Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 46

Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Guðný Fredrik- — Minning sen Fædd 10. febrúar 1901 Dáin 14. mars 1987 Nú er einlæg frænka mín kvödd í hinstasinn og okkar bréfaskriftum lokið. Á ég eftir að sakna þeirra mikið þar sem við höfum skrifast á síðan ég var lítil telpa, eða yfir 45 ár. Alltaf voru bréfin hennar Gauju, eins og hún var alltaf kölluð, full af gleði og bjartsýni, fram á síðasta dag vélritaði hún öll sín bréf, þá orðin áttatíu og sex ára gömul. Gauja flutti átján ára gömul til systur sinnar, Margrétar, sem var búsett í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hennar voru bæði dáin og bjó þar alla tíð upp frá því. Hún var ætíð sannur íslendingur og hélt ávallt mikið upp á gamla landið sitt. Hún fæddist í Reylqavík 10. febr- úar 1901. Faðir hennar var Jón Sveinsson og móðir hennar Bergljót Guðmundsdóttir. Tvö systkini átti hún, Margréti f. 1893 og Svein f. 1895. Þau eru bæði látin. Gauja giftist norskum manni, Ragnvald Fredriksen, þau bjuggu alla tíð nálægt New York og hittu því marga landa svo hópurinn er orðinn stór sem þau hýstu og greiddu götur fyrir, j>ví heimilið var ávallt opið öllum íslendingum og var alltaf stórveisla hjá hennar þeg- ar landar sóttu hana heim, þar sem hún var snillingur í matargerð og allt lék í höndum hennar. Ég var svo lánsöm að eiga þess kost að heimsækja hana og Ragn- vald oft sl. 20 ár og eru það ógleymanlegar stundir sem við hjónin áttum með þeim. Mann sinn missti Gauja fyrir tveimur árum og var það henni mikill söknuður, því þau voru mjög samrýnd. Hann sagði oft á íslensku „ó, hvað ég elska þig mikið, Gauja mín“, og hlógum við þá að honum. Hann var mjög glað- ur maður og grínisti mikill. Gunnar, maðurinn minn, talar oft um þær dásamlegu móttökur sem hann fékk þegar hann fór ungur til náms í Bandaríkjunum ásamt 5 öðrum fé- lögum. Gauja kom í heimsókn til íslands 1970 og hafði þá ekki komið frá því að hún flutti út. Lýstu þær móttökur sem hún fékk vel hversu marga vini hún hafði eignast gegn- um tíðina og haldið góðu sambandi við með bréfaskriftum. Meðal þeirra sem hún hélt tryggð við voru vin- konur sem hún átti frá bamsaldri. Henni var tekið eins og höfðingja og var öllum stundum í heimboðum og fann virkilega að hún var stödd meðal vina og skyldfólks og átti engin orð til að lýsa íslenskum heimilum. í mars fyrir ári fór hún til lands- ins helga og sl. sumar kom hún hingað jafn létt og kát og naut þess að hitta alla vinina aftur. Hún bjó hjá mér og sagði eitt sinn „Anna mín, nú er ég búin að fara til ísra- els eins og ég hef alltaf þráð og til Islands, svo nú er ég tilbúin að fara héðan og hitta Ragnvald minn aft- ur.“ Gauja var trúuð kona og kirkju- rækin og las daglega í Biblíunni og þakkaði Guði innilega sitt ham- ingjusama líf og góða heilsu sem hún hafði fram á síðasta dag. Hún lést á leiðinni í sjúkrahús 14. mars sl. úr hjartaslagi. Við systumar gleymum aldrei þeim gleðistundum þegar hún sendi okkur sínar góðu gjafír þegar við vorum telpur á stríðsámnum og margt fallegt sendi hún þegar ekk- ert fékkst hér á landi. Elsku frænku þökkum við fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Eins þakka fjöl- skyldur okkar ógleymanlegar stundir sem við áttum með henni. Kveð ég frænku mína nú í hinsta sinn með miklum trega. