Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Ný brú yfír Glerá- tilbúin í haust NÝ BRÚ yfir Glerá á að verða tilbúin til umferðar í haust. Hún mun tengja Krossanesbraut og Hjalteyrargfötu. Smíði brúarinnar verður boðin út fijótlega en á fundi sínum á þriðjudag heimilaði bæjarráð bæjar- verkfræðingi að bjóða verkið út. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve gífurlega miklu þessi brú mun breyta varðandi umferð á þessu svæði. Hinar löngu biðraðir við Glerárbrúna á Glerárgötu heyra þá væntanlega sögunni til, eða styttast að minnsta kosti allveru- lega. Þar eru nú ætíð langar raðir í hádegi og um það leyti sem menn fara heim úr vinnu síðdegis, en reikna má með því að starfsmenn hinna stóru vinnustaða á Eyrinni, Slippstöðvarinnar og Útgerðarfé- lagsins, sem búa norðan ár, komi til með að nota nýju brúna. Hún liggur í beinu framhaldi af Hjalteyr- argötunni, ekið verður milli Nóta- stöðvarinnar Odda og Sandblásturs og málmhúðunar í norðvestur og síðan götuna milli véladeildar KEA og hússins þar sem DNG er til húsa þegar yfír er komið. Brúarsmíði þessi er stærsta framkvæmdin í gatnagerð á Akur- eyri í sumar. Einnig verður nokkuð um malbikun gatna og gangstétta í bænum, svo og endurbyggingu gatna. Stórmót hjá Skák- félagi Akureyrar SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur veglegt minningarakákmót. nm HaUdór Jónsson fyrrum skák- meistara Akureyrar og Norð- lendinga, en hann lést á sl. ári tæplega fímmtugur. Keppnin hefst í dag, 30. apríl,, kl. 20.00, og það verður síðan teflt næstu þijá daga og mótinu lýkur kl. 19.00 sunnudaginn 3. maí. Teflt verður í Félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Þingvallastræti 18. Það verða tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfí, norræna afbrigðinu. Umhugsunartími verður 1 V2klst. á keppanda, og síðan'/2 tími að Ijúka skákinni. Vegleg verðlaun verða á mótinu, og eru þau hæstu sem Skákfélagið hefur verið með, en tíu keppendur geta fengið peninga- verðlaun sem nema kr. 90.000,-. Verðlaun eru fyrir fímm efstu sæt- in sem er, 1. sætið kr. 25.000,- og síðan kr. 15.000, kr. 10.000,-, kr. 8.000,- og kr. 7.000,-. Öldunga- verðlaun (50 ára eða eldri) fyrir bestan árangur kr. 5.000,-. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta frammistöðu keppenda á tilteknum stigabilum, kr. 5.000,- á hverju bili 2050 - 2200 stig, 1900 - 2049 stig, 1750 — 1899 stig og 1749 stig og minna. Unglingaverðlaun f. 1971 og síðar eru, fyrir 1. sætið farseðill með Flugleiðum til Reykjavíkur og 2.-5. sæti eru skákbækur. Auk þess verða veittir ýmiss konar verðlaunagripir á mót- inu. Þátttökugjald er kr. 800,- fyrir fullorðna, en kr. 400 fyrir unglinga. Fjöldi manns hefur þegar skráð sig á mótið, og verða m.a. allir sterk- ustu skákmenn Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu með og einnig koma keppendur víðs vegar að af landinu, þar af 15 til 20 keppendur frá Reykjavík. Tilkynna þarf þátt- töku eigi síðar en miðvikudaginn 29. apríl kl. 19.30 til Siguijóns Sig- urbjömssonar eða til Gylfa Þór- hallssonar. Leikklúbburinn Saga: Víkurskarðs- vegnr vígður MATTHÍAS Bjamason, sam- gönguráðherra, vígir í dag vegarkaflann frá Akureyri og austur að nýju Fiyóskárbrúnni um Víkurskarð. Hér er um að ræða Leiruveginn, frá Drottingarbraut- inni og þar með talin brúin á Leirunum. Á hennj klippir hann einmitt á borða kl. 17.00 í dag og vfgir mannvirkið. Unnið hefur verið að því að und- anfömu að setja jöfnunarlag til bráðbirgða á Leiruveginn fyrir vígsluna en síðar í sumar verður vegurinn svo klæddur endanlega. Að öllum líkindum verður hluti hans malbikaður, en svokölluð klæðing sett á önnur svæði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Séð niður eftir Krossanesbrautinni í suðaustur. Vegurinn liggur áfram, milli véladeildar KEA og DNG-hússins. í baksýn sést yfir að athafnasvæði Slippstöðvarinnar, en Hjalteyrargatan liggur vestan Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt á sunnudag Bubbi kóng- uríMA LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýndi miðvikudag- inn 29. apríl ærslaleikinn Bubbi kóngur eftir Alfred Jarry. Leik- stjóri er Einar Jón Briem og er tónlistin eftir Atla Heimir Sveins- son. Strangar æfingar