Morgunblaðið - 30.04.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
49
■ 1
Reuter.
Gestir og gestgjafar
Karl Bretaprins og kona hans Díana hafa undanfömu verið í opinberri heimsókn á Spáni eins og sagt
hefur verið frá í dálki þessum. Ferðin hefur gengið mjög vel og krónprinsinn og kona hans hafa látið í
ljósi ánægju með móttökur. Á síðasta degi hinnar opinberu heimsóknar var þessi mynd tekin í Toledo, en
Karl og Díana ætluðu síðan að dvelja á Spáni í nokkra daga í einkaerindum. Frá hægri talið sjáum við
Elenu prinsessu af Spáni, föður hennar Jóhann Karl, Spánarkonung, hjónin Díönu og Karl af Wales,
Soffíu Spánardrottiningu og dóttur hennar Cristinu prinsessu af Spáni.
Tölvunámskeið
fyrir fullorðna
Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj-
endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri.
Dagskrá:
* Þróun tölvutækninnar.
Grundvallaratriði við notkun tölva.
* Notendahugbúnaður.
* Ritvinnsla meðtölvum.
* Töflureiknir.
Gagnasafnskerfi.
* Tölvurogtölvuval.
☆ Umræður og fyrirspurnir.
Leiðbeinandi:
Yngvi Pétursson
stærðfrœðingur
Tími: 5., 7., 12. og 14. maí kl. 20-23.
Innritun daglega frá kl. 8—22 i
símum 687590, 686790,
687434 og 39566.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, Reykjavík.
—Feiti er okkar fag
Djúp
steikingar
feiti
Dreifing: Smjörlíki hf. Pverholti 19.
Framleiðandi: Hydrol hf. v/Köllunarklettsveg Reykjavík
Rússneska þjóðlagatríóið „Bylina", söngkonan Galina
Borisova og Arútjan Akopjan, einn frægasti sjónhverf-
ingamaður Sovétríkjanna, skemmta á vegum MÍR
næstu daga sem hér segir:
HLÉGARÐI föstudaginn 1. maí kl. 21.00.
HÓTEL SELFOSSI laugardaginn 2. maí kl. 16.00.
ÍSLENSKU ÓPERUNNi (Gamla Bíói) sunnudaginn 3.
maí kl. 15.00.
Miðasala v!ð innganginn í Hlégarði og á Selfossi, en
miðar að skemmtuninni í íslensku óperunni verða seldir
í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 13.30-18.00 hinn
1. maí og kl. 14.00-18.00 laugardaginn 2. maí — við
innganginn í Gamla bíói.
Missið ekki af sérstæðri skemmtun frábærra lista-
mams. MÍR
Tónleikar og
töfrabrögð
Hótel Saga og Gildi hf. eru stolt af að bjóða gestum sínum að
heyra og sjá endanlega útfærslu á lagi Valgeirs Guðjónssonar,
Hægt og hljótt, sem söngkonan unga Halla Margrót syngur með
dyggri aðstoð Valgeirs, Egils Ólafssonar, Sverris Guðjónsson-
ar og Diddúar, en þessi hópurfer til Belgíu eldsnemma sunnudags-
morguninn 3. maítil þátttöku í Eurovision söngvakeppninni.
Sýnið þeim stuðning með góðri mætingu í Súlnasalinn
föstudags-, og laugardagskvöldíð n.k.
Komum og hvetjum, komum og kveðjum.