Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Kaup Landsvirkjun- ar á nýium kerfiráð Athugasemd vegna greinar Jóhönnu Tryggvadóttur í Mbl. 28. apríl 1987 eftirJóhann Má Maríusson Þann 15. júlí 1986 bárust Lands- virkjun tilboð frá sex erlendum fyrirtækjum í búnað í nýjar stjóm- stöðvar fyrirtækisins sem komið verður upp í Reykjavík og á Akur- eyri og reiknað er með að kominn verði í fullan rekstur ekki síðar en árið 1989. Með gangsetningu þessa nýja búnaðar, sem gengur undir nafninu kerfíráður, mun stjómun rafmagnsframleiðslu og afhending- ar raforku um land allt verða mun öruggari og hagkvæmari en nú gerist. Unnið var að rannsókn þeirra tilboða sem bámst í u.þ.b. hálft ár og bar rekstrardeild fyrirtækisins ásamt sænskum ráðunautum frá sænska ráðgjafarfyrirtækinu SwedPower hitann og þungann af þeim umfangsmiklu könnun. í október sl. var ljóst að tvö hag- stæðustu tilboðin að dómi Lands- virkjunar og ráðúnauta fyrirtækis- ins væm tiiboð frá bandaríska fyrirtækinu Harris Corporation og enska fyrirtækinu Westinghouse Systems. Við opnun tilboða í þann búnað sem Landsvirkjun taldi henta best fyrir fyrirtækið (tilhögun C í út- ix>ðsgögnun) vom tilboðsverð þessara tveggja fyrirtækja um- reiknuð í ísl. krónur á tilboðsdegi sem hér segin Harris 185,4 millj. kr. Westinghouse 159,7 millj. kr. Mismunur 25,7 Harris bauð fast verð í banda- rískum dollumm en tilboð Westing- house, sem var í enskum pundum, var háð verðbreytingarformúlu. Við rannsókn tilboða vom fyrir- tækin Westinghouse og Harris sótt heim til að fá endanleg svör um ýmis atriði sem vom óljós í tilboðun- um jafnframt því sem framleiðsla þessara fyrirtækja á svipuðum bún- aði var skoðuð bæði í verksmiðju og hjá notendum. í ljós kom að bæði fyrirtækin buðu upp á búnað sem er tæknilega fullnægjandi, en Harris hefur meiri reynslu á þessu sviði. Þá kom einnig í ljós að það var vemlegur munur á milli aðila hvað varðar viðhaldskerfín. West- inghousekerfið gerir ráð fyrir að notandinn geri viðhaldssamning við þjónustufyrirtæki vegna búnaðar- ins en Harris-kerfíð gerir aftur á móti ráð fyrir því að notandinn sé sjálfum sér nógur með því að kaupa sér tölvu til bilanaleitar og með sérstakri þjálfun eigin starfsmanna. Þegar óljós atriði í tilboðunum DANSKA kammersveitin Con An- ima heldur tónleika á sunnudag- inn kl. 17.00 í Norræna húsinu. Kammersveitin var stofnuð árið 1977 í framhaldi af samstarfi í Tónlistarháskólanum í Kaup- mannahöfn og í henni eru: Ingrid Holck flautuleikari, Helle Hanskov fiðluleikari, Ulla Knud- sen lágfiðluleikari, Nille Hovman seUóleikari, Maria Topperzer hörpuleikari og Annemarie Buhl Pedersen pianóleikari. Þessi hljóðfærasamsetning gefur mögu- leika á að leika verk allt frá barokktónlist tíl nútímatónlistar. Con Anima hefur fengið styrk frá höfðu verið skýrð og þau leiðrétt í samræmi við það og tekið tillit til þess að tilboð Harris var á föstu verði, en tilboð Westinghouse háð verðbreytingum, varð samanburður tilboða þessi: Núvirði, gengi á tilboðsdegi Westinghouse 196,1 millj. kr. Harris 177,0 millj. kr. Mismunur 19,1 millj. kr. Þannig kom m.a. í ljós að tilboð Westinghouse var í raun hærra en tilboð Harris þó upplesnar tölur á tilboðsdegi virtust gefa annað til kynna. Munaði mestu um það að tilboð Harris var á föstu verði og þeir tóku þannig á sig alla verð- bólguáhættu. Vegna áætlaðs viðhalds til næstu aldamóta var verð beggja síðan hækkað um áætl- aðan kostnað vegna kaupa á varahlutum og bilanaleitartölvu frá Harris og kaupa á varahlutum frá Westinghouse og viðhaldssamningi við tölvuþjónustuaðiia í þágu West- inghouse-kerfísins. Þegar þessum ýmsum stofnunum til þess að halda tónleika á öllum Norðurlöndunum, þar á meðal frá Norræna menningar- málasjóðnum, Nomus og fleirum. í þessari tónleikaför leika þær ein- göngu verk eftir norrænar, núlifandi konur, sem hafa lagt fyrir sig tón- skáldskap. Fulltrúi íslands er Ka- rólína Eiríksdóttir og verkið sem þær leika eftir hana er „Four Pieces" fyrir flautu, fiðlu og selló. Það hefur áður verið leikið á íslandi, í Noregi og Bandaríkjunum. Tónleikamir heflast kl. 17.00 sunnudaginn 3. maí og aðgöngumið- ar eru seldir við innganginn. Dönsk kammersveit í Norræna húsinu Jóhann Már Maríusson „Þannig kom m.a. í ljós að tilboð Westinghouse var í raun hærra en til- boð Harris þó upplesn- ar tölur á tilboðsdegi virtust gefa annað til kynna. Munaði mestu um það að tilboð Harris var á f östu verði og þeir tóku þannig á sig alla verðbólguáhættu.“ kostnaði var bætt við leit dæmið þannig út: Núvirði, gengi á tilboðsdegi Westinghouse 217,9 millj. kr. Harris 188,2 millj. kr. Mismunur 29,7 millj. kr. Mikil áhersla var lögð á það frá hendi Landsvirkjunar að íslensk þátttaka í tilboðum þessum væri sem allra mest. Samkvæmt upplýs- ingum fyrirtækjanna gerðu þau bæði ráð fyrir um 15% íslenskri þátttöku og var þannig enginn munur á tilboðunum að þessu leyt- inu. Á grundvelli þessara upplýsinga, sem tóku af allan vafa um að Harr- is væri með hagstæðasta tilboðið, tók stjóm Landsvirkjunar síðan þá ákvörðun í desember sl. að ganga til samninga við Harris. Það var svo gert og voru samningar um kaup á umræddum búnaði frá Harris undirritaðir þann 26. janúar sl. Það er mat undirritaðs að öll vinna við samanburð þeirra tilboða sem bárust í umræddan búnað hafí verið vönduð að öllu leyti og jafn- framt að sú gagnrýni sem fram kemur í áðumefndri grein umboðs- manns Westinghouse Systems, Jóhönnu Tryggvadóttur, eigi ekki við rök að styðjast. Höfundur er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Danska kammersveitin Con Anima heldur tónleika nk. sunnudag í Norræna húsinu. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka fslands hf. verður haldinn í dag, fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild bankaráðs til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á samþykktum bankans, ef fram koma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir íaðalbanka, Bankastræti 7, dagana 27. - 29. apríl svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf Veiðifélag EUiðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 áraj og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðiféiag Elliðavatns. IMÁHflSKEIÐ foreldra og barna Næstu námskeið byrja miðvikudaginn 6. maí. Skráning og upplýsingar í síma 621132 og 82804.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.