hafa verið und- anfamar vikur og hafa krakkamir lagt mikla vinnu í þetta. Þetta leik- rit er e.t.v. frægast fyrir það hér á íslandi að núverandi borgarstjóri Davíð Oddson fór með aðalhlutverkið á sfnum tíma þegar leikritið var sett upp í Menntaskólanum í Reykjavík. Meðal meðleikara hans voru þau Signý Pálsdóttir fyrrverandi leik- hússtjóri og Kristfn Ólafsdóttir borgarfulltrúi. Nú fer með aðalhlutverkið Þorgeir Tryggvason. í sýningunni taka alls 20 leikarar. Önnur sýning er 3. maí kl. 20.30 í Samkomuhúsinu og 3. sýning er 5. maí á sama stað. (Úr fréttatilkynningu) NÝTT íslenskt leikrit verður frumsýnt hér á Akureyri sunnu- daginn 3. maí. Það er leikklúbb- urinn Saga sem heldur með þessu móti upp á tíunda leikár sitt. Leikritið nefnist „Smámyndir" og er eftir Helga Má Barðason, „ungan Akureyring" eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá Sögu, en Helgi er kunnur útvarpsmað- ur og starfaði einmitt mikið með leikklúbbnum meðan hann bjó hér norðan heiða. Þetta er annað verkið sem klúbb- urinn setur upp á þessu leikári og er það einstakt í sögu klúbbsins. Leikklúbburinn Saga er áhugafélag ungs fólks á aldrinum 14—22 ára. Leikritið Smámyndir fjallar um „ungt fólk nútímans sem tengist innbyrðis með ýmsu móti en á þó hvert sína sögu,“ eins og segir í fréttatilkynningunni. Leikstjóri Smámynda er Guðbjörg Thorodd- sen, sem leikur nú í Kabarett hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningar Sögu eru í Dynheimum, frumsýning verður á sunnudag sem fyrr segir og hefst hún kl. 20.30. Önnur sýning verður þriðjudaginn 5. maí. Nánari upplýsingar eru gefnar í Dynheimum kl. 17.00— 19.00 í síma 22710. Á myndinni eru Bubbi og Bubba. Verk Auðar Vésteins- dóttur kynnt í Alþýðu- bankanum NÚ STENDUR yfir sýning í AI- þýðubankanum á Akureyri á verkum textillistakonunnar Auð- ar Vésteinsdóttur. Sýningin er á vegum Menningarsamtaka Norð- lendinga og Alþýðubankans hf. Auður er fædd 31. mars 1950, hún Iauk námi í textildeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1972, er meðlimur í Textilfélaginu og hef- ur tekið þátt í flestum sýningum . félagsins. Auður tók þátt í samnorrænni Nýja útvarps- stöðin nafnlaus „í loftið“ í dag NÝJA útvarpsstöðin á Akureyri hefur útsendingar í dag kl. 13.00. Útsending hefst með ávarpi útvarpsstjórans, Gests Einars Jónasson- ar. Síðan verður útvarpað samfleytt þar til kl. 3.00 aðfaranótt föstudags og að morgni föstudags hefst útsending að nýju kl. 6.30 og stendur til kl. 5.00 að morgni laugardags. Útvarpsstöðin hefur rekstur sinn að hljómplötusafni Dynheima til að textilsýningu, Ny Nordisk Kunst, sem var farandsýning í Danmörku og Færeyjum 1984—1985. f saftia- húsinu á Húsavfk hélt Auður síðast einkasýningu, 1986. 1976—1979 kenndi Auður við Húsmæðraskólann á Laugum og síðan 1978 hefur hún kennt við Bamaskóla Skútustaða- hrepps í Reykjahiíð mynd- og handmennt. Á listkynningunni í Alþýðubank- anum eru fímm textilverk unnin í ull, bómull, hör, poliacril og viskos. Tvö verkanna samanstanda af þrem- ur myndhlutum og tvö eru í tveimur myndhlutum. Kynningunni í Alþýðubankanum lýkur 5. júnf næstkomandi. nafnlaus. Ákveðið hafði verið að nota nafnið Útvarp Norðurland, en Útgáfufélag Norðurlands, mál- gagns Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, hót- aði þá að láta setja lögbann á starfsemina, þar sem félagið á einkarétt á notkun nafnsins Norð- urland í tengslum við alla fjölmiðl- un. Að sögn Gests útvarpsstjóra verður því farið af stað með nafn- lausa stöð, en hlustendum gefínn kostur á að hringja inn tillögur að nafni. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá fær útvarpsstöðin aðgang byija með. Æskulýðsráð hafði gefíð til þess leyfí. Málið var síðan tekið upp í bæjarstjóm á dögunum; mál- inu vísað þaðan til bæjarráðs og þaðan aftur til æskulýðsráðs, til að fá nánari rökstuðning á umræddri lánveitingu. Mál þetta er nú leyst með þeim hætti að útvarpsstöðin fær plötur úr safni Dynheima að láni, enda mýmörg dæmi um það að félög og aðilar úti í bæ hafi feng- ið lánaðar plötur og tæki hússins. Segja kunnugir að með því að taka málið sérstaklega upp í bæjarstjóm hafí verið gerður úlfaldi úr mýflugu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.