Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 18

Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FlMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Sannleikanum verð- ur hver sárreiðastur eftir GuðmundÁrna Stefánsson Það er alltaf hálfdapurlegt, þegar dagfarsprúðir og alla jafna mæt- ustu menn missa stjom á skapi sínu. En það gerist, því miður. Slíkt var upp á teningnum í Morgunblaðinu sl. laugardag, á kosningadag, en þar geystist Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis hf. og bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, fram á ritvöllinn í þykkum moldarmekki í miklu bræðiskasti og slettir óhróðri og gífuryrðum á alla kanta. Megininntak greinar Jóhanns er hversu Guðmundur Ámi Stefáns- son, undirritaður, er voðalegur maður að hans mati; óhæfur stjóm- andi og hreinlega vond manneskja. Ég læt mér sleggjudóma og skítkast pólitískra andstæðinga í léttu rúmi liggja og kippi mér ekki upp við vonskukast Jóhanns Bergþórsson- ar; hann má mín vegna hafa allt á homum sér í minn garð og kasta úr skálum reiðinnar. Hitt þykir mér lakara, þegar hann vegur að hags- munum Hafnarfjarðarbæjar og bæjarbúa. Því er ástæða til að svara. Og skal gert. Forstjórinn eða bæjarfulltrúinn? Grein forstjóra Hagvirkis úir og grúir af efnislegum rangfærslum og væri efni í heilan greinarflokk ef ætti að elta ólar við öll þau ósann- indi, og allan þann þvætting, sem honum tekst að koma fyrir í einni blaðagrein. Hér skal því aðeins drepið á það helsta. Áðeins þetta áður: Kveikjan að sjóðandi reiði forstjóra Hagvirkis virðist vera rammagrein sem birtist í Alþýðublaði Hafnarfjarðar fyrir skömmu. í þeirri grein var einföld spuming lögð fram: Hvenær er Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi og hvenær er hann forstjóri Hag- virkis? Og tvö mál voru tekin sem dæmi: Kjarasamingur Hafnarfjarð- arbæjar við verkafólk hjá bænum og bygging húss fyrir fískmarkað. í þessum tveimur málum hafa bæj- arfulltrúar óneitanlega velt dálítið vöngum yfír því hvað hafí ráðið orðum og gjörðum Jóhanns Berg- þórssonar í þessum málum — þ.e. ábyrgð hans og skyldur sem bæjar- fulltrúi eða forstjóratrúnaður við fyrirtæki hans, Hagvirki. Skýr spuming og eðlileg. Jafnaðarmenn leggja á það áherslu í stjómkerfínu að siðferðis sé gætt; hafna því gamla kerfí þegar fyrirgreiðslan og klíkuskapurinn voru allsráðandi. Þetta eiga hins vegar fulltrúar hins gamla valdakerfís erfítt með að skilja, eins og Hafskipsdæmin sanna, jafnt í Hafnarfírði sem ann- ars staðar. Og það er svo langur vegur frá að grein bæjarfulltrúans og for- stjórans Jóhanns Bergþórssonar í Morgunblaðinu á kosningadag hafí svarað þessari lykilspumingu. Nei, þvert á móti. Var það bæjarfulltrú- inn Jóhann sem skrifaði greinina og hafði áhyggjur af hagsmunum bæjarins eða var það forstjórinn Jóhann, sem óttaðist um hag fyrir- tækis síns? Engin svör við því. Góð tíð í Firðinum En víkjum að nokkmm kjamaat- riðum og látum staðreyndimar tala: 1. Fjárhagsstaða HafnarQarðar- bæjar er sterk. Allar fullyrðinar um annað eru rangar. Framkvæmdir í bænum hafa verið miklar frá því núverandi félagshyggjuflokkar tóku við stjómartaumunum sl. sum- ar eftir glæsilegan kosningasigur Alþýðuflokksins. Það fer í taugam- ar á gömlu stjómendunum, Sjálf- stæðisflokknum, að það er þeirra vandamál, ekki bæjarbúa. Jóhann Bergþórsson og hans skoðanabræð- ur geta haft allt á homum sér hér eftir sem hingað til vegna úrslita bæjarstjómarkosninganna sl. sum- ar. Það er þeirra mál. Kjör bæjarstarfsmanna hafa ver- ið lagfærð og var ekki vanþörf á. Ráðist hefur verið í brýnar fram- kvæmdir af miklum krafti. Þjónusta verið bætt. Framsýni og ferskleiki einkenna stjóm bæjarins eftir þreytu og stöðnun undangenginna ára. Gott dæmi um það er bygging húss fyrir fískmarkað sem