Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
45
Guðmundur Magn
ússon - Kveðjuorð
Vegna mistaka sem urðu er
birt voru kveðjuorð frá „Viðeyj-
arhópi“ vegna fráfalls Guðmund-
ar Magnússonar verkfræðings
birtast þau hér aftur um leið og
beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Fæddur 28. september 1927
Dáinn 14. apríl 1987
Okkur grunaði ekki að svo fljótt
kæmi að kveðjustund. Eins og að
jafnaði áður var margt á döfinni
hjá nágrönnunum við Norður- og
Kleppsveg á þessu ári. En nú er
skarð fyrir skildi þegar Guðmundur
Magnússon er svo óvænt brottkall-
aður úr hópnum, aðeins 59 ára.
Það var á sjöunda áratugnum
sem reiturinn milli Austurbrúnar
og Kleppsvegar í Reykjavík byggð-
ist og nýir íbúar fluttu í hverfíð.
Smám saman efldust kynni ná-
granna og vinahópur myndaðist,
sem síðar fékk nafnið Viðeyjar-
hópurinn.
Upp á ýmsu var fítjað og er
margs að minnast frá skemmtileg-
um samverustundum. Fljótlega
komst á sú venja hjá hópnum að
koma saman á nýársnótt eftir að
hefðbundnum fjölskylduboðum var
lokið og fagna saman nýju ári. Það
var sama í hvaða húsi komið var
saman, alls staðar blasti við Esjan
og hin sögufræga Viðey. Þegar það
síðan kom í ljós að fæstir höfðu
komið út í eyjuna, dreif einn félag-
inn sem átti bát, hópinn út í Viðey
og síðan varð það að venju að fara
árlega fjölskylduferð saman út í
eyjuna, þegar sumri tók að halla
og fékk hópurinn nafn af því.
Guðmundur var góður félagi og
hrókur alls fagnaðar. Hann hafði
víða farið, var víðlesinn og fróður
og ólatur að miðla okkur af þekk-
ingu sinni. Við kveðjum þennan
félaga okkar með söknuði og geym-
um minningu um góðan dreng og
nágranna.
Margréti, börnum þeirra og öðr-
um vandamönnum vottum við okkar
innilegustu samúð og biðjum guð
að styrkja þau á þessari erfiðu
stund.
Viðeyjarhópurinn,
Þuríður og Páll,
Katrín og Vífill,
Sigrún og Einar,
Steinunn og Magni,
Helga og Finnbjörn.
KJARVALSSTAÐIR VORU BYGGÐIR ÁRÐ
968
Það er okkur mikil ánægja aö hafa framleitt steypuna í þessa glæsilegu
mistöö lista og menningar. Frá því að Steypustöðin hóf starfsemi sína
hefur það veriö aöal markmiðið að vinna að rannsóknum og þróun á
steinsteypu til hagsbóta fyrir steypukaupendur. Við vitum hversu mikil-
vægt það er að geta tryggt viðskiptavinum okkar aðeins þá bestu steypu
sem til er. Rétt efni og öflugt eftirlit tryggja gæðin.
STEYPUSTOÐINm
33600SÆVARHÖFÐA 4
cro
GLÆSILEG BYGGING
ÚR GÓÐRI STEYPU