Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 28

Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Bandaríkin: Bersyndugi presturinn var sviptur laununum Fort Mill, Suður-Karólínu, Reuter. Trúarsöfnuður í Bandaríkjun- um, sem verið hefur í fréttunum að undanfömu vegna kynlífs- og mútuhneyksla, ákvað í gær að svipta sinn synduga prest öllum launum og öðrum fríðindum. Séra Jerry Falwell, bráðabirgða- formaður í trúfélaginu PTL (ensk skammstöfun fyrir „Lof sé drottni"), tilkynnti, að safnaðarstjómin hefði hætt launagreiðslum til Jims Bakker og konu hans, Tammy Faye Bakker, en talið er, að þau hafi numið 1,6 milljónum dollara á ári, 64 millj. ísl. kr. Sagði Falwell einnig, að stuðn- ingsmaður Bakkers, séra Richard Dortsch, hefði verið knúinn til að segja af sér. Lögfræðingur PTL, Norman Roy Grutman, sagði, að sjóðir safnaðarins hefðu verið notaðir til að greiða 265.000 dollara til Jessicu Hahn, fyrrum kirkjuritara, gegn því að hún þegði og segði ekki frá skyndikynnum þeirra Bakkers fyrir nokkrum árum. Nú hefði hún hins vegar opinberað málið og því yrði greiðslum til hennar hætt. Fagnaðboðskapur safnaða á borð við PTL fer aðallega fram í sjónvarpi og reksturinn íjármagnaður með fijálsum framlögum. Sagði Falwell, að vegna hneykslismálanna hefði orð- ið trúnaðarbrestur milli safnaðarins og fólksins og framlögin í lágmarki. Reuter Jessica Hahn, kirkjuritarinn, sem átti vingott við Jim Bakker á hót- eli í Florida fyrir sjö árum. Henni voru greiddir 265.000 dollarar fyr- ir að þegja um það. THATCHER VIÐ STJÓRNVÖLINN Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, var fyrir nokkrum dögum her fékk að reyna gæðinginn var tiikynnt, að búið væri að selja 100 boðið að setjast undir stýri í nýjum bíl, Naylor TF 1700-sportbfl. Er bfla til Japans. Ekkert var sagt um verðið og ekki víst, að það sé einu hann eftirlíking af kunnum fáki frá fyrri tíð, MG, og er smíðaður í sinni á færi breska forsætisráðherrans. Hutson Motor-bflaverksmiðjunum í Norður-Englandi. Um leið og Thatc- Afvopnunarmál: Nýjuni skilyrðum Rússa illa tekið í V-Evrópu Haag, Reuter. JL WIM van Eekelen, varnarmálaráðherra Hollands, sagði í gær, að ný skilyrði og skilgreiningar Sovétmanna á skamm- drægum eldflaugum gætu tafið mjög fyrir því, að ríkisstjórn- ir í Vestur-Evrópu svöruðu afvopnunartillögum þeirra. „Ef tillögur Sovétmanna eru aðr- ar en kynntar voru George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Moskvu, fæ ég ekki séð, að nein afstaða verði tekin til þeirra á næSt- unni. Bandaríkjastjóm verður fyrst að leggja sitt mat á þær,“ sagði van Eekelen á fundi með frétta- monnum. Einn af aðalsamningamönnum Sovétmanna í Genf sagði í fyrra- dag, að Moskvustjómin liti á 72 bandaríska kjamaodda, sem setja á í vestur-þýskar Pershing lA-eld- flaugar, sem skammdrægar eld- flaugar Bandaríkjamanna í Evrópu en Bandaríkjastjóm segir, að þetta sé í fyrsta sinn, sem Sovétmenn minnist á þessar vestur-þýsku flaugar. Van Eekelen var spurður hvort þessi nýja skoðun Sovétmanna, sú að telja Perhing-flaugamar með skammdrægum, bandarískum flaugum, gæti dregið á langinn svör Vestur-Evrópumanna við tillögum Sovétmanna og svaraði hann því játandi. „Já, svo sannarlega," sagði hann. Van Eekelen, sem sat fund Vest- ur-Evrópubandalagsins í Luxembo- urg, kvaðst vilja telja til skammdrægu flauganna eldflaug- ar, sem draga 300 km, en Sovét- menn hafa mikla yfirburði hvað þau vopn varðar. Sovétmenn vilja hins vegar draga mörkin við flaugar, sem draga 500 km eða lengra, en van Eekelen sagði, að sú skilgrein- ing væri út í hött. AMSTRAD EIGEIMDUR Loksins eru eftirfarandi tölvubækur tilbúnar: AMSTRAD CPC 464/6128 AMSTRAD PCW Bækurnar eru til sölu á skrifstofu Tölvufræðslunnar, Borgartúni 28. Sendum einning í póstkröfu. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík, símar687590og686790 Ásakanir á hendur bresku leyniþjónustunni: Thatcher hvött til að fyrirskipa rannsókn hann bæri fullt traust til yfirmanna leyniþjónustunnar en hvatti jafn- fram til þess að skipuð yrði nefnd til að fylgjast með aðgerðum MI5. David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins, lýsti sig sammála sjónar- miðum Callaghans í gær. „Við getum ekki sætt okkur við að hér í landi ríki sams konar ástand og í einræðisríkjum þar sem öryggis- lögreglu- og leyniþjónustumenn eru einungis ábyrgir gagnvart leiðtoga þjóðarinnar. Hvað Harold Wilson varðar virðist trúnaður við hann einnig hafa verið brotinn," sagði hann. „Ef brugguð voru launráð gegn Wilson og samtöl hans hleruð eftir að hann hafði verið kjörinn forsætisráðherra í lýðræðislegum kosningum er óhjákvæmilegt að einhveijir verði að víkja,“ bætti hann við. London, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sætir nú vax- andi þrýstingi um að beita sér fyrir opinberri rannsókn vegna áskana um að leyniþjónustan hafi ráðgert að steypa stjórn Verka- mannaflokksins undir forsæti Harolds Wilson árið 1974. „Ég tel að stjóminni sé skylt að beita sér fyrir rannsókn," sagði Wilson í viðtali við Daily Mail. „Sams konar launráð kunna enn að vera brugguð," bætti hann við. James Callaghan, eftirmaður Wilsons forsætisráðherra, lét fara fram rannsókn vegna svipaðra ásakana og var leyniþjónustan, MI5, sýknuð af öllum ákæruatrið- um árið 1977. Fréttir herma að Callaghan hafi snúið sér til Margar- et Thatcher á þriðjudagskvöld og spurt hana hvemig stjómin hygðist bregðast við þessum ásökunum. Að sögn ónefndra embættismanna hyggst Thatcher ekki fýrirskipa opinbera rannsókn. Forsaga þessa máls er sú að Peter Wright, fyrrum leyniþjón- ustumaður, hefur fullyrt í endur- minningum sínum að 30 embættis- menn lejmiþjónustunnar hafí lagt á ráðin um að koma stjóm Wilsons frá. Deilan magnaðist enn frekar er þijú dagblöð birtu kafla úr bók Wrights. Stjómin höfðaði mál gegn dagblöðunum þar sem útgáfa bókar Wrights hafði verið stöðvuð í nafni þjóðaröryggis. í viðtalinu við Daily Mail kvaðst Harold Wilson ekki telja að ráða- gerðir lejmiþjónustumannanna hefðu ógnað stjóminni. James Cal- laghan sagði í síðasta mánuði að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.