ráðist var í með skömmum fyrirvara og er nú á lokastigi. Osannindi 2. Fyrirtækið Hagvirki hf. á ekki krónu útistandandi hjá Hafnar- Qarðarbæ. Hefur fengið uppgert vegna framkvæmda við fískmark- aðshúsið og önnur verkefni sam- kvæmt samningum upp á punkt og prik. Annað er ósannindi. Hitt er svo rétt að vekja athygli á að físk- markaðshúsið hefur enn ekki fengist afhent af hálfu verktaka, Hagvirki, þótt verkinu sé lokið. Þar ráða einhveijir óskiljanlegir hags- munir. Þessi undarlega afstaða Guðmundur Arni Stefánsson „Grein forstjóra Hag- virkis óir og grúir af efnislegnm rangfærsl- um og væri efni í heilan greinarf lokk ef ætti að elta ólar við öll þau ósannindi, og allan þann þvætting, sem honum tekst að koma fyrir í einni blaða- grein.“ stefnir í tvísýnu þeirri áætlun bæj- aiyfírvalda og væntanlegra rekstr- araðila fískmarkaðarins að heija rekstur í kringum 10.—15. maí nk. Hitt er grundvallaratriði, að á með- an húsið hefur ekki fengist afhent fer lokauppgjör ekki fram við verk- taka. Meira að segja hefur verktaki ekki svarað erindum bæjarins, þar sem lagt er til að hugsanlegum ágreiningsefnum sé vísað í gerð, eins og ráð er fyrir gert í verksamn- ingi aðila. Samstaða um fisk- markaðinn 3. Allar fullyrðingar um að með óréttmætum hætti hafí verið staðið að ákvörðun varðandi tiltekin verk í tengslum við fískmarkaðinn eru úr lausu lofti gripnar. Það liggur fyrir staðfestur leigusamningur við væntanlega rekstraraðila fískmark- aðarins og í honum er kveðið á um aðstöðu fyrir skrifstofur og starfs- menn inni í fiskmarkaðshúsinu. Bæjarstjóm, og þar á meðal Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi, sam- þykkti þennan samning einu hljóði. Hafnarstjóm, sem er skipuð al- þýðuflokksmönnum, alþýðubanda- lagsmanni og sjálfstæðismönnum, samþykkti með öllum atkvæðum að taka tilboði Halldórs Guðmunds- sonar, Hafnarfírði, í umrædda skrifstofuaðstöðu fremur en tilboð- um Hagvirkis. Ef Jóhanni forstjóra er sárt um þá ákvörðun gæti hann allt eins leitað huggunar og skýr- inga hjá eigin flokksmörinum, eins og að ráðast með látum að undirrit- uðum, sem hefur ekki atkvæðisrétt í hafnarstjóm, þótt bæjarstjórinn og hafnarstjórinn séu fyllilega sam- mála niðurstöðu allra. Hins vegar er mergurinn málsins sá að verðhugmjmdir Hagvirkis vom einfaldlega of háar. Aðdáend- ur fijálsrar samkeppni geta tæpast vegið að mönnum fyrir að taka hagstæðustu tilboðum — eða hvað? Ég hlýt að ætla að bæjarfulitrúinn Jóhann Bergþórsson sé innst inni ánægður með það fyrir hönd bæjar- ins, að hagstæðasta tilboði sé tekið og hagsmuna bæjarins þar með gætt. Ég skil hins vegar jafnvel að Jóhann Bergþórsson forstjóri Hag- virkis kunni að vera sár og súr yfír því að ná ekki verkefni fyrir fýrir- tækið. En aðalatriðið er þetta í fisk- markaðsmálinu: Á öllum stigum þess hefur verið mikill einhugur og áhugi um málið í hafnarstjóm og í bæjarstjóm. Þegar málið er að kom- ast í ákveðna höfn hefst flugelda- sýning forstjórans. Hvað ræður þessum undarlegu sinnaskiptum? En hið alvarlega í málinu er að framtíð fískmarkaðarins er verið að stefna í voða. Sanngjarnir samningar við verkafólk 3. Samningar hafa tekist við bæjarstarfsmenn, bæði þá sem em í starfsmannafélagi bæjarins og einnig verkafólk í ijórum stéttarfé- lögum. Þessir samningar em mjög í anda þeirra samninga sem gerðir hafa verið að undanfömu. Meðal- talshækkun til verkafólks er í kringum 15%. Ef Jóhann Berg- þórsson skilur ekki þá samninga er það hans vandamál, en þeir hafa verið skýrðir ítarlega í bak og fyrir og öllum hlutaðeigandi ósköp auð- skiljanlegir. Það er hins vegar ekki á valdi bæjarstjórans í Hafnarfírði þótt einstakir bæjarfulltrúar eða forstjórar neiti að innbyrða upplýs- ingar og skilja þær. Hagsmunir bæjar- búa aðalatriði Ég hef ekki í hyggju að standa í stríði við Jóhann Bergþórsson á síðum dagblaðanna, a.m.k. ekki á þeim grandvelli sem hann lagði í Morgunblaðsgrein sinni sl. laugar- dag. Þetta verða því lokaorð mín á þessum vettvangi. Persónur em ekki aðalatriði þegar hagsmunir heils bæjarfélags eiga í hlut. Þann- ig verða mikilvæg mál ekki leidd til lykta. Ég sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi læt mig varða afkomu fyrirtækja í Hafnarfírði og þ.