Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Kveðjuorð: Guðmundur Sveins- son frá Góustöðum Fæddur 9. apríl 1913 Dáinn 9. apríl 1987 Mig setti hljóðan þegar ég frétti lát góðvinar míns, Guðmundar Sveinssonar, að morgni dags 9. apríl sl. Mér var það alls ekki ljóst að hann ætti við alvarlega vanheilsu að stríða, þessi síkviki athafnamað- ur, sem ávallt var örvandi, hress og viðmótsþýður. Hann virtist alltaf ráða yfir svo miklu starfsþreki til allra verka sem hann tók að sér, og hann gerði þá kröfu til sam- verkamanna sinn að þeir legðu sig alla fram. Hjá honum var aldrei hik eða hálfvelgja. Hann var hugsjóna- maður, hvort heldur var í leik eða starfi. Ég hef lengi þekkt Guðmund Sveinsson, en ég kynntist honum vel þann tíma sem við unnum sam- an að bæjarmálum á ísafirði. Við vorum ekki pólitískir samheijar, en við vorum samheijar í því að vinna bæjarfélaginu okkar allt það sem við gátum. Hann var mikill ísfírð- ingur. Ég minnist samstarfs okkar frá þeim árum. Oft stóðum við frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku, og hann þurfti ekki að taka á sig ábyrgð öðrum fremur, en hans lífsviðhorf mótaðist af drengskap og heiðarleika, en ekki pólitík. Þó var Guðmundur Sveinsson eldheitur framsóknarmaður og sú stefna samvinnu og jafnréttis sem hann fylgdi var honum mikils virði, enda vann hann þeirri stefnu mikið og óeigingjamt starf. Þessi eldheiti baráttumaður félagshyggju og rétt- lætis var mikill og traustur vinur allra þeirra sem kynntust honum. Hann var ávallt reiðubúinn að ta- kast á með öðrum og leysa málin. Þess vegna var hann líka svo vel kynntur, bæði í sinni heimabyggð sem og vítt um land, því Guðmund- ur Sveinsson og fyrirtæki hans, Netagerð Vestfjarða, naut virðingar og álits hvarvetna. Á samstarfsárum okkar kynntist ég því hversu mikils virði það var að eiga traustan vin sem hann var. Ég man það vel hversu einlæglega hann fagnaði þegar vel gekk, en var hvetjandi og síleitandi góðra ráða til að ná málum fram þegar hægar lét. Uppgjöf eða úrtölur var aldrei það sem hann mælti fyrir. Hann vildi takast á við málefnin og leysa þau. Stundum var ákafí hans og dugnaður svo mikill að samverkamönnum þótti nóg um, og kenndu við fyrirhyggjuleysi, en at- hafnamaðurinn vill láta hlutina ganga og það gerði Guðmundur Sveinsson. Fyrir yngri menn var hann leiðandi, en setti þó sitt traust á þá. Hann var réttlátur og mildur stjómandi og bar fullt traust til samstarfsmanna sinna, sem end- urguldu honum með virðingu og góðu starfí. Guðmundur var glað- vær maður og naut þeirrar ham- ingju í ríkum mæli að eiga ástríka og góða eiginkonu, sem með honum hefur mótað fagurt heimili þeirra. Böm þeirra, tengdaböm og bama- böm vom honum til mikillar ánægju og vildi hann allt fyrir þau gera. Nú er þessi mæti maður allur. Ég minnist hans með virðingu og þökk. Ég og kona mín vottum eftir- lifandi eiginkonu Guðmundar, Bjameyju Ólafsdóttur, bömum þeirra og öðmm aðstandendum, einlæga samúð. Guðmundur H. Ingólfsson Fyrir nokkmm dögum var ég í sjúkravitjun á Landakotsspítala. Þá heyri ég sagt með rólegri rödd úr næsta rúmi: „Komdu sæl, Þor- björg." Sá sem ávarpaði mig var Guðmundur Sveinsson frá Góustöð- um. Við vomm góðir kunningjar, og ég innti hann eftir hvers yegna hann væri þama staddur. Hann kvaðst vera nýkominn — þennan sama morgun og lét ekki mikið yfír veikindum sínum. Mér brá því ónotalega þegar ég frétti látið hans daginn eftir. Þetta, eins og oft áð- ur, minnti mig á — „hve örstutt er bil milli blíðu og éls“ — og enginn veit, hvenær kallið kemur. Guðmundur, sem alltaf var svo hress og glaður þegar maður hitti hann, var nú allur. Hann var einn af þeim, sem setti svip á bæinn sinn, athafnamaður, sem rak traust og gott fyrirtæki og tók dijúgan þátt í stjómun bæjarmála um árabil. Ég ætla ekki að rekja sögu hans á þeim vettvangi, það hafa aðrir gert. En ég hafði þá ánægju að starfa með honum í stjóm Norræna fé- lagsins á ísafírði í meira en áratug. Hann hafði mikinn áhuga á nor- rænni samvinnu, var boðinn og búinn til að leggja henni lið. Honum var umhugað um að koma á meiri samvinnu við granna okkar á Grænlandi og greiddi götu græn- lenskra unglinga, sem vildu heim- sækja ísafjörð og kynnast landi og