Morgunblaðið - 30.04.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987
59
Nýliðinn Micciche kom
Frökkum á bragðið
Tvö slysamörk réðu úrslitum
Frá Skúla Unnari Sveinssyni, blaöamanni Morgunblaðsins í Frakklandi.
FRAKKAR unnu sér það til
ágætis í gærkvöldi að vinna
loksins í landsleik í knatt-
spyrnu. Fórnarlömbin vorum
við íslendingar, en viðureign
þjóðanna í Evrópukeppni
lansliða á Parc des Princes
leikvangingum í París lauk
með sigri Frakka sem skor-
uðu tvö mörk.
Frakkar höfðu ekki unnið lands-
leik í knattspyrnu frá því þeir lögðu
Belga að velli, 4:2, í heimsmeist-
arakeppninni í Mexíkó í fyrra og
þeim hafði ekki tekist að skora
mark í síðustu fjórum leikjum
sínum. í gær unnu þeir loksins og
skoruðu auk þess tvö mörk, en
leikur þeirra var langt frá því að
vera sannfærandi. Dæmigerð
frönsk knattspyrna, róleg lengst
af en vel skipulagðar skyndisóknir
inn á milli.
íslenska liðið sýndi í gær að það
getur staðið fremstu knattspyrnu-
þjóðum á sporði. Það er að koma
alvörusvipur á okkar lið. Ef til vill
kemur það niður á því hversu gam-
an er að horfa á leiki liðsins, en á
móti kemur að við fáum ekki stóra
skelli eins og stundum kom fyrir
hér áður fyrr. Leikur liðsins er mjög
yfirvegaður og í gær skoruðu
Frakkar bæði mörk sín eftir smá-
vægileg mistök hjá okkar mönn-
um.
Leikurinn var mjög rólegur og
Frakkar komu verulega á óvart
með því að pressa ekki meira á
varnarmenn okkar, þeir bökkuðu
og gáfu vörninni frið til að athafna
sig. Miðjuleikmennirnir fóru sér
ekki að neinu óðslega. Byggðu upp
sóknir í rólegheitum og keyrðu
síðan upp hraðann. íslenska liðið
hafði náði þ'ví að skipuleggja varn-
arleikinn og var leikurinn fyrir
bragðið aldrei fjörugur fyrir áhorf-
endur þó hann svo hann væri
ágætlega leikinn.
Nýliðinn skoraði
Það þurfti nýliða til að skora
langþráð mark fyrir Frakka. Mic-
ciche fékk sendingu frá sjálfum
Platini eftir að stutt þríhryninga-
spil Ragnars og Ásgeirs á miðjunni
hafði misheppnast og boltinn bo-
rist til Platinis. Síðara markið
skoraöi síðan Stopyra eftir fyrirgjöf
Micciche. Sævar og Stopyra
renndu sér báðir í fyrirgjöfina, en
einhvern veginn skrúfaðist boltinn
af þeim og f netið án þess að
Bjarni ætti möguleika á að verja.
Það er frekar erfitt að gera upp
á milli leikmanna íslenska liðsins.
Allir léku vel þó flestir gerðu sig
seka um smávægileg mistök.
Bjarni varði það sem hann átti
möguleika á að verja, enda skot
Frakka hvorki mörg né hnitmiðuð.
Ágúst Már, Sævar og Gunnar voru
sterkir í vörninni og á vængjunum
stóðu þeir Siguröur og Atli sig
vel, sérstaklega Sigurður.
Símamynd/Reutor
• Ragnar Margeirsson reynir hér að ná til Michel Piatini f leiknum f gærkvöldi. Platini var potturinn og
pannan í leik franska liðsins. Frakkar unnu sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni og eygja nú möguleika á
að komast í úrslitakeppnina.
Ásgeir var sterkur, mjög yfirveg-
aður og rólegur. Ragnar komst
einnig vel frá leiknum og Ómar
barðist vel. Frammi voru þeir Arn-
ór og Pétur, en þeir máttu sín lítið
gegn besta manni vallarins, hinum
bráðskemmtilega þeldökka varn-
armanni, Boli. Sigurður Grétars-
son stóð sig ágætlega eftir að
I hann kom inn á fyrir Pétur Péturs-
son.
Auk Boli voru þeir Amaros o&*
| Fernandez bestir í liði Frakka.
Morgunblaðiö/Símamynd/B. Valsson
• Um hundrað fslenskir áhorfendur voru á leiknum og studdu
fslenska iiðið dyggilega.
Franskir blaðamenn
ósáttir við úrslitin
Michel þjálfari og leikmenn ánægðir
Frá Bemharði Valssynl, fróttaritara Morgunblaðsins í París.
Michel, þjálfari Frakka, var þeim
Á blaðamannafundi eftir leikinn í
gærkvöldi kom fram að franskir
blaðamenn höfðu vonast eftir
stórsigri gegn íslandi og sættu
sig alls ekki við 2:0 sigur. Henri
Asgeir var Platini
- sagði Sigi Held landsliðsþjálfari
„ÉG HELD að betra liðið hafi ekki
unnið f dag. Frakkar voru ekkert
betri en við. Þeir skoruðu bæði
mörkin eftir smávægilega mistök
okkar manna,11 sagði Sigfried
Held landsliðsþjálfari.
