Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 30.04.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 55 Lítið um að vera fyrir börn- in á sumardaginn fyrsta Kæri Veivakandi. Eg vil kvarta yfir því að lítið er um að vera fyrir börn á sumardag- inn fyrsta, ekki einu sinni sjónvarp. Mann langar til að gera eitthvað fyrir bömin á þessum degi, en ekki er einu sinni um að ræða skrúð- göngu eins og í gamla daga. Það sem bjargaði deginum núna var að í Laugardalshöllinni var opnuð sýn- ing sem við hjónin fórum með bömin okkar á. Kom hún okkur skemmtilega á óvart, m.a. hefur verið komið fyrir yndislega falleg- um garði með gróðurhúsum og gosbmnnum. Bömin skemmtu sér stórkostlega og fengu meðal annars að fara í einhvers konar furðutæki sem líkir eftir „rússíbana“. Ég sá að þau ljómuðu eftir ferðina, en þvi miður þorði ég ekki að fara sjálf í slíka ferð. Þama var líka skemmti- leg tískusýning og í stuttu máli skemmtu allir sér vel. Þökk sé þeim sem halda þessa sýningu._ Astrós Fávísleg skrif um Ríkisútvarpið Stöð 2 og Bylgjan ná ekki til landsbyggðarinnar Til Velvakanda. Nokkuð hefur borðið á því að undanförnu að birtar hafa verið greinar hér í Velvakanda og víðar eftir einhveija óvita, þar sem skrif- að hefur verið af mikilli fávísi um ríkisútvarp og sjónvarp, og helst lagt til að réttast væri að leggja þessa fjölmiðla niður. Þessir óvitar virðast ekki sjá langt frá sér eða vita ekki að stór hluti af landsbyggðinni sér ekki Stöð 2 og heyrir ekki útvarp Bylgjunar. En það sem verra er — þessi skoðun nær til fleiri en nok- kurra óvita. Ef ég man rétt þá var t.d. í Morgunblaðinu á sl. ári haft eftir þingmanni að réttast væri að taka nýja útvarpshúsið og gera það að vöruhúsi eða kartöflugeymslu. En sem betur fer fyrir alla þá mörgu sem em ánægðir með mjög gott ríkisútvarp og sjónvarp höfum við duglegan og áhugasaman út- varpsstjóra, sem er mikill sjálfstæð- ismaður og hátt skrifaður í þeim flokki. Við getum því treyst því að hann standi vörð um ríkisútvarpið og sjónvarpið og láti ekki ómerki- legan áróður spilla þar fýrir. 3970-9457 Þessir hringdu . . Seðlaveski Seðlaveski tapaðist í Laugar: dalshöll á sunnudagskvöld. í veskinu vom skilríki og peningar. ’i’innandi vinsamlegast hringi í Harold í síma 656005. Er til fram- hald af Þrífætl- ingunum? Birkir hringdi: Mig langar til að koma þeirri fyrirspum á fram- færi til sjónvapsins hvort til sé framhald af Þrífætlingunum og ef svo er hvort ekki sé hægt að sýna þennan myndaflokk áfram. Þá vil ég mælast til þess að meira verið af barnaefni á helgum í sjónvarp- inu. Norsk bóndanæla Föstudagskvöldið hinn 24. apríl tapaðist „norst bóndanæla" á leið- inni frá Amarhvoli í Óperuna. Nælan er af vönduðustu gerð og er því missir eigandans tilfinnan- legur. Skilvís fínnandi hringi í síma 3 96 58. Fyrirspurn til yfirkjörstjórnar í Reykjavík; Er heimilt að gefa upp nafn kjósanda? Til Velvakanda. í kosningunum á dögunum vom allmargir, sem sýndu per- sónuskilríki í þeirri einlægu trú, að nöfnin yrðu ekki gefin upp til fulltrúa flokka, sem sáu ástæðu til þess að hafa eftirlit í kjördeildum. I dreifibréfí, sem einn flokkur sendi frá sér, segir: „Umboðs- maður listans í kjördeild á rétt á að fá upplýsingar um hveijir hafa kosið og hver er að kjósa hveiju sinni.“ Síðan er vitnað í 33. grein kosningalaganna, sem að mínum dómi sker tæplega úr um þetta atriði. Nú hef ég fulla vissu fyrir því, að á einum kjörstað hér í bæ vom nöfn gefin upp að boði yfírmanna þar, þegar kjósandi fór út. Finnst mér þarna skjóta skökku við það, sem fólk al- mennt heldur, og vænti þess, að yfírkjörstjórn í Reykjavík greini afdráttarlaust frá því, hvemig að þessu skuli staðið. Það er öldungis óhæft, að hér sé verið að „plata“ fólk, eins og einn komst að orði. Kjósandi 0122-5790 GEÆiBI Hátíðarkaffi MÍR1. maí Kaffisala verður ífélagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, föstudaginn 1. maí kl. 15.00-17.00. Sovéskir lista- menn — þjóðlagatríó, söngkona og sjónhverfinga- maður — líta inn og leika listir sínar fyrir kaffigesti. MÍR. FERÐATÖSKUR ALLTAF MESTA ÚRVALIÐ GATT-VIÐRÆ0URNAROG FRAMTÍÐ FRJÁLSRA VIÐSKIPTA - í hverju felst styrkur GATT og veikleiki? - LANDSNEFND ALÞJÖÐA VERZLUNARRÁÐSINS Iceland National Committee of the IC C Arthur Dunkel, aðalframkvæmdastjóri GATT, heldurfyrirlestur um GATT (HIÐ ALMENNA SAMKOMULAG UM TOLLA OG VIÐSKIPTI) Á HÁDEGISVERÐAR- FUNDI Landsnefndar Alþjóða verzlunar- ráðsins íÁtthagasal Hótel Sögu, mánudaginn 4. maí kl. 11.45. DAGSKRÁ: 11.45-12.00 MÆTING 12.00-12.40 HÁDEGISVERÐUR 12.40-13.00 ERINDI ARTHURS DUN- KEL: GATT-VIÐRÆÐURNAR OG FRAMTÍÐ FRJÁLSRA VIÐ- SKIPTA - í HVERJU FELST STYRK- UR GATT OG VEIKLEIKI? - 13.00-13.45 UMRÆÐUR OG FYRIR- SPURNIR ALLIR VELKOMIMIR Vinsamlega tilkynnið þátttöku í sfma 83088.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.