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi." Anna Sveinsdóttir Ég var aðeins 18 ára gömul þeg- ar ég hitti Gauju og Rögnvald í fyrsta sinn. Það var á köldum vetr- armorgni í höfninni í New York. í þá daga þótti það sjálfsagt að senda ungar stúlkur til útlanda, oft til Ameríku, til þess að læra málið, vinna og sjá sig um í heiminum. Gauja og Rögnvald voru góðir vinir foreldra minna. Mjög trúað fólk sem alltaf sótti kirkju. Það var ekkert fals í þeirra kirkjuferðum. Þau lifðu eftir þeim kenningum sem þar voru prédikaðar. Ég hef ekki kynnst neinum fyrr né síðar sem það gera. Á meðan ég var í Ameríku fór ég mjög oft í kirkju með Gauju og Rögnvald. Þau voru svo einlæg í trúnni að maður gat ekki annað en orðið fyrir áhrifum frá þeim. Lítið hefur orðið um kirkjuferðir síðan. Gestrisnara fólk var varla hægt að finna. Gauja og Rögnvald vildu allt fyrir alla gera. Margur íslend- ingurinn naut góðs af. Því var það vel við jiæfi að Gauja skyldi koma hér til íslands í fyrra, 85 ára göm- ul, létt á fæti sem unglamb. Alltaf í góðu skapi eins og í gamla daga fyrir 30—40 árum. Rögnvald er farinn yfir móðuna miklu fyrir nokkrum árum. Hann naut því ekki góðs af þeim móttökum sem Gauja hlaut hér. Henni var tekið með kostum og kynjum. Hún var eins upptekin og ráðherra í opinberri heimsókn. Hún sagði oft við mig: „Ég er svo aldeilis hissa hvað Is- lendingar hafa það gott. Húsnæðið, heimilin, þetta er eins og hjá kóng- um, sure, sure.“ Gauja gerði sér vel grein fyrir því að ævikvöldinu væri að ljúka. Við töluðum um dauðann. Hún kveið honum ekki. Það yrði áreiðan- lega tekið vel á móti sér hinu megin. Gauja þurfti ekki að kvelj- ast. Hún dó úr hjartaslagi. Það er ég viss um að ef einhveijum hefur verið tekið vel í himnaríki ef það er til, þá er það hún. Ég kveð hana og óska henni góðs gengis með þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og stelpumar sínar. En það vom skólasystur mínar úr Kvennó sem vom í Ameríku á sama tíma og ég. Erna V. Ingólfsdóttir Minning: Ölafur Kjartans- son brunavörður Fæddur 20. október 1920 Dáinn 21. apríl 1987 í dag, fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30, verður Ólafur Kjartans- son, Hraunbæ 47, Reykjavík, jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Hann fæddist á Berg- staðastræti 20 og fluttist ungur með foreldmm sinum á Baldursgötu 22. Þar ólst hann upp og átti heima þangað til 1965 er fjölskyldan flutt- ist í Miðtún 6 og 1969 í Hraunbæ 47. Foreldrar hans vom Ingibjörg Jónsdóttir, fædd í Digrariesi við Kópavog, og Kjartan Ólafsson bmnavörður, fæddur á Húsafelli í Borgarfirði. Hann var skáldmæltur og gaf út nokkrar ljóðabækur. Þann 29. maí 1948 gengu í hjónaband þau Ólafur og Danlína Hulda Krist- insdóttir frá Breiðuvik á Snæfells- nesi. Þeim varð þriggja bama auðið. Elstur er Kjartan, fæddur 1948, nú sjómaður; næstur er Kristinn, fæddur 1949, nú vélamaður, og yngsta bam þeirra Ólafs og Huldu er Ingibjörg Mansfield, búsett í Norfolk í Virginíu-fylki í USA. Bamaböm þeirra em 5: Ólafur, Elvar Öm og Kristján Kjartanssyn- ir, Óskírð Kristinsdóttir og Helena Rós, dóttir Ingibjargar. Ólafur hóf störf hjá SVR 1942 og ók strætó í u.