„Ef þú skoðar leikinn sérðu t.d.
að Ásgeir var betri en Platini í
kvöld. Allir leikmenn fslands stóðu
sig vel að þessu sinni og ég er
ánægður með leikinn en alls ekki
úrslitin.
Leikkerfið sem ég setti upp fyrir
leikinn gekk upp nema hvað þessi
mörk voru gerð eftir smávægileg
mistök, að öðru leyti er ég ánægð-
ur."
Ágúst Már Jónsson:
Ekkert erf itt
„f SVONA leikjum er númer eitt
að halda einbeitingunni. Ef maður
er í sæmilegrí líkamlegri þjálfun
og heldur einbeítingunni er ekk-
ert svo erfitt að leika gegn
þessum köllum, raunar léttara en
ég bjóst við,“ sagði varnarmaður-
inn Ágúst Már Jónsson eftir
leikinn."
„Frakkarnir léku rólega á miðj-
unni en ruku síðan upp í sókninni
og það er mikið auðveldara aö
verjast slíkum sóknum, en ef mik-
ill hraði er allan tímann, fyrir okkur
sem lítið höfum leikið undanfarna
mánuði.
Núna þegar við erum komnir
með landslið þar sem Ásgeir og
Arnór eru innanborös gerir maöur
sér óneitanlega von um sigur í leik
sem þessum. Við erum þó ef til
ekki mjög vonsviknir með úrslit
leiksins en heldur ekki. neitt yfir
okkur ánægðir."
SævarJónsson:
Jtr
Odýr mörk
„ÞETTA voru ódýr mörk sem
við fengum á okkur og mér
fannst vera dálftlll heppnis-
stimpill á þeim,“ sagði Sævar
Jónsson eftir leikinn en hann
lék mjög vel í vörninni.
„Með smá heppni hefðum
við getað náð jafntefli hér og
það hefði verið mjög gott. Ég
held að þetta sé á réttri leið
hjá okkur. Við höldum boltan-
um betur en við höfum gert og
stöndum fyrir bragðið betur í
bestu knattspyrnuþjóðunum."
ósammála, sagði úrslitin góð og
undir það tóku leikmennirnir
Yannick Stopyra og Jose Toure.
Frönsku blaðamennirnir áttu
von á meiru frá sínum mönnum
og fannst þeir ekki gefa sig í leik-
inn á fullu. Frönsku leikmennirnir
vísuðu þessu á bug. Stopyra sagði
að íslenska liðið hefði leikið mjög
vel og skynsamlega og Frakkar
mættu vera ánægðir með úrslitin.
Toure sagði að sigurinn skipti
máli en ekki úrslitin, sem voru
sanngjörn að hans mati miðað við
gang leiksins. „Ég vanmat þá ekki
fyrir leikinn, en geta þeirra kom
mér á óvart. En menn verða að
gera sér grein fyrir því að við kom-
umst ekki í úrslitakeppnina með
því að bursta Island, heldur verð-
um við að sigra Sovétmenn til a^
eiga möguleika."
Leik Sovétmanna og Austur-
Þjóðverja lauk klukkutíma áður en
flautað var til leiks í París og vissi
Michel úrslitin en ekki leikmenn
hans. Hann var ánægður í leikslok
og sagði að þeir hefðu Evrópu-
meistaratitil að verja, þó róðurinn
væri erfiður í riðlinum. „Það er lið-
in tíð að hægt sé að bursta íslend-
ingana. Þeir hafa sýnt að þeir eru
erfiðir heim að sækja og tapa með
litlum mun á útivelli. Því voru þetta
góð úrslit og við munum halda
baráttunni áfram," sagði Michel.
Ragnar Margeirsson:
Þeir nýttu færin
„FRAKKAR nýttu marktækifærin
sem þeir fengu mjög vel og því
fór sem fór, en tæklfærín má telja
á fingrum annarar handar,“ sagöi
Ragnar Margeirsson eftir leikinn.
„í sjálfu sér eru þetta ekkert
slæm úrslit en það hafði óneitan-
lega niðurdrepandi áhrif á mann
að fá markið á sig í fyrri hálfleiks-
ins. Það er erfitt að leika gegn
Frökkum. Þeir leika þannig að það
þýðir ekkert fyrir okkur að keyra
upp hraðann því þá koma þeir með
góðar skyndisóknir þar sem þeir
eru þrír á móti fjórum og þá er
voöinn vís. Við miðjumennirnir
urðu því að vera á varðbergi og
passa okkur á að keyra ekki upp
hraöann í sókninni."
- Ertu þú á leiðinni heim til
aö leika knattspyrnu?
„Nei, ég á síður von á því. Ég
ætla að reyna að vera áfram í at-
vinnumennskunni og það hafa
nokkur lið spurst fyrir um mig ejfc
þeir hjá Watershei veröleggja mig
svo hátt að enginn hefur verið til-
búinn til að kaupa. Ég á von á því
að þeir lækki verðið fljótlega þann-
ig að ég geti farið til annars
félags," sagði Ragnar.