þjóð. Norræna félagið á þar á bak að sjá góðum velunnara sínum. Guðmundur var mikill áhuga- maður um skíðaíþróttir. Hann tók virkan þátt í að byggja upp góða aðstöðu í Seljalandsdal. Oft hitti maður hann þar uppfrá á sólbjört- um útmánaðardögum, glaðan og reifan við að leggja starfseminni þar liðsinni sitt. Hann gerði sér ljóst, hve mikilvægt það var ísfírskri æsku að nota sér þessa paradís skíðaíþróttarinnar og hvatti ungl- ingana óspart til að láta þar hvergi deigan síga. Guðmundur var einn að þessum mönnum, sem gjaman var leitað til, ef koma átti góðum málum í höfn. Veit ég, að margur saknar hans sem góðs vinar og samverka- manns, og ísafjörður er vissulega svipminni að honum látnum. Hann var einn af þessum traustu og góðu Vestfírðingum, sem ekki liggja á liði sínu við að byggja upp og bæta atvinnulífíð og treysta búsetu — „í faðmi fjalla blárra"—. Ég votta eiginkonu hans, Bjam- veigu Ólafsdóttur, bömum hans og öðmm aðstandendum, mína einlæ- gustu samúð. Guð blessi minningu hans. Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vigur. t Eiginkona mín, ELÍSABET SUMARLIÐADÓTTIR, Fannarfelll 10, lést í Landspítalanum 10. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Lárus Ingólfsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RÓSANT SKÚLASON, Faxabraut 7, Keflavík, andaðist á Landspítalanum 29. apríl sl. Sofffa Gunnlaugsdóttir, Guðrún Rósantsdóttir, Per Kærsgaard, Skúli Rósantsson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir og barnabörn. t Móðursystir mín, GUÐBJARTSÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR frá Ólafsvfk, Meðalholtl 6, Reykjavfk, lést 17. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Sigurðsson. t Föðurbróðir minn og mágur, ÁSGEIR MAGNÚSSON, Vesturgötu 54a, lést 21. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram. Ólafur Slgurðsson og fjölskylda, Guðrún Árnadóttlr. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG M. JÓNSDÓTTIR, Langholtsvegl 97, Reykjavfk, andaðist f Landakotsspítala 29. aprfl. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SIGURÐUR ANDRÉS SIGURÐSSON, Vesturbergi 36, lést mánudaginn 27. apríl. Sesselja Magnúsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Hildur Sigurðardóttir, Sigurður Andrós Sigurðsson, Svava Sfmonardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HREINN GÍSLASON, bóndi á Uxahrygg, lést í Borgarspítalanum 18. apríl. Útförin veröur gerð frá Odda- kirkju á Rangárvöllum iaugardaginn 2. maí kl. 14.00. Magnús Guðmundsson, Dýrfinna Guðmundsdóttir, Erlingur Guðmundsson, Árný Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Gfsli Guðmundsson, Guðmundur Hólm Bjarnason, Kristjana Ólafsdóttir, Trausti Runólfsson, Sigurvina Samúelsdóttir, Kristmann Jónsson, Emil Ragnarsson, Helga Narfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vffilsgötu 22, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30. apríl. kl. 13.30. Magnús Brynjólfsson, Guðmundur H. Magnússon, Guðbjörg Richter, Hrafn Magnússon, Kristfn Erlingsdóttir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, Skálholti, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Ferð veröur frá BSÍ kl. 12.00. Guðmundur Óli Ólafsson. t Innilegt þakkiæti fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, SÍMONAR TEITSSONAR, Þórólfsgötu 12, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Unnur Bergsveinsdóttir, Örn R. Sfmonarson, Sonja Ásbjörnsdóttir, Teitur Símonarson, Margrót Jónsdóttir, Sigrún Sfmonardóttir, Ólafur A. Steinþórsson, Sigurbjörg Sfmonardóttir, Sigurður Óskarsson, Bergsveinn Sfmonarson, Jenný Johansen, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, JOHANDINE AMALIE SÆBY, Slglufirði. Hallfrfður NJálsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Johandine, Vlgdfs og Frfða Sverrisdætur, Njáll og Hallgrfmur Sverrissynir. t Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför SÉRA BENJAMÍNS KRISTJÁNSSONAR. Þóra Björk Kristlnsdóttir, Jósep H. Þorgelrsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Björn Ingvarsson. Lokað Vegna útfarar ÞÓRARINS GÍSLA JÓNSSONAR verður Skattstofu Reykjanesumdæmis lokað kl. 14.30 í dag. Skattstofa Reykjanesumdæmis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.