þ.b. 4 ár eða til 15. júní 1946 er hann gerðist bmna- vörður hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Hann hætti þar sem eftirlaunamað- ur 1. apríl 1982 að loknu 36 ára starfi hjá þeirri stofnun. Ólafur Kjartansson var hár vexti og samsvaraði sér vel, bjartur yfir- litum og prúðmenni í allri fram- komu. Hann hafði blæbjarta baritónrödd og unni söng og tón- list. Þegar góðvinir komu í heimókn var slegið á létta strengi, sungið og spilað á gítarinn eða rafmagns- orgelið. Ólafur söng nokkur ár með Karlakór Reykjavíkur og fór m.a. í söngför kórsins til Miðjarðarhafs með skemmtiferðaskipinu Baltica. Síðar söng hann með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur, stjómandi var þá Snæbjörg Snæbjamardóttir sem jafnframt stjómaði Skagfírsku söngsveitinni. Góð kynni tókust með Ólafi og Skagfirðingum sem sungu með eldri félögum karlakórs- ins og því var það fyrir u.þ.b. 10 árum að Ólafur fór að syngja með Skagfirsku söngsveitinni. Þar eign- aðist hann marga góða vini sem minnast hans með þökk fyrir liðnar samverustundir og heiðra minningu hans með söng við útförina í dag, ásamt nokkrum eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur og einsöng Hjálmtýs Hjálmtýssonar. Á 67. aldursári er Óli vinur vor burt kvaddur úr þessum heimi. Hann fær okkar hlýju kveðjur. Hans er minnst sem góðs félaga að leiðarlokum. Samúðarkveðjur sendum við systkinum hins látna, þeim Jóni sjómanni, Aðalsteini við- skiptafræðingi og Valgerði húsfrú, svo og eftirlifandi eiginkonu, börn- um og bamabömum vottum við hlýja samúð. Hvíl í friði. F.h. Skagfírsku söngsveitar- innar í Reykjavík og Karla- kórs Reykjavíkur, Sveinn S. Pálmason Minning: Sven B F Jan- son prófessor í ársbyrjun 1979 var ég sem ut- anríkisráðherra í opinberri heim- sókn í Stokkhólmi. Starfsbróðir minn, Hans Blix, bauð til mikillar veislu í Höll erfðafurstans, þar sem utanríkisráðuneytið hefur aðsetur, og var þar margt manna. Þegar gestgjafi og gestur höfðu eftir við- eigandi siðareglum flutt ræður sínar, gerðist það óvenjulega, að maður úti í miðjum sal sló í glas sitt og kvaddi sér hljóðs. Hávaxinn öldungur reis á fætur og flutti snjalla ræðu, kryddaða gamansemi og var auðheyrilega nákunnugur íslenskum málum. Þama sá ég í fyrsta sinn Rúna- Janna, Sven B F Jansson prófessor, stórmenni í sagnfræði meðal Svía, þjóðsagnapersónu í iifandi lífi, og mikinn íslandsvin. Seinna sá ég, að sænska utanríkisráðuneytið reyndi oft að fá hann til að bjóða íslenska gesti velkomna á þennan hátt, og hann hafði alltaf góð orð og spaugilegar sögur á hraðbergi. Síðast gerðist þetta, þegar Geir Hallgrímsson var hér á ferð. Um páskahelgina barst sú fregn, að Sven B F Jansson prófessor væri látinn, áttræður að aldri, eftir alllanga sjúkrahúsvist. Með honum er fallinn í valinn einn fremsti rúna- fræðingur heims og einn virtasti og vinsælasti fræði- og embættis- maður Svía á sviði miðaldasögu þeirra. Hann fæddist í Stokkhólmi, en á menntavegi barst hann snemma að því sviði, sem varð ævistarf hans. Hann varð lektor við háskólann í Greifswald 1933—34, og árin 1936—38 fyrsti sænski sendikenn- arinn við Háskóla íslands. Nokkru síðar varð hann dósent í norrænum málum við Stokkhólmsháskóla, og 1947 tengdist hann fyrst sænsku þjóðminjastofnuninni. Eftir