórfélagar tilbúnir að taka lagið. Hér er sungið í rómversku hringleikahúsi í
Caesareu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hljómburðurinn í þessu tveggja alda leikhúsi var stórfenglegur.
sækti burt frá kibbutzim og menn
yrðu að gera eitthvað til að halda
í það.
Vesturlandabúanum er það und-
arleg tilhugsun að vera staddur i
„peningalausu" samfélagi. Því
þama eru ekki greidd nein laun.
Matsalurinn er sameiginlegur fyrir
alla kibbutzna (félaga í kibbutz-
num) og sem stofnun ber hann
ábyrgð á allri velferð manna.
Seinna skemmtum við Ámi okkur
saman yfir þeim upplýsingum að
hægrimenn í ísrael séu að leggja
til að koma á ríkisreknum almanna-
tiyggingum en vinstri menn leggist
af öllum þunga á móti því þá yrði
megintilgangurinn tekinn af kibb-
utzim! Það er ekki bara ritmálið sem
gengur i öfuga átt í þessu landi!
Að vísu þurfa kibbutznar á pen-
ingum að halda þegar þeir fara út
fyrir samyrkjubúið. Þannig segir
Meni mér að hann fái sérstakan
fjárstyrk til þess að geta annast
tengdaforeldra sem hann á í Tel
Aviv. Það telst eðlilegt að hann
þurfi að heimsækja þá reglulega.
Hins vegar er bannað, segir hann,
að eiga einkabíla, en kibbutzinn á
Dálítil ferðasaga
frá Landinu helga
eftirHeimi
Pálsson
II. grein
Hefur að segja
af kibbutzum
Eftir morgun í Tel Aviv, sem
fyrir skipulagsfólki fór að mestu í
samræður á skrifstofu, var lagt af
stað til Kibbutz Givat Brenner
eftir hádegið. Þar átti að taka gist-
ingu fyrir næstu nótt og halda
fyrstu tónleikana um kvöldið.
Við höfðum lesið okkur til í hand-
bókum um kibbutz. Fararstjórinn
hafði reynt að rifja upp greinar og
viðtöl úr Samvinnunni um þetta
undarlega mannfélagsform.
Kannski hafði engin uppriíjun né
handbókarlestur þó eiginlega leitt
mann til meiri skilnings en þess sem
felst í að vita að kibbutz sé ein-
tala, fleirtalan heiti kibbutzim.
Kibbutzamir eru hugmyndalega
og í framkvæmd miklu eldri en ísra-
elsríki. Fyrsti kibbutzinn var stofn-
aður árið 1909 (eða 1911) af hópi
innflytjenda frá Austur-Evrópu.
Hugmynd þeirra var byggð á því
sem handbækur kalla „hugsjónas-
ósíalisma" og fólst raunverulega í
afnámi eignarréttarins (nema í fá-
einum persónulegum munum) í
þágu heildarinnar, félaganna í kibb-
utznum. Ef borið er saman við
sovésku samyrkjubúin, sem við höf-
um víst öll hejrrt eitthvað um, virðist
munurinn fyret og fremst fólginn í
því að hin sovésku eru „ríkisbú"
og hafa mjög takmarkaða sjálf-
stjóm þar sem hin ísraelsku eru
sjálfstaeðar einingar, enda venju-
lega talið að hugmyndir vefaranna
frá Rochdale og þar með hug-
myndafræði samvinnustefnunnar
hafi haft mikil áhrif á skipulag kibb-
utzanna frá öndverðu. Það form
þróaðist áfram yfir í það sem heitir
moshavim og er samvinnubú smá-
bænda. Annað meginatriði er það
að allir geta að eigin vild yfirgefið
kibbutzinn — a.m.k. samkvæmt
kenningunni.