á m. Hagvirkis. Hef ég í gegnum tíðina ekki átt nokkuð sökótt við það fyrir- tæki og óska því og starfsfólki þess góðs gengis. En þegar hagsmunir skarast, þá era það hagsmunir Hafnaifyarðarbæjar, allra bæj- arbúa, sem ráða mínum gjörðum. Því grandvallarsjónarmiði fær ekk- ert hnekkt. Sumir gætu tekið það sér til eftirbreytni. Jóhanni Bergþórssyni og Hafn- firðingum öllum óska ég gleðilegs sumars og alls hins besta í fram- tíðinni. P.S. Rétt í þá mund sem undirrit- aður var að ganga frá grein þessari til Morgunblaðsins barst bréf frá Hagvirki, þar sem samþykkt er af- hending fiskmarkaðshússins með nokkram fyrirvöram. Ég fagna sinnaskiptum. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnar- firði. Hótelbygging í Mývatnssveit: Frestum framkvæmd- um fram á næsta ár - segir Pétur Snæbjörnsson, hótelsljóri á Húsavík AMSTRAD EIGENDUR Loksins eru eftirfarandi tölvubækur tilbúnar: AMSTRAD CPC 464/6128 AMSTRAD PCW Bækurnar eru til sölu á skrifstofu Tölvufræðslunnar, Borgartúni 28. Sendum einning í póstkröfu. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni28, Reykjavík, símar687590og686790 „Við bíðum ennþá eftir lóð í Mývatnssveit. Boltinn er sem stendur hjá hreppsnefnd Skútu- staðahrepps, sem ég held að sé að bíða eftir umsögn frá Skipu- lagsstjórn ríkisins og Náttúru- verndarráði," sagði Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Húsavík, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Pétur, ásamt nokkrum félögum sínum úr Mývatnssveit, sótti um lóð undir hótelbyggingu í marsmánuði síðastliðnum og var ætlunin að drífa hótelið upp fyrir sumarið, að sögn Péturs, hefði jákvætt svar komið strax. Nú er hinsvegar ljóst að bíða verður með framkvæmdir fram á næsta ár þar sem aðeins er gert ráð fyrir að hafa hótelið opið á sumrin. Pétur sagði að þeim félögum hefði verið boðin lóð á Húsavík undir hótelbyggingu eftir að þeir höfðu sótt um lóð í Mývatnssveit, en sá kostur væri mun síðri og óæskilegri. „Við ætlum að sníða hótelið að erlendu ferðamönnunum, sem hingað koma á sumrin. Leiðir þeirra liggja gjaman til Mývátns- sveitar og er oft hápunkturinn á Jfösr&mnMafrtfr Áskriflarsímirm er 83033 ferðalagi þeirra hér á landi. Það Áætlanir um hótelbygginguna hlýtur því að vera mjög æskilegt gera ráð fyrir 45 tveggja manna að fá að gista þar,“ sagði Pétur. herbergjum. Sýnir í Gallerí Gangskör OPNUÐ verður föstudaginn 1. mai kl. 14.00 i Galleri Gangskör við Lækjargötu sýning á klippi- myndum (collage), silkiþrykki (serigrafi) og gvassmyndum (gouachemyndum) eftir Guðr- únu Sigurðardóttur Urup listmálara. Guðrún er búsett í Danmörku en lauk námi frá Myndlista- oe hand- íðaskóla íslands á sínum tíma undir handleiðslu Kurt Zier og Þorvaldar Skúlasonar. Hún kenndi myndlist um skeið hérlend- is, en hélt síðan utan og lauk námi frá Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn. Ennfremur á hún að baki námsdvalir í Frakkl- andi, Ítalíu, Rússlandi og Mexíkó. Guðrún hefur unnið að glerlist og vann að gerð glugganna í Guðrún Sigurðardóttir Urup. Sauðárkrókskirkju ásamt manni sínum Jens Urup listmálara. Guðrún hefur tekið þátt í sýn- ingum í Danmörku en ekki sýnt hérlendis fyrr en nú. Sýningin í Gallerí Gangskör er opin ki. 12.00-18.00 virka daga og kl. 14.00-18.00 um helgar. Sýningunni lýkur föstudaginn 15. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.