Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
Morgunblaðið/KGA
Ný borgarstjórabifreið komin á götuna
Ný bifreið embættis borgarstjóra í Reykjavík
kom á götuna í gær. Hún er af gerðinni Cadillac
Fleetwood Sixty Special og kostaði tilbúin rúm-
lega 2,8 milljónir. Hún kemur i stað fjögurra
ára gamallar bifreiðar af Buick-gerð, sem þjón-
að hefur borgarstjóraembættinu undanfarin ár.
Hvassaleitisskóli:
Mál sem þessi
hafa forgang
- segir Böðvar Bragason lögreglustjóri
„ÉG ER búinn að setja hér allt
í gang til að finna út hvernig
þessu hafi verið háttað frá okkar
hendi,“ sagði Böðvar Bragason
lögreglustjóri, vegna ummæla
Herdísar Hupfeldt í Morgun-
blaðinu í gær um viðbrögð
lögreglunnar þegar tilkynnt var
um afbrigðilega hegðun manns
gagnvart 9 ára dóttur hennar við
Hvassaleitisskóla um páskana.
Að sögn Herdísar fékk hún þau
svör að lögreglan kæmi á staðinn
þegar hún hefði tima sakir ann-
arra verkefna en aldrei sást til
ferða hennar.
„Það sem gerir okkur erfítt fyrir
með að fínna hvað þeim fór á milli
er að fjarskiptin sem öll eru tekin
Áfengi og tóbak hækka um 15—16% í dag:
Tekjur ríkisins aukast
um 594 milljónir króna
ÁFENGI og tóbak hækka í verði
í dag. Útsöluverð áfengis hækkar
að meðaltali um 16% og tóbak
um 15%. Hækkunin er við það
miðuð að skil ÁTVR á áfengis-
og tóbaksskatti í ríkissjóð hækki
um 475 milljónir kr., eða úr 2.650
milljónum kr. í 3.125 milljónir.
Tekjur af söluskatti hækka að
auki um 119 milljónir vegna
verðbreytinganna.
Útsöluverð léttra vína hækkar
að meðaltali minna en sterkra.
Rauðvín hækkar um 14,6%, hvítvín
um 15,5% og freyðivín um 12,9%.
St. Emilion-rauðvín hækkar úr 560
í 630 krónur flaskan og Piat de
Beaujolais úr 430 í 470 krónur.
Liebfraumilch Nahe Anh.-hvítvín
hækkar úr 310 í 370 krónur og
Dry Poully Fuisse úr 1.280 í 1.340
krónur. Chablis Thorin lækkar úr
880 í 820 kr. vegna lækkunar á
innkaupsverði.
Viský hækkar að meðaltali um
17,7% og vodka um 18,1%. Sem
dæmi um þetta má nefna að flaska
Verðhækkun á fiski
til Sovét 26 til 62%
Heimild til sölu 100 lesta af gnllaxi
af Ballantine’s viský hækkar úr
1.200 kr. í 1.430 og Smimoff-vodka
úr 1.040 í 1.220 kr.
Bandarískir vindlingar hækka
um 15%, píputóbak að meðaltali um
17,8% og vindlar um 14,1%.
Talið er að skatttekjur ríkisins
hækki um 304,8 milljónir kr. vegna
áfengishækkunarinnar og um 170,3
milljónir kr. vegna tóbakshækkun-
arinnar. Að auki hækkar söluskatt-
urinn. ÁTVR áætlar að áfengis-
hækkunin leiði til 0,13% hækkunar
framfærsluvísitölunnar og tóbaks-
hækkunin leiði til 0,40% hækkunar
hennar.
upp á bönd eru ekki tiltæk nema í
tíu til fímmtán daga,“ sagði Böðv-
ar. „Ég verð því að tala við alla sem
svara í síma lögreglunnar, því reyn-
ist þetta vera rétt þá er það mjög
alvarlegt mál að fólk skuli fá svona
afgreiðslu.“
Böðvar sagði að mál sem bærust
lögreglunni væru mis alvarleg og
að ákveðnar reglur giltu um hvem-
ig bregðast bæri við. Sum mál hefðu
forgang umfram önnur. „Ég held
að það sé enginn ágreiningur um
að hlutir af þessu tagi eru efstir á
lista, sem þýðir að menn eiga ekki
að fá þau svör að lögreglan muni
koma þegar hún er búin að sinna
öðmm verkefnum," sagði Böðvar.
Hann sagðist hafa óskað eftir
því við sína menn að þeir færu og
könnuðu þessi mál nánar eftir því
sem hægt væri. Maðurinn virtist
stunda þessa iðju sína í þessu hverfi
og þá við skólann. „Þó svo að rann-
sóknarlögreglan vinni að málinu,
er ekki nema sjálfsagt að lögreglan
reyni að leggja sitt af mörkum, því
fyrirbyggjandi starf er eitt af meg-
inverkefnum nútíma lögreglu,“
sagði Böðvar. „Við verðum að vinna
á þeim grundvelli eins og ummæli
borgarstjóra gefa til kynna, að
vandamálið er ekki girðingin heldur
maðurinn. Ég þekki að vísu ekki
aðstæður þama við göngustíginn
en það hlýtur að vera mál sem for-
eldrar og skólayfirvöld verða að
komast að samkomulagi um.“
VERÐHÆKKUN á fiski í ný-
gerðum fisksölusamningi við
Sovétmenn er 26,4% til 62,1%
eftir tegundum frá verði siðasta
samnings, sem rann út um ára-
mótin. Alls var samið um sölu á
11.500 lestum af fiski, en á
síðasta ári var umsamið magn
26.000 lestir. Vegna lækkandi
gengis dollars og hækkandi
verðs á fiskafurðum á vestræn-
um mörkuðum á síðasta ári,
náðist ekki að standa við sölu á
flökunum. Um 6.000 lestir skorti
þar á, en með samningum nú, er
faUið frá kröfu um það magn og
bótum vegna vanefndanna.