Einhvem veginn þannig var
myndin sem við fóram með út af
þessum samyrkjubúum. Hið fyreta
sem við kynntumst heitir Kibbutz
Givat Brenner og myndi víst út-
leggjast „Samyrkjubúið í Brenner-
hæð“ en Chaim Brenner þessi var
þjóðhetja úr liðnu stríði og féll þar
sem nú er við hann kenndur kibb-
utz. Þetta er eitt stæreta samyrkju-
búið í ísrael og rekið á kommúnísk-
um grundvelli. Þar er samt verið
að gera ýmsar skipulagsbreytingar,
sagði talsmaður þess okkur. Meðal
annars er búið að leggja niður þann
sið sem Vest.urlandabúar hafa ein-
att talið einna vafasamastan í
kibbutzum: að hafa böm allt frá
því á fyreta ári ævinnar í sérstökum
húsum við sérmenntaða bama-
gæslu nema ákveðnar stundir þegar
þau fá að heimsækja foreldra sína.
Umræðumar stóðu í fimm ár og
fyrir þrem áram var ákveðið að
leggja formið af, sagði Meni Tsafr-
ir, leiðbeinandi okkar. Nú koma
menn í pílagrímsferðir frá öðram
kibbutzim til þess að læra hvemig
eigi að fara að þessu. Þegar Ámi
Sigfússon, formaður félagsmála-
ráðs Reylqavíkurborgar, spurði
nánar út í málið fékk hann að vita
að ástæðan væri sú að ungt fólk
Ljósm. HP.
FYRIRLESTUR UM SAMYRKJUBÚ - Ferðafélagamir reyndu að fræðast um land og þjóð þegar færi
gafst. Hér segir Meni Tsafrir hópnum frá kibbutzum og leynir sér ekki af svip áheyrenda að þeim
þykja þetta merkileg tíðindi.
í EYÐIMERKURSÓLINNI - Þorgerður Ingólfsdóttir og greinar-
höfundur hafa ljóslega heyrt eitthvað skemmtílegt af vörum Ijós-
myndarans, Knut Ödegard — nema þeim sé einfaldlega svona skemmt
með eyðimörkina í baksýn. Undir fótum eru rústir Jerikóborgar.
nokkra bíla og „þurfi ég að fara
eitthvað á bíl fæ ég afnot af ein-
hveijum þeirra". Þegar þarf að
kaupa föt er sótt um ijárveitingu
til þess. Okkur byijar að skiljast
að við verðum lengi að skilja þetta
samfélag og hjá einhvetjum kviknar
strax sú vitund að við höfum enga
heimild til að fordæma, jafnvel ekki
til að hafa skoðun á þessari tilvera.
Sú vitund á eftir að styrkjast og
staðfestast á næstu dægram.
Auðvitað eiga kibbutzim sér
sögulega skýringu. Þegar ísra-
elsríki var stofnað lá í augum uppi
að efnahagslegar forsendur væra
bágar til þess að byggja upp „evr-
ópskt" samfélag — og flestir inn-
flytjendumir vora einmitt evrópskir
eða vesturlenskir í hugsun. Það
þurfti að koma í veg fyrir einka-
neyslu, einkum þar sem þegar í
upphafí varð ljóst að nauðsynlegt
væri að koma upp hervömum. Er
vant að sjá hvaða aðferð önnur
hefði getað gert hinu nýja ríki kleift
að lyfta þeim grettistökum sem við
manni blasa í ræktun og allri upp-
byggingu.
011 neysla er sparleg á kibbutzum
hvar sem við komum. Húsnæðið er
HÉR VAR BLÁSIN EYÐIMÖRK ÞEGAR VIÐ KOMUM
Víða voru samyrkjuhúin reist við aðstæður sem okkur þættí ómenn-
skar. Þar sem þessi tré og þykkblöðungar byrgja nú útsýn var
blásin eyðimörk „þegar við komum“ eins og leiðsögumaðurinn orð-
aði það. Reyndar er staðurinn í útjaðri Góbí-eyðimerkurinnar.
ALLT ER BREYTINGUM UNDIRORPIÐ - Margt hefur breyst við
Genesaretvatn frá dögum Jesú Krists. Samt bregður þar enn fyrir
fiskimönnum— sem ekki hafa snúið sér að því að veiða menn. Þessi
piltur hefur sjálfsagt látið sig dreyma um lostætíð Sanktí-Péturs-
fiskinn úr Genesaretvatni.