það varð hann prófessor í rúnafræðum og var skipaður þjóðminjavörður 1966. Jansson var afkastamikill rithöf- undur og skrifaði mest um rúna- fræði, enda eru rúnasteinar veigamikill þáttur í menningarsögu Svía. Mun hann hafa rannsakað um 3.500 steina, sem er öllu meira en allir þekktir rúnasteinar í Svíaríki. Hann varð frægur utan Svíþjóðar fyrir að lýsa Kensingtonsteininn í Minnesota sem fölsun, „heimilisiðju frá 19. öld“ eins og hann kallaði það. Það er heillandi fyrir íslending að ferðast í góðu tómi um Uppland og skoða rúnasteinana, sem eru eins og minnisvarðar, en stundum steyptir inn í kirkjuveggi. Þeir eru oftast reistir í minningu foreldra eða annarra og gera í einni eða tveim setningum grein fyrir fólkinu: Barðist í Miklagarði, kom til Jór- sala, sigldi til íslands. Þegar saman koma þúsundir steina, verður þetta heildarmynd af menningartímabili, en steinamir voru höggnir á nor- rænu máli, flestir um svipað leyti og skrifað var á skinn á sama máli á íslandi. Þjóðsaga meðal íslend- inga hér hermir, að Bjami Bene- diktsson hafi verið í heimsókn og fengið að skoða marga steina með viðeigandi skýringum. í lokin á Bjami að hafa sagt: „En kæm Svíar mínir. Þið munduð ekki skilja orð, sem stendur á steinunum, ef íslenskan væri ekki lifandi mál.“ Þetta skildi Rúna-Janni (hann notaði viðumefnið sjálfur og gaf því þannig blessun sína). Hann hef- ur sagt svo frá, að hann hafi á unga aldri verið á bát í skeijagarð- inum, í vari fyrir rigningu og roki, og legið við lestur Gísla sögu Súrs- sonar. Hann hafði orðabækur við hendina, því hann var að glíma við málfræði og beygingar. Eftir drykklangan lestur rann upp fyrir honum, að hann væri að lesa bók- menntalegt listaverk. Hann hætti að hugsa um „genus och kasus" og hreifst af frásögninni. Þegar þar kom sögunni, að Vésteinn sagði við húskarla: „En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, ok mun ek þangat ríða . ..,“ var hinn ungi Jansson öldungis sannfærður um, að hann sjalfur yrði að fara ríðandi að sjá vötnin falla til Dýrafjarðar. Hann fór margar ferðir til ís- lands og um landið, sérstaklega Snæfellsnes og Vestfírði. Frásagnir af ferðum þar vestra og fleiru birti hann í „Historiebok", sem kom út 1982, og em það einstakar perlur í sinni röð. Margir höfðu raunar heyrt hann segja ýms brot úr þess- um ferðasögum af alkunnri frá- sagnarsnilld, enda maðurinn litríkur með afbrigðum. Sænska þjóðin kynntist Jansson sem skemmtilegum útvarpsmanni um langt skeið, og til dæmis las hann Gunnlaugs sögu Ormstungu sem útvarpssögu 1960. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu í Svíþjóð og utan heimalands síns og ríkti síðustu árin sem konungur í ríki rúnanna. Jansson fékk ósk sína uppfyllta, reið í slóð Vésteins um Gemlufalls- heiði og sá vötnin falla til Dýrafjarð- ar. Fjörðurinn var gáraður af golu, eins og hvert annað norrænt vatn. „En ég vissi að um alla framtíð mundi þessi sjón koma upp í huga minn í hvert sinn, sem ég heyrði íslands getið." Rúna-Janni er allur. Þeir íslend- ingar eru margir, lífs eða liðnir, sem mundu vilja þakka honum sam- fylgdina, vináttuna, snilldina. Og senda ekkju hans og Ijölskyldu sam- úðarkveðjur. Stokkhólmi í apríl. Benedikt Gröndal. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.