Alls var nú samið um sölu á
10.000 lestum af flökum og 1.500
lestum af heilfrystum fiski. Flökin
skiptast þannig að 6.500 lestir
verða af karfa og öðrum tegundum
og 3.500 af ufsa. Verðhækkun á
karfa og öðrum tegundum er 26,4%,
62,1% á ufsa og 47% á heilfrysta
fiskinum. Það er aðallega karfi,
grálúða og annar flatfískur, sem
er heilfrystur fyrir Sovétmenn, en
nýmæli í þessum samningi er heim-
ild til að afgreiða til þeirra 100
lestir af heilfrystum gullaxi. Magn
þetta skiptist á milli frystihúsa SH
og Sambandsins í samræmi við
heildarframleiðslu húsanna.
Hjá Sölumiðstöð hraðfrsytihús-
anna er reiknað með því að afskip-
anir geti hafízt í þessum mánuði.
Talið er að með þessum samningi
verði framleiðsla á karfa- og ufsa-
flökum fyrir Sovétríkin samkeppn-
isfær við svipaða framleiðslu fyrir
markaði í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum.
Hannesmeð
fullt hús
HANNES Hlífar Stefánsson vann
skák sína gegn Englendingnum
Adams í 4. umferð heimsmeist-
aramóts unglinga í skák, sem
haldið er í Innsbriick í Aust-
urríki. Hann er einn í efsta sæti
með 4 vinninga að fjórum um-
ferðum loknum.
Brennu-
vargur
staðinn
að verki
TILRAUN var gerð til íkveikju
í Stálhúsgögnum að Skúlagötu
61 í gærkvöldi. Komið var að
manninum og eldurinn slökktur.
Maðurinn komst undan og var
ekki búið að finna hann þegar
Morgunblaðið hafði síðast spurn-
ir af.
Eigandi Stálhúsgagna sá eld í
húsinu um klukkan 23 í gærkvöldi,
fór inn og kom að manni sem var
að bera eld að húsinu. Tókst að
slökkva eldinn og hóf lögreglan
þegar ákafa leit að manninum.
Bensínlítnnn
hækkar í 30,60 kr.
Fargjöld í innanlandsflugi og
með leigubílum hækka um 10%
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti í
gær heimild til olíufélaganna að
hækka bensínlítrann úr 28 krón-
um í 30,60 kr., eða um 9,3% og
svartolíutonmð úr 5.700 í 7.100
kr., eða um rúmlega 24%. Einnig
var samþykkt 10% hækkun á
farseðlum í innanlandsflugi og
10% hækkun á fargjaldi með
leigubílum.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði að hækkun á bensíni og svart-
olíu væri vegna hækkunar á
innkaupsverði fyrr á árinu. í mars
hefði verið ákveðin hækkun til
bráðabirgða en hægt hefði verið að
fresta frekari hækkunum þar til nú
vegna hagstæðrar stöðu á inn-
kaupajöfnunarreikningum. Nú
hefði hins vegar gengið mjög á
þessa reikninga og væru þeir orðn-
ir neikvæðir vegna bensíns og
svartolíu. Gasolíuverð hækkaði ekki
að þessu sinni.
Sniffbylgja:
Lögreglan varar
við kveikjaragasi
TÖLUVERT er um notkun
unglinga á sniffefnum um þess-
ar mundir, einkum kveikjara-
gasi. Þetta var staðfest í
könnun sem fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík gerði I
gær og fyrradag í 15 verslun-
um. Flestir verslunarmennimir
sem rætt var við sögðu að ungl-.
ingar sæktu mjög í kveikj-
aragasið og höfðu sumir orðið
varir við misnotkun þess strax
fyrir utan verslanimar.
Amar Jensson, lögreglufulltrúi
í fíkniefíiadeildinni, sagði í gær
að svona sniffbylgjur kæmu af
og til. Hann sagði að unglingam-
ir sprautuðu gasinu upp í sig og
önduðu að sér. Krakkamir kæm-
ust í vímu af þessu og misstu oft
meðvitund. Hann sagði að efnið
hefði áhrif á miðtaugakerfíð og
væri lífshættulegt, eins og reynd-
ar kæmi fram á brúsunum.
Amar sagði að fíkniefnalög-
reglan vildi benda unglingum og
foreldrum á hættuna sem stafaði
af þessum efíium. Þá vildi hann
beina þeim tilmælum til kaup-
manna að vera á varðbergi, til
dæmis að selja unglingum ekki
efhin nema þau hafi miða upp á
það að heiman.
■ " './ X
Morgunblaðið/Bj arni
Amar Jensson lögreglufulltrúi
með nokkra brúsa af kveikjara-
gasi.